Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓRER 1970 5 „Réttindi og skyldur fari saman“ — segir Félag héraðsdómara EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá var aðalfundur Félags dómarafulltrúa haldinn laugar- daginn 24. október og var nafni félagsins þá breytt í Félag hér- aðsdómara og ný stjóm kosin. Á fundinum urðu miklar umræður um kjaramál og réttindi félags- manna og hefur Morgunblaðinu borizt eftirfarandi fréttatilkynn ing frá Félagi héraðsdómara þar um: „Á fundinum kom í ljós, að megn óánægja ríkti meðal fé- lagsmanna vegna þeinra kjara, er þeim eru nú búin af hálfy ríkisvaldsins. Var það einróma álit fundarmanna, að dómarar gaetu ekki sætt sig við að þeim væri mismunað í launum svo sem verið hefði hingað til, en nú vaéri á sveimi orðrómur «m, að slíkt vaeri áfO'rmað í þeim kjara- samningum opinberra starfs- manna, er nú standa yfir. Ýmsir félagsmenn gáfu í skyn að þeix myndu ekki saetta sig öllu lengur við ríkjandi ástand og leita sér starfa á öðrum svið um. Var á undirtektum annarra Athugasemd frá stjórn Hjúkrunarfél. íslands Mbl. hefur borizt eftirfarandi athugasemd: „Stjórn Sambands islenzkra barnakennara boðaði blaðamenn á sinn fund 19. okt. s.l. og flutti þar, skv. blaðafréttum, áróður fyrir kjaramálum sinum, m.a. með samanburði við aðra starfs- hópa innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, þ.e.a.s. hjúkrunarkonur og lögreglu- þjóna. Nú eru framundan og standa raunar yfir samningaviðræður milli B.S.R.B. og forsvarsmanna ríkisins og bæjarfélaganna í landinu. Innan B.S.R.B. er ætlazt til að allir aðilar vinni saman að kjara bótum og sýni þannig félagsleg- an þroska, en noti ekki saman- burðaráróður til þess að lyfta einum hópi á kostnað annarra. Þar sem þetta er komið fram og hjúkrunarkonur teknar til samanburðar, til þess að setja þær i óhagstæðari aðstöðu, verð ur ekki komizt hjá að gera at- hugasemd. Það er viðurkennt um allan heim að hjúkrunarkonur hafa verið vanmetnar til launa, enda er víðast mikill skortur á hjúkr- unarkonum, og svo er einnig hér á landi. Vegna þessa hefur Al- þjóðavinnumálastofnunin (ILO) í samráði við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina (WHO) og Al- þjóðasamband hjúkrunarkvenna tekið kjaramál hjúkrunarstéttar innar til athugunar. 1 ræðu er flutt var á fundi ráð gjafanefndar Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, 8. des. 1967 var m.a. bent á að „samtimis þvi, að umbætur á starfskjörum hafa verið fáar og smávægilegar, hafa kröfur þær, sem gerðar eru til hjúkrunar, farið sívaxandi, ekki einungis að því er tekur til um- fangs, heldur og til gæða, — kröfur um meiri visindalega þekkingu og tæknilega hæfni. Skorturinn á hjúkrunarkon um, jafnframt vexti og fjölgun hjúkrunarstofnana hefur skapað mjög brýnt vandamál, svo sem bent var á af ýmsum fulltrúum á vinnumálaráðstefnunni á þessu ári. Okkur ber öllum skylda til að reyna að finna leiðir út úr þeirri sjálfheldu, sem hjúkrun- armálin hafa ratað í vegna úr- eltra hefða og slæmra starfsskil yrða. Ef ekki vegna hjúkrunar- kvennanna sjálfra, þá a.m.k. vegna þess fólks, sem þarfnast þjónustu þeirra, verður að gera hjúkrunarstarfið eftirsókn arverðara sem atvinnugrein, bæði fyrir karla og konur. Þetta er jafnmikið hagsmuna- mál fyrir vinnandi fólk, atvinnu rekendur og ríkisstjórnir. Til að framleiðsla geti aukizt þarf heilsuhrausta starfsmenn, til að efla heilbrigði þarf hjúkrunar- konur." Starf barnakennara er vanda- samt og ábyrgðarmikið og von- andi að það verði rétt metið til launa, en það virðist alltaf geng ið framhjá þvi, að allar hjúkrun arkonur hafa kennsluskyldu í sínu starfi, sem leiðbeinendur sjúklinga, við heilsuverndar störf, og við að kenna hjúkrun- arnemum og aðstoðarfólki við hjúkrunarstörf. Þeim mun meiri ástæða er fyrir þessa hópa að vera traustir samherjar." fundarmanna að heyra, að fleiri myndu fylgja eftir. RÉTTASSTAÐA DÓMARA Frá því var skýrt, að stjóm félaigsins hefði í j anúar sl. rit- að dómsmálar^ðherra bréf, þar sem gerð *»r grein fyrir skoðun félagsmanna á því, að ekki væri vansalaust að draga lengur að breyta réttarfarslögum á þann veg, að dómarafulltrúakerfið yrði lagt niður í núverandi mynd. í framhaldi af því þréfi var síðan nefnd, er fjallar um endurskoðun á dómaskipun í land ínu, ritað bréf í febrúar sl., en er fundurinn var haldinn hafði enn ekkert gerzt í málum þess- um, enda hefur umrædd nefnd eigi komið saman til að fjalla un málið. Var talið, að ekkert réttlætti J að þeir sem fara með einn af þrernur höfuðþáttum ríkisvalds- \ ins, dómsvaldið, sætu ekki allir við sama borð hvað réttarstöðu varðaði. Almenna reglan sé sú að réttindi og skýldur fari sarnan. Félagsmenn hafi skyldur dóm- ara og þeirn beri réttindi í sam- ræmi við það. f samræmi við þetta var minnzt á ummæli í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 98/ 1961: „ . . . Fjöldi einkamála, sem rekin eru í Reykjavik er orðinn svo mikill, að dómararnir hafa Framhald á bls. 13 Laus stoða ó ísafirði Staða skrifstofustjóra Rafveitu fsafjarðar er laus til umsóknar með umsóknarfresti til 15. nóv. nk. Laun skv. 19. flokki opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna sendist til Rafveitu Isafjarðar. RAFVEITUSTJÓRI. Sniðnámskeið Næsta kvöldnámskeið hefst 2 nóvember. Kenni. viðurkennt sænskt sniðkerfi. Innritun í síma 19178. SIGRÚN A. SIGURÐARDÓTTIR Drápuhlið 48 II. hæð. Til sölu iðnaðarhúsnœði um 150 ferm. jarðhæð við Auðbrekku, góðar innkeyrslur. FASTEIGNASALAN Hátúni 4 A Símar 21870 og 20998. PHILIPS PHILIPS PHILIPS PHILIPS JTercQ HEIMILISTÆKI SF. / Nú fást i Kóróna fötin líka í \ Herrabúðinni \ við Lœkjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.