Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 21
MOR/GUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970
21
Fimleikaflokkar
karla
á íþróttahátíðinni 1970
Aðeins þrir kennarar sýndu
fimleikaflokka karla á íþróttahá-
tíðinni, þeir Valdimar Örnólfs-
son, Ingi Sigurðsson og dr. Ingi-
mar Jónsson. Verður ekki sagt,
að þetta beri vott um mikla
breidd og gróanda í fimleikum
karla á Islandi árið 1970.
Þeir Ingi og Ingimar sýndu
fámenna flokka frá Ármanni og
K.R. Þessir tveir flokkar eru úr
höfuðborginni eins og allir vita.
En gamla I.R., þetta forystufé-
lag fimleika á Islandi, er víst
fyrir löngu dautt og grafið með
fimleikakennslu, sem unnt er að
nefna þvi nafni. Þetta er ömur-
leg staðreynd. Og hvers vegna
er hún nú fyrir hendi? Jú, það
stendur nefnilega þannig á, að
minn gamli og góði kennari,
Björn Jakobsson, gleymdi því
að yngja gamla flokkinn upp
með þátttöku nýrra nemenda.
En hinum og þessum stjórnum
l.R. varð á sama skyssan og þvi
var ekki von að vel færi.
Utan Reykjavíkur hefi ég
heyrt getið um og séð einn fim-
leikaflokk karla, en það er á
Siglufirði. Stjórnandi þessa
flokks er hinn áhugasami og
dugmikli kennari, Helgi Sveins-
son.
Ég spyr: Er hér um að kenna
áhugaleysi og þróttleysi is
lenzkra íþróttakennara til að
ala upp sýningarflokka karla?
Vantar neistann í kennarana?
Eða kemur hér til dáðleysi ein-
staklinga og félagasamtaka?
Nema hvort tveggja sé! Vill
fólkið horfa á sýningarflokka?
Já og aftur já.
Fimleikaflokkar l.R. og Ár-
manns undir stjórn Björns
Jakobssonar og Jóns Þorsteins-
sonar vöktu hrifningu og aðdá-
un um breiðar byggðir íslands
um áratugi. Þessir flokkar voru
fyrirmynd og þeir Bjöm og Jón
gleymast aldrei þeim, sem
þekktu þeirrá störf. Nei, fólkið,
áhorfendurnir hafa sitt að segja
og þeir hafa alltaf jafnmikið
yndi af að horfa á færa fim-
leikamenn. En fimleikakennsla
hefur dalað á Islandi nú um
nokkurt árabil, þegar á heild-
ina er litið. Á meðan fimleika-
kennaramir voru færri, voru
þeir jafnbetri, áhugasamari og
fórnfúsari. Hitt er mér ljóst,
eins og sjá má af mínum skrif-
um, að við eigum nú fleiri stj örn
ur í röðum íimlet'kakeninara en
áður var. En við eigum einnig
langtum fleiri fimleikakennara,
en nokkurn tíma áður, sem ekk-
ert hafa við það að gera að
stunda fimleikakennslu. Og ber
þar margt til, sem ekki verður
rakið' í þessari grein, en getur
orðið til umræðu hvenær sem er.
Og hvernig er það? Er áhug-
inn fyrir fimleikum að þverra
fyrir iðkun annarra íþrótta-
greina eins og til dæmis knatt
spymu, handbolta og ýmsum öðr
um greinum. Hitt ætti að vera
öllum ljóst, að fimleikarnir verða
alltaf sá grundvöllur, sem allar
aðrar íþróttagreinar byggjast á
og sund þar talið með!
Eins og kunnugt er, hefir
Valdimar Ömólfsson kennt
morgunleikfimi í útvarpinu um
langt skeið. Þessa kennslu hefir
Valdimar innt þannig af hendi,
að ég finn ekki, að það verði
betur gert. Lagaval þeirra Valdi
mars og Magnúsar við æfingarn
ar er með hreinum ágætum. Hitt
vil ég fullyrða, að fimleika-
kennsla eftir músik á sinn rétt á
sér að vissu marki, en alls ekki
meira. Mannsröddin verður allt-
af bezt og áhrifaríkust til að
kenna fimleika, sem stefna mark
visst að þvi að móta og forma
mannslíkamann á réttan hátt.
