Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 3
MORGUN’BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1970 27 og djöfullegu kaldrsaði sem gerir það að verkum iað Laxness kem- ur alltaf á óvart og ruglar hlut lausar ihvunndags sálir stöðugt í rimiruu." Flemiming Chr. Nielsen talar síðan um frammistöðu leikar- anna og lýkur miiklu lofsorði á hiana, sérstaklega þó á leik þeirra Aksel Erhardtsen og Clöru Östö í hlutverkum pressarahj ón annia. Hann fer og viðurkenning- arorðum um leik Elsebeth Steen toft sem Öndu, Benny Bjerre- gaiad sem Gumma og Klaua Wegene sem Rögnvald ReykiL Saga buxnapressarans kailar Carl Johan Elmquiist hjá Poli- tiiken grein sína um „Dúfna- veisluna“. Hiann segir: „Það er engin vöntun á hugmyndaflugi -í „Dúfnaveislu" Halldóns Lax- ness, sem myndi raunar duga í nokkra gamanleiki tdl viðbótar. En áhorfandi hlýtur að sakna styrikrar handar leikrdtaskálds- ins, sem ætti að halda öllum þeissum aðskiljanlegu hugmynd- um nokkuð í sfcefjum. Göthe hefði víst orðað það svo að þarnia vantaði því miður „das geistige Band“. Það er enginn hægðarleikur að skilja, hvað hefur vakað fyrir Laxness með leikrdti sínu. Á ein- um stað Cundir lok 2. þáttar ef óg man rétt) snýr einn leikar- anna sér skyndilega að áhorfend um og trúir þeim fyrir því að alit sé þetta eitt sjónarspil — rétt eins og lífið sjáift — og að það sem gerist á sviðinu sé raun- verulegt á meðan það varir en ekki mínútu lengur. Upp af þessu leikræna háði, þessu augljósa sviðsbnagði hefði getað sprottið eitthvað bitastætt og frjótt, ef réttilega hefði verið á málum haldið, en hérna kom það fyrir sjónir, sem dálítið, vandræða- leg afsökun fyrir því að sýningin hefðá ekki tekizt." Elmquist rekur síðan þráð leiksins og grednir frá þeim per- sónum, sem við sögu koma. Síð- an segir: „í leikritinu, sem fullt eins hefði getað heitið „Hvorki haus né sporður“, eru í reynd aðeins tvö hluitver'k með hold á kroppn- um, buxnapressarinn og kona ha-na. Þau urðu og í meðferð leik aranna Aksel Erhardtsen og Clara Östö full af mannlegri hlýju, einlægni og kímni. Með sanni má segja að þessir lista- menn tveir hafi bjargað því, sem bjargað varð og örlitlu meira þó, En gagnvart öðrum hlutverkum virðist leikstjórinn Asgeir Bon fils hafa gefizt upp eða því sem næst. Sumir léku í austur aðrir í vestur og engu var líteara en þeir reyndu í algerri örvæntingu að yfirgnæfa sjálfa sig. Þangað til annað kemur á dag inn geng ég þess ekki duldnn, að Laxness er meiri skáldsagnahöf- undur en leikritaskáld." Fyrirsögn á leikdómi Svend Kragh-Jacobsen í Berldnske Tid- ende er: „Allt í lausu lofti“. Hann segir í upphafi: „Laxness hefur ektei gert Árósaleikhúsinu hægt um vik með „Dúfnaveisl- unni“, Laxniess hefur verdð dáð- ur og mikið lesinn höfundur í Dammörku í hart nær manns- aldur. Leikverk í venjulegum Skilningi orðsins er „Dúfnaveisl- an“ ekki, en hver á líka von á venjulegu verki úr hendi þessa íslenzka stórskálds og ævintýra- lega ádeilufugls. Og þó — í um- sögn á „Kristnihaldi undir jökli“ kallaði Emil Frederitesen í fyrra söguna episkan gamanleik. Og enda þótt hvorki tilsvör eða per- sónur hafi í sér fólginn þann þrótt sem kemur atburðarásinni af stað hafa þau til að gera að- stæðnaiskynjun, sem sýnir hug- arflug manneskjunnar í orði og æðd. Þetta er skýringin á því að þrátt fyrir allt — höfundur er að tengja saman óliika staði, tíma og atburði og heldur sig of mikið til skýja — þrátt fyrir það er „Dúfnaveislan" ekki