Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 2
26 MORGUN’BLAÐIÐ, SUNNUDAOUR 8. NÓVHMBER 1970 Saga buxnapressarans Úr leikdómum danskra blaða um „Dúfnaveisluna“ ALKUNNA er, að leikrit Hall- dóra Laxness, ,,Dúfn,aveislan“ er nú sýnd í Árósum í Danmörku. Fyrst fór leikhúsið með sýning- una í gestaleik til Björgvinjar og hefur áður verið getið leikdóma þaðan hér í Mbl. Eftir dönsku frumsýninguna var hennar víða getið í blöðum. Útdráttur um- sagna fjögurra danskra blaða birt ist hér í lauslegri þýðingu: Laxness er skáld, en leikverk hans hefur ekki lífsanda, segir í fyrirsögn í Aktuelt. Höfundur þess leikdóms er Svend Erichsen. Hann segir m.a.: „Árósalei'khús- ið hafði frumsýningu á gaman- leik Halldórs Laxness „Dúfna- veislunni", fyrst í Björgvin og síðan í Árósum. Það er í fyrsta skipti, að íslenzki Nóbelsverð- launahafinn hefur fengið sýnt eft ir sig leikrit, utan heimaiands síns. Og það akilur maður í nauninni. Sérstaklega eftir að hafa horft á frumsýninguna í Ár- ósum. Hamingjan góða! Laxness er skáld. Þess verður einnig vart í leikritinu. En sem leikrita höfundur virðist hann rneira en litið óöruggur. Hann kann lagið á því að umbreyta speki sinni í lífrænan sviðsskáldskap. Hann hefur hugmyndir, en hann lætur hugmyndaflugið hlaupa með sig í gönur og reynist því ekki fær um að klæða hugmyndir sínar né athafnir sviðsins í trúverðug- an leikhússbúning. Svo sem vænta má hefur gam- anleikur Laxness, eða ævintýra- leikur, inni að halda bæði átak- anlega og beizka þjóðfélags- mynd. Hann persónugerir með miklum næmleika gömul hjón, sem eiga rætur sínar í þeim táma, þegar vélvæðingin hafði ekki haldið innreið sina í þjóð- félagið, og þau hafa dregið þessa fortíð inm í nútíma þjóðfélag. Gamli maðurinn er buxnapress- ari og sem slíkur er hann snill- ingur. Hann pressar buxur betur Cóð íbúð en nokkur annar. Hann veit sitt leyndarmál, en hvorki hann né eiginkona hans kæra sig hætis- hót um peninga. Þennan líka hé- góma. Þau stinga seðlunum á ýmsa staði á heimilinu og skeyta ekkert um, hvað af þeim verð- l" óskast á leigu. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. merkt: ,,Z — 6207". Cadilac Til sölu Cadilac-bifreið, árgerð 1962, í mjög góðu lagi. Upplýsingar í sima 37616 eftir klukkan 13.00. Tilkynning til eigenda fasteigna í Hafnarfirði og Cullbringu- og Kjósarsýslu Með tilvísun til laga nr. 49/1951 um sölu lögveða, er hér með skorað á aíla þá er skulda álögð og gjaldfallin skipulagssgjöld sbr. 35. gr. I. nr. 19/ 1964, að greiða gjöld þessi hið fyrsta, eða í síð- asta lagi 10. desember næstkomandi. Hafi gjöldin eigi verið greidd fyrir þann tíma verð- ur án tafar óskað uppboðs á eignunum. Hafnarfirði, 9. 11. 1970. Bæjarfógetinn í Hafnarfirðí. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Einar Ingimundarson. Þeim verður að ósk sinni, — að vissu leytL Vélvæðing efna- lauganna og fjárfestmgin heldur áfram og hrósar sigri. En svo er málum komið, að stóru karlarn- ir telja sig hafa efni á að varð- veita pressarann gamla, sem eins konar friðað fyrirbrigði. Hann er gerður heiðursfélagi í samtökum buxnapressara og fær kanarí- fuglinn, sem hann hafði alltaf óskað sér. Mið ádeilunnar er að vísu skýrt, en um útfærslu hugmynd- arinnar gegnir öðru máli. Stíll- inn breytist úr realisma í farsa og hugaróra, án þess manni sé ljós nauðsyn slíkra skyndibreyt- inga. Bezt er dregin upp mynd pressarans sjálfs, sem er hógvær og af hjarta lítillátur, sannur lífskúnstner. Stöku hugmyndir eru frumiaga og fyndilega unn- ar. Asger Bonfils hefur annazt leikstjórn og sýndi ótvíræða til- finningu fyrir leikritinu, og mi'k- inn dugnað. Ivan Mogensen gerði leikmyndir, sem ekki vitna um teljandi hugmyndaauðgi, en voru sem ledkhúsverk Ijósar og óaðfinnanlegar. v> rftS'ífe Halldór Laxness ur. Fengju þau ráðið væri buxna pressun ókeypis — hún ætti alténd að kosta eins