Morgunblaðið - 23.09.1970, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1970, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEKT. 1970 „ voru að tala saman úti í horni. Raeburn gekk að þeim gilda. — Góðan daginn! Eruð þér verzlunarstjórinn ? — Stendur heima. — Get ég fengið áð tala við yður? Gildi maðurinn leit á hann eins og i vafa, en dálítið forvitinn samt. — Eruð þér blaðamaður? — Já. Það skaðaði ekki að segja það í þetta sinn. — Hvaða blað? Ákafinn hjá manninum færðist á hámark. Raeburn kannaðist við þetta — það var ákafi manns, sem lifir til breytingarlausu lífi, að komast inn í heim þar sem eitthvað var á seiði — án þess að biða tjón af. — Ég er frá fréttastofu, sagði hann. Gildi maðurinn var eins — Nei, ekkert bréf. En hvern skrattann varðar yður um þetta? Hann stanzaði snöggt og leit á Raeburn tortryggnisaugurn. Þér eruð enginn rukkari, sagði hann. — Ekki svona klæddur. Hver eruð þér? Raeburn brosti snöggt. — Haldið þér áfram að spyrja, sagði hann. — Hver veit nema þér eignizt þá einhvern tíma fal- leg föt. Hann sneri sér við og gekk burt. Marston reyndist vera járn- vörusali í Aðalstræti. Raeburn gekk framhjá og leit inn. Hann vildi vera viss um, að engin lög regla væri á staðnum. Síðan gekk hann inn. Lítill, gildur maður og annar maður yngri og í vafa. — Mig langaði að spyrja yður um ungfrú Under- wood. Mér skilst hún hafa keypt einhverja slöngu hérna í gær. — Já, plastslöngu. Við seljum ekki þessar venjulegu gúmi- slöngur lengur. Átján fet af 1/5/8“. Ég get sýnt yður, hvar það er innfært. — Það er allt í lagi, sagði Raeburn. Átján fet hugsaði hann. En tólf fet mundu verða kappnóg til að ná frá útblæstr- inum og inn í bílinn, en svona ofmat er einmitt einkennandi fyr ir sjálfsmorðingja. Eins og þá, sem tóku óþarflega stóran skammt af eitri eða notuðu óþarf lega stóra byssu til að skjóta sig. Upplýsingar í síma 14081 kl. 10—12 og 1—7 og 83260 kl. 2—7. Þú hefur betri gróðamöguleika, ef þú leikur ekki sama leikinn aftur. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Allir eru önnum kafnir að græða þessa dagana. Af hverju ekki þú? Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Flestir, scm í kringum þig eru, hafa tækifæri á að fara víðar en þú Vilt. LjóniS, 23. júlí — 22. ágúst. Ef þér er ekki alveg sama um, hvað aðrir segja, skaltu umfram allt ekki vera með nefið ofan í öllu. Sumir hafa verið bitnir í það. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú ert allur á lofti þessa dagana og svífst einskis. Vogin, 23. september — 22. október. Ef þú óskar eftir samstarfi, skaltu ekki halda, að aðra hafi dreymt það. Þú verður að segja eitthvað. SporSdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Hversu lengi ætlarðu að láta fólk bíða þín? BogmaSurinn, 22. nóvember — 21. desember. Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef fólk óskar eftir frægð og frama, verður það eittlivað að hafa fyrir lífinu. Þeir hljóta mannvirðingar, sem þær eiga skildar. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ef eitthvað skyldi fara á milli mála með framtiðarmöguleikana er hezt að fara að hyggja að hagsmununum. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þú og þínir mega sannarlega halda á spöðunum, ef vel á að fara. — Afgreidduð þér hana sjálf- ur? — Nei. Gildi maðurinn virtist eitthvað tregur til að viður- kenna það. — Það var aðstoðar- maður minn hérna, hr. Blom- field. — Hvenær dagsins var þetta? — Það var tíu mínútur fyrir sex, sem hún kom inn í búð- ina. Blomfield var ungur mað- ur, sem vildi gjarna sýna, að hann hafði lesið handbók verzl- unarmanna með góðum árangri. Hann var alvarlegur en ánægð- ur með sjálfan sig. — Þér tókuð eftir, hvað klukkan var? — Já, þér vitið, hvernig þetta er. Ég er nú annars ekki sí og æ að líta á klukkuna — það get ur hr. Marston borið um — en það var rétt kominn lokunartimi og ég var farinn að hugsa um að fara að taka til. Raeburn kinkaði