Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1970 21 — Brot á ... Framhald af bls. 1 Eirzurum til Kars í austurhluta Tyrklanda sl. miðvikudag, er hún var látin lenda í Letnínakan. Kars er um 65 km frá landamær- unum og S0 km frá Leninakan. Án þess að bera fyrir sig sérstaka hei'mild sagði tyrknesba frétta- stofan, að Rússar hefðu beitt þeirri tíðni, sem venjulega væri notuð af útvarpsvitanum í Kars til þess að lokka U-8 flugvélina inn yfir Sovétríkin. í Kars var hins vegar sagt í dag, að útvarps viti staðarins hefði verið óvirk- ur um skeið og samkvæmt banda rískum heknildum var talið að flugstjóri vélarimnar, James P. Russel, major, hefði vitað, að svo var. Var þess vegna látin í ljós vafi á þeirri kenningu, að hann hefði fylgt radíóvitanum í Len- inakan. New York, 28. okt. NTB. FRAKKLAND og fleiri lönd báiru í dag fram tillögu til vernd ar blaðamönnum við hættuleg verkefni með því að þeim verði látið í té sérstakt alþjóðlegt ein- kennisvottorð. Er tillaga þessi borin fram í félagsmálanefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anria, sem hefur nú til meðferð- ar virðingu fyrir mannréttind- um í styrjöldum. — Karl Guðjónsson Framliald af bls. 32 skjótum liætti. Tel ég, að þing- niaðiir, sem er svo lítilsvirtur í þingflokki sínum, að slíkri ósk hans er ekki anzað, hafi held- ur ekki skyldur til að fara eftir samþykktnm þess sama þing- flokks og jafnglldi þessi vinnu- brögð þvi brottvísun þingmanns ins úr þingflokknum". Lúðvík Jósefsson tók til máls er Karl hafði lokið greinargerð sinni, og sagði m.a. að Karli hefði ekki verið neitað um þing- flokksfund, og þetta væri að- eins tylliástæða sem Karl hefði beðið eftir til þess að segja sig úr flokknum. Einnig tók Jónas Árnason til máls við imiræðuna. Hér á eftir fer yfirlýsing Karls Guðjónssonar orðrétt og frásögn af ræðum þeirra Lúð- víks Jósefssonar og Jónasar Árnasonar. Karl Guðjónsson: Herra for- seti. 1 gær skrifaði ég þingflokki Alþýðubandalagsins svohljóð- andi bréf: „Alþingi 27. október 1970. Til itrekunar og skriflegrar staðfestingar á þvi, sem ég tjáði formanni þingflokks Alþýðu- bandalagsins í gærmorgun og þingflokksfundi síðdegis í gær, dreg ég hér saman þessi megin- atriði. Til Aþýðubandalagsins var upphaflega stofnað til að vinna að aukinni og bættri samstöðu hinnar verkalýðssinnuðu hreyf- ingar á Islandi. Þetta hlutverk Alþýðubandalagsins hefur mér alltaf verið hugstætt, og þegar augljóst varð á síðustu árum, að til forráða í þvi voru komin öfl, sem greinilega unnu gegn þess- um markmiðum, var það mér ekki að skapi. Gerði ég þó ýms- ar tilraunir til að fá Alþýðu- bandalagið til að taka forustu um að efla jákvæða samstöðu vinstri manna í landinu, en þær urðu allar að lúta lægra haldi fyrir valdi þeirra sundrungar- manna, sem m.a. höfðu uppi op- inberar kröfur um það i Þjóð- viljanum 1967, að af Alþýðu- bandalaginu yrðu höfð 40% lög- legra atkv. þess í Reykjavík af því að þann hóp töldu þeir vont Alþýðubandalagsfólk. Ekki tel ég ástæðu til að rekja allar til- raunir, sem í þessa átt fóru, en ég minni á síðustu tillögu mína og minna samherja í fram- kvæmdastjóm Alþýðubandalags ins til þess að freista þess að gera Alþýðubandalagið