Eftir músik eða hljóðfalli er sú
hætta ávallt fyrir hendi, að mik-
ill fjöldi æfinganna sé alls ekki
gerður til fulls formrétt. Fáar
eða nær engar æfingar eru gerð-
ar til þess ýtrasta, t.d. með því
að auka liðleika í liðamótum,
lengja eða stytta vöðva eftir
ástæðum. 1 þessu sambandi kem
ur mér í hug hópsýning telpn-
anna. Sýningin var falleg og
yndisleg, en útfærsla æfinganna
á ýmsan hátt segir einmitt það,
sem ég á við. Fimleikakennslu
eftir hljóðfalli á alls ekki að
beita eingöngu, enda er vonandi
að það sé ekki gert almennt.
Valdimar Örnólfsson sýndi tvo
flokka karla, 15 ára og eldri og
flokk vaskra öldunga. Æfingarn
ar voru gerðar eftir músik. Æf-
ingarnar og samtenging þeirra
var þannig, að þessar sýningar
tókust mjög vel og sýndu aug-
ljóst, að Valdimar er vel mennt-
aður kennari og fæddur til
starfsins. Einfaldleiki æfinganna
olli því, að útfærslan var mjög
stílhrein, áferðin falleg og sam-
tökin með prýði. Mistök og vönt-
un samtaka stafar ævinlega af
stjórnleysii kennarans, óskýrri
hugsun og af samsettum og
flóknum æfingum. En Valdimar
kunni sannarlega góð skil á
þessu öllu.
En hvers vegna léztu flokk-
ana ekki hlaupa? Öldungarnir
hefðu þó átt að kunna það. Þeir
gengu stilhreint en of hægt. Mér
fellur alls ekki skipunin —
stopp! Þetta er ill danska! Þeg
ar ljúka á æfingu snöggt, skal
skipunin — hætt! sögð snöggt,
en ef hætta á æfingu rólega,
skal skipunin sögð í rólegum og
langdregnum tón — h-æ-t-t-a!
Þegar nema á staðar á göngu á
að skipa fyrir — staðar —
(þögn) nem! Orðið nem á að
segja snöggt og fast og það fell-
ur á hægri fót! Síðan er talið
— einn á vinstri fót og 2 á
hægri. Þetta og fleira um fyrir-
skipanir í fimleikum ættu allir
yngri kennarar að vita. En það
er síður en svo að þeir geri það,
og er leitt til þess að vita. En
hvað veldur?
Flokkar Ármanns og K.R.
gerðu margt vel. Flokkur Ár-
menninga var fámennur og þátt-
takendur á ólíkum aldri og ung-
ir drengir teknir inn í flokkinn
til uppfyllingar. Geta þessara
ungdrengja var þó slík, að ég
spái því, að þarna séu á ferð
efni i væntanlega Islandsmeist-
ara, ef vel verður æft í fram-
tíðinni. K.R.-ingarnir voru jafn-
ari að þroska og getu og höfðu
sýnilega æft lengur en Ármanns-
flokkurinn. Arabastökk og
fettustökk var gott hjá báðum
flokkum, en þó all mismunandi.
Margir einstaklingar sýndu
æskilegan liðleika og kraft í
fjölda æfinga og getan var víða
mikil og örugg. Þegar flokkam
ir gengu inn og út, var gang
an allgóð, en mér þótti skorta á
léttleikann og nógu frísklegt fas.
