Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970 23 Hvaða nauðsyn rak til þess að fylla upp óshólma Elliðaánna? 1 þéttbýli er að vísu hver blettur dýrmætur til ýmiss kon ar nota, en þó þykir nauðsyn- legt að gera ráð fyrir opnum svæðum. Þessi opnu svæði eru oftast af mannahöndum skipu- lögð, svo þau að mannlegu hyggjuviti færi unað. Minna er um það, að minnsta kosti hér- lendis, að frjáls náttúra fái að ráða. Á Seltjarnamesinu er stöðugt að færast út stærsta þéttbýli ísliands og því hlýtur sú út- færsla mannvirkja að raska frjálsri náttúru og verður í mörgum tilvikum ekki hjá þvi komizt. Með lögum um náttúruvernd- arráð Islands og náttúruvemdar nefndir, sem skyldu stofnaðar í kaupstöðum og sýslum og svo með tilkomiu samtaka áihuga- manna um náttúruvernd, er l’eit- azt við að nýting náttúrunnar sé ekki hömlulaus né ágangur án takmörkunar. Nú er mikið rætt um náttúru- vernd og ber þar hæst Mývatn og Þjórsárver. Sjónvarp og hljóðvarp hafa leitazt við að vekja athygli almennings á nauð syn náttúruverndar og vinna því máli skilning og haldgott álit. Fyrir nokkrum dögum var náttúruverndarnefnd Reykjavík ur endurskipulögð, og vonandi hefur þetta verið gert af brýn- um ástæðum. Þeirra ástæðna hef ur eigi verið getið — og þar sem mér eru þær ekki kunnar, leyfi ég mér að vekja athygli á einu máli, sem þvl miður er kannski of seint að rita um. Samtímis og hinn nýi þjóðveg- ur hefur verið lagður yfir Elliða árnar, hafa óshólmar ánna verið fylltir upp. Þessir óshólmar, sem nú eru horfnir, voru sér- stæðir. Hrauntunga gekk fram í botn Elliðaárvogs og runnu árn- ar til sjávar sín hvorum megin tungunnar. Á hrauntungunni voru grasteygingar. Milli þeirra voru kílar, sem sjór gekk upp í. Botnar kílanna voru leirur, sandfyllur eða hraunheliur, sem voru vaxnar fjörugróðri. Langt fram í voginn eða allt að Gelgju tanga, komu á útfalli upp leir- ur, sem náðu md'lti fjöruborða beggja vegna vogsins og allt inn til ármynna. Á seinni árum heíur byggð- in færzt fram að sjávarbökkum vogsins og þar á meðal vélsmiðj- ur, iðjuver, fiskvinnstastöð, olta stöð, bifreiðaþvottastöð, malbik- unarstöð, steypustöð og ein stærri skólpleiðsla borgarinn- ar fengið framrennsli í vestan- verða óshólmana, og sorp, sem eigi verður brennt í skarna, hrúgazt upp við Grafarvog er gengur inn úr Elliðaárvogi til austurs. Undravert hefur verið, hve mengun frá öllum þessum mannvirkjum hefur eigi á ytra- borðinu verið merkjanleg. Get- ur verið, að kjörlendi lifvera leirunnar hafi að einhverju leyti breytzt. Ég hef nú í nær 30 ár fylgzt með fuglallifi óshólmanna á ölt- lim árstimum og komið hefur fyr- ir, að þar hafi gefið að líta um 3000 fugla, 27 tegunda, Óshólm- arnir, þ.e. hrauntunga, leira og árnar hafa verið hinum fiðruðu lífverum sannkallað töfraborð eða mettandi Samherji. Ekki er langt síðan sjónvarp- ið sýndi myndir frá nágranna- löndum, þar sem svipuð kjör- lendi fugla hafa verið eyðilögð með mengun eða mannvirkjagerð um — eða rómuð athvörf fugla t.d. mýrlendin Las Marissnas norður af Cadiz á Spáni, eiga að hverfa — en hver var sú um mannsins. Margir, sem sáu þessar myndir, fylltust harmi og reiði. Vel getur verið að stlík svæði verði af mikilli nauðsjm að hverfa — en hver var sú Rúmlest og smálest Furðulega þrálátur ruglingur er ríkjandi á hugtökunum rúm- lest og smálest, þegar rætt er um stærðir skipa. Þó er þetta raun- verulega ákaflega