Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970
Spurningin er aðeins þessi: Eigum við að láta brúðkaupið íara
fram i kyrrþey eða eigum við að bjóða mömmu þinni?
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Smámunasemin virðist ráða ríkjum i dag og þvi skaltu aðeins
vinza úr það skásta til úrvinnslu.
Nautið. 20. apríl — 20. maí.
Þér gengur svo afskaplega vel með oll þin verk, stór og smá.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Óþolinmæði þfn kemur þér í háifgerð leiðindi við þrasgjarnt fólk.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þig langaði til að vinna að einhverju vissu málefni, og það hleyp-
ur ekkert burt frá þér.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Frægðin er þér fótakefli í svipinn. Reyndu þvi að vinna á sem
minnst áberandi hátt.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Fjármálin eru dálítið viðkvæm í dag.
Vogin, 23. september — 22. október.
SkUyrðin gera ráð fyrir smávægilegum breytinguin.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Beztu vinirnir eru gefnir fyrir að gagnrýna þig.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Alltaf er þessi freistni annars vegar: að eyða fé, aðeins til að
eanga í aueun á öðru fólki.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Óþýtt orð. eetur komið þér í klandur hjá spakasta fólki. Reyndu
að styggja sem fæsta.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Gerðu ekki ráð fyrir neinni greiðasemi. Hins vegar skaltu skemmta
þér, hegar starf þitt fer að gera öðrum gagn.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Stórframkvæmdir eru þurftafrekari, en þú gerðir ráð fyrir.
LENGI-.A^,
heyrðiKt þruma. Rick var í átta
skrefa fjarlægð, þó hafði hann
tekið byssuna upp og hélt henni
undir kápulafinu, þannig að
hún sást nokkurn veginn. Á
henni var hljóðdeyfir. Þegar
þeir væru komnir inn, gæti
Rick skotiö hann og það án þés§
að nokkur hvellur heyrðist.
Ekki sízt ef hann skyti um leið
og þruma heyrðist.
— Hvað sem yður dettur í
hug, sagði Rick. — Það getur
mér lika dottið í hug.
— Það er þá jafnt á komið,
sagði Raebum.
— Takið þér upp lyklana,
sagði Rick og Raeburn beygði
sig hægt niður og tók þá, gekk
siðan að skúmum og opnaði
dymar. Þar tók við tómur skúr-
inn, en til hliðar heyrðist gjálp
í vatni og er hann gekk niður
tröppur, fann hann vélbát, með
skýll yfir þilfarinu. Báturinn
var snotur og vandaður, en leit
samt út eins og hann hefði ekki
verið notaður eða hreinsaður í
nokkur ár.
Rick stóð innst inni skúrnum
og horfði á, með byssuna til-
búna, þegar Mark ók blnum
inn. Svo benti hann honum að
stíga út.
— Nú skal ég segja yð-
ur, hvað við eigum að gera. Og
ég vil, að þér gerið það ná-
kvæmlega í þeirri röð, sem ég
segi fyrir. Fyrst lokið þér dyr-
unum á skúrnum, opnið síðan
dymar á bátahúsinu. Ræsið vél-
44.
ina í bátnum og losið hann. Þá
fer ég inn i káetuna og þér far,-
ið með bátinn niður eftir ánni.
Við eigum að hitta skip — stóra
skemmtisnekkju — um tíu mílur
frá ströndinni. Hvað ég ætla að
gera, þarf ég ekki að taka fram.
En yður verður haldið afsíðis
um stundarsakir. Ég þarf ekki
langan tíma.
— Hvað eigið þér eftir ólifað,
Rick? Báðir mennirnir töluðu í
óbreyttum hversdagstón — þeir
hefðu eins vel getað verið að
skrafa saman um sílungsveiðar.
Rick yppti öxlum.
— Sex vikur. Þrjá mánuði.
Sex í allra hæsta lagi. En lækn-
arnir eru nú aldrei sérlega ná-
kvæmir.
— Hvenær fenguð þér að vita
þetta ?
— Daginn eftir að ég hitti yð-
ur seinast — þetta kvöld í Ass-
echúsinu.
Raeburn læsti skúrdymnum
og gekk síðan áfram að bátnum
og opnaði dyrnar á káetunni.
Um leið og hann opnaði, greip
vindurinn I hurðina, en svo
lygndi allt í einu. Áin sýndist
skuggaleg og með einhverjum
málmgljáa. Svo steig hann nið-
ur í stýrisrúmið í bátnum, það
var þröngt og með gleri yfir að
hálfu, en stýrishjólið var i
brjósthæð, stjórnborðsmegin, og
mælaborð þar hjá.
— Vélin er aftur í, sagði Rick.
Það er Beardmorevél og þarf að
snúa hana í gang. Opnið hurð-
ina að baki yður — sveifin er
við hliðina á vélinni.
