Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVBMJBER 1970 37 vissi enginn neitt og það var ástæðan fyrir því hve margir hættu áður en vet- urinn var liðinn. — En hvernig vegnaði þér? — Þegar vorprófið var búið ákvað ég að reyna að komast í Tækniskól- ann í febrúar n.k., en ég fæ að sleppa fyrra misserinu i undirbúningsdeild. Sævar vann í byggingavinnu í sumar, en ætlaði síðan á trésmíðaverkstæði og vinna þar fram í febrúar. Hann hefur hug á að fara út i byggingatæknifræði og tekur námið í Tækniskólanum 5 vet- ur með þessum vetri. Of lítið við- skipta- greinum Þegar Eygló Pála Sigurvinsdóttir hafði lokið unglingaprófi fór hún í landspróf, síðan „í menntó, eins og all- ir hinir,“ en að loknum fyrsta vetrinum komst hún að raun um að hana langaði ekki til að halda áfram á þeirri braut. — Mig langaði í Verzlunarskólann, segir hún, en um haustið, þegar ég fór að hugsa um það i alvöru var orðið of áliðið til að ég gæti sótt um inngöngu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og Stefán Ólafur Jónsson námsráðgjafi ráðlagði mér þá að fara í viðskiptakjör- svið framhaldsdeildar. Það var reynd- ar það skynsamlegasta, sem ég gat gert, þvi ef maður hættir einn vetur er erfitt að byrja á ný. Þetta var því eins konar „biðsalur". — Varstu ánægð með námið? — Það væri hræsni að segja að mér hefði líkað mjög vel. Ég var á við- skiptakjörsviði, en mér fannst allt of lítið kennt af raunverulegum viðskipta- greinum með tilliti til þeirra, sem fara beint út í atvinnulifið. 1 5. bekk voru aðeins 2 tímar í vélritun og engin bók- færsla eða hagfræði. 1 undirbúnings- deild Verzlunarskóla, er aftur á móti kennd vélritun 5 tima á viku og hag- fræði er einnig kennd þar. Eygló Pála tók próf upp í 3. bekk Verzlunarskólans nú i haust. Nú er hún ánægð og reiknar með að ljúka verzl- unarskólaprófi og fara síðan að vinna. visi en ætlað er og ég hætti á miðjum vetri og fór að vinna. í sumar ákvað ég svo að fara í framhaldsdeild, uppeldis- kjörsvið. Nafnið á kjörsviðinu freistaði mín. — Og hefurðu nokkuð orðið fyrir vonbrigðum? — Veturinn er rétt að byrja, en mér finnst kennsluformið skemmtilegra, en það sem ég hef átt að venjast. Greinar eins og samfélagsfræði, atvinnusaga og þjóðarbúskapur eru nátengdar lífinu I kringum mann og i þessum greinum og fleiri er reynt að byggja tímana upp á viðræðum, en ekki páfagaukslærdómi. Ho'malærdómurinn felst því ekki í því að geta þulið utanbókar, heldur að vera viðræðuhæfur í tímanum. — Hvað hyggstu fyrir að þessum vetri loknum? — Ef maður nær sæmilega góðu prófi í vor held ég að ég reyni að halda áfram — og þá vafalaust i menntó. Það þýðir ekki annað en reyna að læra eitt- hvað, þvi öðru visi kemst maður ekki áfram. En margt getur breytzt og þvi held ég að ég spái engu frekar. Fannst ég verða að halda áfram Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir er nú í 5. bekk verzlunarkjörsviðs. 1 fyrravetur, þegar hún var i 4. bekk gagnfræðaskóla, var hún alveg óráðin í því hvað hún gerði að gagnfræðaprófi loknu. — Ég hafði sett mér það mark að ljúka gagnfræðaprófi, segir hún, en ekki gert frekari áætlanir. En gagn- fræðaprófið gekk það vel hjá mér að mér fannst ég verða að halda áfram. Ragnheiður Guðrún hafði þó ekki hugmynd um hvert hún ætti að halda, en þar sem framhaldsdeildin stóð opin á næsta leiti ákvað hún að fara þangað. — Mér lízt mjög vel á það, sem komið er, en námið er þó nokkru þyngra hér en í 4. bekk gagnfræðaskóla. Það er heilmikil tilbreyting fyrir mig að koma í nýjan skóla, en ég hef verið í Voga- skólanum frá því í 7 ára bekk. vinnu eða menntaskóla — en um sumar- ið frétti ég af þvi að stofna ætti fram- haldsdeildir. Ég hafði litla hugmynd um hvað þar yrði kennt, en ákvað að fara. -— Og hvernig hefur þér líkað? ■—• Ég hef verið mjög ánægð. Það er gott að geta notað þessi tvö ár vel, en ég hef fengið ákveðið svar um að ég komist inn í Hjúkrunarskólann i sept- ember 1971. Þá verð ég búin með fram- haldsdeildina — og orðin 18 ára. — Þú ert þá auðvitað á hjúkrunar- kjörsviði. Ætla allar á hjúkrunarkjör- sviði í hjúkrunarnám? — Já, ég held að þær séu allar búnar að sækja um, enda eigum við að ganga fyrir öðrum, sem hafa jafn langt nám að baki. Námið hér er aðallega almenns eðlis og við lærum ekkert á hjúkrunar- sviðinu, nema líffræði og lífeðlisfræði. — En mér finnst eitt að og það er að við skulum ekki fá að vera eins og eina viku á vinnustað, á spítala, til þess að fá innsýn í starfið. Ásgerður saknar þessa mikið, þvi sjálf hefur hún hvorki legið né unnið á spitaia, og þekkir því ekki til starfsins, sem þó hefur verið draumur hennar lengi. Ásgerðúr var nýkomin af fundi í nem endaráði þegar við hittum hana og þar var verið að ræða félagslifið á kom- andi vetri. — Félagslifið er að eflast. í fyrra var það lítið og kom þar til að óvissan var svo mikil um það, hvort skólinn yrði stavfræktur áfram. Þetta var allt á til- raunastigi. En nú er námið komið á fast an grundvöll og þátttaka í félagslífinu meiri og því von til að það geti orðið fjölbreyttara. Það þurfa allir að læra Á nemendaráðsfundinum með Ásgerði var einnig Guðlaugur Arason. Hann er í 6. bekk, viðskiptakjörsviði og var kjörinn formaður nemendaráðs á s.l. ári og endurkjörinn í haust. Guðlaugur tók landspróf 1966 og gagnfræðapróf 1967. — Það var hálfgert reiðileysi á mér, segir hann. