Morgunblaðið - 12.02.1971, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971
Þá eru það stuttbuxurnar. pessi búnincur er trá tízkutelknar-
anum Valentinu í Rómaborg. Litiirinn á blússunni er hvítur,
stiittbuxurnar og kápan eru hvít- og ljósbrúnköflótt. — ViS
þennan búning- er verið í sokk um, sem ná upp fyrir linéð.
Skoðanir eru nú mjög skiptar
um holiustu hinna ýmsu mat-
væla sem við neytum. Hver
húsmóðir hlýtur að velta fyrir
sér spiirninffum um þessi mál,
þar sem ábyrgð þeirra er mat-
reiða fyrir fjölskylduna er mik-
il. Birtum við hér tvær grein-
ar um þessi mál og bréf frá lnis
móður.
BRÉF FRÁ HÚSMÖHUR
Hvað eigum við að bera á
borð fyrir fjölskylduna. Það er
nú svo komið, að ekki er gott
að átta sig á því, hvaða mat-
væli eru okkur til góðs og hvað
er til ills.
Eins og allir vita, hafa æða-
sjúkdómar aukizt til muna hjá
okkur og þar er dýrafita álit-
in skaðvaldurinn, af mörgum, að
minnsta kosti. En hefur fituát
aukizt á íslandi síðustu áratugi?
Að mínum dómi alls ekki. Það
eru nú um 40 ár síðan ég fór að
fylgjast með matargerð, er alin
upp í fjallasveit við venjulegan
íslenzkan mat. Hér áður fyrr
var ekki hent einu grammi af
fitu, allt etið, og meira að segja
fleytt ofan af pottunum til að
ná fitunnl úr kjötsoðinu, og sú
fita síðan notuð með fis-ki eða á
annan hátt. Allur mör var nýtt-
ur úr kindum, nautpeningi og
hrossum, en er nú lítið notaður.
Nú etur fólk ekki feitt kjöt, ann
aðhvort er fitan tekin af kjöt-
inu áður en matreitt er, eða skil
ið eftir á disknum að máltíð lok
inni. Eiginlega finnst mér allt-
af dálítið undarlegt að við skul-
um tæta alla fitu af kjötinu og
steikja það síðan upp úr smjör-
líki. Satt að segja finnst mér
vafasamt, að unnt sé að skella
skuldinni, vegna vaxandi heilsu
Að baka „marenge66
Það er ekki nein mikil kúnst
að búa til marengs, en þó kvarta
margir vegna ófara á því sviði.
Þó er nú ekki alveg sama,
hvernig farið er að þessu frek-
ar en öðru. Til þess að eggja-
hvíturnar verði vel stífar, þarf
að huga að eftirfarandi:
1. Eggin mega ekki vera
alveg splunkuný, og þau mega
ekki vera alveg köld, þau þurfa
að vera að minnsta kosti eina
klukkustund í stofuhita. Skálin,
sem þeytt er i, þarf svo auðvit-
að að vera tandurhrein og þurr.
Hvíturnar þurfa að vera alveg
stífar áður en sykri er bætt í.
Það má gera á þennan hátt:
a) Setja smám saman helming
sykursins í, kannski eins og
matskeið í einu, en blanda svo
bara hinum helmingnum i öllum
í einu.
b) Bæta smám saman öllum
sykrinum í stífþeyttar hvíturn-
ar.
c) Blanda smám saman öllum
sykrinum í með sleif eða hand-
þeyti. Marengsið verður mýkra
þannig.
Bakað við mjög vægan hita.
Til að ná marengsinu úr form-
inu, er gott að dýfa pönnuköku-
hníf eða smjörhníf í sjóðandi
heitt vatn, þurrka bleytuna af en
hafa hnífinn heitan til að
smeygja undir marengsið og
losa.
Til að gera marengs (12—18
meðalstórar eða 24—26 litlar
marengskökur); 2 stórar eggja-
hvitur, 140 gr strásykur, eða
strá- og flórsykur til helminga.
