Morgunblaðið - 30.08.1970, Side 20

Morgunblaðið - 30.08.1970, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970 Ódýrt Ódýrt Ódýrt NYLON-GÓLFTEPPI, „Royal 70”, 6 litir verð kr. 395,00 fm NYLON-GÓLFTEPPI, „Step“, 3 litir verð kr. 310,00 fm PARKET-GÓLFDÚKUR m/undirlagi verð kr. 290,00 fm Vinyl-Asbest-gólfflísar verð kr. 195,00 fm Vinyl-gólfflísar verð kr. 315,00 fm Vinyl-gólfdúkur verð kr. 250,00 fm Berið okkar verð saman við verð annars staðar og þér sjáið að það er ódýrt að verzla hjá T. HANNESSON & CO. HF. ÁRMÚLA 7. — Sími 1 59 35. Skemmtilegt framtíðarstarf Ungir menn með áhuga á fallegum herrafatnaði, geta fengið skemmtilegt sölustarf hjá sérverzlun. Mennirnir þurfa að vera vel gefnir og hafa aðlað- andi framkomu. Þeir öðlast sérþekkingu á þessu sviði og byggja þar með upp örugga og skemmtilega framtíð. Auk launa fá þeir starfsklæðnað sér að kostnaðar- lausu. Eiginhandarumsóknir leggist inn á afgr. Morgun- blaðsins föstudagskvöld n.k. merkt: „Herraföt — 4036“. jr Utkeyrsla Ungur maður, röskur og ábyggilegur óskast til útkeyrslustarfa hjá heildverzlun nú þegar. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. merkt: „Traustur — 4033", Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu um dagvistun barna á einkaheimilum Ráðuneytið vekur athygli á 35. gr. 14. tölul. reglugerðar nr. 105/1970, um vernd barna og ungmenna, sem hljóðar þannig: „Dagvistun barna á einkaheimilum. Öheimilt er að taka bam/böm í dagvist á einkaheimili gegn gjaldi, nema við- komandi heimili hafi verið veitt leyfi til slíkrar starfsemi frá viðkomandi barnaverndamefnd. Áður en leyfi er veitt, skal barnaverndamefnd ganga úr skugga um, að heimili uppfylli þau skilyrði, sem sett em um fósturheimili almennt. Lagt sé fram heilbrigðisvottorð, sem kveði á um líkamlegt og andlegt heilbrigði heimilisfólks. Þá séu vandlega kannaðar aðstæður dagvistarheimilis með tilliti til húsrýmis, brunahættu, aðstöðu til innileikja, sem og möguleiki til útiveru, þar sem aðgát sé höfð með slysahættu vegna umferðar. Tekið sé tillit til fjölda heimilisfólks og aldurs barna, sem fyrir eru á heimilinu, og æskilegur fjöldi dagvistarbarna ákvarðaður með hliðsjón af þvi, sem og með tilliti til fyrrgreindra atriða. Dagvistarheimili eru háð eftirliti barnaverndarnefndar. Menntamálaráðuneytið, 28. ágúst 1970. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 oeinna kom póeturlnn með pakka til pabba Óla litla. „Halló, Snati,“ sagði pósturinn, þegar hann opnaði dyrnar og stakk pakkanum inn fyrir. Snati stökk upp. „Ég ætla að fara í bíó líka,“ sagði hann við sjálfan Big. Hann þaut út um opnar dymar og út á götu. Pósturinn hrópaði: „Snati, komdu strax til baka.“ En Snati heyrði ekki til hans. Hann hljóp. Allt í einu sá hann hvar Óli gekk yfir Aðalstræti ásamt vinum sínum. Snati stanzaði í skyndi. „Ef Óli sér mig, þá send- ir hann mig strax heim.“ Snati faldi sig á bak við tré og fylgdist með strákunum. Hann sá þá nema staðar fjrrir fram- an vel upplýsta byggingu. Þeir létu stúlkuna í miðasölunni hafa eitt- hvað. Hún afhenti þeim í staðinn einsn miða hverj um um sig. Því næst fóru strákarn- ir inn. „Hvað ætli flé þama inni?“ hugsaði Snati. „Hvemig á ég að fara að því að komast inn? Ég á ekkert til að láta stúlk- una fá. Nú fæ ég aldrei að vita hvað bíó er.“ Snata leið illa. En einmitt þá heyrði hann sómahringingu. Stúlkan í miðasölunni sneri sér við, tók símtól- ið og svaraði „Ég ætla að fara í bíó,“ sagði Snati. Hann þaut af stað, framhjá stúlkunni og faldi sig síðan á bak við auglýsingaskiltL Stúlkan leit upp. „Get- ur það verið, að ég hafi séð svartan hund?“ spurði hún og horfði í kriing um sig. „Ó, nei,“ sagði hún við sjálfa sig, „það getur ekki verið, hundar fara ekki í bió.“ Snati kíkti fram. Hann sá hvar lítil stúlka af- henti manni miða, sam maðurinn setti síðan í stóram kassa. „Ó, hvemig fer ég nú að,“ hugsaði Snati. „Ég á engan miða.“ Hann var alveg í vand- ræðum. En einmitt þá beygði maðurinin sig niður til þess að taka upp miða, sem hann hafði misst. „Ég ætla í bió,“ sagði Snati. Snat'i tók á sprett fram- hjá manninum með mið- ana. Maðurinn stóð upp. „Var þetta svartur hund- ur?“ spurði hann. „Auð- vitað ekki,“ sagði hann sjálfum sér. „Hundar fara ekki í bíó.“ Og nú var Snati kom- inn í bíó. f>að var niða- myrkur inni. „Ég sé ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Snati. En ég heyri í fólki og finn poppkomslykt. Ef þetta er bíó, hvers vegna situr þá fólkið í myrkrinu?" Snati fan-n autt sæti. Hann stökk upp í sætið og settist. Snati leit því næst upp. Þarn-a fyrir framan hann vom risastórir indíánar á hestum. „Ó, nei,“ hrópaði Snati. „Hestarnix eru að koma á mig.“ Snati gelti. Því næst lokaði hann augunum og grúfði sig niður í sætið. Lítill strákur, sem sat þ-arna nálægt hnippti í vin sinn og flagði: „Heyrðir þú ekki hund gelta?“ „Auðvitað ekki,“ sagði vinurinn. „Hundar fara ekki í bíó.“ >á mundi Snati dálít- ið. Hann var ekki hrædd- ur lengur. „Bíó er alveg eins og sjónvaxpið — nema stærra," sagði hanm. „Það er ekkert gaman að þessu. Það er nú eitthvað skemmtilegra að stríða kettinum.“ Svo að Snati stökk nið- ur úr sætinu og fór aftur heim. Snat'i svaf í kassanum síraum, þegar Óli kom inn. Óli klappaði honum og sagði: „Mér þykr leitt, Snati minn, en ég get ekki tek- ið þig með í bíó. Hundar fara ekki í bíó.“ „Það er alveg satt,“ hu-gsaði Snati og dillaði rófunni. „En ég gerði það!“ Hvernig á að teikna? Þegar við höfum lært að teikna útlínur höfuðs- ins, þurfum við að ganga frá andlitinu, með því sem þar til heyrir. Nef, augu, skegg o.s.frv. móta svip og skapgerðarein- kenni. Reyndu að búa til mismunandi nef og hafðu þá í huga, að bogalínurn- ar stuðla að því, að ná- unginn verði glaðlegur á svipinn, en beinu og hvössu línurnar leiða til þess gagnstæða. Hérna eru fáein sýnishom, sem þú getur skemmt þér við að líkja eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.