Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1970, Blaðsíða 8
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVBMIBER 1970 Á ÞESSARÍ og eftirfarandi síð- um verða kynntar 1971 árgerð- ir nokkurra þekktra bifreiða. Það er eins gott að taka strax fram, að lesendur eru ekki einir um að sjá að margar teg- undir vantar svo að vel sé. Sá, er þetta skrifar, sér það allt of vel sjálfur og vonar bara að ritstjórinn sjái það ekki líka. Fyrst við erum orðin sammála um, að það vantar all margar bílategundir, er líklega bezt að játa að tæknilegar upp- lýsingar eru jafnvel af enn skomari skammti. Þetta virðist ægilega dapur- legt allt saman, en satt að segja er tilgangurinn ekki sá, að setja fram fræðilegar rit- gerðir um farartækin, heldur aðeins að kynna þau lauslega fyrir lesendum, leyfa þeim að sjá, hvemig þau líta út og hvað þau kosta. Umboðin eru svo sjálfsagt meira en fús til að veita þær upplýsingar sem á vantar. Eins og sjá má á meðfylgj andi myndum er um nóg af fallegum bílum að velja í ár og það kemur einnig i ljós, að þeir virðast fara nokkuð minnk andi. Bandaríkjamenn hafa yf- irleitt alltaf viljað stói'a og mikla bíla, og á árunum 1957 til 1959-náði það líklega há- marki. Bílamir stækkuðu um nokkur fet á ári og uggarnir aftan á þeim uxu að sama skapi. Uggaárið mikla var svo 1959 og þá ferðuðust allskonar óskapnaðir um götumar, lík- ari flugvélum en bílum. Chevro let 1959 er liklega hvað eftir- minnilegastur af þeim skrýmsi um. Þegar því æði var lokið urðu bílamir heldur viðráðanlegri, þótt ekki væru þeir litlir. Það eru ekki nema nokkur ár síðan bandarískir bílaframleiðend- ur fóru að hugsa um að þeir neyddust til að fara að minnka bíia sina til að standast sam- keppni við evrópska smábíla, sem streymdu inn í landið í vaxandi mæli. Einkum var það Volkswagen, sem var þeim þymir i augum, og nú má segja að hafið sé algert stríð gegn bjöllunni, hvernig sem það nú fer. Því verður varla á móti mælt, að helztu keppinautar bjöllunnar, Pinto, Vega og Gremlin, eru fallegri en hún. En þeir eru líka stærri. Það munar kannski ekki miklu, en munar þó, og Volkswagen hef- ur þann leiða vana (að áliti annarra framleiðenda) að selj- ast betur en fallegir bílar. Ann- að mikilvægt atriði er, að bandarískir framleiðendur voru í sumum tilfellum alls ekki til- búnir til að framleiða raun- verulega smábíla. í Gremlin varð t.d. að nota vél, sem var sex strokka, 3,3 lítrar, af því að engin önnur var tíl. Þá er ekki mikið pláss fyrir farþeg- ana í bíl, sem er rétt rúmlega 15 feta langur. Vélin er líka þung, og til þess að bíllinn yrði ekki alltof þungur í stýri, varð að hafa sex beygju hné frá stýri til hjóla. Bílasérfræðingur Observer segir afleiðinguna þá, að ef Gremlin kastist illa til í beygjum, sé ekki nema fyrir velþjálfaðan kolkrabba að hafa stjórn á honum. En hvað um það, bílarnir halda sjálfsagt áfram að minnka í nokkur ár í viðbót. Tvö önnur atriði eru ofarl'ega á dagskrá hjá framleiðendum, það er öryggi og mengun. All- ir framleiðendur verja miklu Jeep Wagoneer er óneitanlega virðuleg jeppabifreið og tæpiega ætluð til land- bnnaðarstarfa. Hins vegar mun hún hafa náð vinsældum í Bandaríkjunum hjá þeim, sem reka stóra búgarða, og eins hjá þeim, sem þurfa að ferðast mikið um óbyggðir eða ófærur, eins og t.d. verkfræðingum og læknum. Wagoneer er með fjögurra hjóla drifi, eins og hver annar heiðarlegur jeppi, og kostar frá 545 þús. kr. Mercedes Benz hefur iöngum haft orð á sér fyrir að vera frábær bifreið, enda nokkuð dýr. Dýrasta gerðin er 000 Pullman, eins og þeir Mao formaður og Simon Spies hinn danski nota, en slikur myndi að öllum likindum kosta aðskiljanlegar milljónir, kominn á ís- lenzkar götur. Ódýrastur af einkabiliinum er Iíklega númer 200, en hann kostar einar litiar 010 þús. kr. VEGA Vega verksmiðjurnar senda senda frá sér mjög margar tegundir, og „litli bíllinn“ frá þeim heitir Vega. Vega er líklega nokkuð dæmigerður bandarískur smábíll, hann er mun stærii en evr- ópskir bræður hans, og þvi miður líka mun dýrari. Hingað kominn kostar hann frá 430 þús. kr. Volvo hefur jafnan þótt „sólíd“ og góður bíll, enda ætlað að stand- ast allar árásir sænskra vetra. Volvo-bílarnir liafa ti-kið miklum breytingum imdanfarin ár, bæði í útliti og stærð, og eru nýju gerðirnar mun íburðarmeiri en áður. Fremstur í flokki er Sænska tigrisdýrið Volvo lfi4. sem hefiu- nýtt grrrrrill, sam- kvæmt auglýsingum. Hann kostar frá kr. 507.200 upp í 551.800, en í síðara verðinu er innifalin sjálfskipting. Ódýrasta gerðin er Volvo 142 Evrópa, tveggja dyra, fjögurra gíra með 90 ha. vél, og kostar kr. 378.100. Þá eru tvær milligerðir, 144 og 145, og ódýrustu módelin af þeim kosta kr. 386.200 og 429.400. Taunus hefur átt vinsældum að fagna hér á íslandi og komið í fjöl- mörgum gerðum, basðl station og fjölskýldu. I hann er hægt að fá vélar allt að 103 hestöfl, en algengust mun 67 ha. 1300 c.c. Tveggja dyra Tauniis G með slíkri vél kostar um 322 þús. kr. Á myndinni er Ford Taunus Coupé, GT-módel. Vauxhall Viva frá General Motors fellur líklega í flokk meðalstórra fjöl- skylduhíla. Það hafa orðið nokkrar útlitsbreytlngar á „Vivunni“ og þær virðast miða að því, að láta hana Uta út fyrir að vera stærri en hún í rauninni er. En línurnar eru hreinar og falleg- ar og Viva er óneitanlega nokkuð snotur bíll. Verðið í ár er frá um 275 þús. kr. Opel bílar hafa jafnan átt töluverðu fylgi að fagna. Mest seldir hér á landi eru líklega Rekord og Kadett, en það eru einnig framleiddar nokkrar Iiíxusgerðir, svo sem Ambassador og Admiral, sem skjóta verðinu upp til skýjanna. Kadett er ódýr- asti Opelinn og kostar frá 275 þús. kr., en Rekord kostar frá 370 þús. kr. Á myndinni er Kadett-gerð. BILAR1971

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.