Morgunblaðið - 14.01.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.01.1971, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 kemur aítur, bíður hans góð at- vinna, langt í burtu frá þér og New York. — Hver kom þessu í kring ? — Það gerði ég. — Jæja, sagði hann, - það er ekki nema gott að losna við hann. En að hlaupa svona burt . . . eftir allt sem ég hef þolað hon- um og gert fyrir hann. — Já, þú hefur gert mikið fyr- ir hann, samþykkti hún. Hún opnaði borðskúffuna sína og tók þaðan allt, sem hún átti sjálf. Svo sneri hún sér að hon- um aftur og talaði rólega: — Ég er að fara, sagði hún, — og bíð ekki eftir, að önnur komi i minn stað. Sadie veit af ein- hverri, sem getur komið í staðinn og .. . — Þú getur alls ekki farið! Nú var hann aftur orðinn ofsa- legur, reiður og gramur. Hann greip hana og kyssti hana ofsa- lega og vægðarlaust. — Þú elsk- ar mig . . . ég á þig .'. .þú... — Ef það er ást, sem ég ber til þin, sagði hún, þegar hann sleppti henni, — þá hefði ég bet- ur aldrei fæðzt. Hurðin féll að stöfum á eftir henni og hann stóð eftir og horfði á hana. Svo bölvaði hann eitthvað og gekk inn í skrifstof- una sina. Nú var hann orðinn eins og lítill strákur, sem sagði, að þessa skyldi hún iðrast . . . hann skyldi bara sýna henni . . . Hann greip simann. Bráðlega var svarað og hann spurði: — Sandra? Þetta er Pat. Sjáðu til, elskan . . . Kathleen kom við í skrifstofu yfirverkfræðingsins á leiðinni út. Sadie sat þar við borðið sitt og Kathleen flýtti sér að tala við hana. — Það hefur komið nokkuð fyrir, sagði hún, — og ég get ekki verið hérna áfram. Vertu væn, Sadie, og náðu í þessa stúlku, sem þú varst að tala um, eða allar átta, ef þú vilt og láttu þær hitta hr. Bell. Hún rétti henni höndina. — Þetta er samt engin lokakveðja — við sjáumst aftur. — Það efast ég um, sagði Sadie, — en . . . gangi þér vel. Húsbóndinn var alveg að verða vitlaus. Jim Haines hefur ekki komið í vinnuna. — Já, mér er kunnugt um það, sagði Kathleen. Hún tók síðan bil Pauls, ók honum í verkstæðið, og skildi hann þar eftir ásamt fyrirmælum eigandans. Svo fór hún heim til sín, með handritið undir hand- leggnum. Þegar hún kom heim, beið Hanna hennar þar. — Hvar i ósköpunum hefurðu verið? Og hvað er nú þetta? Hún greip handritið og leit snöggt á það. Nú, það er frá Paul? Aldrei hefur hann lofað mér að lesa það. Sjáðu nú til, Kate . . . Kathleen settist niður. Allt í einu var hún of þreytt til þess að fara úr yfirhöfninni. Hún sagði: — Æ, Hanna, ég er þegar búin að gefa svo margar skýringar, að ég er orðin alveg gáttuð á því . . . En það er bezt, að þú heyrir þær samt, hvað sem þú vilt leggja upp úr þeim. Ég var með Jim Haines í gær, hægri hönd- Pats. Við fórum að heim- sækja konuna hans. Hún er I hæli fyrir brjálaða glæpamenn. Á eftir drakk Jim sig fullan. Honum er illa við Pat. Hótaði að drepa hann. Ég hringdi þá til þin en ók síðn til Mattituck til Pauls. Ég varð að fara með hann þangað til þess að honum væri óhætt. Svo kom byl- ur og ég varð þar kyrr. — Gistir þar? sagði Hanna lágt. — Já, ég gisti þar og þú þarft ekki að horfa svona á mig. Ég fór þangað ekki til þess að sofa hjá Paul McClure. Ég er í engu skapi til að lenda í ástar- ævintýri í bjálkakofa. Ég fór þangað vegna þess að Paul ætl- ar að hjálpa Jim Haines. Og ég gisti þar vegna þess að það kom óveður, og ég treysti mér ekki til að aka til baka, enda þótt Paul vildi