Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 13
MORÖUNBLAÐIÐ,. MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓHER 1976
13
Áætlað að þjóðartekjur og
f ramleiðsla vaxi um 5 % á
næsta ári
Magnús Jónsson, f jármálaráð-
herra flutti f járlagaræðu sína
á Alþingi í gær —
Magnús Jónsson, fjármálaráðherra.
1. IJMRÆÐA um fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 1971
fór fram á Alþingi í gær-
kvöld. Svo sem þingsköp
gera ráð fyrir var umræð-
unni útvarpað. Magnús Jóns-
son fjármálaráðherra flutti
fyrst fjárlagaræðu sína, en
síðan tóku til máls talsmenn
annarra stjórnmálaflokka. Að
lokum hafði ráðherra svo
stuttan tíma til andsvara.
Hér á eftir fer fyrri hluti
fjárlagaræðu Magnúsar Jóns
sonar, en síðari hluti ræð-
unnar birtist á morgun. A
morgun verður einnig greint
frá öðrum ræðum, er fluttar
voru í umræðunni:
ÁÐUR en ég geri grein fyrir
fjárlagafrumvarpiniu fyrir árið
1971 mun ég í stórum dráttum
Skýra afkomu ríkissjóðis á árinu
1969 og horfum í fjármálum rík-
isins á yfirstandandi ári.
Ríkisreikningurinn fyrir árið
1969, sem lagður hefur verið á
borð háttvirtra þingmanna er
annar reikningurinn, sem gerður
er í samræfni við lögin um ríkis-
bókhald, gerð ríkisreiknings og
fjárlaga frá árinu 1966. Reikning
urinn fyrir árið 1968 varð mjög
síðbúinn vegna víðtækrar endur-
skipulagningar, sem þurfti að
gera á allri rei'kningsfærslu í
samræmi við hin nýju lög. Átti
sú seinkun aðeins að verða í
eitt skipti, og gerði ég róð fyrir
því í fyrra, að reikningurinn fyr-
ir árið 1969 yrði tilbúinn eigi
síðar en um mitt þetta ár. Því
miður hefur reyndin orðið önn-
ur sökum þess, að ekki hefur
tekizt að fá allar stofnanir til
þess að ljúka reikningsskilum
sinum nægilega snemma og hef-
ur stærsta vandamálið þar Verið
uppgjör skólakostnaðarreikn-
inga, en lögð verður rík áherzla
á að tryggja það á næsta ári, að
allar skiiagreinar berist í tæka
tíð. Var þess ef til vill naumast
að vænta, að á fyrsta ári myndu
allir aðilar bregðast nægilega
skjótt við, og rangt væri að
segja, að viðbrögð stofnana rík-
isins hefðu ekki almennt verið
jákvæð.
Tekjur ríkissjóðs 1§#9
Áætlaðar heildartekjur ríkis-
sjóðs samkvæmt fjárlögum 1969
voru 7.096 millj. kr. Álagðar eða
tilfallnar rekstrartekjur á árinu,
sem færast til tekna í ríkisreikn-
ingi skv. gildandi reglum, urðu
hins vegar 7.455 mi'llj. kr., eða
359 millj. kr. hærri en fjárlögin
áætluðu. Innheimtar ríkistekjur
á árinu reyndust 7.387 millj. kr.
eða 291 millj. kr. umfram fjár-
lög. Stærsti liðurinn í umfram-
tekjum ríkissjóðs á árinu, 102
millj. kr., voru persónuskattar,
aðallega vegna almannatrygg-
inga, er voru áætlaðir 550 millj.
kr. reyndust álagðir 652 millj.,
en 626 millj. kr. innheimtust á
árinu.
Með lögum nr. 7 1969 var
ákveðin 10% hækkun bóta al-
mannatrygginga Og einnd.g hækk
un annarra bóta Tryggingastofn-
unar ríkisins. Jafnframt var
ákveðin samsvarandi hækkun
iðgjalda aimannatryggdnga.
Tekjuskattar voru í fjárlögum
áætlaðir 674 millj. br. reyndust
við álagningu 713 millj., en inn-
heimtust 715 millj. kr. Eigna-
skattar voru áætlaðir 134 millj.
kr. reyndust álagðir 150 millj.
kr. og innheimtir 166. millj. kr.