Hvítumar stífþeyttar, svo snúa
megi skálinni við. Sykri bætt í
smám saman. Smjörlíki borið í
formið á smjörpappírinn, mar-
engsið sett á með skeið, bakað
við mjög vægan hita í 114 til 3
tíma.
MISMUNANIH BRAGOEFNI
í MARENGS
Möndlubragð. Nokkrir
möndludropar settir I , þegar
eggjahvítumar eru stifar. í syk
urinn eru svo settar fínt saxað-
ar afhýddar möndlur (35 gr á
hverja eggjahvítu).
Súkkulaðibragð. 1 tsk. síað
kakó eða 2 tsk. síað súkkulaði-
duft í hver 70 gr af sykri, 2—3
vanilludropar hrærðir í stíf-
þeyttar hvíturnar ef vill.
Kaffibragð. %—1 tsk. kaffi-
duft (instant) blandað i hver
70 gr af sykri.
Or marengs má svo baka ým-
islega lagaðar kökur, t.d. litlar
marengskökur, heila botna o.fl.
MARENGSHREIOUR
Marengsinu sprautað með
poka á pönnu eða sett með
skeið og gerð dæld í. Eftir bök-
un má svo fylla hreiðrið með
þeyttum rjóma og ávöxtum,
sítrónukremi og rjóma eða is og
rifnu súkkulaði.
MARENGS-GATEAU
Búnar til 2 hringlaga kökur
sem lagðar eru saman með þeytt
um rjóma og ávöxtum.
OSTA-MARENGS
Þetta marengs er ekki bakað
i ofni, heldur steikt í matarolíu
í potti. 2 eggjahvítur stlfþeytt-
ar, salt, ceyenne-pipar, selleri-
salt sett í, síðan sett út í 70 gr
rifinn ostur. Olían þarf að vera
vel heit, marengs sett með mat-
skeið út í, látið bakast í 2—3
mín. Fitan látin drjúpa af á
pappír, siðan velt upp úr rifn-
um osti.
leysis og nýlegra æðasjúkdóma,
á þær fæðutegundir, sem hér
hafa verið frá ómunatíð, og
fylgt hafa okkur mann fram af
manni.
Það er gert heldur lítið úr
reynslu forfeðra okkar, og venj
um alþýðu manna. Hver skyldi
hafa verið ástæðan fyrir því, að
fyrrum var mjólkin kölluð líf-
drykkur? Nei, ég hef þá trú, að
þessar grundvallar fæðutegund
ir okkar séu það bezta, sem völ
er á. Annað mál er um sumt af
því, sem seinna hefur komið til
sögunnar og má þá fyrst nefna
sykurátið. Það þekktist ekki áð-
ur fyrr. Þessi undarlegi siður
okkar, að þeyta saman sykur,
smjörlíki og egg, og bera á
borð fyrir gesti og heimafólk, er
ef til vill ekki svo heppilegur
frá heilsusamlegu sjónarmiði.
Fleira mætti sjálfsagt tína til.
Ég held, að varlega eigi að
fara að þvi að bannfæra þær
fæðutegundir okkar, sem fylgt
hafa landsmönnum frá upphafi
byggðar, og haldið lífi í þjóðinni
fram að þessu.
Vonandi verður farið að
þessum málum með gát, annað
er ekki vísindamönnum okkar
tíma samboðið.
ER M.IÓLKURFITA
SM.IÖRSINS TIL
BÖLVUNAR EÐA
BLESSUN AR ?
Gagnrýnendur mjólkurfitunn-
ar fullyrða, að hún sé lífeðlis-
fræðilegt álag fyrir líkamann.
Er þetta rétt? Hvað álitið þér
um það sem læknir?
Vísindin segja nei. Því að
rannsóknir hafa sýnt, að veru-
legur hluti af hitaeiningum
mjólkurfitunnar fer til þess að
gera mögulega hagnýtingu
eggjahvítunnar.
Mjólkurfitumagnið mætti jafn
vel, fræðilega séð, hækka upp í
5% án þess að íþyngja líkaman
um. Ennfremur hefur mjólkurfit
an þann kost, að hún inniheld-
ur, umfram alla aðra fitu, mikið
af stuttkeðju fitusýrum, sem
brenna fljótt og vel, og það með
lágmarks súrefniseyðslu. Jafn
framt örvar hún fituefnisskipt-
ingu á fitusýrum af stærri sam
eindagerð.
