Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 19
MOBGUNtBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SBPT. 1970 19 a poptonverkum HASKOLABIOI MIÐVIKUDACINN 30. SEPTEMBER KL. 21 Tónlistina flytja: Náttúra — Ævintýri — Tatarar — Óðmenn — Gaddavír ’70 — Fifi og Fófó — Janis Carol, Einar Vilberg og fleiri — Ásgerður Flosadóttir. Til þess að hvergi verði dauður punktur í dagskránni liafa Ríó Tríó tekið að sér að kynna atriðin. Hverjum miða fylgir happdrættisnúmer og verður dregið um verðlaunin, um kvöldið, ferð til Mallorca með Ferðaklúbb unga fólksins á vegum Sunnu. Forsala aðgöngumiða hefst í Háskólabíói í dag frá klukkan 4—9 Verð miða 350,00 krónur. Ekkert sérstakt aldurstakmark. Táningablaðið Jónína. Carroll Reed skíðabúðirnar selja íslenzkan varning Samtal við Reedhjónin á Islandi Carroll og Kay Reed stofnuðu fyrsta oplnbera skíðaskólann í Bandaríkjunum. Nú reka þau einliverjar kunnustu verzlanir fyrir skíðabúnað og sportfatn- að vestan hafs. Og þau hafa selt þar íslenzkar ullarsportvörur síð an 1962. Nú hafa þau verið á ferðinni á Islandi, baeði til að líta á varning, undirbúa íslands- kynningu og til að renna í á. Undir það voru þau búin og höfðu meðferðis tvo kassa fulla af fallegum flugum. En bæði var það, að þau sáu svo margar at- hyglisverðar vörur, sem þau þurftu að athuga betur, og svo reyndist veiðitíminn búinn. Við hittum þau hjónin á Hótel Borg, og spjölluðum við þau. Þar voru þau' umkringd alls kon ar hlutum, lopapeysum, gæru- töskum, leirmunum frá Glit, ofnu Norðurljósaefni frá Ála- fossi, sem þau hugsuðu sér að láta gera úr jakka og buxur á karlmenn o.fl. Og þau voru bú- in að panta 10 ruggustóla með gærusetum frá Stykkishólmi. —- Þetta er fri fyrir okkur sögðu þau. Við erum búin að ferðast svona um heiminn í 30 ár, ti'l að velja sérkennilega muni fyrir verzlanirnar og skoða okkur um í leiðinni. Árið 1936 settu þau upp fyrsta opinbera skíðaskólann vestan- hafs í North Conway í New Hampshire. Fengu til þess kenn- ara frá Austurríki, sem þjálfaði 5 bandaríska skiðakennara. Þenn an skóla sækir fólk frá Boston og New York, sem er um 500 km í burtu. Skíðatíminn er frá des- ember og út apríl. En haustið er þó bezti ferðamannatíminn á þessum slóðum, því þá skarta skógarnir gulum, rauðum og brúnum haustlitum og fólk streymir víðs vegar að úr Banda rikjunum. Reedhjónin seldu að visu skíðaskóla sinn Bandaríkja manninum Gibbson, sem fékk Austurríska skiðamanninn Honn ing Schneider í lið með sér, bjargaði honum úr höndum þýzku nasistanna. Skólinn er síð an rekinn undir nafninu Honn- ing Schneider skíðaskólinn. En sjálf reka Reed-hjónin nú dýrar sportverzlanir, aðalverzlunina í North Conway og aðrar tvær stórar verzlanir annars staðar, og svo smærri búðir með smá- varning fyrir skíðamenn á fimm eftirsóttum fjallatindum. Nýjasta verzlunin er í Simsbury í Conn- ectycut. Þarna leigja þau lika skíði og veita ýmiss komtair þjón,- ustu. Fyrirtækið gefur lika út sinn tízkufatalista á hverju ári, sem sendur er út í 350 eintök- tökum víðs vegar um Bandarík- in. í þeim nýjasta eru nokkrar íslenzkar ullarflíkur. Ailar verzlanir Carolls Reed eru í bezta gæðaflokki, miða að því að hafa sérstakan varning, sem er eftirsóttur af þeim sem vilja borga fyrir slikt, en það mun vera um 5% af þandarísku þjóðinni. Síðan Thomas Holton að á mörgum smáum og góðum stöðum, svo ekki geri til þó einn detti úr eitthvert árið. Annars kemur í staðinn, alltaf jöfn og örugg sala fyrir tiltölulega litið magn á góðu verði. Og það er vist orð að sönnu að Carrol