Framantaldir skattar eru nefnd-
ir einu nafni beinir skattar og
voru samtals áætlaðir í fjáxlög-
um 1.358 millj. kr. reyndust
álagðir 1.515 millj. kr. og inn-
iieimtir 1.507 millj. kr.
Óbeinir skattax voru samtals
áætlaðir í fjárlögum 5.666 millj.
kr. en reyndust álagðir 5.819
millj. kr. og innheimtir 5.761
millj.1 kr. Stærsti liðurinn í um-
framtekjufærslu óbeinna skatta
var söluskattur. Hann var áætl-
aður 1.440 millj. kr„, reyndist
álagður 1.501 millj. kr., en inn-
heimtur nam hann 1.452 millj.
kr.
Álagning umfram innheimtu
felur í sér aukningu óinnheimtra
eftirstöðva í söluskatti um 49
millj. kr. en þess ber þó að gæta,
að söluskattur vegna 4. ársfjórð-
ungs fellur í gjalddaga 15. jan-
úar næsta ári og er því ógjald-
fallinn í árslok, Gjaldfallnar
eftirstöðvar söluskatts lækkuðu
um 22 millj. kr. á árinu og sýnir
það bætta innheimtu.
Veigamesti tekjuliður óbeinu
skattanna eru aðflutningsgjöld,
sem nema % hluta þeirra. Al-
mennu tolltekjurnar urðu 2.261
millj. kr. eða 16 millj. kr. um-
fram fjárlög og aðflutningsgjöld
af sjónvarpstækjum reyndust 14
millj. kr. hærri en áætlað. Launa
skattur var í fjárlögum áætlaður
135 millj. kr., en reyndist 160
millj. kr. í álagningu og 161
millj. kr. í innheimtu .
Tekjur af stimpilgj aldi og þing
lýsningum reyndust 24 millj. kr.
umfram áætlun og skattar af
framleiðslu 15 millj. kr. í álagn-
ingu og 18 millj. kr. í innheimtu.
í þeim tekjum felst framleiðslu-
gjald af áli, að fjárhæð 7 millj.
kr„ er fjárlög gerðu ekki ráð
fyrir. Álgjáldið skiptist í þrjá
staði. Hafnarfjarðarkaupstaður
fær í sinn hlut 25%, iðnlána-
sjóður 4,1% og atvinnujöfnunar-
sjóður 70,9% og er það hans
hluti, sem fram kemur í tekjum
í ríkisreikningi.
Með bráðabirgðalögum nr.
79/1969 var gerð breyting á lög-
um nr. 96/1965 í þeim tilgangi
að bæta fjárhag Rafmagnsveita
ríkisins. Verðjöfnunargjald til
Rafmagnsveitanina var hækkað
með þessum lögum. Tekjur af
því gjaldi voru áætlaðax 23
millj. kr. í fjárlögum en reynd-
ust 52 millj. kr.
Tekjur af sölu Áfengis- og tó-
baksverzlunar ríkisins voru
áætlaðar 679 millj. kr. án hlutá
þeirra, er fá gjald af eldspýtum
og vindlingum, en urðu 738 millj.
kr. eða 59 millj. kr. umfram
áætlun. Sölunefnd vamarliðs-
eigna ski'laði 13 millj. kr. tekj-
um, en áætlun gerði ráð fyrir 9
millj. Ýmsir tekjustofnar
óbeinna skatta gáfu aftur á móti
verulega minni tekjur en - ráð-
gert var í fjárlögum. Innnflutn-
ingsgjald af bifreiðum og bif-
hjólum varð aðeins % af fjár-
lagaáætlun, eða 41 millj. kr.,
sem er 62 millj. kr. lægri fjár-
hæð en fjárlagaáætlun.
