Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 22
22 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 24. SEPT. 1970 Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir frá Hauksstöðum — Minning SKÁLD J ÖFURINN Maxim Gorki dró upp svo ógnþrungnar myndir í bók sinni, „Hjá vanda- lausum“, aS sá stuggur, sem stóð af þesisum tveimur orðum, hér á landi, mildast og máist út við þann satmanburð. Svo kemur okkar mesti skáldjöfur og hefur Brekkukotsannál með þessum orðum: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína, sé fátt hollara, ung- um börnum, en missa föður sinn.“ Fyrsta heila veturinn minn hjá vandalausum, dvaldist ég hjá því fólki, sem varð mér jafnan kært síðan. Bóndann, Friðbjöm Kristjáns- son á Hauksstöðum í Vopnafirði, hef ég áður kvatt með nokkrum orðum, og þegar ég nú sé á bak fóstru minni, Sigurbjörgu á Hauksstöðum, vil ég freista þess að draga nokkur strik á pappír þó mynd sú, er þau kunna að taka á sig, verði fátæklegri en skyldi. Veturinn sem ég dvaldi á Hauksstöðum, var „Heiðar- harmur" Gunnars skálds Gunn- arssonar lesinn um allt ísland og þá ekki sízt í Vopnafirði, þar Konan mín, Málfríður Gísladóttir frá Bræðraminni, Bíldudal, Barmahlíð 36, er lézt l'O. þ.m., vedður jarð- sett frá Háteigsikipkju föstu- diaginin 25. þ.m. kl. 13.30 e.h. Jens Víborg. sem söguslóðir bókarinnar eru óneitanlega. Sagan, sem slík, er að mörgu leyti listræn harmsaga þessarar fátæku, afskekktu þjóðar gegn um myrkar aldir. En það var eins og eitthvað vantaði í þessa harmsögn, ef til vill var hún harmkímin, laust lessmdann furðu en skildi ekki við vitund hans eins og logandi kviku. Ég man ennþá kaldan hlátur Guð- laugar gömlu, móður Siigurbjarg- ar, þegar húft heyrði lýsinguna á flutningi líksins, kýrinnar og barnanna frá Mel, á sama sleð- anum og sjálf var hún látin tylla sig á kýrrassinn öðru hvoru. Ég nam af vörum þess- arar gömlu konu, þar sem hún sat með prjóna sína og reri fram í gráðið, þann heiðarharm, sem sker til hjartans og fylgir manni aHa ævi. Hún var af ætt Guðmundar ríka sýslumanns og fleiri stór- menna, en lífið skammtaði henni naumt og skákaði henni og Sigurbirni manni hennar nið- ur á kotbýlið Mel í Tun.guheiði, sunnan Hofsár. Þar bjuggu þau með börnum sínum ungum, dreng og stúlku, þar til örlaga- daginn 29. jan. 1894 að Sigur- bjöm fór að næsta bæ, Háreks- stöðum í Jökuldaldheiði. í þann mund, sem hans var von heim, brast á hamslaus norðanhríð er stóð fram á næsta dag. Þegar veðrinu slotaði bað Guðlaug bönndn að bíða sín róleg, því hún yrði dálítið lengi í burtu, lokaði síðan bænum og hélt af stað út í heiðargeiminn og ófæruna, van- fær að þriðja baminu. Ör- skammt frá bænum sá hún hund bónda sins sitja hjá líki hans, en treysti sér ekki þangað eins og hún var á sig komin. Síðla Litla dóttir mín, Inga íris, verður jarðsett föstudaginn 25. þ.m. kl. 1,30 frá Kópa- vogskirkju. Þeim sem vHdu mirmast henmar er bernt á Bamaspítaljasj óð Hringsdns. Fyrir okkar hönd og a<nn- arra ættirugja. Sóley Jónsdóttir, Ingileif Jakobsdóttir, Jón Valby Gnnnarsson, Vignir A. Jónsson. Þökkum ininHega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minmar, móður, tengdiamóður, örnmu og lamig- ömmu, Rannveigar Hannesdóttur, Barónsstíg 30. Kristvin Þórðarson, Ketill Kristvinsson, Jóna Hjörleifsdóttir, Kristveig Kristvinsdóttir, Bjöm Guðmundsson, Magnea Kristvinsdóttir, Valgarður Magnússon, bamaböm og bamabamaböra. Útför