Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 30, ÁGÚST 1970 — Á slóðum Ferðafélagsins Framhald af bls. 11 Nú er veiðimálum þarna, sem Viðast annars staðar, hagað í samræmi við þá tímans hætti, að þeir sem alast upp á bökk- um árinnar skuli minnst hafa af gagnsemi hennar að segja ann- arri en þeirri, sem metin verður til f jár. 1 Goðdalsá, skammt framan við ármótin eru há gljúfur og i þeim fallegir hyljir og bjartir straumar. 1 ásnum neðan við ána eru lyngbrekkur og runnar og hlíðin öll frá Goðdalshyrnu nið- ur undir Svanshól, vel gróin og vaxin miklum skógi, þótt ekki sé hann hávaxinn. Er það hið fegursta sumarland og haustlit- ir óvenju fjölbreyttir. Svanshóll hið forna býli Svans Bjama- sonar, móðurbróður Hallgerðar Höskuldsdóttur, stendur við Séð úr Bæjarskarði niður yfir Kaldrananes norður yfir Bjarnar f jörð, Balar norðan fjarðarins. /éist ÓLsCCvxJ/ fjallsrætur nær miðjum dal aust an árinnar. Þar uppi í fjallinu er Svansgjá og segir þjóðsagan, að þar hafi verið bakdyr hjá Svani karli, þegar hann vildi stytta sér leið til útróðra eða annarra erinda á Bala norður og kom þá um framdyrnar í Svansgjá í Kaldbakshorni. Volgar lindir eru víða í Bjarn arfirði, t.d. á Svanshóli og Klúku. Þar er hlaðin laug forn, sem talið er að Guðmundur góði hafi vígt sem baðlaug og heitir síðan Gvendarlaug. Á Klúku er fullkominn útisundstaður og þar rís nú frá grunni heimavistar- skóli fyrir byggðina. TRYSILÞILJUR: ABACHI - FURA - LIMBA WENGÉ - EIK - OREGON PINE TEAK - PALISANDER Einnig TRYSIL VEGGIR, 50 mm þykkir. „ALPEX“ SPÓNAPLÖTUR: þykktir 8 — 12 — 16 — 19 (væntanlegt) og 22 mm. „ALPEX" hampplötur: þykktir: 8 — 10 — 12 — 16 — 18 — 20 — 22 — 2G — 36 mm. „ALPEX fretex, hvíu. V2" I»vkiu. stærð t\9 fct VIROPAN þiljur, gullfallegar og ódýrar, vantsheld líming. HARÐTEX „standard“ og olíusoðið. „SWANWOOD" mjög ódýrar, fallegar, plasthúðaðar þiíjur. Einnig höfum við á veggi: BRENNT OG SANDBLÁSIÐ GRENI, BRASILÍSKA FURU, NORSKA FURU. V* Harðviður í úrvali Húsgagnaspónn Mikið urval JT /r Asbjörn Olafsson hf. Vöruafgreiðsla Skeifunni 8, sími 2 44 44. Norður í hálendið nokkru neð- an við Klúku, gengur fjalldLl- ur, sem Hallárdalur heitir. Um hann rennur samnefnd á og er I henni fríður foss, sem mun heita Goðafoss, en er í daglegu tali kallaður Hallárdalsfoss eða að- eins fossinn. Hann fellur niður í há gljúfur og lætur ekki mik- ið á sér bera, en upp af hon- um er jafnan nokkur úði, sem verið getur vísbending þeim veg farendum sem ganga vildu til fundar við hann. Stærstu vötn á Bjarnarfjarðar hálsi eru Urriðavötn ofan brúna vestur frá botni fjarðar ins og Bæjarvötn í kvos norð- an undir Bæjarfelli. Or Urriðavötnum fellur Urr- iðaá niður bratta hjalla innan við fjarðarbotninn. Undan Ásmundarnesi og inn- an við Kaldrananes eru eyjar og hólmar, er þar mikið fugla- líf. Ströndin norðan Bjarnarfjarð ar er hrjóstrug og fjöllin brött út að sjó en undirlendi því nær ekkert. Frá veginum, sem ligg- ur nokkuð hátt, er tilkomumik- ið útsýni yíir Húnaflóá út til hafs og inn til landsins. Tvö dalverpi liggja hátt frá ströndinni norður í fjöllin, Brú- arárdalur og Asparvíkurdalur mál. Þar sem leiðin er tæpust og viðsjálust gengur klettabrik fram úr skriðunni og kallast Slitranef. Þar um lá áður ein- stigi en nú er þarna góður ak- vegur. Norðan við Hornið er Kald- báksvík, sem liggur inn til lands vestur úr Húnaflóa. Norðan vík urinnar er Kaldbakur hin forna landnámsjörð Önundar tréfóts. Skammt er úr víkurbotni út á víðan sjó, enda þaðan stutt til miða. Dalur liggur fram milli fjallanna. Þau eru há og brött með ógnandi