Reed reki verzlun, Carroll og Kay Reed skoða íslenzka varningmn, sem þau voru búin að kaupa i hótelherbergi sínu á Hótel Borg. seldi honum fyrstu islenzku lopa peysurnar árið 1962, hefur hann haft íslenzkan ullarvarning og gærur á boðstólum. Og einnig aðrar vörur héðan. Því var hann nú hingað kominn. -—• Ég er ákaflega hrifinn af þessum hlutum, sem við höfum verið að skoða, segja þau hjón- in. Smáir iðnrekendur hand- vinna hlutina, en þeir hafa svo listræna sköpunarhæfileika og tilfinningu fyrir gæðum og fjöl- breytni. Það er einmitt það, sem við erum að sækjast eftir. Ekki stóriðnaði, eða fjöldaframleiðslu, heldur sérstæðum góðum vörum, sem gera verzlanir okkar að sér stæðum búðum. Verðið? Jú, það er í lagi. Fólk vill t.d. borga 30 dollara fyrir svona veski úr gæru, af því það er sjaldgæft, vel unnið, og fæst ekki alls stað ar. Þetta á vel við ykkar muni. Það var áreiðanlega rétt af Thomasi Holton að velja svo vandlega góðar verzlanir í upp- hafi. Þið getið hvort sem er ekki framleitt á fjöldamarkaðinn mik ið magn af ódýrri vöru, sem rýk ur upp í stórmagasini eitt árið og er svo horfin næsta. Það er betra að vinna smám saman mark sem hefur gott orð á sér. Fyrir 2 árum valdi félagsskapur skíða vöruframleiðenda, sem í eru 170 manns hann bezta smásala árs- ins. Carrol Reed er einn þeirra bandarisku viðskiptavina sem ætla að efna til Islandskynning- ar og verður sýningin, sem hef- ur verið skýrt frá í Mbl., í North Conway 8. og 9. október. — Ég verð viíst að leggja allt mitt húsnæði undir þetta, sagði hann og hló. Þetta er svo umfangsmik ið, kvikmynd, litmyndasýning, listsýningar, fyrir utan tízkusýn ingar og allan varninginn frá ís- landi. En þetta verður á okkar bezta tima, þegar 3000 til 4000 gestir streyma að ti’l að njóta haustsins i þessum fallegu skóg- um. Og mér þykir gaman að geta kynnt þetta fallega land, og sýna að hér er ekki bara ís og kuldi. Einnig íslenzku vörurnar, sem þykja svo sérstæðar, bæði vegna hinna náttúrulegu og óspilltu gæða og eins hönnunar á þeim. En það eru ekki bara ferðamenn sem koma til okkar. Fjöldi efn- aðs fólks frá New York og Bost on hefur komið sér þarna upp sumarleyfisskálum og það eru engir ódýrir fjallaskálar, húsin þau! Það kemur sér aldeilis vel fyrir okkur, íbúana þarna, því þetta fólk borgar skatta af hús- um sínum, en ekki þarf að greiða fyrir skóla fyrir börn þeirra og aðra þjónustu. Það verður mik- ið um að vera meðan Islands- kynningin fer frem og hún á eftir að setja svip sinn á stað- inn þessa daga. Magnús Magnús son, sendiherra i Washington ætl ar að heiðra okkur með nær- veru sinni. — Ég vona að þessar sýning- ar eigi eftir að verða til mikils gagns og veit reyndar að þær Slá frá Margréti Árnadóttur í katalóg Carrol Reeds fyrir haust og vetrartízkuna 1970—71. muni gera það, sagði Carrol Reed að lokum. Þið eruð rétt að byrja og allt tekur tíma. Ef byrj að er rétt, fer boltinn að velta. Og eitthvað hlýtur að vera að gerast í þessum málum hér, baét- ir hann við hlæjandi. Það er sama hvað við hugsum til að kaupa, framleiðslan er upppönt- uð næsta ár. Ullin og gærurnar vekja fyrst athygli á islenzkum iðnaði og svo getur hitt komið i kjölfarið. En það er mikilvægt að smáiðnrekendurnir haldi vel saman og einbeiti sér að einum sérhæfðum markaði. Og að sá markaður sé vel valinn. BLAÐBURÐARFOLK OSKAST Lindargötu - Skólavörðustíg í eitirtalin hverfi Laufásveg 2-57 - Hverfisgötu 1-64 TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA I SIMA 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.