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, og þar sem ég ætlaði mér ekki að læra fór ég á sjóinn og var þar í 2 ár — á alls konar bátum. Reyndar vil ég helzt ekki vera annars staðar. — Hvað kemur þá til að þú ert hér? — Það er einfalt. Maður þarf að læra. Það þurfa allir að læra, sem geta og hafa tækifæri til. — Þegar framhalds- deildirnar fóru af stað ákvað ég 'að setj- ast á skólabekk á ný. Mér var ráðlagt að fara á tæknikjörsvið, en fannst við- skiptakjörsviðið henta mér bezt svo ég fór þangað. — Hvað ætlarðu að gera að loknum prófum i vor? — Það er allt á reiki. Ég hefði hug á að fara utan á skóla í framhaldi af þessu, en ég veit ekki hvort það eru nokkrir möguleikar á slíku. Það er allt- af verið að tala um að sérmenntað fólk þurfi i viðskiptalífinu og því finnst mér að hér sé gullið tækifæri til að bæta úr því. Ættu fræðsluyfirvöld að vinna að þvi að komast í samband við skóla er- lerdis, þar sem fólk með framhaldsdeild arpróf getur á tiltölulega stuttum tíma fengið sérhæfingu í einstökum greinum á viðskipta- og sölusviðinu. Það eru allt of margir nemendur, sem vita ekki hvað þeir eiga að gera eftir gagnfræða- skólann — og því þyrfti að koma til móts við þá á þessu sviði. — En annars má ekki i framtíðinni fara út á þá braut að taka inn í fram- haldsdeildirnar krakka, sem fyrirfram er vitað að læra ekki neitt, því fari svo heldur skólinn ekki þeim „stand- ard“ sem hann verður óhjákvæmilega að hafa. Með tilvísun til þess, sem Guðlaugur sagði um sjóinn spurðum við hann hvort hann hefði ekki hug á að fara í sjómannaskóla. Hann hló við er hann sagði að það væri alls ekki svo ólíklegt. Ætlar að fá álit nemendanna Sá sem veitir framhaldsdeildinni í Lindargötuskólanum forstöðu er Ólafur H. Óskarsson, B.A. —- Þetta er afskaplega jákvæður og skemmtilegur hópur, sem við höfum i skólanum, segir hann, og það er gott að vinna með þessum nemendum. Þeir vita nú betur en i fyrra að hverju þeir eru að ganga og hvað þeir geta gert að náminu hér loknu. Fyrir kennarana er aðstaðan einnig ólíkt þægilegri en í fyrra. Þá var þetta nýr skóli og fram- tíð hans óráðin, en ég verð að segja að þeir stóðu sig allir mjög vel og sýndu mikla fórnfýsi, því oft á tíðum var við erfiðleika að etja, eins og jafnan þeg- ar skóli er nýr og farvegurinn ómótað- ur. Síðar í vetur er Ólafur að hugsa um að kalla saman alla nemendurna, sem voru í framhaldsdeildinni í fyrra og komnir eru i aðra skóla. — Ég ætla að ræða við þau um námið hér í fyrra og það nám, sem þau stunda nú og reyna að fá fram álit þeirra á náminu hér og hvað þau telji að betur megi fara i þeirri von að það geti orðið okkur til einhverrar leiðbeiningar í framtíðinni. I>.Á. Viðræð- ur en ekki gauks- lær- dómur Guðjón Magnússon tók gagnfræða- próf í hitteðfyrra og „skrapp svo í svo- kallaðan Kennarasköla" eins og hann segir sjálfur. — Mér var eindregið ráðlagt að fara í Kennaraskólann og var ætlunin að ég færi í undirbúningsdeildina fyrir Iþróttakennaraskólann. En þegar ég fór að kanna þetta frekar, sá ég að at- vinnumöguleikar yrðu litlir í íþrótta- kennslunni, nema úti á landi og þar er hvorki aðstaða fyrir nemendurna né kennarana að gera það, sem þá langar til í þessum efnum. Margt fer þvi öðru- — Hvað hyggstu svo fyrir? -— Ég er alveg óráðin — en eitt er víst, og það er að ég ætla ekki að hætta strax að læra. Ég gæti hugsað mér að fara í Verzlunarskólann eða Samvinnu- skólann og síðan út í atvinnulífið — en annars er ég alveg óákveðin. Starfs- kynn- ingu vantar Þegar Ásgerður Þórisdóttir hafði lok ið landsprófi vorið 1969 stóð hún frammi fyrir því að ákveða hvort hún ætti að fara i menntaskóla eða ekki. — Mig langaði mest í Hjúkrunarskól- ann, segir hún, og sótti um hann meðan ég var í landsprófi. Að prófi loknu var ég ekki viss um hvort ég ætti að fara í Olafur H. Oskarsson vcitir framhaldsdeildumim við Lindargötu forstöðu og liér er hann úti fyrir skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.