Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 7
MORjGUNBKAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970 7 „Piltur og stúlka“ senn að hætta Hinn vinsæli alþýðnsjónleiknr Piltur og stúlka verðnr sýndur í 30. sinn n.k. fimmtudag þann 22. október. Aðeins verður unnt að hafa örfáar sýningar til viðbótar á leiknum, þar sem á næstunni verða frumsýnd tvö ný leikrit Iijá Þjóðleikhúsinu, en leiktjöld og annar sviðsbúnaður í Pilti og stúlku er allrúmfrekur .— L.eikur- inn Piltur og stúllca, var sem kunnugt er sýndur 27 sinniun á s.1. leikári við góða aðsókn. — Myndin er af feðgunum á Búrfelli en þeir eru leiknir af Val Gíslasyni og Bessa Bjarnasyni. Blöð og tímarit Strandapósturinn, ársrit, IV. árgangur er kominn út og hefur verið sendur Mbl. Strandapóst- urinn er gefinn út af Átthaga- félagi Strandamanna og er 136 lesmálssíður fyrir utan auglýs- ingar. Á forsíðu er mynd af Hólmavíkurkirkju pftir Matthías Þorsteinsson. Efnið er afar fjöl- breytt og margar myndir prýða ritið. Formaður Átthagafélags- ins er Haraldur Guðmundsson, en formaður ritnefndar Stranda póstsins er Ingi K. Jóhannes- son. Af efni ritsins má nefna: Til lesenda ásamt bréfi dr. Richards Becks. Jóhannes Jónsson frá Asparvík yrkir kvæðið: Um sumarnótt á ferð um Strandir. Afdalabóndinn, kvæði eftir Þuríði Guðmundsdóttur frá Bæ. Strandaannáll eftir Brynjólf Sæmundsson. Jóhann Hjaitason skrifar um Staðarpresta í Stein- grímsfirði á siðskiptatímanum. Ljúft á fundi ljóðaþings. Vísna- bálkur. Dagstund hjá Ingimundi. Torfi Guðbrandsson færði í let- ur. Kvæðið Ófeigur af Strönd- um eftir Þórhildi Sveinsdóttur. Ljóðið Andleysi yrkir Ingimund ur Jörundsson. Lítil ferðasaga eftir Guðjón Guðmundsson, frá Eyri. Stökur og ljóð eftir Magnús Guðjónsson á Ósi. Kveðja til Hermanns Jónasson- ar eftir J.G., Hellu. Gömul þjóð saga eftir Franklín Þórðarson frá Litla Fjarðarhorni. Guð- mundur Kjartansson jarðfræð- ingur skrifar greinina: Um stutt kynni af landslagi á Ströndum og steininn í Stóru-Ávík. Guð- rún Haraldsdóttir skrifar Yfir- lit yfir starfsemi Átthagafélags- ins. Kvæðið: Reiður ungur mað- ur eftir Þuríði Guðmundsdóttur frá Bæ. Jónas Einarsson skrifar um Borðeyrarverzlun írá alda- mótum. Kvæðið Sumarnótt eftir Ingimund Jörundsson, en hann á fíleiri kvæði og stökur í ritinu. Jóhannes frá Asparvik skrifar um Svipmynd frá siðustu öld. Þorsteinn Matthíasson skrifar Aldabil. Ritið er prentað í Prent verki h.f. Setning hjá G. Bene- diktssyni. FRETTIR Bamaverndarfélag Reykjavíkur hefur fjársöfnun á laugardag- inn, 1. vetrardag til ágóða fyrir Heimilissjóð taugaveiklaðra barna. Bamabókin Sólhvörf og merki félagsins verða afgreidd frá öllum barnaskólum í Reykja- vík og Kópavogi kl. 9—15 Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar mánudaginn 2. nóvember í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þeir sem ætla að gefa muni á basarinn, vinsam- legast komi þeim til Maríu, Barmahlíð 36, simi 16070, Vil- helimánu, Stigahlíð 4, sími 34114, Pálu, Nóatúni 26, sími 16952 Kristínar, Flókagötu 27, s. 23626 og Sigríðar, Stigahlíð 49, s. 82959. Númer í happdrætti hestamannafél. Faxa, sem dregið var í nú nýlega: Nr. 3584 Reið- hestur. Nr. 4257 Hryssa ótamr in. Nr. 1811 Hestfolald. Nr. 448 Merfolald. Nr. 3043 Klyftöskur. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund á morgun, fimmtu daginn 22. október, að Hótel Borg kl. 8.30. Gegnum kýraugað Eins og allir ökumenn bif- reiða þekkja, skapar umferð hrossa og kinda mikla um- ferðarhættu á vegum, ekki sízt eftir að dimma tekur. Það hefur reynzt álit fjöl- margra ökumanna, að bráð- nauðsynlegt sé, þegar ökur maður hefur séð hrossahóp í ljósgeislanum, að stanza bif- reiðina hið bráðasta úti á veg arkantinum, slökikva ljósin og flauta. Annars er hættan mikil á því, að hestarnir blindist af 1‘jósunum og æði framan á bifreiðina. Svo mætti bæta þvi við, að reiðmenn ættu að fá sér glit- merki á reiðann á hnakkn- um og geta þeir með þvi kom- ið í veg fyrir margt slysið. B.J. og Mjöll Hólm Myndin hér að ofan er af hljómsveitinni B.J. og Mjöll Hólm, seni tindanfarið hefur leikið í Þórskaffi, 3 kvöld í viku, og virðast gestir kunna vel að meta hana, einkanlega fyrir fjöl- breytt lagaval. Meðlimir iiljómsveitarinnar eru: Lárus H. Ólafsson, bassi og söngvari, Þorkell S. Árnason, gítar, Benedikt Pálsson, tromnnir og söngvari, Jiilíus Sigurðsson, saxafón, Þórar- inn Jónsson, orgel og Mjöll Hól m söngkona. IE5IÐ pJergtmMabib DRCLECH BROTAMÁLMUR Kaupi alian brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, simi 2-58-91. IBÚÐ ÓSKAST Óskum eftiir að taka á te-ig'U 2ja heí<b. ibúð í Voga- eða Heimaihv. fná 1. eða 15. nóv. Nokkiur fyni'nfraong'r, ef ó'Skað er. Tiíb. send'ist Mb'l. f. helg'i merkt: „Ibúð 4490". NÝLEG 2JA HERB. ÍBÚÐ í Vestunbænium t»l teigiu frá og með 1. nóv. Issikápur og teppi fylgja. Regil'us. og góð umg. ás'k. Tilto. send'i’St Mtol. f. föstudag n. k., m.: „Reglu- seirrti 4485". Lokað frá kl. i f í dag vegna jarðarfarar. Húsasmiðja Snorra Halldórssonar Súðarvogi 3. Lokað Lokað vegna sumarleyfisferðar starfsfólks, (bæði skrifstofa og verkstæði) frá 20. október til 7. nóvember. VERZLUIMIIM VERÐUR OPIN. dmaaa Gsx>sosM35a ld % Síðumúla 33. Skrifstofustúlka óskast til vélritunar og annarra starfa á endurskoðunarskrif- stofu. Góð vélritunar- og íslenzkukunnátta nauðsynleg. Eftir samkomulagi kemur til greina starf hluta úr degi sérstaklega á síðari árshelmingi. Eiginhandarumsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og hugsanlegan vinnutíma sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 27. október n.k. merkt: „4491". NEW 10 Key Electric Adding Machine RICOMAC *211 nmm beikiivél Verð krónur I0.l50,oo ★ 11 stafa útkoma ★ Leggur saman ★ Dregur frá ★ Margfaldar ★ Prentar á strimil. Útsölustaður Akureyri: BÓKVAL, Hafnarstræti 94. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ^ + •"'x ^ ^ HVERFISGÖTU 33 SÍMI 20560 - PÓSTHÓLF 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.