Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÖVEMBER 1970 39 Sítt eða stutt pils 40 stúlkur, sem vinna hjá hinu frœga skartgripafyrirtæki „Cart ier“ í New York, hefur beinlínis verið skipað að klæðast midi- sidd. Þær hafa hlýtt þeim til- mælum, en þó ekki án þess að kvarta. 1 fleiri stórum verzlun- um í New York hefur verið far- ið fram á það við afgreiðslu- stúlkur, að þær klæðist midi- sídd, enginn gengið svo langt að krefjast þess beinlínis nema þeir hjá „Cartier". Blómkál BLÓMKÁL Nú eru líklega síðustu forvöð að fá blómkál, í ár, og því ekki seinna vænna að notfæra sér það. Bakað blómkál 2 blómkálshöfuð vatn, salt 2 matsk. smjör 4 matsk. hveiti 3 dl. kálsoð og mjólk 1—2 egg 4 matsk. rifinn ostur pipar eða paprika. Sjóðið blómkálið, látið það i heilu lagi í smurt eldfast mót. Búið til jafning úr smjöri, hveiti, kálsoði og mjólk. Blandið eggja rauðum og þeyttum hvítum í jafninginn, kryddið hann og hell ið yfir kálið. Stráið rifnum osti yfir. Setjið mótið i glóðarofn eða vel heitan ofn þar til fallegur bökunarlitur er kominn á rétt- inn. Hægt er að sleppa jafningn um, en smyrja þess í stað olíu- sósu yfir kálið, strá osti yfir og baka. G'óður miðdegisverðarrétt ur með hrærðu smjöri og kart- öflum. Forðizt að ofsjóða bióm- kálið. Fljótleg blómkálssúpa 11 kjötsoð eða grænmetissoð 30 g smjör (1% matsk.) 30 g hveiti (3 matsk.) 1 lítið blómkálshöfuð 14 dl rjómi eða eggjarauður Salt, nýmalaður pipar. Hitið soðið. Hrærið saman í skál, smjör og hveiti, látið það út i soðið og hrærið í með þeyt- ara. Skiptið kálinu í hríslur, skerið stilkinn í bita, sjóðið það í súpunni við vægan hita, unz það er hæfilega meyrt. Bætið salti og pipar í súpuna eftir þörf. Þeytið rjóma eða egg i súpuskálinni, ausið súpunni út i. 17/ sölu Raðhús, 200 fm, til sölu í Fossvogi, getur selzt fullbúið ef vill. Opið sunnudag klukkan 2—7. FASTEIGIMAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12. Simi 20424 — 14120. Forréttir HRÍSGR.TÓN OG RÆKJUR 150 gr. löng hrisgrjón 1 matsk. olía 200 gr. bacon 200 gr. rækjur nokkur kapers korn 6 matsk olía 1 blað hvítlaukur % tsk. Worchestersósa safi úr % appelsínu salt, cayenne pipar eða karrý Persille til skrauts Hrísgrjónin sett i sjóðandi vatn, 1 matsk. olíu bætt út í, soðið í ca 12 mín. þar til meyr. Vatnið látið renna af. Baconið brúnað á pönnu, tekið af og skorið í smábita. Hrísgrjónunum og baconi blandað saman, sett yfir rækjurnar ásamt kapers. Þá er blandað saman með gaffli olíu, hvítlauk, Worchestersósu, appelsínusafa, salti, pipar eða karrý og hellt yfir rækjurnar og hrísgrjónin. Borið fram í eins skammta diskum eða hörpudisk- um. Nægir fyrir 4. Hreinn sínii. Bezt er að hreinsa síma úr veiku sápuvatni, t.d. með vaska- skinni. Varast ber að nota sterkt sápuvatn, þar eð það getur skemmt yfirflöt símans og er þá hættara á að ryk og alls kyns óhreinindi festist. TÚNFISKSSALAT 1 ds. túnfiskur (ca. 200 gr. innihald) 1—2 tómatar 1— 2 selleristilkar nokkrar olífur 2— 3 ansjósur 2 matsk olia Sósan: 2 matsk. olía 1—2 tesk. edik salt, pipar, sinnep, salatblöð Túnfiskurinn tekinn sundur í fremur litla bita, tómatarn- ir skornir i báta, selleríið skor- ið i sneiðar. Þessu blandað sam- an, olifum og ansjósum bætt í. Sósan: olía, edik, salt, pipar og sinnep hrist saman í skál og hellt yfir allan fiskinn. Borið fram á salatblaði á litlum diski eða hörpudiski. Fyrir 2. BOBÐ FYRIR BARNIÐ Ef aðeins þarf að gefa einu barni smábita um miðjan dag- inn, og eldhúsborðið er upptek- ið við annað, má leggja plötu ofan á eina eldhússkúffuna, sem auðvitað má ekki draga of langt út, og er þá komið borðpláss fyr ir einn. Keðjur eru notaðar til margra hluta og oft til mikillar prýði. Bráðsnjöll er hugmyndin um að nota keðju fyrir hlýra á pilsi. Sjá mynd. Af hverju RING MASTER? RING MASTER innanhússtalkerfi er nauð- synlegt fyrir fyrirtæki. Þau vilja viðurkennd tæki. Þess vegna kjósa þau RING MASTER. RADIOSTOFAN SF. Óðinsgötu 4 — Reykjavík — Sími 14131. óskar eftir einkaumboðsmanni til sölu á allskonar „spray"-brúsum fyrir bíla- og benzinstöðvar, verkstæði, iðnfyrirtæki, kaupfélög, málarabúðir, járnvöruverzlanir o. fl. Við óskum eftir fyrirtæki, sem hefur góð sambönd, en sölu- varningur vor veitir mjög góða hagnaðarmöguleika. Upplýsingar veitir Ingvar Petersen, Hótel Sögu herbergi nr. 628. NÝJUNC! NYJUNC! „3-D YARN ART" er nýjung í föndri fyrir stúlkur á öllum aldri LEIKFANCAVERZLUNIN Skólavörðustíg 10 H afnarfjörður 4 Á litir. Leiðbeinum með litaval og eins og áður — 1. flokks þjónusta. Opið í hádeginu. — Næg bílastæði. Byggingavöruverzlun BJÖRNS ÓLAFSSONAR Reykjavíkurvegi 68, sími 52575, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.