kolli. — Hvernig leizt yður á hana? —- Það var nú einmitt það skrítna. Hún virtist . . . Hr. Mar- ston neytti aðstöðu sinnar sem yfirmaður Bloomfields til þess að grípa fram í. — Já, hún var virkilega eitt- hvað einkennileg. Það var sýni- legt, að eitthvað var að. — Þunglyndi, sagði Blomfield. ' — Það orkar svona á fólk. Það var eins og hún vissi ekki, hvar hún var stödd. Eins og dregin inn í sjálfa sig. Ég hef lesið um slíkt í einhverri bók. -— En þér létuð ekki sjást, að þér tækjuð eftir því? Þér hafið ekki spurt, hvort hún væri las- in eða þess háttar? Marston greip aftur fram í, og hristi höf- uðið. — Þú verður að fara varlega, þegar viðskiptavinir eru annars vegar. Óviðeigandi orð getur verið móðgandi. — Það er rétt, tók Blomfield undir við húsbónda sinn. — Mér datt það líka í hug, en það er aldrei að vita. — Jæja, ung- frú Underwood — ég vissi ekki þá, hvað hún hét, enda þótt ég þekkti hana í sjón — hún virt- ist eitthvað föl og sein á sér og eins og utan við sig, en þér skilj ið, hún vissi vel, hvað hana vantaði. Nákvæmlega. Hr. Blom field hikaði andartak, og virt- ist eitthvað ringlaður. — En sjálfsmorð! Ekki datt mér það í hug. Raeburn kinkaði kolli. Þetta gat vel átt við væntan- legan sjálfsmorðingja af vissu tagi. — Þekktuð þér ungfrú Under wood nokkuð? spurði hann Mar ston. — Ég þekkti hana bara sem viðskiptavin, og vissi, hvað hún hét. En ekkert þar út yfir. — Hvaða orð hafði hún á sér? — Ágætt. Marston svaraði þessu hiklaust. Hún var kona, sem stundaði sitt verk. Og hún var vel þokkuð. — Átti hún marga kunningja? — Það veit ég ekki. En frek- ar var hún hlédræg. Ég þekki engan sem þekkti hana sér- lega vel. Hún var viðkunnan- leg, án þess þó að vera mann- blendin. . — Ég skil. Var hún upprunn- in héðan ? — Nei, hún kom hingað — ja, líklega fyrir nokkrum árum, og setti upp gistihús. Ég hugsa, að hún hafi komið frá London. Að minnsta kosti hafði hún ekki starfað að gistihúshaldi fyrr en hún kom hingað, enda þótt fólk segi, að hún hafi fljótt komizt upp á lagið með það. — Og græddi hún á því ? — Já, hún átti þarna gott hús í góðri götu. Og gestir hennar voru allir af betra taginu. Hún greiddi alltaf reikninga sína skil víslega og klæddi sig vel. Og hún fékk sér nýjan bíl fyrir tveimur árum. — Ég skil, sagði Raeburn, en það var nú ekki sannleikanum samkvæmt, öðru nær. Hvað gat ungfrú Underwood, virðingar verð gistihúskona í rólegu sjáv- arþorpi staðið í sambandi við morðið á Edith Desmond? En það þýddi nú ekki að vera að brjóta heilann um slíka merkis- spurningu. Þetta varð að taka i smáskömmtum ... — Jæja þakka ykkur fyrir herrar mínir, sagði hann. — í hvaða . . . i hvaða blöð- um kemur fréttin yðar? spurði hr. Marston, vonglaður. — Þér munuð sjá eitthvað um sjálfsmorðið í Mirror, Express, Mail, Herald og Chronicle, sagði Raeburn. Marston var hrifinn. — Þetta hlýtur að vera skemmtilegt starf hjá yður, sagði hann. Hann var nú hálf- tregur að sleppa hendinni af þessu sambandi sínu við sviplegt andlát, sem hann hafði áunnið sér með þvi að selja átján fet af plastslöngu. — Þér hljótið að sjá ýmislegt, sem aðrir fá ekki að sjá. Raeburn brosti, en þó þannig, að Marston datt i hug, að viðmælandi hans hlyti að vera talsvert hörkutól. — Ég reyni það, sagði Rae- burn. — Það er nú þetta, sem maður lifir á. XI. Raeburn staðnæmdist hjá manni, sem gekk úti á vegar- brúninni. — Churtons Ward? sagði hann. — Vinstra megin. Þér hljótið að sjá það. Eftir milu- fjórðung fann hann staðinn. Það var ekki nema satt, að það gat ekki farið framhjá honum. Afgreiðslustúlka óskast í skóverzlun. — Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ m. merkt: „Skóverzlun — 4428". Varahlutir í Rambler Classic '63-65 Höfum fengið mikið magn af varahlutum í Rambler Classic (svo sem boddýhluti og vélahluti). Upplýsingar í síma 81387. somvyl dúkurinn nýkominn. Hentugasta veggklœðningin sem völ er á ]n\ J. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.