Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 12
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1970 Sverrir, Ragnheiður Guðrún og- Erla Kristtn sitja í stiganum í Lindargötuskólanum en fyrir aftan þau standa Eygló Pála, Sævar, Ásgerður, Guðjón og Gauðlaugiu’. Rætt VÍð ungmenni sem eru eða hafa verið í framhalds- deildum Fyrir rúmu ári var komið á fót fram- haldsdeiidum við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík og gagnfræða- skólana á Akranesi, Akureyri og Nes- kaupstað, þar sem ætlunin var að gefa gagnfræðingum og nemendum með landspróf kost á tveggja ára framhalds- námi. Kennslan hófst síðari hluta októ- ber og þótt ekki iægi Ijóst fyrir hvaða réttindi próf úr framhaldsdeild kæmi til með að veita, hófu 170—180 nemend- ur nám í þessum deildum. Veturinn leið, án þess að nemendurnir fengju ákveðin svör við því, hvaða Ieiðir stæðu þeim opnar að prófi loknu, en 11. maí var gefin út regiugerð um réttindi þessara nemenda til inngöngu í æðri skóla. 1 framhaldsdeildunum er stefnt að því að hafa fjögur kjörsvið þar sem því verður við komið: tæknikjörsvið, upp- eldiskjörsvið, hjúkrunarkjörsvið og við skiptakjörsvið. Ef litið er á reglugerð- ina um réttindi nemenda sést m.a. að lokapróf fyrra árs gefur eftirfarandi réttindi: veitir nemendum tæknikjör- sviðs rétt til inngöngu í síðari helming undirbúningsdeildar Tækniskólans, styttir iðnskólanám um 4 mánuði, veitir rétt til að hefja nám á öðru námsári Garðyrkjuskóla ríkisins og veitir rétt til að setjast í 1. bekk (3. bekk) mennta- skóla og sé um góðar einkunnir að ræða, sem ná tilteknu lágmarki, getur nem- andinn setzt I annan bekk menntaskóla (4. bekk). Lokapróf síðara árs getur veitt rétt- indi til að stytta iðnskólanám um 8 mán- uði, veitir inngöngu i framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri og veitir nemendum af hjúkrunarkjörsviði for- gangsrétt til inngöngu í Hjúkrunarskól ann, umfram aðra nemendur með jafn- langt undirbúningsnám. Þá veitir loka- próf af uppeldiskjörsviði rétt til inn- göngu í 3. bekk Kennaraskólans, en námsefnið í 5. og 6. bekk uppeldiskjör- sviðs framhaldsdeildar er nú það sama og i 1. og 2. bekk Kennaraskólans. Flest þau réttindi, sem að framan greinir eru háð skilyrðum um lágmarkseinkunnir og í einstaka tilvikum þarf meðmæli og að þreyta inntökupróf í einstökum grein- um. 370 í 5. bekk Þegar próf voru þreytt upp úr fram- haldsdeildunum s.l. vor luku 137 nem- endur prófum — og þegar þeir stóðu með einkunnaspjöldin í höndúnum og — Kennslan er góð út af fyrir sig og það er gott að hafa svona „betrunar- hæli“ fyrir þá, sem hafa dottið út af sporinu vegna áhuga- eða viljaleysis. Þetta er góð bráðabirgðaráðstöfun, en það þýðir ekki að hlaða ofan á hús, ef grunnurinn er ónýtur og eins þýðir ekki að ætla sér að gera fullkomna framhaldsdeild, þegar undirstöðuna vantar. Því er það mín skoðun að það þurfi að endurskipuleggja fræðslukerf- ið frá grunni. Vann ár á spítala Erla Kristín Sigtryggsdóttir, sem nú er í 5. bekk hjúkrunarkjörsviðs, tók gagnfræðapróf 1969 og sótti þá strax um skólavist í Hjúkrunarskólanum. — Ég fór strax að vinna á Landspital anurn segir hún. Það er nauðsynlegt að kynnast starfinu, sem maður ætlar að leggja fyrir sig, til að sjá hvort maður fellir sig við það. Ég var gangastúlka á handlækningadeild og fékk þá góða innsýn í starfið. Þegar ég sótti um Hjúkrunarskólann var mér sagt að gagn fræðapróf nægði, en eftir að framhalds- deildirnar byrjuðu eru þeir, sem taka próf þaðan látnir ganga fyrir. Ég kemst væntanlega að næsta haust. sáu hvaða leiðir stóðu þeim opnar voru ákvarðanir teknar eftir því hvert hug- ur hvers og eins stefndi. Sumir sóttu um menntaskóla aðrir um Tækniskól- ann o.s.frv., og enn aðrir fóru út í at- vinnulífið og 45 ákváðu að halda áfram og taka 6. bekk, en svo er síðari bekk- ur framhaldsdeildar nefndur. 