Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 11
MORGUN’BLAÐU), SUNiNUOAOUR 8. NÓVÍBMiBER 197» 35 Enski málarinn John Nash hefnr málað þessa mynd og gefið Barnahjálparsjóðnum til að prenta eftir eitt af kortunum í ár. unum. Og rétt er það, að mjólk urduft, teppi og lyf ganga enn fyrir, þegar einhver óhöpp eða óáran dynur yfir. En mikilvæg- asta verkefni Barnahjálparsjóðs ins er hið reglubundna starf, Desember heitir þessi mynd eft- ir italska málarann Francesco Tabusso. Rétt til endurprentun- ar gaf hann Barnahjáiparsjóðn- nm. efni beinist að ræktunarkennslu í skólagörðum ða heimagörð- um, fiskrækt í þorpstjörnum, kjúklingarækt fyrir heimilin, geymslum og geymsluaðferðum og þjálfun næringarfulltrúa, hús mæðrakennara og annars starfs fólks. Kínverskur málsháttur segir að ef manni er gefinn fiskur, þá borði hann í einn dag, en sé honum kennt að veiða fisk, þá verði hann ekki hungraður upp frá því. Að sjálfsögðu er meiri fyrirhöfn að kenna hópi þorps- kvenna undirstöðuatriði í nær- ingarfræði en bara að deila mat til barna. En þegar þessar mæður eru einu sinni búnar að skilja og læra að meta eggja- hvítuefnaríka fæðu, þá getur hver þeirra um sig bætt til frambúðar hag barna sinna og ekki aðeins þeirra, heldur kom- andi kynslóða. Aðferðir Barnahjálparsjóðs- ins eru þær sömu á öllum svið- um, hvort sem um er að ræða næringarfræðileg viðfangsefni, útrýmingu sjúkdóma, mæðra- og barnavernd,, skólamál, þjálfun aðstoðarmanna eða almenna vel- ferð fólksins. Barnahjálparsjóð- urinn aðstoðar við að útvega tæki og efnivið, veitir fjárhags- lega hjálp til að þjálfa starfs- fólk, leggur til flutningatæki og hvað annað, sem getur komið af stað velferðarstarfsemi í landi þvi, sem verið er að hjáipa. Iðulega njóta fullorðnir einnig góðs af hjálpinni, eins og þeg- ar um er að ræða baráttu gegn sjúkdómum eða bætt vatnsból, því hrein og bakteríulaus vatns bólin eru eitt það mikilvægasta fyrir heilsufar barna og fullorð inna í þessum löndum. En við- fangsefni Barnahjálparsjóðsins er enn, eins og það hefur alltaf verið börnin í veröldinni og fullorðið fólk framtíðarinnar. Fyrir það var Barnahjálpar- sjóðurinn stofnaður. Þess vegna greiða 120 þjóðir árlegt tillag til stofnunarinnar, listamenn víðs vegar að úr heiminum gefa myndir og teikningar til endur prentunar á jólakortum, í al- búmum og smákortum, sem Barnahjálparsjóðurinn selur á hverju ári, og þess vegna legg- ur fólk um viða veröld sitt til barna heimsins og framtíðar hans með hverju korti sem það kaupir og sendir. Gjaldkeri Röskur, ungur maður óskast nú þegar til gjaldkerastarfa. Skriflegar umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 12 þ. m., merkt: „11 — 1489 — 8385". 4-5 líKmi/ndU ISLAND L'ISLANDE Hínn kunni ferðamáíamaður, Sig- urður Magnússon, hefur skrifað formálann við þessa giæsilegu myndabók, sem er á 5 tungumál- um og með 45 litmyndum frá flest- um fallegustu stöðum landsins. sem unnið er hægt og bítandi á Iöngum tíma í baráttunni við það böl, sem þrír fjórðu hlutar af börnum heimsins búa við — böl sem stafar af vannæringu, ónógri eða engri læknishjálp, fræðsluskorti og alls engri að- stöðu til mannsæmandi lífs. Bein hjálp til 900 milljón barna er augljóslega ófram- kvæmanleg. Auk þess er nú komið í öllum löndum á sjónar sviðið fólk, bæði á vegum stjórna og einkastofnana, sem starfar að því að bæta hag barn anna i þróunarlöndunum. Barna hjálparsjóðurinn hefur það markmið að uppörva og nýta þetta fólk og alla þá möguleika, sem það hefur yfir að ráða á staðnum, með þvi að veita þar alþjóðlega aðstoð í ákveðnu formi. Það hefur til dæmis komið í ljós við rannsóknir, að vannær- ingin er mest í þeim löndum, þar sem hæst hlutfall af vinnu kraftí starfar við landbúnað. En landið er þá jafnan magurt og vinnuaðferðir gamaldags, og beztu afurðir eru gjarnan seld ar til útflutnings, Afgangs skik- ar eru svo nýttir fyrir heima- ræktun á einhverjum sterkju- ríkum komtegundum, sem vaxa fljótt en hafa ekkert næringar- gildi. Barnahjálparsjóðurinn hef ur af þessu afskipti, vegna þess að vannæring er algengasta or- sök bamadauða og sjúkdóma i börnum. FAO, Matvæla og land búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð anna, hefur líka áhuga á mál- inu. Að beiðni stjórnarinnar í viðkomandi landi, tekur FAO oft að sér að rannsaka hvernig megi rækta, ekki meiri fæðu, heldur fæðu með meira næring- argildi. Og Bamahjálparsjóður- inn tekur þá að sér að kenna íólkinu að nota þessa fæðu, venja það á að neyta næringár ríks matar, sækjast eftir hon- um og hjálpa því til að rækta fæðuna sjálf. Slíkt viðfangs- HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN rikisins Émmm M EIKDAGI: 1. FEBHDAH1971, VEGNA NVHRA LÁNSUMSHKNA HOSNÆÐISMALASTOFNUNIN VEKUR ATHYGLI HI.UTAÐ- EIGANDI AÐILA A NEÐANGREINDUM ATRIÐUM: fc EINSTAKLINGAR, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) á næsta ári 1971, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskild- um gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1971. II. FRAMKVÆMDAAÐILAR I BYGGINGARIÐNAÐINUM, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggj- ast byggja á næsta ári, 1971, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1971, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. III. SVEITARFÉLÖG, FÉLAGSSAMTÖK, EINSTAKLINGAR OG FYRIRTÆKI, er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu- ibúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1971. IV. Þeir, sem nú eiga óafgrerddar lánsumsóknir hjá stofnun- inni, þurfa ekki að endurnýja þær. V. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1971, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 5. nóvember 1970. HUSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins LAUGAVEGI77, SIMI22453 Verð kr. 265.00 Glæsilegar litmyndir frá Heklu- gosinu, með fróðlegum og skemmtilegum texta eftir Árna Böðvarsson cand. mag. Verð kr. 250.00 Sendið vinum ykkar þessar nýj'u ogglæsilegu landkynningarbækur Fást í öllum bókaverzlunum. HLITBRÁ HF. Höfðatúni 12, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.