Tekjur af sölu erlends gjald-
eyris, sem er andvirði leyfis-
gjalda og hluta af umboðsþókn-
un og gengismun gjaldeyri.sbank
anna, urðu einnig lægri en áætl-
un, eða 65 millj. kr. á móti 81
miilj. kr. og þar af var innheimt
57 millj. kr. Innflutningsgjaldið,
sem á var lagt skv. bráðabirgða-
lögum nr. 68/1968 lækkaði um
21 millj. kr. á árinu 1969 vegna
lögákveðinna endurgreiðslna í
sambandi við gengisbreytinguna
1968.
Arðgreiðslur frá fyrirtækjum
og sjóðum í ríkiseign voru í fjár
lögum áætlaðar 37 millj. kr„ en
reyndust 51 millj. kr. Hér er um
að ræða tekjustofna, sem skil-
uðu hlutfallslega mjög góðum
tekjum, þótt ekki nemi eins há-
um fjáu-hæðum og hér hafa ver-
ið ræddar að framan. Arðgreiðsl-
ur taka fyrst og fremst til rekstr
ar Keflavíkurflugvallar, sem
skilaði 34 millj. kr. í ríkissjóð
eða rúmlega þriðjungi meira en
áætlunarfjárhæðin, og fríhafnar
á Keflavíkurflugvelli, sem skd-
aði 5 millj. kr. eða um 45% um-
fram áætlun. Nettótekjur af
rekstri þessara stofnana voru þó
enn meiri.
Ýmsar tekjur í ríkisreikningi
voru áætílaðar 36 mi'llj. kr.,
reyndust 69 millj. kr. Þyngstar
á metunum eru vaxtatekjur 20
millj. kr. umfram áætlun. Fela
þær í sér dráttarvexti af ýmsum
ríkistekjum, er gjaldendur
standa ekki skil á á réttum tíma.
Með ýmsum tekjum kemur sölu-
andvirði fastra fjármuna, þ.á.m.
María Júlía 3,1 millj. kr„ en sam
tals eru tekjur þessar 4,5 millj.
og sérstakt framlag Trygginga-
stofnunarinnar vegna umsýslu
innheimtumanna ríkisins 6,5
millj. kr. í fjárlögum var ekki
gert ráð fyrir þessum liðum í
tekjum.
Eins og fram hefur komið
reyndust innheimtar tekjur 7,387
millj. kr. en álagðar 7.455 kr.
Mismunurinn felur í sér aukn-
ingu á óinnheimtum tekjum um
68 millj. kr. en reyndist 223
millj. kr. 1968. í þessum tölum
er innifalin aukning eftirstöðva
vegna ógj aldfallins hluta tekna,
fyrst og fremst söluskatts 4. árs-
fjórðungs. Árið 1968 nam sú
aukning 32 millj, kr. en 1969
70 millj. kr. Ef þessar fjárhæðir
eru undanskildar nam aúkning
eftirstöðva 1968 191 millj. kr, en
á árinu 1969 lækkuðu hins vegar
eftirstöðvar samtals um 2 millj.
kr, Þess er að gæta í þessu sam-
bandi, að eftirstöðvar persónu-
skatta, sem renna til Trygginga-
stofnunar ríkisins hæk'kuðu á
árinu um 27 millj. kr„ þannig
að gengið hefur á aðrar eftir-
stöðvar ríkissjóðs sjálfs sem nem
ur 29 millj. kr. Innheimtan á
árinu hefur því batnað mjög
verulega og má efalaust að
nokkru rekja það til almenns
bata í efnahagslífinu, en að
nokkru leyti til bættrar frammi-
stöðu innheimtumanna ríkis-
sjóðs.
Útgjöld 1969
Rekstrarútgjöld ríkissjóðs skv.
fjárlögum ársins 1969 voru áætl-
aðar 7.001 milllj. kr. Ýmsir svo-
kallaðir markaðir tekjustoflnar,
sem færðir eru ríkissjóði til
tekna í fjárlögum en renna eiga
til ákveðinna þarfa og miðast
hverju sinni við það, sem raun-
verulega innheimtist, urðu 23
millj. kr. lægri en fjárlög gerðu
ráð fyrir. Þar af varð gúmmí-
gjald 10 millj. kr. undir áætlun.
En aftur á móti urðu aðrir mark-
aðir tekjustofnar 216 millj. kr.
hærri en fjárlagaáætlun, og þar
af voru 7 millj. kr. vegna ál-
gjalds, er fjárlög tóku ekki til.