einfalt mál ef að er gáð. Rúmlest er rúmmálseining, sem samkvæmt gildandi alþjóða- ákvæðum er 100 ensk rúmfet eða 2.83 rúmmetrar. Lang oftast er stærð skipa miðuð við brúttórúm lestir, en það er rúmmál ákveð- inna rýma í skipum samkvæmt alþjóðareglugerð um mælingu skipa. Brúttórúmlest heitir á ensku GROSS REGISTER TON, oft skammstafað GRT,en á norð urlandamálum Brútto Register Tonn og þá skammstafað BRT. Þar sem hér er rætt um Ton á erlendum málum, þá má segja að ekki sé óeðlilegt, að þýðanda erlendra greina komi fyrst i hug þyngd en ekki rúmmál, þegar orðið Ton kemur fyrir. Hér er því fróðlegt að hafa í huga að í rauninni er heldur ekki á ensk unni um þyngdareininguna tonn að ræða, því að upphafleg mynd þessa orðs er tun, sem er sama orð og tunna á íslenzku. Fyrsta stærðarmæling skipa er til kom- in vegna flutnings á vintunnum frá Frakklandi til Bretlands, og stærð skipanna miðuð við hve margar vínámur skipin gætu flutt. Þetta er að vísu löngu lið- in tíð, en af þessu sést þó aö einnig þá var um rúmmálsmæl- ingu að ræða. Hugtakið smálest, sem alltaf annað veifið sést misnotað i stað orðsins rúmlest, þegar rætt er um stærð skipa, á hins vegar ekkert skylt við rúmmál. Smá- lest er sama og tonn i metrakerf inu, þ.e.a.s. 1000 kg., og þetta orð mun upphaflega hafa verið tekið upp til aðgreiningar frá enska tonninu, sem er 1016 kg. Reyndar er orðið smálest algjör lega óþarft, því í metrakerfinu heita 1000 kg. öðru nafni 1 tonn, og éngin ástæða er til að forðast notkun þess orðs frekar en t.d. orðsins metir fyrir lengd eða lítir fyrir rúmmál. Burðarhæfni skipa er að sjálf sögðu gefin upp í þyngd, en þá er átt við þá þyngd í tonnum, sem hvert skip getur borið, þeg- ar það er fullhlaðið að dýpsta leyfilega hleðslumarki á skips hlið. Heildarþyngd fullhlaðins skips er jöfn þyngd þess sjávar, sem skipið ryður frá sér, og eig- inþyngd skips er á sama hátt þyngd þess sjávar, sem skipið ryður frá sér þegar það er tómt. Burðarhæfni skips er því heild- arþyngd skipsins að frádreginni eigin þyngd þess, þegar það er ó- hlaðið. Einstaka sinnum er getið um burðarhæfni flutningaskipa til að gefa til kynna stærð þeirra, og þá er sú stærð að sjálfsögðu gefin upp í tonnum. Stundum er í burðarhæfni skips meðtalin þyngd olíu, vatns og vista skipsins sjálfs, og þá er þetta nefnt á ensku „Dead weight all told“. Eins og að framan segir, þá er þó mæling skipa byggð á rúm- málseiningunni rúmlest, og þá oftast notuð brúttórúmlest, sem er algjörlega óskyld þyngd skipsins. Ef þetta greinarkorn getur minnkað eitthvað þann leiða hug takarugling, sem oft verður vart, þegar getið er um stærðir skipa, þá er tilganginum náð. Hjálmar R. Bárðarson. nauðsyn, sem rak reykvísk borg- aryfirvöM til þess að fylla upp óshólma Elliðaánna. Einhverj- ir munu álíta hina grænu fleti uppfyllinganna fegurri en grá- ar leirurnar og enn snyrtilégra verði þetta svæði séð frá strand vegum og nýjum Elliðaárbrúm, þegar í vestra ármynnið verður komin tjöm með róðrarbátum, en svo hefur borgarverkfræðing ur skýrt mér frá að sé ættanin. Væri ekki tillitssamara við þá náttúru, sem þama hefur ríkt, að lofa vestari árrennslinu að hafa frjálst rennsli til sjávar, svo að smá sneið af leirunum fái að viðhaldast milli miðupp- fyllingarinnar og vestari strand- ar vogsins? Minnumst þess, að allar slíkar leirur við Sel- tjarnarnes eru að hverfa ásamt mýrlendum og tjömum. Síðast var