ljá mér bil- inn sinn. Svo kom ég aftur í morgun, sagði upp stöðu minni og stöðu Jims um leið. Paul ætlar að fara með hann á hæli suður- frá. Og á eftir telur hann sig geta útvegað honum atvinnu. Svo ók ég hingað í bílnum hans Pauls og skildi hann eftir á verkstæði. Jæja, viltu svo fá að vita eitt- hvað fleira, spurði hún hálf óhemjulega. — Já, sagði Hanna, — en ég ætla að neita mér um það. Fyrir- gefðu Kate. Hún ■ lagðist á hné hjá vinstúlku sinni. — Ég skal vera hreinskilin. Ég er dauð- hrædd við þig. Það er allt búið að vera hjá ykkur Pat og Paul er ástfanginn af þér, heldurðu kannski ekki að ég viti það? En hann er ekki ástfanginn af ,mér . . . aldrei framar, enda þótt hann hafi einu sinni verið það, sem ég annars efast um. En ég var að reyna að gera mér að góðu að vera bara númer tvö. Allt er betra en ekkert, þegar maður er svona ástfangin. — Ástfangin! sagði Kathleen. — Það vil ég helzt ekki heyra nefnt á nafn. Ég vil ekki hugsa um það. Þvi miður, Hanna, ég get það ekki lengur. Mér er al- veg sama um ykkur Paul. Sama um allt. En ég vil vinna . . . og veit þó ekki, hvað mig langar að gera. Hanna sagði: — Ég er búin að tala við Rósu Davenport. Þú færð atvinnuna hjá henni. Viltu koma með mér til hennar á morgun? — Gott og vel, sagði Kathleen. Hún reis á fætur. — Ég ætla að fara í bað og gegnbleyta mig rækilega. Og svo í rúmið. Viltu biðja Amelíu að færa mér eitthvað á bakka? En ekki mikið. — Ég skal koma inn og sitja hjá þér, sagði Hanna. — Nei, ekki núna, sagði Kathleen. — Ég hef verið svodd- an kjáni og mér finnst allt svo ljótt og andstyggilegt. Það fór um hana hrollur. Við skulum ekki tala núna, mig langar til að sofna. Hanna spurði: — Heldurðu að Paul þætti það nokkuð verra þó að ég læsi leikritið hans? Eða vildirðu heldur lofa mér að lesa það, án þess að segja honum frá því. — Vertu ekki með þessa auð- mýkt! æpti Kathleen til hennar. Vertu ekki að gera lítið úr sjálfri þér. Hvað hefurðu upp úr því? Hvað ætti hann að hafa við það að athuga? Þetta er ágætis leikrit - heiðarlegt og djarft. — Eins og Paul sjálfur, sagði Hanna. -— Hvernig veiztu það? sagði Kathleen um leið og hún gekk inn í herbergið sitt og skellti hurðinni aftur á eftir sér. Hvernig þekkti maður nokkurn skapaðan hlut Pat? Hún hafði sagt honum upp vegna þess að henni likaði ekki við viðskipta reglur nans. Og þarna stóð hún réttlát og vorkenndi sjálfri sér. — Ég vil ekki giftast þér, af því að þú ert svikari, hafði hún að efninu til sagt við hann. Það var fullslæmt. En hitt hafði hún ekki minnzt á! Henni datt í hug Francesca, með svarta hárið, sem ýfðist þegar hún reif í það. „Stúlkan hans Pats!“ Og hún hugsaði um Jim Haines og óhamingju hans — hann, sem elskaði aðeins eina konu og drakk sig fullan af því að hann gat ekki gleymt mótlæti sínu. En Paul, sem var heiðarlegur og óhræddur eins og leikritið hans, var henni ekki neitt. Hún var honum þakklát af því að hann hafði hjáipað henni og ætlaði nú að hjálpa Jim. En hún var honum þakklát eins og hún hefði verið hverjum ókunnum manni. Hann var ástfanginn af henni eða hélt sig vera það. Það hafði hann sagt henni, hvenær sem hann komst höndunum und- ir. Og hvað um það? Jú, hann hafði verið hjálpsamur og áreið- anlegur, ekki vegna þess að hon um væri ekki alveg sama um Jim Haines og það sem fyrir hann hafði komið, heldur af því að hann var ástfanginn af henni af konunni, sem hafði komið með