Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 16
16 MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SKPT. 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveirvsson. Ritstjórar Matthías Johannesser*. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjórj Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjám og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. St'mi 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. i lausasölu 10,00 kr. ©intakið. AUKINN SVEIGJANLEIKI í SKÓLAKERFINU fím þessar mundir má ^ merkja ýmis nýmæli í skólam'álum hér á landi. Á liðnum árum hafa átt sér stað mifclar umræður um ís- lenzka skólakerfið og mennta mál aimennt. En því er ekki að leyna, að nú sjást nokkrar breytimgair í framkvæmd. Skólakerfið verður nú stöð- ugt sveigjanilegra, þannig að nemendur eiga nú hægar um vik að fara af einni náms- braut yfir á aðra. Dæmi um þetta atriði eru framhalds- deildir gagnfræðaskólanna, sem nú hafa víða starflað í einn vetur. Nú þegar eftir fyrsta starfsár eru nemendur úr þesisum framhaldsdeildum famir að sækja um skólavist í menntaskólunum, verzlun- arskólunum og Tækniskólan- um. Innan framhaldsdeild- anna eru síðan starfrækt ákveðin kjörsvið, þar sem nemendur geta valið þær greinar, er huga þeirra standa næst. Vaxandi að- sókn að þessum deildum sýn- ir, að hér er stefnt inn á rétt- ar brautir. í þessu sambandi er vert að geta tillagna Stúdentaráðs, þar sem lagt er til, að fleiri nemendum en stúdentum ein- um verið gert kleift að leggja stund á háskólanám. Tillögur stúdenta um þetta efni hafa víðast vakið nokkra athygli og yfirleitt fengið góðar und- irtektir, en þær miða einmitt að því að gera skólakerfið sveigjanlegra. Það liggur í augum uppi, þegar risið hafa upp sérskólar á ýmsum svið- um, að miklu fleiri nemendur en stúdentar einir kunna að hafa bæði áhuga og getu til þess að stunda nám við há- skóla. í sjálfu sér er hér um að ræða mjög eðlilegar breyt- ingar, þar sem einungis er verið að beina skólakerfinu að nútímalegum viðhorfum og aðstæðum. Fyrsta skrefið, sem stigið var í þessa átt var tekið, þeg- ar Verzlunarskóli íslands fékk rétt til þess að braut- sfcrá stúdenta. Kennaraskól- inn hefur síðar fenigið sams konar réttindi, og nú nýverið hefur niemanda úr raun- greinadeild Tækniskólans verið veitt innganga í verk- fræðideild Háskólans, en sá atburður markar að vissu leyti þáttaskil í þessum efn- um. Þannig hefur nokkuð áunnizt nú þegar í þessum málum og þess er að vænta, að áfram verði stefnt í sömu átt. Þá hefur nú verið skýrt frá því, að sjónvarpið muni í vetur gera tilraun með skóla- sjónvarp í tengslum við eðl- is- og efniafræðikeunslu, sem nú er að hefjast í þessum greinum á bama- og unglinga stiginu. Allt gefur þetta vísbend- ingu um nokkrar breytingar, enda dylst fæstum mauðsyn þess að sníða skólakerfið að nútímalegum aðstæðum, með tilliti til þess, hversu mennt- unin er orðin snar þáttur í uppbyggingu þjóðfélags nú á tímum. Það er augljóst, að þegar er kominn nokkur skriður á framkvæmdir í þess um efnum, þó að enn bíði vissulega fjölmargt úrlausn- ar. Hentistefnan ræður enn í Framsóknarflokknum T jóst er nú, að töluverð sundurþykkja ríkir inn- an Framsóknarflokksins um þessar mundir og átök eiga sér stað milli yngri og eldri flobbsmanna. Það vekur hins vegar verulega athygli, að í þessum átökum er í raun ekki deilt um stefnu Fram- sóknarflokksins, heldur hafa þessar væringar orðið vegna þess eins, að nokkrir ungir framgjamir framsóknar- menn hafá orðið undir í átökum um vegtyllur innan flokksins. Fylgi Framsóknarflokksins hefur haldizt svo til óbreytt í heilan áratug; hentistefna sú, er Framsóknarflokkurinn hefur rekið, hefur komið í iVeg fyrir að honum yxi fiskur (um hrygg. Enda dylst fæst- um, að Framsóknarflokkurinn er nú fulltrúi afturhalds á vettvangi íslenzkra stjórn- mála. Á liðnu sumri hefur má lgagn Fram s ókn a rf 1 okks - ins, Tíminn, hlaðið flokksfor- ystunni mikið lof, þar sem lögð hefur verið áherzla á mannkosti, röggsama og vit- urlega stjórn og skynsamlega stefnu í þjóðmálunum. En í þann mund, er þessum lof- gerðarlestri lýkur, koma ung- ir framsóknarmenn fram með þungar og hatrammar árásir á forystu Framsóknar- flokksins og virðast finna forystumönnunum og raunar flokknum sjálfum fllest til foráttu. En fátt lýsir betur stjóm- málalegri stöðnun Framsókn- arflokksins, að þessi átök ÞAB ER svoH MARGT. EFTIR ÓLA TYNES Innfluttir veiðimenn ÞEIR sem hafa efni á að sturnda lax- veiðar segja mér að það sé geysilega skemmtileg íþrótt, og ekki