Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMRER 1970 Hús til niðurrifs Tilboð óskast í bygginguna Nýborg við Skúlagötu, Reykjavík, til niðurrifs og jafnframt að jafna lóð. Byggingin verður trl sýnis á venjulegum vinnutíma, og þar verða afhentar nánari upplýsingar. Titboð skutu hafa borizt til skrifstofu vorrar, Borgartúni 7, eigi síðar en þriðjudaginn 15. nóv. nk., og verða þau opnuð klukkan 2.00 eftir hádegi þann dag. r NNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 80RGARTÚNÍ 7 SÍMI 10140 CHLORIDE RAFGEYMAR HÍNÍR VÍÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR Í ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG BÍFREIÐAVÖRUVERZLUNUM. Sjómannasíðan í umsjá Asgeirs Jakobssonar UM BORÐ í SIGURÐI PL.I5NTSI I vesturenda hússins no. 1 við Hochseestrasse r— Úthafsstræti — í Bremerhaven, situr gráhærð ur maður í lægra meðal lagi á vöxt, kviklegur í hreyfingum, augun grá og snör — og talar í síma. Hann er reiður, því að hann hafði eitthvað verið hlunn farinn á afgreiðslu flugfélags með pláss handa farþega. Far- þeginn vörpulegur eldri maður, sat í sófa og hlustaði á og var svipþungur. Hann sagði: — Þetta þætti ekki góð þjón- usta uppi á íslandi, að menn þyrftu að bíða í marga daga, þegar ekki hamlaði veður, eftir „von“ um flugfar milli staða eins og til dæmis Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þetta var Einar Sigurðsson. Hann var að bíða eftir fari frá Hamborg til Antwerpen og undi þeim tíðindum illa, að fullbók- að væri næstu tvo daga á hinni fjölförnu flugleið milli Hamborg ar og Antwerpen. Hann tók til að æða fram og aftur um skrif- stofuna, eins og skógarbjörn í búri. Það á líkast til illa við Einar að bíða. Einhver hefði nú ekki harmað ákaflega tveggja daga bið í Hamborg, en það er svo margt sinnið sem skinnið, og athafnamenn eru nú einu sinni athafnamenn og vilja láta hlutina ganga. Maðurinn, sem var að tala í símann og rífast fyrir Einars hönd, við landa sína á flugaf- greiðslunni, var Georg Pluntze — kallaður Plúntsi af Islending- um. Plúntsi hefur i 46 ár haft þann starfa með höndum i þjón- ustu firmans Ludwig Janssen í Bremerhaven, að annast þjón- ustu- og umboðsstörf fyrir ís- lenzk skip, sem landað hafa í Bremerhaven á vegum Ludwig Janssen. Þau einu frátök frá þessum starfa hafa orðið hjá Plúntsa, að hann þurfti að berjast í fimm ár fyrir Hitler, bæði i Afríku og Balkan. Þrátt fyrir góða fram- göngu, tapaði Plúntsi stríðinu, en það var ekki nóg með það, heldur var hann tekinn til fanga eftir að stríðinu var eiginlega lokið og hann á leið heim — vegna einhvers misskilnings í þeirri ringuheið, sem ríkti í stríðslokin. Hann varð svo að Plúntsi á sunmidegi. dúsa við iilan kost í fangabúð- um Bandamanna í ein tvö ár, að ég held — kom engum boðum heim til Þýzkalands — og þar héldu allir hann dauðan fyrir löngu. Islenzkir vinir hans áttu einhvem hlut að því að greiða götu hans heim um síðir og hann tók strax upp sitt fyrra starf hjá firmanu Ludwig Janssen. Það var enginn tími til að ræða neitt við Plúntsa meðan togarinn var við land. Hann var alltaf upptekinn við einhverjar reddingar. Það sem að framan er sagt, snapaði ég að mestu upp eftir öðrum leiðum. Þegar ég kom til að taka niður viðtalið við Plúntsa á skrifstofunni, tók hann mér ákaflega elskulega, bauð mér til sætis i djúpum stól, sótti umsvifalaust glas af vini og einnig bjórflösku, setti þetta á lítið borð hjá stólnum, og til- kynnti mér svo, að hann hefði engan tíma til að tala neitt við mig, sem ég sá nú að satt var og undi glaður við mitt. . . Það er um að gera að taka hlutina í réttri röð. Það er alltaf hægt að taka niður viðtal — semja það — en það er ekki alltaf tími né tækifæri til að drekka bæði brennivín og bjór i einu. Plúntsi gaf sér tíma til á hlaupunum að skjóta að mér orði, og meðal annars því, að ís- lenzkir skipstjórar væru ágætir vinir sínir og hinir beztu menn, en tveir hefðu verið sérlega góð- ir vinir sínir, þeir Pétur heitinn Maack og Benedikt á Maí, sem hér með fær kveðju frá Plúntsa. Skipsmenn á Sigurði báru mik ið lof á Plúntsa fyrir árvekni í starfi og elskulegheit í hví- vetna, og það gera allir íslenzk- ir sjómenn og útgerðarmenn, sem ég hef nefnt þennan mann við og af honum hafa haft kynni. Þrátt fyrir hin löngu sam- skipti sín við íslendinga og þjón ustu við þá, hefur Plúntsi aldrei til íslands komið og harmar það mjög. Þetta er óneitanlega skuggi á annars björtum við- skilnaði, en Plúntsi hættir starfi nú um næstu áramót. Þetta er nú svona. Við erum alltaf að bjóða heim fólki, en fer það ekki meira eftir nöfnum en þjónustu? Mér finnst það einhvern veginn, eftir ferðir mínar til Englands og Þýzkalands og kynnum af er- lendum mönnum, sem starfa i okkar þágu á þeim vettvangi, sem ég þekki helzt til á. Þetta stendur nú til bóta að því er Plúntsa snertir, eftir þvi sem ég hef hlerað nýlega. FÍB mun hafa hug á að heiðra Plúntsa með ein hverjum hætti. Þessir utangarðs- menn þjóðfélagsins, sjómenn og útgerðarmenn, verða að sjá um slíka hluti sjálfir. Hið opinbera hefur annað og betra við heið- ursmerki sín, djásn og ferðapen inga að gera en sóa því á fólk, sem er að grubbast í fiski, hvort heldur hér heima eða er- lendis. UTAVER nu UOK M - ilBffl ULI sem þarf til að gera íbúðina fallegri og verðmætari, m. ð. o. til að gera fjóra veggi að íbúð, fæst í LITAVERI. Nú í október viljum við minna á að viðskipti við LITAVER eru yður hagkvæm vegna þess að LITAVER leggur áherzlu á MAGNINNKAUP, sem lækkar vöruverð allverulega. T. d.: ItóVEBS-M GÓLFTEPPI allir gæðaflokkar — allar breiddir — margar tegundir. Verð frá 298,— til 881,— hver fermetri. pappír — plast — vinyl — silkidamask. Fjöldi nýrra lita. Verð og gæðí við allra hæfi. m parket- vinyl-gólfdúkur, á lækkuðu verði, að auki fjöldi annarra tegunda. Hvað um allt hítt? Jú málning, málningarvörur, sparstl, l«n, límbönd, jú allt sem með þarf. LÍTTU VID í UTAVERI LITAVER ER AÐ GRENSASVEGI 22 OG 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.