hamrabrúnum. Hlíð arnar eru víða naktar en kjarna gróður þekur láglendi og vefst um hlíðarfót. Sumarið 1886 fór Þorvaldur Thoroddsen um Kaldbaksdal all- an fram á Hveratungur innst í dalnum um 240 m yfir sjávar- mál. 1 ferðabók sinni segir hann svo: „Fram á Hveratungum er heitt vatn um 72 stig. Spýtist það út úr klöpp úr gati, sem ekki er víðara en flöskustútur. Rennur þaðan lækur niður að ánni. Fram með læknum er mesti gróður. Við randirnar á fönnunum kaf- gresi og fögur blóm, innan um alls konar burknar, hvannir, blá gresi, lokasjóður o.fl.“ Skammt innan við víkurbotn- Við Bjarnarfjarðará. Yfir ásinn sést í mynni Gnðdals. og er hann utar með firðinum. Dalirnir draga nafn af bæjum út við sjóinn. Umhverfis Asparvík- urdal eru fjöllin hærri og hrika legri, þar er dálítill skógur og berjaland ágætt. Mun dalurinn vera skjólsæll á sumrum en snjó þungur á vetrum. Skammt fyrir norðán Aspar- vík eru Eyjar. Þar sátu fyrr á tímum ríkismenn, sem höfðu mik inn sjávarútveg. Héldu þeir úti áraskipum bæði til hákarla — og fiskiveiða, ýmist að heiman eða þeir sendu þau á Gjögur. Á Eyjum er æðarvarp, selveiði og trjáreki einnig til hlunninda. Fjallið beint þar upp frá bæn- um heitir Eyjahyrna og má á því sjá svipmót Strandafjall- anna ótvirætt og afgerandi. Há klettabelti í brúnum og bratt- ar grjótskriður niður að hlíð arfæti. Árspræna, sem heitir Blæja, fellur eins og silfurþráð- ur niður snarbratt bergið og sést hún víða af sjó. Um það bil þriggja stundar- fjórðunga göngumannaleið norð ur frá Eyjum gengur þverhnípt- ur, rúmlega 500 m berghamar út að sjó, heitir hann Kaldbaks- horn. Þar sem bergveggurinn nær lengst niður kallast Kald- bakskleif og hefur um hanafrá öndverðu verið mjög ógnvekj- andi og hættuleg leið, þó ekki hafi þar slys orðið svo sögur greini og vilja sumir þakka yfir söngvum hins blessaða biskups, Guðmundar góða. Kleifin er grjótskriða í sjó nið ur og stórgrýtt urð við fjöru- inn er allstórt vatn en lágt eiði milli þess og sjávar. Rennur þar út affall vestan í víkurhornið. í vatninu er góð silungsveiði. Einu sinni á vetrardegi lagði ég leið mína upp frá Goðdal og fór að fjallabaki norður í Kald- baksvík. Var það tilkomumikil sjón að sjá nakta, svarta tinda og hamrabrúnir háfjallanna tcygja sig mót himni upp yfir snjóhvíta, helkalda auðnina. Bar þar hæst í norðri Háafell, sem ris upp frá hásléttunni á norður brún Trékyllisheiðar og Skræl- ingja í norðaustur, er Lamba- tindur þeirra hæstur (854 m). Á vesturbrúnum Kaldbaksdals opnaðist útsýn yfir dalinn, brúna mikinn og svipþungan. En gil- in, sem svo mikið kveður að, þeg ar klakabönd bresta á vorin, seitluðu hljóðlega undir mjallar þaki. Þessi bjarta vetrartign var í senn hrífandi og hrollvekjandi. En þegar sól brosir sunnan er Víkin skjólsæll og heillandi stað- ur. Norðan við Kaldbaksvík er Skreflufjall og nær það norður að Kolbeinsvíkurdal, sem er hvilft í fjöllin norðan við eyði- býlið Kolbeinsvík. Skammt sunn an við víkina er urðarhjalli eða hryggur, sem kallast Speni. Inn- an við hann er forn veiðistöð, sem hét „í Skeflum", gengu það an róðrarskip í byrjun 19. aldar. Um Spena eru hreppamörk- in milli tveggja nyrstu hreppa Strandasýslu, Kaldrananes- hrepps að sunnan og Árnes- hrepps að norðan. Af mæliskveð j a til Sigurbjarnar í Vísi Hver er það, sem yngist upp sem örn, með æskugáska eins og vorsins börn ? — Seggir nefna „Sigurbjörn í Vísi". Já, þú átt Island, afbragðs óskabörn, sem einurð prýðir jafnt í sókn og vörn. ('<* vii að skáldin vormenn þjóðar „prísi“. (25. ágúst 1970). Stefán Rafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.