dettur mér í hug að efast um það. Því miður er það nú orðið svo dýrt garnan, að það eru eklki nema tiltölulega fáir, sem geta leigt sér dag og dag í góðri á. Ástæðan fyrir þessari dýrtíð er að sjálfsögðu aukin eftinspum, ekki sízt erlemdis frá. Menn aem eru avo vel fjáðir að þeir láta sig ekki muna um að fara á milli landa í veiðitúra, láta sig beldur ekki muna um að greiða það hátt verð fyrir veiðileyfi að þeir geti tryggt sér beztu staðina. Nú er það svo með okkar litla land að það hefur vissulega þörf fyrir hvem eyri, sem hægt er að krækja í, og því er líklega ekki rétt að amast við því að útlendir efmamenm yfirbjóði íslenzka, þótt hinum síðamefndu þyki að sjálf- sögðu sárt að sjá á eftir stöðvum sem hafa verið þeim hugljúft athvarf um mangra ára skeið. Og nú er verið að færa út kvíarnar. í október koma hingað um þrjátíu bandarískir rjúpnaveiðimenn, og ætla að stunda veiðar frá Fomahvammi. Þetta em sjálfsagt áhrifamenn, forystu- menn I ferðaimálum, ritstjórar og blaða- menn. Það er jafnvel í bígerð að gera kvikmynd um rjúpnaveiði hér, svo ætla má að þetta sport fái nokkuð góða aug- lýsingu eriendis. Veiðisvæði beimsins fana stöðugt minnkandi, og það er alls ekki óhugsandi að áður en langt um líður komi hingað þó nokkur fjöldi veiðimanna. Þá fer varla hjá því að einhverjum detti í hug að hér sé töluvert um aðra bráð, t.d. gæsir og hreindýr, og að sjálf- sagt sé að virkja einnig þesisa flokka dýraríkisina, til framdráttar þjóðarbú- inu. Þegar svo ferðaskrifstofur og flugfé- lög verða farin að undirbúa af allri sinni fyrinhyggju og reynslu, herflerðir efnaðra útlendinga hingað til lands, er anzi hætt við að lítið verði eftir handa þeim íslendingum, sem hafa stundað þessar veiðar, jafnvel í áratugi. Það er sjálfsagt ekki rétt að amast við þeseu, því það þarf ekfki nema nefna gjald- eyrishagnað til að allt verði kolvitlaust, og alls konar leyfi og fríðindi handlöng- uð út í stórum stíl, og hvaða má'li skipt- ir það þá þótt nokkrir íslendingar horfi löngunaraugum til fjalla? SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR Sj ónvarpsauglýsingar em líklega með vinsælasta efni þessa ágæta tækiis, og er þó úr mörgu mjög frábærn að velja, eins og landsmenn munu sammála um. Nægir þar að minna á fjöMtyldubílinn, og svo hinar stórkostlegu fjölleifcahúss- myndir, sem öðru hvoru er bmgðið á skerminn. En auglýsingamar taka öllu öðru fram, og oft má heyra hlátrasköll um alla borgina, þegar verið er að sýna þær. Þeir em heldur ekki valdir af verri endanum leikararnir, þegar verið er að gera auglýsingamyndir með ís- lenzkum texta. Uppáhaldsvörurnar mínar eru kon- tinental kílreimar og sommer-flísar- og dúkar, og hvað það nú allt heitir. Radd- irnar í þeim, og reyndar fleiri auglýs- ingum em svo blæbrigðamifclar og skemmtilegar, að ég er allveg hissa á að við skulum ekki heyra þær í útfarar- tilkynningum hljóðvarpsins, þær myndu vissulega sóma sér vel þar. Og fyrst farið er að ræða sjónvarps- efni á annað borð, væri gaman að vita hvort við fáum að sjá einhverja fleiri þætti með Jerry Lewis. Þegar þeir vom gerðir í Bandaríkjunum á sínum tíma, þóttu þetta einhverjir bezt milsheppn- uðu þættir, sem sést höfðu þar í landi um langan aldur, og þeir féllu um sjálfa sig hraðar en hægt var að segja Dean Martin. Þrátt fyrir það vom þó nokkrir þættir gerðir til að uppfylla samning- inn, og við eigum því sjálfsagt ein- hverja til góða. Þvílíkt tilhlökkunarefni. Jose Manuel Elosegui Odrisela, þjóðemissinaður Baski, sést hér brenna, þar sem hann liggur á jörðinni, eftir að hann varpaði sér með fötin logandi fyrir framan Franco hershöfðingja, ein- ræðisherra á Spáni. Gerðist þet ta er Franco setti alþjóðahátíð Baska í San Sebastían fyrir nokkrom dögum og hrópaði Odrisela: „Gera Euzcadi" (Lifi land Baska), um leið og hann féll til jarðar. Hann var síðan fluttur þungt haldinn og meðvitundarlaus á sjúkrahús, eftir að tekizt hafði að slökkva eldinn í klæðum hans. Sagt er, að Franco hershöfðingi hafi setið hátíðar- athöfnina á enda og engin svip brigði sézt á andliti hans, þrátt fyrir þennan óhugnanlega atburð. virðast einungis eiga sér stað vegna innbyrðis togstreitu um áhrifasitöður í flokknum og sæti á framboðslistum vegna alþingiskoeninga næsta sumar. Þannig má enn um sinn gera ráð fyrir því, að Framsóknarflokkurinn verði sami hentistiefnuflokkurinn og hann hefur verið til þessa. Enn um sinn verði Fram- sóknarflokkurinn fuílitirúi staðruaðra aftuirhaldsafla á vettvangi íslenzkra stjórn- mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.