lítið og hægt er. En nútíminn leyfir það ekkL Stéttarfélagið leggur til atlögu við pressarann og kemur á vett- vang með lúðrablæstri tdl að mótmæla alltof lágu verði. Síð- an flækist blessaður pressarinn inn í peningabrask annarra, og það er honum engan veginn að skapi. Þeír peningar, sem hann vill ekki, skulu notaðir í um- fangsmikla fjárfestingu — hús eignir, olíuskip, þotur o.s.frv. Peningagræðgi og yfirborðsleg auðlegð velferðarþjóðfélagsins breiðir úr sér fyrir augum okkar í öllu sína afskræmi. En press- arinn og kona hans eru öðru vön. Þau þrá athvarf til fortíð- arínnar. Teikning þessi af Aksel Erhardtsen og Clöru Östö í hlutverkiim pressarahjónanna, birtist í Politiken. Aksel Erhardtsen lék pressarann Af leikurum bar hæst frammi- stöðu þeirra Aksel Erhardtsen og Clöru Östö. Erhardtsen dró upp einkar sannferðuga og einlæga mynd af gamla manninum og Clara Östö stóð honum fyllilega á sporði í hlutverki gömlu kon- unnar. Milli þessara tveggja aðal leikara og leikstjórans virðist hafa ríkt náið samstarf og djúp- ur skilningur. Elsebeth Steen- toft var góð í hlutverki ungu konunnar, Öndu, sem er barón- essa og hún bjargaðd þessu hálf vandræðalega hlutverki með þokka og glettni.......Nú hef- ur sem sé verið kynntur fyrir okkur mikill skáldsagnahöfund- ur sem leikskáld. Það er vaf- samt hvort erfiðið svaraði kostn- aði. Við sáum grilla í klær ljóns- ins, en þær komu aldrei almenni lega fram.“ í Kristeligt dagblad skrifar Flemming Chr. Nielsen og segir m,a.: „Sem skáld hefur Halldór Laxness jafnan verið talsmaður lítilmagnans, hann hefur haldið uppi vörnum fyrir þá, sem hafa ekki getað hrópað sjálfir. hann hefur talað sem kaþólikki, siðan sem sósíalisti, en jafnan sinni eigin raust, raun- særri og ljóðrænni raust, ádeflu- kenndri og spámannlegri raust. Hann er í senn samgróinn jarð- skjálftunum og hverunum heitu á fósfurjörð sinni, íslandi. En hann hefur einnig komið víðar við, þar sem önnur tunga er töl- uð og hefur lært að þjóðfélags- áróður einn saman frelsar ekki sálir og því varð hann ekki ann- ar Martin Anderson Nexö, held- ur einn af stórskáldum Norður- landa, höfundur verka eins og „Sölku Völku“ og „Vefarans miklía frá Kasmír". Það er í skáldverkunum, sem Atvinnu — Varnhlutnverzlun Vanan mann vantar til afgreiðslu í varahlutaverzlun okkar. Upplýsingar ekki veittar í síma. <m> Kfí KRISTJANSSDN H.F. I) M B 0 H Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 við kynnumst Laxness fyrst og fremst, og stöðugri ígrundun hans um lífið, sem samofið er náttúru Islands, sumarhimni og jökuilám. Ekki var j-afn þekkt að hann skrifaði einnig leákrit, því að verk eftir hann hefur ekki fyrr verið flutt utan íslands. En Árósaleikhúsið hefur uppgötvað að þjóðinni á sögueynni þykir vænt um hann og okkur leikur hugur á að vita, hvort við skilj- Ciara Östö, sem pressarafrúin og um þessa sérkennilegu þjóð og hrifningu hennar, Þess vegna hef ur Árósaleikhúsið afráðið að sýna gamanleik Laxness, „Dúfna vei'slan“, sem er frá árinu 1965.“ Gagnrýnandinn lýsir því næst gangi leiksins og segir: „Mór- allinn er só að peningar og auðlegð ali aðeins af sér ólán og mannvonzku, og nær hámarki í afmælisveizlunni, sem pressar- inn heldur fyrir sjálfan sig og hefur boðið þangað nöfnum úr símaskránni. Á borðum eru dúf- ur, því að dúfur bera boðsfeap manna á millL Og boðsfeapurinn er sá samá og boðskapur síma- skrórinnar, sem sé sú fagra hugs un, að allir séu jafnir og deili með sér jarðneskum gæðum, án tillibs til þess hver er auðugur og hver sniauðuir. Gamanleikurinn gengur vel og greiðlega fyrir sig. Kannski finnst manni bréfdúfuboðskapur inn full einfaldur fy-rir okkar margslungna beim, sem þekkir allt aðrar myndir fátæktar og auðlegðar. „Dúfnaveislan“ er ekki meistaraverk, aðeins penna æfing, sem lýsir hugmyndaauðgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.