trútt stefnuhlutverki sínu. Sú tillaga varþannig: ^ „Fundur í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins haldinn 27. september 1968 samþykkir að gera alvarlega könnun á því, hverjir möguleikar kunna að vera á bættri samstöðu verka- lýðssinna og vinstri manna í landinu, bæði á sviði hinnar al- mennu kjarabaráttu verkalýðs- stéttanna og á vettvangi stjórn- málanna. Til þess að fram- kvæma þessa könnun kýs fram- kvæmdastjórnin nefnd, er taki þegar til starfa. í þessu augna- miði verði leitað eftir samvinnu og/eða skipulagslegri einingu við Alþýðuflokkinn og aðrar hreyfingar vinsfri manna, sem til slíkra viðræðna væru fúsar. Nefndin miði störf sín við það, að málið eða veigamiklir þætt- ir þess verði tilbúnir til ákvörð- unar á landsfundi þeim, sem ákveðinn hefur verið hinn 1. nóv ember n.k. ella verði landsfund- in.um frestað. Karl Guðjónsson,- Magnús Torfi Ólafsson, Guðjón Jónsson, Sigurður Guðgeirsson.“ Ekki var tillögu þessari sinnt í einu eða neinu, enda yfirráð Alþýðubandalagsins þá þegar komin í hendur þeirra afla, sem snúizt höfðu gegn upphaflega áfoi'muðu hlutverki þess. Nú fyrir fáum dögum send- ir svo Alþýðuflokkurinn þing- flokki Alþýðubandalagsins bréf, þar sem hann býður upp á við- ræður um stöðu vinstri hreyf- ingar á íslandi. Bréf þetta las formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins mér í síma sl. föstudagskvöld ásamt drögum að svarbréfi, sem hann hafði gert og spurðist fyrir um sam- þykki mitt við svarið. Ég kvaðst vera því mótfallinn og taldi, að svara ætti jákvætt og gera allt, sem unnt væri til að umræður þessar yrðu uppbyggiiegar og efldu samstöðu vinstri manna. En fyrst og fremst taldi ég þó, að bréfið ætti áö taika fyrir til um ræðiu oig aflgreiiðslu á (þimigflofkks- fundi. Bauðst formaður þá til að halda þingflokksfund kl. 11.00 á laugardagsmorgun. Tjáði ég honum, að ég gæti ekki komið til fundar á þeim tíma, þar eð ég hefði heitið mínum stéttar- samtökum, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, því að vinna fyrir þau um helgina og væru fundir, sem ég yrði á, þeg- ar boðaðir á Siglufirði laugar- daginn 24. október og á Blöndu- ósi sunnudaginn 25. október. En strax eftir helgina væri ég reiðu búin til þingfiokksfunda. Lauk þar tali okkar. En þegar ég kom til Reykjavíkur að nýju sé ég, að svarið hefur verið sent og birt i blaði þeirra ráðamanna Alþýðubandalagsins. Átaldi ég formanninn fyrir þessi vinnu- brögð og kvað það lágmarksrétt þingmanns, að ekki yrði geng- ið framhjá eindreginmi ósk hans um þingflokksfund um stórmál, sem ekkert lá á að afgreiða með svona skjótum hætti. Tel ég, að þingmaður, sem er svo er lítils- virtur í þingfiokki sínum, að slíkri ósk hans er ekki anzað, hafi heldur ekki skyldur að fara eftir samþykktum þess sama þingflokks og jafngildi þessi vinnubrögð því brottvísun þing- mannsins úr þingflokknum. Mun ég því ekki telja mig í þing flokki Alþýðubandalagsins hér eftir, en líta á mig sem þing- mann utan flokka. Kjósendum minum, sem og öllum íbúum Suðurlandskjördæmis mun ég eftir sem áður vinna allt það gagn, sem ég má, enda ber sund urþykkja mín og þingflokks Alþýðubandalagsins engan skugga á milli mín og þeirra. Ekki