fyllt upp í tjöm Vatnagarða og nú er verið að færa athafn- irnar í tjarnir nágrennisins t.d. er sjávarlónið við Gufunes að verða uppfylling. Mýrlendi eru nær öll horfin á borgarlandinu. Suðurmýrin austur af háskóla- svæðinu er á fömm. Borgarsvæðið hafði sérstætt og margbreytilegt fuglalíf. Þeir, sem fylgzt hafa með því, sjá ör- ar breytingar. Að visu hefur skóg- og garðrækt verið því lífi jákvæðar framkvæmdir og eins má segja um andaeldi borgarinn ar á Þorfinnstjörn, matargjafir borgarbúa til fugla Tjarnarinn- ar, en það er að verða um sein- an að bjarga kjörlendum fugla í frjálsri náttúru. Minnumst þess, að í stað þeirra getur aldrei kom ið eitthvað það, sem er upphugs að og gert af mannahöndum. Þorst. Einarsson. Athuga- semd um greinargerð menntamála- * nefndar S.H.I. í NÝLEGU Morgunblaði rakst ég á greinargerð menntamála- nefndar S.H.Í. um inntöku manna í háskóla. Heldur virtist mér greinargerð þessi óljóst orð uð og fátt um rökstuddar álykt anir. Þó er aðeins eitt atriði hennar, sem mig langar að gera að umtalsefni hér, en það er eft irfarandi klausa um Verzlunar- skóla íslands: „Verzlunarskóli virðist veita nægil-ega breiða al- menna menntun, en námskröfur eru litlar og alvörulausar (letur- breyting mín). Má því telja rétt, að honum viðkomandi gildi á- fram sömu reglur og gilt hafa“. Sjálf var ég nemandi í V. í. 6 ár og kennari við Menntaskólann í Reykjavík 3 ár. Ennfremur hafði ég mjög gott tækifæri til að fylgjast með námsstarfi nem- enda, sem luku verzlunarprófi frá V.Í., en innrituðust að því loknu í M.R. og taku þaðan stúd entsprófi. Við samanburð á skól unum tveknur á grundvelli þess ara kynna fæ ég ekki með nokkru móti séð, að námskröfur í V.í. séu minni eða alvörulaua- ari en í M.R., nema síður sé. Ekki minnist ég þess heldur að hafa nokkurn tíma heyrt verzl unarskólastúdent kvarta yfir því, að honum sæktist illa háskóla- nám heima eða erlendis vegna ónógs undirbúnings. Mér þætti því fróðlegt að vita, á hverju menntamálanefnd S.H.Í. byggir dóm sinn um náms kröfur í V.í. og öðrum fram- haldsekólum íslenzkum, því að ekki leikur vafi á, að umfangs- miklar rannsóknir hljóta að liggja að baki svo skýlausum full yrðingum sem þeim, er hér um ræðir. Ann Arbor, Michigan, 9. október 1970. Ragnheiður Briem, menntaskólakennari. Þyrlan í viðgerð VARÐSKIPIÐ Ægir kom til Reýkjavíkur í gærmorgun að norðan með þyrta Landhelgis- gæzlunnar og Slysavamafélags íslands og var hún tekin í land ti-1 viðgerðar í gær. Tónlistarskóli Rangæinga Á VEGUM Tónlistarfélags Rang- æinga verður í vetur, eins og fyrr, starfræktur tónlistarskóli. Kennsla er þegar hafin og verða kennslustaðir sem áður Hvolsvöltar, Hella og nokkrir aðrir staðir i sveitum Rangár- þings. Skólastjóri og kennari er Guðmundur Jónsson, píanóleik- ari og tónlistarkennari. . . ; ',-L_ ~T~ - ** Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir Isnum, en. hinn ofan á. Isinn er með vanillubragði og ispraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 250,00 krónur. Hver skammtur er því ekki dýr. Reglulegar istertur eru hins vegar bráð- skemmtiiegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut í senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi ( barna- afmæium. Rjóma-ístertur 6 manna terta kosta: g manna terta 12 mann.a terta 12 manna kaffiterta kr. 125.00. 155.00. 200.00. 250.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.