Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1971
13
þrjá stafi: a, i og ó, og ég get
skrifað þá og nokkra fleiri. Þú
getur ekki hugsað þér, hvaó
þetta er allt sniðugt og hvað
ég hef gert margt í vetur. Og
nú er ég að gera þessa undir-
skál, ég á krukku, sem ég held
að passi ágætlega við hana.
Saman við borð sitja þau
Kristján Arnþórsson, önnum
kafinn við púsluspil, Magnús
Helgi Magnússon er að vefa lit
ið teppi í herbergið sitt og Mar
grét Bragadóttir er að setja
saman skrúfukubba.
— Ég þekki alveg fullt af
stöfum, segir Kristján — en
mér finnst meira gaman að
púsla en þekkja stafi. Sjáðu,
nú er myndin komin og ég get
alveg talið, að það eru þrír
kettir á myndinni. Ég kann
nefnilega að telja alveg upp að
tuttugu — eða hér um bil.
— Það kann ég líka og svo
á ég sjúkrabíl, segir nú Helgi
og bætir því við að pabbi sinn
sé bílstjóri sem eigi baeði hús
og bil og þúsund krónur að
minnsta kosti.
Margrét hefur náð sér í leir
og býr á svipstundu til feg-
urstu stjörnur, smáhjörtu og
sitthvað fleira. Hún kippir sér
ekki upp við það, þótt sessu-
náutar hennar geri að karl-
manna sið lítið úr verkum henli
ar. — Ég kann fleira en að
leira og svoleiðis, segir hún
mér, —- ég hef líka lært um-
ferðarreglur. Ég verð að fara
yfir Reykjanesbrautina á hverj
um degi til að komast í skól-
ann og þá verður maður nú að
kunna umferðarreglurnar.
Edvard Ragnarsson hefur þarna dregið upp á töflu
af tilrauninni um þurreimingu á tré.
og eðlisfræði
EÐLISFRÆÐIKENNSLA
1 ELLEFU ARA DEILDUM
Sl. sumar var haldið nám-
skeið fyrir þá kennara, sem
vildu taka að sér eðlisfræði-
kennslu í tveimur elztu bekkj-
um barnaskóla. Vegna þrengsla
í mörgum skólum og ýmissa
annarra ástæðna vegna er þessi
kennsla þó ekki veitt nema í
nokkrum Reykjavíkurbarna
skólanna. f Hlíðaskóla er hún
ekki algerlega ný af nálinni,
þar sem gerð var tilraun með
þessa kennslu fyrir Skólarann-
sóknir í fyrra og þá aðeins í
ellefu ára bekkjum. Þessa
kennslu önnuðust þá þau Tómas
Einarsson og Ragnheiður Bene-
diktsson.
Tómas hitti ég upp I Hlíða-
Skóla þennan dag og hann sagði
að samið hefði verið uppkast
að slíkri bók og hún sett í
kennslu þar og í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði. Árangur-
inn var góður og að fenginni
nokkurri reynslu voru fundir
með höfundum bókarinnar þeim
Óskari Maríussyni og Ólafi
Guðmundssyni og siðan samin
sú bók, sem nú er kennd í ell-
efu ára bekkjunum. Áfram hef
ur verið haldið í vetur og farið
yfir seinni hluta af bók Öskars,
sem heitir Efnafasar. Nú er
einnig verið að kenna um ljós-
ið í sérstakri bók eftir Loft
Magnússon og Sigurð Simonar-
son.
— Ekki er vafi á því- að ell-
efu ára börnin hafa haft bæði
gagn og gaman af þessari
kennslu sagði Tómas. — Sjón-
deildarhringur þeirra hefur
vikkað og þau fóru að gera
ýmsar tilraunir heima hjá sér
og sáu þá margt frá öðru sjón-
arhorni en áður. Nú hefur eðl-
isfræði verið sett á námsskrá
ellefu ára barna, en tilrauna-
kennsla er hafin í þeim tólf ára
deildum, sem ekki hafa fyrr
fengið þessa leiðsögn. Sama
máli gegnir með eðlisfræði og
flestar aðrar námsgreinar, að
nemendur eru misjafnlega opn
ir og áhugasamir, en fljótlega
kemur lika fram hverjir það
eru sem ná árangri og tvímæla-
laust tel ég að stigið hafi verið
stórt spor í rétta átt og von-
andi að tök verði á að þessi
kennsla komist sem fyrst í alla
barnaskólana.
Ásgeir Guðmundsson segir
mér að kennarar í Hlíðaskóla
hafi verið ákaflega fúsir til að
fara á námskeið og taka að sér
þessa kennslu. Nú eru tveir tím
ar vikulega í ellefu ára bekkj-
I’arna gekk tilraunin erfiðlega, en hafðist að lokum.
Ljósmyndir Mbl. Kr. Ben.
unum og áfram í tólf ára deild
og siðan í 1. og 2. bekkjum gagn
fræðastigsins þar.
— Svo virðist sem nemendur
á ungum aldri séu býsna mót-
tækilegir fyrir þessu náms-
efni, enda kannski ekki komn-
ir til alls konar fordómar og
hætt er við nokkrum árum síð-
ar. Almennt talað er það ekki
okkar reynsla hér að neinir
teljandi erfiðleikar séu með fag
kennslu á barnaskólastigi, eins
og sumir halda. Danska er
kennd með tilraunaverkefnum
og enskan kemur efalaust á
næstunni. Ýmsar fleiri breyting
ar á námsefni barnaskólanna
eru á döfinni s.s. í náttúru-
fræðum.
Kostur gafst síðan á að fylgj
ast með eðlisfræðikennslu í 1.
bekk gagnfræðadeildar. Þar
var Edvard Ragnarsson að leið
beina nemendum við fyrstu
verfclegu tilrauiniinia, þuirreiim-
ingu á tré, sem þau höfðu gert
um veturinn. I leikmannsaug-
um er kennslustofan ágætlega
útbúin, þar voru hvers kyns tól
og tæki á hvérju borði og áður
en tilraunin var gerð útskýrði
Edvard með teikningum og skýr
ingarmyndum á töflunni. Þessir
nemendur hafa ekki fengið eðl
isfræðikennslu fyrr en í vetur.
Áhugi virtist óskiptur og ó-
spart var spurningum beint til
kennarans.
Eftir að hafa síðan lítillega
blaðað í þeim kennslubókum,
sem nú eru hafðar á boðstól-
um fyrir nemendur í eðlisfræði
frá 11—14 ára, læðist sjálfsagt
að einhverjum sá áleitni grun-
ur, að unnt hefði verið að læra
eðlisfræði í eina tíð, ef ein-
hverjum áþekkum aðferðum
hefði verið beitt.
h.k.
. . . mí er eftir að vita, hvað gerist . . . ekld ber á öðru en til-
ratmin hafi heppnazt.