Þegar Raeburn tók hlífina af
vélinni, datt honum í hug, að
hann gæti notað hana fyrir
skjöld, en hún var úr rauðaviði
og Rick var ekki í nema þriggja
skrefa fjarlægð frá honum.
Hann gaf þessa hugmynd frá
sér og stakk sveifinni í gatið.
Síðan opnaði hann rofa við stýr-
ishjólið, gekk síðan aftur að vél-
inni og sneri.
Vélin hóstaði. Hann sneri aft-
ur og beitti nú öllum kröftum
sínum. Vélin hóstaði tvisvar.
Hann leit upp.
— Er vélin í lagi?
— Hún er í lagi. Bara dálítið
stirð. Raebum sneri tvisvar enn
og vélin fór í gang. Hann var
farinn að svitna. Rick steig um
borð í bátinn. Það var sæti
þvers fyrir aftan stýrisrúmið og
hann settist út í hoínið, sem
lengst var frá stýrishjólinu.
— Allt lagi sagði hann. — Af
stað! Og Raeburn renndi bátn-
um út á ána, sneri honum og lét
hann svo fljóta niður eftir með
útfaMinu. Það var ekkert
hvasst lengur, en rigningin var
sú sama og áður.
— Þessi reyfarasaga mín
um Maaskirche blekkti yður
ekki, eða hvað? sagði Rick.
— Jú, næstum, sagði Raeburn.
— Ég veit nú, hvemig þér drág
uð Edith Desmond. En ég veit
enn ekki, hvers vegna. Rick
kom sér betur fyrir í sætinu,
með skaxnmbyssuna á hnjánum.
— Það skal ég segja yður,
sagði hann.
XIX.
— Sagan um Maaskirche er
dagsönn. Þetta gekk allt fyrir
sig eins og ég sagði yður. En
það var bara ekki alhir sannleik
urinn.
— Við vorum í fjandans klípu
með Pollards, við Tumer Rob-
erts. Til þess að ná í Assec, urð-
um við að geta sýnt tvennt — i
fyrsta lagi, að við hefðum eytt
of miklu fé, og í öðru lagi, að
fyrirtækið væri í raun og veru
öruggt, og gæti átt mikinn gróða
í vonum. Hlutabréfin urðu að
virðast vanmetin á markaðnum
— ég átti mörg sjálfur og vil'di
fá gott verð fyrir þau. Ég hélt
áfram að festa meira og meira
fé í þessu, og sama gerði
Roberts. En Assec hreyfði sig
ekki. Þar kom, að okbur skorti
ekki einungis fé heldur og efni
að vinna úr. En við vildum ekki
l'áta neinn vita, hversu illa við
vorum staddir, vegna þess að þá
mundi frumtilboð Assec ekki
verða eins gott. Jæja, svona
eru nú viðskiptin. Þetta var
vandasamt, en ef við gætum llát-
ið eins og ekkert væri um að
vera, væri okkur óhætt. Ég rak
Maaskirche. Það hjálpaði nokk-
uð. En gallinn var bara sá, að
Turner Roberts gat ekki haft
hemil á taugunum. Hann þóttist
sjá möguleika til þess að útvega
fé, og það gerði hann. Á svik-
samlegan hátt. En svo sleppti
hann sér alveg og játaði allt fyr
ir mér . . . Já, það var rétt,
Raeburn, haldið þér áfram með
þessum hraða . . . Röddin í Ricjj
heyrðist að baki hans köld og
ákveðin.
— Ég hefði getað drepið hann
og það hefði ég Mka gert, hefði
það komið að nokkru gagni. Þvi
skiljið þér, hann hafði sagt mér,
að annað hvort yrði ég að hylma
yfir með honum eða þá fara í
lögregluna. Færum við i lögregl-
una, var öllu lokið með Assec —
því að þeir mundu aldrei koma
nærri fyrirtæki, sem hefði orðið
uppvíst að fjársvikum. En ef ég
hytmaði yfir með honum, væri ég
orðinn meðsekur í sviksamlegu
atferli. En ég hikaði ekki. Ég
vildi komast í stjórn Assec, og
því hylmaði ég yfir með honum.
Én því miður hafði Roberts far-
ið klöufalega að, eins og vænta
3jo-4rn herb. íbúð óskast
Ung hjón óska eftir að taka íbúð á leigu eða Garðahreppi. Hafnarfirði
Upplýsingar i síma 42730 eftir kl. 7 á kvöldin.
Nýtt - Nýtt
BLÚSSUR frá Sviss.
Clugginn Laugavegi 49
FORMICA
Harðplast í miklu litaúrvali.
A J- Þorláksson & Norðmann hf.
Bankastræti 11.
Bolllestarjárn í fiskibáta
Höfum hrájárn hentugt til notkunar í balllest fyrirliggjandi.
Upplýsingar í síma 41757 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 e.h.
Rennibekkur
Notaður en góður rennibekkur óskast til kaups.
Tilboð óskast send í pósthólf 27 i Garðahreppi fyrir
25. október.