móður minnar og tengdamóður AÐALHEIÐAR ÞORKELSDÓTTUR verður gerð frá Dómkirkjunni, á morgun föstudaginn 25. september, kl. 13,30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Auðbjörg Guðmudsdóttir, Pétur Sveinbjamarson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNlNU M. JÓNSDÓTTUR Agúst Jóhannsson, Sigurður Júlísson, Guðrún Júlíusdóttir, Guðmunda Júliusdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir, Guðmundur Júlíuson, Valur Júlíusson, Sverrir Júlíusson, tengdabörn, barnabörn og bamabamaböm. kvölds þann dag náði hún að Brunahvammi þrotiin að kröft- um. Þegar bóndinn þar kom með vinnumiamni sínum að Mel, dag- inn eftir, var sex ára drengur- inn ennþá að hughreysta litlu systur sína og segja að mamma færi bráðum að koma. Fljótlega fór Guðlaug með bömin að Fossi, þar sem dreng- urinn var tekinn í fóstur af Gesti og Aðalbjörgu, foreldrum Bergljótar á Fossi, sem er aðal- perisóna Heiðarharms, en átti bæði stórum stærri sál og harm en þar greinir frá. Síðar um vet- urinn fluttust þær mæðgur að Ytri-Hlíð, til Sigurjóns Hall- gríimssonar og Valgerðar konu hans, hinna mestu sæmdar- hjóna. Þann 8. maí 1894, eða rúmum þremur mánuðum eftir að Sig- urbjörn varð úti, fæddi Guðlaug litla stúlku, er hlaut nafnið Sigurbjörg, en litla stúlkan, er fluttist frá Mel, dó í bernsku. Þó að Sigurbjörg fæddisit um vor, fannst mér saga hennar hefjast er móðir hennar lagði af stað með hana undir beltinu út í hríð- arkólguna og endalausa auðn heiðanna, þennan dimma vetrar- dag, lostin ólýsanlegum harmi og kvíða. í Ytri-Hlíð ólst Sigurbjörg upp í skjóli móður sinnar og þar giftist hún þann 9. júní 1919, Friðbirni Kristjánssyni, sem þá hafði nýlokið námi við Hóla- skóla. Fluttust þau þá þegar að Hvammsgerði í Selárdal og hófu þar búskap. Síðar fluttust þau að Búastöðum, en árið 1932 keypti Friðbjöm Hauksstaði, og þar bjuggu þau, meðan heilsa leyfði, búi, sem utan húss og innan var táknrænt fyrir íslenzka sveitamenningu eins og hún gerðist bezt. Fór þar saman reisn og snyrtimermska, atorku og búmennska. Friðbjörn og Sigurbjörg eign- uðust tvær dætur, en fjögur sveinbörn fæddust andvana við mestu harmkvæH móðurinnar, sem varð þar fómarlamb erf- iðra samgangna og ónógrar heil- brigðisþjónustu. Einn drenginn sinn miissti Sigurbjörg rétt áður en ég fæddist; hún heimsótti mömmu á sængina, sýndi litlu lífi móðurlega ástúð og veitti því blessun sína. Þegar ég kom svo til þeirra hjóna 14 ára gam- all kom ég í önnur foreldrahús. Margan góðan bitann fékk ég í búrinu hjá Sigurbjörgu á Hauks- Huglheilar þakkir til allra, er sýndu oik'kur samúð við and- lát og útför Andrésar Bjarnasonar frá Flatey í Breiðafirði. Aðstandendur. stöðum, þá og síðar. Hún vildi að ég yrði stór og sterkur dreng- ur og því miðlaði hún mér ríku- lega þeirri miklu ástúð og hlýju, sem hún átti svo mikið af. Stærsta gleði hennar í lífinu var að gefa og gjöra gott, en þeirri unaðsiegu lífsnautn kynnast sumir aldrei. Hún gerði engar kröfur til lífsins sjálfri sér til handa, en hugsaði fyrst og síðast um aðra. Fimm ára gamlan dreng Am- þór Ingólfsson, tóku þau hjónin í fóstur og gengu honum í for- eldra stað. Meðal annars vega- nestis, sem hann hlaut frá Hauks staðaheimHinu, var hreint og fagurt alþýðumál, sem nýtur sín vel er hann flytur umferðar- þætti í útvarpinu. Stuttu eftir að þau hjón flutt- ust í Hauksstaði, fór þangað ungur piltur, HaUdór Pétursson, í vmnumennsku og var