Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29, OKTÓBER 1970
,Breiðdalurinn
er fögur sveit
og búsældarleg*
Á Breiðdalsvík
kom enginn
á atvinnuleysis- ^
skrá
„ÞAÐ EB rétt, sem seg'ir í
landafræði Karls Finnboga-
sonar, að „Breiðdalurinn er
fögur sveit og búsældarleg“,
segir Páll Guðmundsson,
hreppstjóri í Breiðdaishreppi,
Páll Guðmundsson
og fréttaritari Morgunblaðs-
ins þar eystra. Sjálfur bjó
Páll til skamms tíma á Gils-
árstekk en nú hefur leið hans
legið niður „á mölina“ til
Breiðdalsvíkur.
„Hvað eru íbúar margir í
Breiðdalshreppi ?“
— Þeir eru nú um 330 tals-
ins, þar af um 150 í þorpinu.
— Fjölgar eða fækkar?
— Ibúatalan hefur að
mestu staðið í stað undanfar-
in ár. Það getur va>rt heitið að
fólk hafi flutzt í burtu úr
sveitinni í allmörg ár.
— Hvað eru mörg býli í
Breiðdalnum?
— 1 Breiðdalnum eru nú
35 jarðir byggðar. Því miður
hafa nokkrar farið í eyði en
nýbýli hafa komið í þeirra
stað. Þannig helzt þetta allt
í hendur.
— Og hvemig búa menn í
Breiðdalnum?
— Menn búa þar dável.
Stunda aðallega sauðfjárbú-
skap.
— Já. Eru afréttir góðir?
— Nei. Afréttir eru engir
að kalia og nú orðið er aldrei
rekið á fjall. En heimalönd
eru góð.
— Hvaðan fáið þið á Breið-
dalsvík mjólk?
— örfáir bændur eru nú í
mjólkurframleiðslu og kaup-
félagið á Breiðdalsvík kaup-
ir svo beint af þeim.
— Hvernng sumraði eystra
i sumar?
— Sumarið var bændum
hagstætt. Heyfengur varð
meiri en i meðallagi og seldu
sumir bændur hey, m.a. í Jök
uldal. Fé gekk og vel fram í
sumar.
Og sauðfjárslátrunin ?
— Henni lauk siðasta sum-
ardag og var slátrað svipuðu
Inn Breiðdalinn — miðsveitina.
Breiðdalsvík.
og í fyrra, eða 7—8 þúsund
fjár.
Fallþungi var nálægt með-
allagi og er talið, að vænstu
dilkamir hafi komið frá Þor
grimi Vilbergssynd á Stöðv-
arfirði — en öllu fé þaðan er
slátrað á Breiðdalsvík — og
frá Kjartani Eyjólfssyni,
bónda i Eyjum.
— Nú. Flytjum okkur úr
dalnum niður í þorp. Hvað
er helzt tíðinda frá Breiðdals-
vík?
— Þar eru hafnarfram-
kvæmdir helzt tíðinda. 1 sum
ar var smíðaður um 40 metra
langur grjótgarður vestur úr
Selnestagli og er nú varizt
verstu áföllum við bryggjuna.
1 athugun er svo framhald á
næsta ári.
—- Hvað yrði það ?
— Ja, það er nú of snemmt
um að segja, þar sem ákvarð-
anir hafa ekki verið teknar.
— En hvert þyrfti framhald
ið að verða að þínum dómi?
— Þú vilt vita það? Nú,
jæja. Framlenging á garðin-
um með viðlegup'lássi. Og
fyrst ég er kominn af stað,
þá er bezt að segja alla sög-
una. Síðan þarf að koma garð
ur á móti að norðan og þá
höfum við lokaða lífhöfn.
— Hvað eru margir bátar
gerðir út frá Breiðdalsvík?
— Tveir. Tvö hundruð tonn
hvor. Annar, Hafdís SU 24,
stundar sildveiðar; var fyrst
í Norðursjó og er nú við Suð
urlandíð, og Sigurður Jóns-
son SU 150 hefur verið á tog-
veiðum.
— Og lagt upp í Breiðdals-
vík?
— Já, þar til i sláturtíðinni.
Þá tók frystihúsið ekki á móti
fiski svo hann sigldi með afl-
ann.
— Engar trillur?
— Nei. Þvi er nú ver, að
engin smábátaútgerð er hjá
okkur.
Hvemig hefur atvinnu-
ástandið verið?
— Mjög gott. Á Breiðdals-
vík hefur aldrei maður kom-
ið á atvinnuleysisskrá nú.
Helztu atvinnuveitendur
eru Bragi h.f. og frystihúsið.
og svo er ýms þjónusta við
sveitirnar í kring.