breytir hún heldur stjóm- málalegum hugmyndum mínum utan hvað hún er að sjálfsögðu þáttur i lífsreynslu minni og lífs reynslu skyldi enginn vanmeta. Með kveðju, Karl Guðjónsson. Til þingflokks Alþýðubandalags- ins. Herra forseti. Þetta er að vísu bréf til þingflokks Alþýðubanda lagsins, en eftir atvikum tel ég rétt og mér skylt að birta það á þingi. Lúðvík Jósefsson sagði að yf- irlýsing Karls Guðjónssonar hefði fyrst borizt sér í hendur fyrir örfáum mínútum. Hún kæmi þó ekki á óvart nema að því leyti að Karl færi með rangt mál, þar sem hann greindi frá ástæðum sínum til úrsagnar úr Alþýðubandalaginu. Kvaðst Lúð vík hafa talið að búið væri að leiðrétta þann misskilning er þar hefði átt sér stað. Lúðvík sagði, að vera Karls Guðjónssonar í Alþýðubandalag inu hefði verið með sérstökum hætti, þar sem hann hefði neit- að að ganga í flokkinn og enn- fremur neitað að vera í fram- boði fyrir hann áfram. Þær á- stæður sem hann nú tilgreindi væru einungis tyliiástæður, og ekki þýddi fyrir hann að reyna að halda því fram að honurn hefði verið vísað á brott. Það bréf sem borizt hefði frá Aiþýðu flokknum hefði komið síðdegis á fimmtudegi, og á föstudegi hefðu þingmenn Alþýðubanda- lagsins borið saman bækur sín- ar um þetta mál, en ekki náðst í Karl Guðjónsson fyrr en um kvöldið. Lúðvík sagði að þá hefði honum verið tjáð hver vilji annarra þingmanna flokks- ins í máli þessu væri, en Karl hefði lýst þvi yfir að hann vildi taka jákvæðari afstöðu til máls ins, og óskað eftir þingflokks- fundi um það. Sagðist /Lúðvík þegar hafa boðizt tii þess að halda fund, kl. 11.00 á laugar- dagsmorgun, en Karl hefði ekki séð sér fært að mæta á þeim tíma og farið norður í land. Hon um hefði hins vegar verið gerð grein fyrir því að Alþýðubanda- lagið hefði talið nauðsynlegt að svara þessu bréfi strax, og Karl hefði ekki borið fram óskir um að beðið yrði með að svara unz búið væri að halda þingflokks- fund. - Karl kaus að nota þetta tækifæri, sagði Lúðvik, — og við því er ekkert að segja. En honum hefur engin lítilsvirðing verið sýnd af þingflokki Alþýðu bandalagsins. Jónas Árnason, kvaðst harma að jafn ágætur maður og Karl Guðjónsson skyldi segja skilið við Alþýðubandalagið. Hins veg ar fengi hann ekki skilið að það væri efling á vinstra samstarfi að stofna nýjan þingflokk úr sjálfum sér. Jónas sagði að sér hefði verið öldungis ókunnugt um að Karl ætlaði að segja sig úr flokknum, enda hefði hann ekki látið formann þingflokks Alþýðubandalagsins vita fyrr en þingfundur hófst. Svo virtist þó að Karl hefði tilkynnt einhverj- um öðrum þetta með fyrirvara, a.m.k. hefði ljósmyndari Morg- unblaðsins verið mættur á staðn um, er hann hóf tölu sína. Kvaðst Jónas vilja óska Karli til hamingju með að vera orð- inn myndskreytingarefni fyrir Morgunblaðið. Hvað segir húsmóðirín um Jurta? smjörlíki hf. „Ég trúi því varla ennþá, en Jurta smjörlíkið hefur valdið byltingu í eldhúsinu hjá mér. Börnin vilja ekki annað á brauðið, og bóndinn heimtar alltaf Jurta á harðfiskinn. Að auki er Jurta bæði drjúgt og ódýrt og dregur þannig stórlega úr útgjöldum heimilisins. Þess vegna mæli ég óhikað með Jurta smjörlíki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.