Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÖVEMBER 1970 33 fé til að prófa bíla sína, en þeir bandtf ísku hafa oft verið ásak- aðir íyrir að “ugsa minnst um öryggi í þeim prófunum. Mest áherzla hafi verið lögð á að koma tækjunum upp í hundrað á sem skemmstum tima, og að koma þeim sem lengst upp fyrir hundrað eftir það. Þetta virðist nú vera að breytast mikið og í auglýsinigum er nú oftar nefnt hvað bíllinn sé ör- uggur, en hvað hann komist hratt. Mengunin er ekki minna vandamál. 1 einni stórbqí'g sýndu rannsóknir að bílar votu valdir að um 60% þeirrar mengunar, sem mældist í and- rúmsloftinu. Miklar rannsóknir eru nú hafnar í því skyni að smiða vélar, sem menga minna, en framleiðendur telja sig ekki geta bætt úr þessu nokkur næsitu árin. Þá er einnig unn- «5 að því, að finna upp alls kon- ar síur til að nuinnka mengun frá bílvélum, og sjálfsagt verða stórstigar framfarir í þessum efnum á næstu árum, enda veit ir ekki af. 1 septembermámuði si. samþykkti bandaríska öld- ungadeildin lög, sem segja fyr- ir um að árið 1975 verði allir biiar, sem seldir eru í Banda- ríkjumum, hvort sem þeir eru innlend eða erlend framleiðsla, að framleiða 90% minni meng- unareiningar en bilar framleiða í dag. Japanskir framleiðendúr eru löngu byrjaðir að kaupa upp allar uppfinningar, sem þeir komast í færi við, sem gætu stuðlað að minni mengun, og þeir bandarísku eru nú að byrja á þvi sama. Aðal meng- unarvaldurinn er blýið, sem bætt er í bensínið til að gera það orkumeira, og 95% af öllu bensíni inniheldur blý. Blýlaust bensín er ekki nógu orkumikið fyrir stórar vélar, en þama gæti smábílaáhuginn komið til hjálpar, því flest 1971 módel- anna geta notað blýlaust bens- ín. Þó er fyrirsjáanlegt að þetta verður enn vandamál um árabil. — Óli Tynes. Saab verksmiðjurnar sænsku smíða hljóðfráar orrustuþotur, æf- ingaflugvélar. eldflaugar, tölvur, gervihnattastjómstöðvar og bíla. Framleiðsla á Saab-bíliinum með framhjóladrifi hófst skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Nýlega var opnuð verksmiðja í Finnlandi, sem fram- leiðir um 100 þúsund bíla á ári. I.itlar breytingar hafa orðið á útliti Saab-bilanna þar til Saab 99 kom á markaðinn, en þar er um að ræða alveg nýtt módel, stærra og rúmbetra en Saab V4. Sá gamli er þó enn í fullu gildi og seldur jafnhliða númer 99. Saah V4 kostar nú kr. 315 þús., tveggja dyra 99 kostar 396 þí!s. og f jögurra dyra 99 kostar 417 þús. Á myndinni er Saab 99. Sunbeam eða sólargeislinn frá Crysler-verksmiðjunum, er meðalstór fjölskyldubill og líklega með þeim ódýrari. Hann er framleiddur í mörgum gerðum, en sá, sem mest nmn seldur hér á landi, er Sunbeam 1250, fjögurra dyra með 53 hestafla vél (1250 c.c.). Hann kostar eitthvað um 250 þús. kr. í ár. Volkswagen Allir vildu Lilju kveðið hafa. og brezkt bilablað sagði einbvern tima. að allar bílaverksmiðjur vildu bafa smíðað Volkswagen. Þess í stað hafa margar þeirra reynt að smíða keppinaut, en líklega hefur enn ekki tekizt að finna neinn, sem gæti orðið varanleg ógnim. VW 1300 hefur verið mest seldur hér á landi og í ár kostar hann kr. 217.900. I>á er og kominn liér á mark- aðinn VW 1302, sem er eiginlega endurbættur 1300. Munurinn er sá, að hann er 7 /2 cm lengri að framan og eykur það far- angursrými um 85%. Helztu breytingar á VW eru gormar á frambjóiiini og endurliætt fjaðrakerfi, þannig að liann er nú sagðnr býðari en áður. VW 1302 kostar kr. 225.100. Moskovichinn Nýi Moskovichinn hefur aflmeiri vél en 1970 árgerðin (80 hö. á móti 60 hö.) og nýjan girkassa, þar sem allir gírar eru sam- hæfir. Það liafa orðið þó nokkrar útlitsbreytingar á Moskovich undanfarin ár, og þótt ekki sé um neina byltingu að ræða, eru nýju gerðirnar niun fallegri. Áætlað verð Moskvich 412 fólks- bifreiðar er kr. 224.750. M-427 station kostar um 244.014 kr. og M-434 sendibifreið kr. 173.975. Thunderbird er líklega nokkuð hafinn yfir kaupgetu flestra Islendinga, enda búinn slikmn þægindnm og aukalilutuni, að helzt þyrfti flugmannspróf til að vita hvað á að gera við alla þessa takka. Meðal kosta, sem honum eru taldir, eru: vökvastýri, vökva- henilar, beygjuljós, flugvélaöryggisbelti, þriraða blikkandi stefnnljós, takka-st jórnað-rafniagnsknúiö-sólþuk, upp-og-niður- lireyfanlegt-stýri, rafknúið-sjálfvirkt-andrúmsloftsblöndunar- tæki, sjálfvirkt hraðastjórnunarkerfi fyrir langkeyrslur, stereo- segnlband og vél, sem nægja myndi til að knýja Queen Eliza- beth áfram með 40 hnúta hraða. Cortina er önnur bifreið, sem náð hefur miklum vinsældum á ís- landi. Að venju segja framleiðendur að þetta sé bezta árgerð, sem framleidd hafi verið hingað til, en vist er að útlitið er tölu- vert breytt, eins og sjá má. Á myndinni er Cortina GXL, sem mun vera mesta lúxusmódelið, enda kostar hann 384 þús. kr. ódýrari ge.rðin. Cortina G, tveggja d.vra með 1300 c.c. vél, kost- ar hins vegar iun 263 þús. kr. Pinto þýðir folald eftir því sem við komumst næst, enda er Ford Pinto gefinn út fyrir að vera einn af hinum svokölluðu „com- pact“-bílum. Og svo við höldum áfram með það, sem við kom- umst næst, mim „compact“ eiga að þýða smábíll, sem eigin- lega er ekki lítill. Hvað um það, hann er snotur, eins og myndin sýnir, og tveggja dyra ltostar hann frá 398 þús. kr. Framhald á bls. 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.