— Hvað með bygginga-
framkvæmdir?
— Það hefur verið lítið um
þær á þessu ári. Þó eru nú
tvö ibúðarhús í smíðum; ann-
að i þorpinu og hitt upp í
sveitinni — á Þorgrimsstöð-
um.
— Hvað hyggið þið Breið-
dælingar upp á framtiðina?
— Fyrir Breiðdalsvík er efl
ing útgerðarinnar líklegust til
atvinnuaukningar.
Frá
Breiðdals-
hreppi
Rætt við Pál
Guðmundsson
fréttaritara
Morgunblaðsins
Öhæf þjónusta slátur-
húss Kaupfélags
Eyfirðinga
ÞJÓNUSTA Sláturhúss Kaupfé-
lags Eyfirðinga er algerlega
óhæf. Er hún orðin svo bágborin
að ekki verður lengur við unað.
Til staðfestingar þessari full-
yrðingu vil ég benda á eftirfar-
andá:
Haustslátrun sauðfjár er áætl-
uð fram í nóvember. Stórgripa-
slátrun til fækkunar á fóðrum
er áætluð fram undir miðjan vet-
ur. Ógerlegt er að fá lógað þar
hrossi. Svínalógun er á tveggja
mánaða fresti. Þessu til viðbótar
er svo það, að dýralæknar neita
að stimpla kjöt, sem ekki er
slátrað í löggiltu sláturhúsi og
eyða þar hverjum bita af slíku
kjöti, sem þeir ná í.
Eitt af því fyrsta, sem Eyfirð-
ingar gerðu sér ljóst, eftir að
þeir stofnuðu sitt kaupfélag var,
að þeir þyrftu að byggja slátur-
hús, og það svo stórt, að slátra
mætti öllu fé í héraðinu á hálf-
um mánuði til þrem vikum, í
mesta lagi. Þrátt fyrir sára fá-
tækt og ótal erfiðleika byggðu
þeir sitt sláturhús, og það svo
myndarlegt, að það stendur enn
sem aðalsláturhús við Eyjafjörð
og hefir lítið verið endurbætt.
En þó að nú sé svo komið að
haustslátrun sauðfjár taki hart-
nær tvo mánuði og fé geti verið
búið að vera lengi á gjöf, áður
en henni er lokið, virðist harla
lítið gert til að bæta ástandið.
Það er ekki reynt að nota nema
fimm daga vikunnar og lítil eftir
vinna unnin, og ekki að sjá að
mikið liggi á. En bændur bíða
milli vonar og ótta um þann bú-
pening, sem þeir hafa alið önn
fyrir síðastliðið ár, hvort hann
muni verða sjálfdauður í hætt-
um eða fara í skít í haustveðrum
og ótíð í þröngum heimahögum
Stórgripaslátrun hefst ekki
fyrr en eftir sauðfj ársiáitrun og
stendur langt fram á vetur og
gefur auga leið, að þegar bænd-
ur þurfa að lóga af fóðrum vegna
heyleysis, er slíkt ekki heppi-
legt.
Undanfarin ár og áður fyrr,
var miklu af slíkum gripum lóg-
að heima og selt beint til neyt-
enda, en nú er það bannað og
hart gengið eftir, að því banni
sé framfylgt. Standa dýralæknar
reiðubúnir til að eyða öllu slíku
kjöti, ef til næst, og vilja menn
ógjarnan eiga það á hættu.
Svínalógun fer ekki fram á
meðan sauðfjárslátrun stendur
yfir og geta menn nærri hvernig
er að búa við það. Svín bæta við
þyngd sína upp í kíló á dag síð-
asta tímann fyrir lógun og er því
nauðsyn að geta átt aðgang að
vikulegri lógun.
Hestaeigendur telja nær óger-
legt að fá lógað hrossi í slátur-
húsi Kaupfélags Eyfirðinga og er
langt gengið þegar starfsmenn
hússins þurfa að fara með hross
sín í aðrar sýslur til að fá þeim
lógað.
Þessar staðreyndir sýna að
stjórnendur þessa þj ónustufyrir-
tækis, sem er með algera ein-
okunaraðstöðu ættu að sýna of-
urlítið meiri skilning á högum
þeiirra, sem þeir eiga að þjóna.
Þetta ber ekki mikinn vott um
sininu eða elju stjórnenda Kaup-
félags Eyfirðinga um málefni
bænda við Eyjafjörð. Enda eru
bændur orðnir í minnihluta í
K.E.A. og hálfgerðar hornrekur,
en það er önnur saga.
Grænhóli í október 1970
Víkingur Guðmundsson.