Aðrir helztu liðir, sem urðu um-
fram áætlun voru iðgjöld til
Tryggingastofnunar ríkisins 103,1
millj. kr„ verðjöfnunargjald af
rafmagni 29,6 millj., launaiskatt-
ur 25,3 millj., innflutniíngsgjald
af bensíni til vegasjóðs 24,3
millj. og aðfiutningsgjölds af
sjónvarpstækjum 14 millj. Þar
sem hér er um lögboðin gjöld að
ræða verða þau að teljast til
hækkunar fjárlagaheimildum, en
hafa raunverulega engín áhrif á
afkomu ríkiissjóðs i þrengri
merkingu. Sérstakar lántöku-
heimildir skv. framkvæmdaáætl-
un fyrir 1969 náinu hvað A-hluta
ríkisreiknings snerti samtals 177
mil'lj. kr.
Útgjöld skv. fjárlögum og
þeim sérstöku lagaheimildum,
sem hér hafa verið nefndar
námu því samtals 7.371 miilij. kr.,
en í þessari tölu eru ekki taldar
með geymdar fjárveitingar, sem
notaðar voru á árinu. Gjöld
rekstrarreiknings ársins 1969
eins og hann liggur nú fyrir urðu
7,590 milij. kr. Rekstrarútgjöld
ánsins hafa þannig orðið 219
millj. kr. umfram fjárlagaheim-
ildir og þær sérstöku heimildir
aðrar, sem Alþingi samþykkti og
ég hefi hér nefmt. Útborgarnir úr
ríkissjóði á árinu 1969 voru 164
millj. kr. hærri en fjárlagatalan
svo breytt.
Þegar þess er gætt, að ein fjár
lagaheimild var ekki notuð, sem
nam rúmlega 80 millj. kr„ niður-
greiðslur á vöruverði innanlands,
eru um 300 millj. kr. umfram
fjarlög, sem rétt er að skýra
nánar.
Fjárveitingar til æðstu stjóm-
ar ríkisins námu 54 millj. kr. en
rekstrargjöld urðu 61 millj. kr.
Reksturinn er þannig umfram
fjárlög sem nemur 7 millj. kr.,
nær eingöngu vegna Alþingis.
Heildarfjárveiting til forsætis-
og me'nnítamálaráðuneytis var'
1.175 millj. kr. en nlðurstaða
rekstrarreiknings 1.223 millj. kr.'
eða 58 millj. kr. hærri en fjár-
veiting. Sú fjárhæð kom fram
nær öll hjá fræðslu- og skóla-
málum og þar af 40 millj. k^.
vegna héraðs-, gagnfræða- og
barnaskóla. Útgreiðslan á árinu
nam 1.242 millj. kr. Liðurinn
„söfn og listir og önnur menn-
ingarmál“ fór 15 millj. kr fram
úr upphaflegri fjárlagaáætlun.
Skýringin er sú, að tekjur af að-
flutningsgjöldum af sjónvarps-
tækjum fóru fram úr áætlun
sem þessu nam, en þær tekj%r
voru jafnóðum greiddar Ríkis-
útvarpinu til uppbyggingar sjón
varpskerfisins.
Útgjaldaheimildir utanrikis-
ráðun’eytisins skv. fjárlögum
voru 117 millj. kr. en bókfærð
rekstrargjöld á vegum þess á ár-
inu voru 135 millj. kr. og út-
greitt 138 millj. Gjöld að»iskrif-
stofu ráðuneytisins fóru 8 millj.
kr. fram úr áætlun og sendiráð-
anna 13 millj. kr. Framlög til
alþjóðastofnana urðu 4 millj. kr.
undir áætlun. Að því er varðar
aðalskrifstofu ráðuneytisins
hefur komið fram, að ýmis kostn
aður, einkum vegna flutnings
manna milli landa hefur verið
óvenju mikill á þessu ári. Auð-
vitað verða vissar tilfærsiur am-
bassadora og annarra starfs-
manna sendiráða ekki umflúnar,
en kostnaður við þessa flutninga
FYRRI HLUTI