Jim Haines til hans. Óeigin gjarnar hvatir voru ekki til, þeg ar um var að ræða sambandið miili karls og konu. Hún ýtti frá sér bakkanum, sem Amelia hafði fært henni, sneri höfðinu undan á koddan- um og grét. En brátt reisti hún sig upp og setti bakkann á borð- ið, þvoði augun og andlitið og slökkti ijósið. Kannski gæti hún sofið jafn fast og í nótt sem leið, og gleymt andiitinu á Francescu og Jim, og Pat eins og hún hafði séð hann síðast. Og umfram allt Leiklistarskóli Þórunnar Magnúsdóttur tekur aftur til starfa 16. janúar. Nýjum nemendum bætt við. Upplýsingar í síma 84155 eftir kl. 7. Lisíaskólinn Námskeið fyrir börn og unglinga í teiknun og málun Frá 21. janúar — 30. apríl. Kennarar: Ingiberg Magnússon og Halldóra Halldórsdóttir, 1. fl. 4— 6 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 10 30—12.00 2. fl. 6— 8 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 13.30—15.00 3. fl. 8—12 ára mánudaga og fimmtudaga kl 15.00—17.00 4. fl. 12—15 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 17.30—19.00 Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Kennari Einar Hákonarson. Fyrir byrjendur. Þriðjudaga kl. 17.30—19.30 og föstudaga kl. 20 00—22.00 Innritun daglega í skrifstofu skólans Skipholti 21 (3. hæð) Sími: 16245—85333 milli kl. 5—7 frá 3. — 20. janúar. Námsgjald greiðist við innritun. Kennsla hefst fimmtudaginn 21. janúar. •<£* Hrúturlnn, 21. niarz — 19. april. Eflaust verður eínhver til að hressa upp á þig, enda varla van- þörf. Nautið, 20. april — 20. niaí. Eitthvert happ vill þér til, þannig að áhyggjurnar, sem þú hafð- ir af framtíðinni hverfa eins og dögg fyrir sólu. Tviburamir, 21. maí — 20. júní. Þú hefur verið stálheppinn undanfarið, og þitt lán er síður cn svo búið að snúa við þér bakinu. Krabbimi, 21. júní — 22. júli. Stundum hafa hallazt á hjá þér, gæfa og ógæfa, en nú ættirðu að gleðjast yfir þvi misvindi, sem um garð er gengið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Eitthvert atvik. scm nýlega olli þér mikium áh.vggjum hefur nú loksins náð að gleðja þig óumræðilega. Skoðaðu hug þinn og hugleiddu gang málanna. Meyjan, 23. ág;úst — 22. september. Óstundvíst fólk gerir þér óneitanlega gramt í geði, og er það afar skiljanlegt, en átt þú engan þátt í þessu sjálfur? Yogin, 23. september — 22. október. I»ú hefur átt í deilum um málefni við þína nánustu, sem þér var heldur óljúft að ræða um, en líður þér ekki dálítið betur á eftir? Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembei*. Andleg kveisa hefur háð þér undanfarið, þannig að þú hefur lítið mátt hugsa um ýmsa kosti lífsins. Nú fer heldur að birta til. Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. deseniber. Ef ekki einhver getur rétt þér hjálparhönd núna óumbeðið, er réttast að biðja hreinlega um hjálp. Það er ekki alltaf von, að fólk geti fundið á sér, hvað öðrum hentar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert ekkert hræddur við stórræðin, en undarlega finnst þér smáatriðin vera mikil frágangssök. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Það hefur eitthvað borið á því, að leiði væri að setjast að í fólkinu kringum þig. Þú einn átt sök á því. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú hefðir betur reynt að taka hendinni til dálítið fyrr, en úr því að svo var ekki, þá skaltu ekki hika við að hefja verkið núna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.