þar óslitið meðan þau hjónin stóðu fyrir búi og fannst hanin hvergi eiga heima nema þar. Eftir að Sigurbjörg var þrotin af heilau og kröftum, dvaldist hún lengst af hjá Guðlaugu dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Jóns- syni, en þau búa á Hauksstöðum með fjórum börnum sínum. Að endingu fór hún þó frá Hauks- stöðum til yngri dóttux sinnar, Kristinar, sem gift er Sigurði B. Hanaldssyni efnaverkfræðingi, Vallarbraut 18 á Seltjamarnesi, og naut til hinztu stundar um- önnunar þeirra. Gegn um aldimar hafa mynd- rænar frásagnir Biblíunnar orð- ið fyrirmyndir fagurra lista- verka. En fer ekki heóminn að vanta hliðstæðar sögur frá síð- ari tímum? Mér kemur í hug saga af Sigurbjörgu á Hauks- stöðum, sem gerðist einn haust- dag fyrir löngu, er langþreytta ferðamenn, sem hrakizt höfðu meðfram Dimmafjallgiarði, bar að garði hennar. Það stóð ekki á veitingum hjá Sigurbjörgu, en þegar annar þeirra, ungur dreng- ur, sofnaði með fynsta bitann í murminum, bað hún eldri dótt- ur sínia að þvo honoim á meðan hún reiddi þeim drifhvíta hvílu. Er hinn maðurinn hafði matazt, dró Sigurbjörg af honum skó og sokka og kom þá í ljós að hér þurfti vatn og sápa að ifima tH. Nú var hér enginn Messías á ferð, ekki heldur stórmenmi eða spekimgur, helduir andlegur jafn- in.gi eauðkindarinnar. Og hér kraup að fótum hans þessi faH- ega kona, sem aldrei fór í mann- greinarálit, kráup þama í dökk- rauða húsmóðurkjólnium sínum með hvitu blúndusvuntuna og laugaði af natni þessa óhreinu fætur, sem þykkar dö-kkar hár- fléttur hrundu niður með, en í loftinu bergmálaði hennar eigin trúarjátning: Það sem þú gerir einum af minum minnstu bræðr- um, hefur þú líka gert mér. í ljósi svona mynda verður mann- lífið stærst og fegurst. Hafðu stóra þökk fyrdr marg- ar slíkar myndir fóstra mín og dvöl mína „Hjá vandalausum". Teigi í ágúst 1970 Gunnar Valdimarsson. Hansína Kristín Hansdóttir — Kveðja F. 5/11 1901. D. 16/9 1970. KVEÐJA FRA SIGRÍÐI, HANNESI OG HAFDÍSI Að þaklka og kveðja eftir árin mörig er örðuigt, þagiar klölkikvi fyllir sál. Þá verður oikikur þrönigt og þuirugt uim mál. Því hér er fcoma kvödd er unmi sól sú kona er fegurð urrni í mHdi oig trú er miUi tveggja heimia byggir brú. Því aldrei vakti efi í hennar sél nié umdianvik frá skyldustöirfum fann á gestrisninnar ami eldur brann. Og góðvild hennar gleymast aldred mum né iðjulhönd sem öllu kom í lag og umhverfi sitt prýddi af glæsibraig. En bezt það sýnir barnaihópur stór hver blessiun fylgir umhygigju oig á/st seim aldrei sínum hj'artanis vinum brást. Við störudium hljóð við hennar dáruarbeð ruú haustar að og fölnar blað og greim og radidir sumars þagma, eim og ein. Á kveðjuistuirud er kropið ruiður hljótt við komum til að bjóða góða nótt. Þ.S. Inmilegiar þaikikir færi ég ÖU- um þeim, siem glöddu miig mieð heiimsiókinum, gjöflum og sikieytum á 75 ára afimiælis- diegi míinium 19. septiem,ber. Lifiö heH. Sigurgeir Ólafsson, Brekkugötu 5, Hafnarfirði. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim mörgu, sem minntust mín með vinarkveöjum, gjöfum og heimsóknum á sjötugs- afmæli mínu. Tónskáldafélagi Islands og STEFI þakka ég hjartanlega fyrir frumkvæði að tónleikurn mér til heiðurs, svo og þeim ágætu listamönnum. sem verk mín fluttu þar. Dagblöðum og Ríkisútvarpinu þakka ég einnig vinsamleg ummæli og flutning verka minna vegna afmælisins Þórarinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.