1 vetur verður 6. bekkur aðeins á tveimur stöð- um, í Reykjavík og á Akranesi, en 5. bekkur verður starfræktur á 11 stöð- um og ber það vott um þann áhuga sem nemendur sýna þessu námi. Verður 5. bekkur starfræktur í Reykjavík, Akra- nesi, Akureyri, Húsavík, Eiðum, Nes- kaupstað, Vestmannaeyjum, Selfossi, Keflavik, Kópavogi og Hafnarfirði. Samtals verða í þessum skólum 370 nem- endur í 5. bekk. Skömmu eftir að framhaldsdeildin í Lindargötuskóla tók til starfa i fyrra- haust ræddi Mbl. við nokkra nemend- ur um hvað fyrir þeim vekti. 1 ljós kom að þessum ungmennum fannst þau ekki hafa lært nóg, þau höfðu rekið sig á það á vinnumarkaðnum að loknu gagn- fræðaprófi að þau stóðu sig ekki nógu vel í samkeppninni. Ung stúlka, sem unnið hafði eitt ár að loknu gagnfræða- prófi sagði einfaldlega: Það er óhjá- kvæmilegt að læra eitthvað, því gagn- fræðaprófið veitir ekki næg réttindi. Til þess að fá einhverja hugmynd um hvernig nemendum sem luku 5. bekk í fyrra hefur reitt af og hvað þau, sem nú eru í 5. bekk ætla sér, hittum við að máli 8 ungmenni, fjóra pilta og fjórar stúlkur, sem ýmist eru í framhaldsdeild- unum eða hafa farið þaðan í aðra skóla. „Betrun- arhæIi,, Sverrir Magnússon stendur á tvítugu og í haust hóf hann nám í Menntaskól- anum í Reykjavík og settist í 4. bekk. Hann reyndi við landspróf á sínum tíma, en féll. — Maður áttaði sig ekki á því að það þurfti að lesa og því fór sem fór, segir Sverrir. Ég tók 4. bekk og gagnfræða- Erlu Kristinu fannst svolitið skrýtið að taka upp þráðinn að nýju, eftir að hafa unnið í eitt ár. En henni lizt vel á námsefnið á hjúkrunarkjörsviði. — Þetta miðast við að veita okkur sem mesta almenna menntun og búa okkur þannig undir Hjúkrunarskól- ann. Við fáum hér t.d. 6 tíma í dönsku á viku, en flestar bækurnar í Hjúkrun- arskólanum eru á dönsku. Annars get ég ekki dæmt um námið hér strax — en það er gott að fá tækifæri til þess að læra hér og vera í æfingu þegar námið í Hjúkrunarskólanum byrjar. próf og hélt síðan til Svíþjóðar og var einn vetur á lýðskóla þar. Eftir það var ég staðráðinn í að læra eitthvað meira og þegar ég kom heim frétti ég af því að framhaldsdeildirnar væru í undir- búningi. — Hafðirðu eitthvert ákveðið fram- haldsnám í huga þegar þú fórst í fram- haldsdeild? — Ég fór á tæknikjörsvið og ætlaði mér í Tækniskólann eftir veturinn. Við fengum ekki að vita fyrr en um miðjan apríl hvaða réttindi við fengjum eftir veturinn, en þegar prófin gengu vel hjá mér skipti ég um skoðun og sótti strax um að fá að fara í 4. bekk (2. bekk) menntaskóla. Sverrir er i máladeild og aðspurður hvernig hann standi í samanburði við þá, sem komu úr 3. bekk menntaskóla sagði hann, að honum fyndist hann standa þeim jafnfætis, en námið væri tekið fastari tökum en í þeim skólum, sam hann hefði verið í áður. Að loknum eins vetrar kynnum sín- um af náminu í framhaldsdeild segir Sverrir: * I Tækni- skólann Þegar Sævar Geirsson tók gagnfræða- próf vorið 1969 var hann alveg óráð- inn í hvað hann ætti að gera. Um sum- arið frétti hann af því að stofnun fram- haldsdeilda væri í undirbúningi og ákvað að fara þangað — á tæknikjör- svið. — Þótt ég færi I framhaldsdeild hafði ég ekki hugmynd um hvað síðan tæki við — enda vanur að láta hverjum degi nægja sín þjáning, segir Sævar. Reglugerðin um þau réttindi, sem námið veitir kom líka ekki fyrr en um hálfum mánuði fyrir próf og það var auð- vitað allt of seint. Fram að þeim tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.