Báðir flokkarnir sýndu æfingar
á svifrá og tvíslá. Þar er sömu
sögu að segja. Nokkrir einstakl-
ingar sýndu mikla getu á svif-
ránni s.s. stórsveiflu áfram og
aftur á bak. Æfingar á tvíslánni
voru einnig vel gerðar og
skemmtilegar. Þessar æfingar
voru með því bezta, sem hér hef-
ur sézt. 1 hringjum voru sýnd-
ar athyglisverðar æfingar og
einstaka menn sýndu handstöðu
í hringjum með góðu jafnvægi,
en það geta aðeins úrvals fim-
leikamenn. 1 dýnustökkum voru
margir einstaklingar vel færir. 1
kollstökki var allgóður hraði,
kraftur og fimi. Kem ég nú loks
að kraftstökkinu, sem ég tel allt
af vandasamast af stökkum á
dýnu og skal ég færa rök fyrir
því: Gæta verður þess að atrenn
an sé hæfilega hröð, fætur sveifl
ist þráðbeinir yfir og rétt vel
úr öklunum og komið niður með
u.þ.b. hálfri' hnébeygju með
arma þráðgeina fram og numið
staðar á staðnum, en alls ekkert
auka hopp áfram til þess að
ljúka æfingunni. Þetta auka-
hopp sýnir aðeins, að fimleika-
maðurinn hefur ekki æskilegt og
fullkomið vald yfir sínum hreyf-
ingum. Standi hann ekki kyrr
á sama stað að stökkinu loknu,
kann ekki þá list að stilla at-
rennunni í hóf, nema staðar á
réttan hátt. Og nú spyr ég í
fullri alvöru góðir starfsbræð-
ur. Hvaðan hafið þið þessa dóma
dags afkáralegu tízku að láta
menn ljúka kraftstökki eða
koma niður með nærri þráðbein
hné. Hér með kemur fram fetta
á mjóhrygg, menn reka fram
magann, en höfuðið er keyrt aft
ur. Æfingin er gerð vægast sagt
ósmekkleg, ljót og höggvandi.
Hvaða tilgangi þjónar þetta og
hvaðan úr veröldinni er þessi
bjálfaháttur sprottinn? Og
hyggjum nú vel að þessu: Móð
ir náttúra hefir nú einu sinni
hagað því þannig, að hryggur
mannsins er þannig gerður, að
hann er með fjórum bugðum til
þess að valda því, að hryggsúl-
an fjaðri mjúklega, þegar kom-
ið er niður á fætur úr háu falli.
En eins og allir vita, er hið mik-
ilvæga líffæri, mænan, geymd í
hryggnum. Af þessum ástæðum
á að koma niður úr öllum stökk-
um með léttri og mjúkri hné-
beygju.
Og ég spyr ennþá: Hvað kem
ur til, að fáir eða engir karla
eða drengjaflokkar sýndu lóð-
rétt stökk milli halda á hesti?
Er verið að leggja þessi sjálf-
sögðu og skemmtilegu stökk nið-
ur? Og enginn flokkur á sýn-
ingunni sýndi hástökk, leikfimi-
stökk. Ég tel hér vera um gífur
lega stöðnun og afturför að
ræða. Leikfimisstökkið ætti að
æfa mikið með börnum og ungl-
ingum, helzt í hverjum fimleika-
tíma. Þetta og vafalaust fleira
hefði mátt færa betur á stórhá-
tið fimleikanna árið 1970.
Já, og sem sagt, engin stökk
á hestum voru sýnd án stökk-
brettis. Þegar ekki er stokkið
án stökkbrettis, er ekki unnt að
dæma um stökkgetuna eða stökk
kraft einstaklinganna. Af eigin
reynslu tel ég stökkbrettin ómet
anleg og hefi sjálfur smíðað
nokkur stökkbretti og notað
þau með góðum árangri til gagns
og gleði, bæði fyrir drengi og
fullorðna karlmenn. Með stökk-
bretti er hægt að ná meiri hæð
og þannig verður meiri tími tii
að gera þau viðbrögð í svifinu,
sem þarf til að ná réttum stökk-
stíl. En á sýningum vil ég láta
menn stökkva án hjálparmeðala,
minnsta kosti eitthvað.
1 næstu grein verður rætt um
drengjaleikfimi á sýningunni.
Þessari grein hefir seinkað
vegna ferðalaga um Austurland
og Norð-Austurland hátt á ann-
an hiánuð.
Aðalsteinn Hallsson,
íþróttakennari.
AEG
fÍSgaHEIMN
Þær fljúga heim til Islands A.E.G. þvottavélarnar.
Sjö mismunandi gerðir, allt upp I 20 þvottavöl.
— Verð við allra hæfi, kynnið yður kosti A.E.G.
Þjónusta fyrirtækisins. Bræðurnir Ormsson h.f.,
stendur yður til boða.
BRÆÐURNIR ORMSSON %