ufbanveitu við leiksviðið. Lei'kritið kemst til skila fyrst og fremist vegna hinna tveggja elskulega aðalper- sóna, en einnig bregður fyrir leiftrandi glömpum í tilsvörum, mörgum snilldarleguim. Að vísu flögra þau stjómlaua og gáska- full um leiksviðið, rétt eins og dúfnahópur á flugi, en öðru hverju slær þeim niður og skemmta áhorfendum og ylja um hj artaræturnar vegna hlýju Lax ness í garð gömlu hjónanna, sem í húllumhæi nútimans vilja ekki gefa upp á bátinn einfalt og fábrotið mannlíf í kyrrþey. Elsebeth Steentoft, Anda, Klaus Wegner sem lék Rögnvald Reykil, Börge Hilbert var presturinn og Clara Östö og Aksel Erliardtsen sem pressarahjónin gömlu. Kragh Jaoobsen rekur gáng leiksins vel og samvizkusam- lega og vífcur að uppfærslu og frammistöðu leikara: „Leikstjór inn hefur með réttu lagt meg- ináherzluna á gömlu hjónin, Og Aksel Erhardtsen og Clara Östö eru burðarásar leiksins og sýna traustan gamanleik, eins og hann gerist beztur. Elskuleg eru þau, glettin og hyggin, Þau eru vitur í fátæktinni og lifa lífinu glöð. Þegar þau voru ein á sviðinu hélt leikritið sér í jafnvægi og var lifandi. Áhorfendur fylgdust með — og enda þótt fáir kjósi þeiirra líf þefckja margir og virða hinar klassisku dyggðir. Og góð ir leikarar njóta sín jafnan þegar þeir fá að tjá sig opinskátt á sínu heimasviði. Þau verðBbulduðu fullikomdega fagnaðarlæti kvölds ins. En „Dúfnaveislan" krefst einn ig ímyndunarafls, ljóðrænu og vitfl. Bezt stóð siig Benny Bjerre- gaard í lilutverki hins fjölhæfa Gumima. Laxness gerir hann bæði að móður, svikahrapp, vel gerðarmanni og eins konar jóla sveini. Elsebetlh Steentoft var þokkafull Anda, en varla neitt fram yfir það. Milljónarinn var aftur á móiti ekki samnfærandi í meðförum Klauis Wegenens, enda krafðist leikritið þarna hnitmið- aðs leiks í anda Dúnrenmatts. — Varla varð Rögnvaldur Reykill sannfærandi hvorlki sem útsendari frá hinum stóna heimi né sem kvennaflagari. Og jafn- vel glettni og hlýja Börge Hilperts í hlutvenki uppgjafa- prestsins, sem skýtur upp kollinum í fjórða þætti, naut sín ekki, þar sem mestu alvöru- orðin eru sögð. Hann — og sama máli gegndi um flesta aðra leik- ara kvöldsina — voru í leikn- um sem eins konar hugarfósturs leikbrúður, sem hlupu um innan í óhófslegum orðavefi La^- ness. Þá var oft erfiitt að fylgjast með. En boðskapur leikBins er góðra gjalda verður — bæði í reiðirmi vegna þesa hvernig mennimir hafa farið mieð heim- inn, og hlýjan í garð þeirra, sem enn halda hinar gömlu dyggðir. Ekki er fært að segja að Lax- ness hafi skapað meistaraverk. En viðfeílidin afstaða hans til man-neiSkjunniar og sprikHandi ádeila hans er það góður sam- setningur að Árósaleikhúisið hef- ur möguleika á því að fá sjálft gleði af. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF., REYNIMEL 60, SÍMI 18660. FORELDRAR OG BORN eftir Dr. Haim G. Ginott í þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, með formála eftir Jónas Pálsson, skólasálfræðing. Höfundurinn er oft nefndur Dr. Spock, barnasálfræðinnar. Hann bendir á nýjar lausnir gamalla vandamála. Bókin á erindi tii allra: heimila, skóla og uppeldisstofnana. Þér munuð skilja barn yðar betur — og bárnið yður. GEFIÐ HEIMILINU GLEÐI — GEFIÐ BÓK SEM STUÐLAR AÐ GLÖÐU OG GÓÐU HEIMILISLÍFI. uppeldís liimd- liókiiv OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR. GULLINSTJÖRNU BÆKURNAR eru komnar í bókabúðirnar. FJÖLVI LITAUÐGI - LESTRARGLEÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.