Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 8. NÓVBMIBER 1970 31 Plúntsi á g;lapstigrum. Skætingur er leiðinlegur, en þó skal ég aldrei láta ónotað nokkurt tækifæri til að hreyta skæting í ráðamenn okkar og þjóðfélagið í heild fyrir það van mat, sem mér finnst að hér ríki á þessum mönnum — sjávarút- vegsmönnum, sem eru að puða á dekkinu á þjóðarskútunni — meðan landslýðurinn hreiðrar um sig í borðsalnum og heimtar að fá að éta hvern bútung um leið og hann veiðist. LUDWIG JANSSEPÍ, JR Við starfi Plúntsa tekur Lud- wig Janssen, jr. Hann er þriðji ættliðurinn, sem mun taka við stjórn þessa fyrirtækis Ludwig Janssen, skipamiðlun. Fyrirtæk ið er stofnað 1896 og rak um fjölda ára mikla útgerð, en hef- ur löngu dregið sig út úr henni og skipamiðlun er nú aðalstarf fyrirtækisins. — Hvernig gengur útgerðin? er fyrsta spurning Islendings, þegar hann ræðir við mann úr erlendum fiskibæ eða kunnugan útgerð í landi sínu. Janssen sagðist álíta að þýzk togaraútgerð byggðist á fyrir- tækjum, sem hefðu með fisksölu og fiskdreifingu að gera. Þessi fyrirtæki gerðu út til að afla sér fisks til sölu. Um útgerð af öðru tagi taldi hann að lítið væri um að ræða. Þýzk útgerð væri tap- útgerð útaf fyrir sig. Ég spurði Janssen, hvort hann héldi af markaðshorfum og öðru, sem hann þekkti til í sínu landi, og við þyrftum að skipta við, hvort vænlegra væri fyrir okkur að leggja áherzlu á frysti togara eða isfiskstogara. Janssen taldi engan vafa leika á um það, að eins og nú væri ástatt og horfði um markaði, þá væri ástandið hagstæðara ísfisks togurunum. Það væri að verða svo mikill hörgull á nýjum fiski. Janssen yngri hefur komið til Islands og lætur vel af skiptum fyrirtækisins við Islendinga og hyggur í því efni gott til fram- tíðarinnar. Þegar tekið er tillit til fisk- verðs útúr búð í Þýzkalandi, þá verður skiljanlegt að fyrirtæki, sem hefur fisksölu í því landi geti tekið á sig nokkurt tap á útgerð. Fiskverðið er all misjafnt skildist mér frá degi til dags í búðunum, en í búð einni alllangt uppi í bænum, sá ég stillt út fiski og hann var verð- merktur þannig að það var til- Plúntsi hugsar sitt ráð. tekið verðið á 100 grömmunum og það var á karfanum 2,1 mark eða um það bil 52 krónur, eða rúmar 500 krónur kg. Á það hefur margoft verið bent hér á Sjómannasíðunni, að við Islendingar mættum ekki festa um of augun á þvi, sem væri að gerast í austurevrópskri útgerð, vegna þess að þær þjóð- ir skömmtuðu sér markaðsverð eftir þörfum útgerðarinnar. Það virðist svo komið, að við Islendingar getum litlu fremur miðað útgerð okkar við það, sem er að gerast I Vestur-Evrópu- löndunum. öflugir fisksölu- og dreifingarhringir reka útgerðina og þessir hringir græða vafa- laust mikið, þegar eftirspurnin er mikil og gera þá út með tapi, ef þvi er að skipta og mæta tapi á útgerð skipanna með gróða af fisksölunni. Kertamarka&urinn NÚ GEFUM VIÐ NOKKRUM ANÆGÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR ORÐIÐ. „ERU ÞETTA HILLINGAR EÐA ERU ÞETTA ALLT KERTI" . . .? „ÉG HEF ALDREI Á MINNI ÆVI SÉÐ ANNAÐ EINS KERTAÚRVAL" . . . „HVERNIG l ÓSKÖPUNUM GETIÐ ÞIÐ SEl.T KERTIN SVONA MIKIÐ ÓDÝRARI . . .? „KOSTA ÞESSI KERTI, VIRKILEGA EKKI MEIRA" . . .? SVONA UMMÆLI OG ÖNNUR SLÍK ERU OKKAR BEZTU MEÐMÆLI. EINA