En hvað um hinar ómettuðu
fitusýrur?
Af þeim er nóg í smjörinu.
Smjörið inniheldur meira að
segja allar fitusýrur, sem líkam
inn þarf og getur notfært sér.
En aukið magn þeirra mundi í
hæsta lagi lækka vítamínsmagn
(vítamín — Spiegel) blóðsins og
raska jafnvægi gerlagróðurs
þarmanna. Náttúran hefur einn
ig séð fyrir því, að í smjöri er
eins mikið línosýruglycerið og
líkaminn þarfnast, eða 4—5%.
Allt mælir þetta með mjólkur-
fitu og þá um leið með smjöri.
Þér getið því með góðri sam-
vizku mælt með smjöri handa
sjúklingum, sem þjást af hjarta-
og æðasjúkdómum. Læknisfræði
legar rannsóknir sanna, að
smjör getur ekki hækkað chol-
esterolmagnið. Einnig verður
sjúklingum með meltingarsjúk-
dóma sérlega gott af smjöri.
Smjör er léttmeltanlegasta nær-
ingarfitan. Ekkert jafnast á við
stnjör, sem auðugt er af bæti-
efnum, lécithini og steinefnum.
(Úr þýzka heilbrigðistímarit-
inu: Vitalstoffe Zivilisations-
krankheiten Internaitonales
Journal — des. 1969).
HERFERÐ GEGN
HITAEININGUM VELDUR
T.IÓI Á NÆRINGU
MANNKYNS
Þá er hér grein úr Búnaðar
blaðinu „Frey.“:
1 næringarlegu tilliti er það
til tjóns, að smjörlíki var fundið
upp, tjáir heimsfrægur næringar
efnafræðingur, prófessor Ge-
orge Borgström við Michigan
State University. Ódýrt smjör-
líki og notkun þess i vaxandi
mæli leiðir til þess, að víða er
hætt við ofneyzlu á fitu og þá
koma ýmáir fram á sjónarsvið-
ið og benda á, að eðlilegt sé og
sjálfsagt að draga úr neyzlu á
mjóikurfitu.
1 erindi, sem þessi heimsfrægi
matvæla- og næringarfræðingur
hélt í Stokkhólmi síðastliðið sum
ar, benti hann á, að samtímis
því að ofneyzla á jurtafitu væri
Franih. á bls. 18
Glefsur
|frá gamalli tíð
„HÉR MEÐ LÖGFESTI ÉG
EIGINKONU MlNA. .. . OG
LÝSI HANA MÍNA EIGN“
Júní 1770.
Hói' með festi ég og lög-
festi undirskrifaður eigin-
konu mína, Hildi Pálsdóttur,
og fyrirbýð í allra kröftug-
asta máta, eftir lagaieyfi, svo
vel prestinum séra Magnúsi
Einarssyni á Butru sem hverj
um öðrum, að hýsa hana eða >
heimila, burttæla eða lokka
frá mér móti guðs og manna
lögum og boðorðum. Því lýsi
ég hana mína eign og eigin-
konu, ef ég má óræntur vera,
og tiibýð henni samvist og
samveru í öllum kristilegum
ektaskaparkærleika á beggja
okkar bólfestu, Shotru í
Landeyjum. Óska ég, að
sveitarmenn í Fljótshlið
flytji hana og færi til mín,
hvar «em hitta kynnu, eins
og til var sett og ráð fyrir
gert á seinasta Kirkjulækjar
manntalsþingi.
Þessari lögfestu til stað-
festu er mitt undirskrifað
nafn og hjásett innsigli.
Sveinbjörn Þorleifsson.
Lögfesta þessi var lesin i
heyranda hljóði við Breiða-
bólstaðar-, Eyvindarmúla-
og Teigskirkju á annan og
þriðja í hvitasunnu.
(Úr „öldinni átjándu).
Hvað er hollt?