KERTASÉRVERZLUN LANDSINS. ÚRVAL KERTASTJAKA. MATAR- OG KAFFISERVIETTUR 1 KERTALITUNUM. BLÓMAVERZLUNIN EDEN DOMUS MEDICA. OPIÐ ALLA DAOA Átt þú eftir að bjarga mannslífi með blástursaðf erðinni? Oft hefur tekizt að vekja fólk til lifsins með því að blása lofti í lungu þess, ef það er hætt að anda eftir fall í vatn, eða köfnun af annarri ástæðu, rafmagnsslyss eða kolsýrueitr- un. Að sjálfsögðu er æskilegast, að sem flestir læri aðferðina — blástursaðferðina — á nám- skeiðum, en þó hefur komið í ljós, eins og nýlegt dæmi sann- ar, að fólki, sem einungis hef- ur kynnzt henni við lestur blaða, hefur tekizt að beita henni með góðum árangri. Blaðið hefur fengið meðfylgj- andi teikningar og skýringar- texta hjá Rauða krossi Islands. Kynnið ykkur hvort tveggja vel, því enginn veit, hvenær hann eða hún þarf á slíku að halda. Byrja skal blásturinn eins fljótt og hægt er að koma því við, og senda strax eftir Iækni eða sjiikrabíl sé þess nokkur kostur. Ef blástur gegnum nef ber ekki árangur, er reynt að blása gegnum munninn. Ef um er að ræða smábörn, er blásið sam- tímis gegnum munn og nef, blás ið með varúð. B) Dragið andann djúpt, legg ið galopinn munninn að nefi sjúklingsins og blásið í nasir honum, þar til brjóstkassinn lyftist. MUNIÐ: Byrjið blásturinn strax og hægt er. Haldið liöfði sjiiklingsins vel sveigðu aftur. C) Lyftið höfðinu frá and- liti sjúklingsins og dragið djúpt andann. Blásið aftur, jafn skjótt og innöndun er lokið. Fyrstu 10 innblástrana eins ört og hægt er — síðan um það bil 15 sinnum á mínútu. Höfuð stellingu skal haldið óbreyttri allan tímann. Losið um föt á hálsi. Blásið hverju sinni þar til brjóstkassinn lyftist. Haldið áfram að blása þar til sjúklingurinn lifnar við eða læknir eða sjúkraflutninga menn taka við honum. Blástursaðferðin ef kennd á skyndihjálparnámskeiðum, t.d. Slysavarnafélags Islands, skáta og Rauða kross Islands. Atvinna — Atvinna Óskum eftir að ráða ungan mann strax, sem á að sjá um lager, útkeyrslu á vörum, banka- og tollpappíra. Vanur maður gengur fyrir. Tilboð sendist Mbl. fyrir 13. þ. m., merkt: „Duglegur — 6020". A) Leggið þann sem í dauða- dái er á bakið. Sveigið höfuðið vel aftur með aðra höndina á enninu, en hina undir hökunni. Fjarlægið úr munni sjúklings gerfitennur eða aðskotahluti sem torvelda öndun. Málfundafélagið ÓÐINN Aðaliundui félagsins verður haldinn í Valhöll við Suðurgötu, sunnudag- inn 8. nóvember kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Skoðið NÝJU ÁTLÁS kæliskápana Skoðið vel og sjáið muninn í . . . efnisvali frágangi tækni litum og formi FROST ATLAS bý&ur frystiskópa (og -kistur), sam- KULDI byggða kæli- og frystiskópa og kæliskópa, SVALI með eða qn frystihólfs og valfrjólsri skipf- ingu milli kulda {ca. + 4°C) og svala (ca. + 10°C). MARGIR ATLAS býður fjölbreytt úrval, rh.a. kæli- MÖGU- skópa og frystiskópa af sömu stærð, sem LEIKAR geta staðið hlið við hlið eða hvor ófon á öðrum. . Allar gerðir hafa innbyggingar- möguleika og fást með hægri eða vinstri opun. FULL- Alsjálfvirk þiðing — ekki einu sinni hnapp- KOMIN ur — og þíðingarvatnið gufar upp! Ytra TÆKNI byrði úr formbeygðu stáli, sem dregur eklg' til sín ryk, gerir samsetningarlista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.