Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 25

Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 25 Misskilur V.R. hlutverk sitt sem verkalýðsf élag? EINS og kunnugt er, þá var ekki auðsótt fyrir Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur að fá inngöngu í heildarsamtök verkalýðsfélag- anna, Alþýðusamband Islands, og varð að leita aðstoðar dóm- stólanna til að fá sig dæmt „al- vöru“ verkalýðsfélag. Bæði ég og margir aðrir áttu þá ekki nægilega sterk orð til að lýsa vandlætingu sinni á þess um vondu mönnum í A.S.l. sem ekki vildu innbyrða þessi fjöl- mennustu launþegasamtök lands ins. Það eru okkur þvi óneitanlega mikil vonbrigði, þegar við hrökkvum upp við þann vonda draum, að svo virðist sem félag ið hafi ekki haft þann félagslega þroska, sem hlýtur að vera for- senda fyrir að geta talizt hlut- gengt í heildarsamtökum verka- lýðsins. Mætti nefni margt þessu til sönnunar, en það, sem ég ætla að benda á í þessu sambandi, er ályktun sú, er forráðamenn félagsins fengu samþykkta á ný afstöðnum aðalfundi sínum. Það getur ekki talizt eðlilegt, að verkalýðsfélag, sem á að gæta hagsmuna meðlima sinna í hvi- vetna, stuðli að tekjumissi og at vinnumissi meðlima sinna. Mun ég nú gera nánari grein fyrir þessari staðreynd. 1 tilefni af fréttatilkynningu frá V.R. tek ur dagblaðið Vísir, laugardaginn 6. þ.m- fram eitt af sínu stærsta letri undir fyrirsögnina: „Fjöl- margir kaupmenn brjóta kjara- samninga V.R.“ Hvert er svo þetta brot á kjara samningum? Fjölmargir kaupmenn hafa tek ið upp þann hátt að halda verzl- unum sínum opnum til kl. 22 alla daga vikunnar, til stórbættrar þjónustu og hagræðis fyrir við- skiptavini sína, sem i mörgum tilvikum eiga þess ekki kost að gera innkaup á þeim takmark- aða tíma, sem áður var gert ráð fyrir, enda hefur margt breytzt síðan þau takmörk voru sett, m. a. hefur borgin þanizt út, svo lengra er hjá mörgum að sækja vinnumarkaðinn, auk þess sem matmálstími hefur mjög víða verið styttur úr 1 klukkustund niður í hálfa. Þessa þjónustu veita verzlan- irnar án nokkurs kostnaðarauka fyrir neytandann, enda búum við sem kunnugt er, við ströng verð lagsákvæði og væri þvi ekki leyfi legt að hækka vöruna eftir því á hvaða tima sólarhringsins hún er seld, jafnvel þótt vilji væri fyr ir hendi, sem ég held að ekki sé. Þess vegna finnst mér það koma úr hörðustu átt, að for- maður V.R. sem er viðskiptafræð ingur að mennt, skuli gangast fyrir að láta samþykkja og birta í fjölmiðlum ályktun, sem inni- heldur fullyrðingu um að þessi þjónusta skapi aukinn kostnað fyrir neytendur. Þeirri fullyrðingu fyrrnefndrar fundarsamþykktar varðandi vinnuþrælkun af völdum þessa fyrirkomulags vil ég visa heim til föðurhúsanna, enda órökstudd og ósönn. Afgreiðslufólk i verzlunum hef ur sinn ákveðna vinnutíma eins og aðrar stéttir. Ef um lengri vinnutíma er að ræða þá er greitt fyrir það nætur- eða helgl- dagakaup, eftir því sem við á hverju sinni alveg eins og hjá öðrum verkalýðsfélögum, en sá munur er aðeins á, að þau am- ast síður en svo við, að meðlimir þeirra geti notið þeirra hlunn- inda, sem flestir telja eftirvinnu vera, enda er heldur enginn skyldugur til að inna hana af hendi. Frá þessari reglu er að- eins sú undantekning að eftir- vinna er stundum ekki leyfð, ef verkfallsástand er yfirvofandi. Mér er mæta vel kunnugt, sem fyrrverandi stjómar- og samn- ingamanni fyrir V.R. á árunum 1949—1953, hvers vegna ákvæð- ið um afgreiðslutíma er komið inn í kjarasamninga við atvinnu rekendur. Það er einfaldlega vegna þess að á þeim árum þekktist ekki að greitt væri eftir vinnukaup hversu lengi sem unn- ið var, og auk þess var kveðið svo á í samningum þá, að skylt væri að ljúka venjulegum frá- gangi og ljúka afgreiðslu pant- ana. Hlýtur þvi öllum að vera ljóst að forsendan fyrir lokunar- tima verzlana er brostin. Auk þess hygg ég að það mundi ekki standast fyrir neinum dómstól- um að verkalýðsfélag geti sagt atvinnurekendum fyrir um, á hvaða tíma sólarhringsins at- vinnurekstur þeirra er stundað- ur, svo framarlega sem þeir greiða fyrir þá vinnu, sem þeir kaupa, og svo þurfa ekki allir að byggja á aðkeyptri vinnu. Þá vil ég benda á að fæstir þeir kaupmenn, sem reka þessa kvöld sölu, munu telja sér hag i því að láta sama fólkið og vinnur á daginn einnig vinna að kvöldinu og ber þar tvennt til. 1 fyrsta lagi yrði fólkið leitt og þreytt á slíkri vinnu auk þess sem vinn- an væri mun dýrari heldur en með þvi að nota sér vaktavinnu- samninga þá, sem V.R. hefur gert við sölutumaeigendur. Það er því ekki um neitt samnings- brot að ræða, en aftur á móti stórt hagsmunamál verzlunar- fólks, sem ýmist skapar sér aukn ar tekjur með eftirvinnu eða fær atvinnu, sem annars væri ekki fyrir hendi og stuðlar þetta fyrirkomulag því að auknu at- vinnuöryggi stéttarinnar og auknum tekjum hjá V.R. með fjölgandi meðlimatölu. Er væg- ast sagt furðulegt, ef félagið er þvi mótfallið. Það er því ekki að undra þótt manni verði á að spyrja, hvort V.R. hafi ekki mis skilið hlutverk sitt. Eitt atriði, aðeins eitt í fyrr- nefndri aðalfundarályktun tel ég hafa við rök að styðjast og það er öryggisleysið, sem verzlunar- fólk á við að stríða, enda kem- ur það berlega fram i henni, þar sem félagið vill svipta fjölda meðlima sinna atvinnu, bæði í formi yfirvinnu -og sjálfstæðs starfs. Ég vona að það 20 manna ráð, sem kosið var til að kippa þessu í lag, komi auga á þessa aug- ljósu staðreynd, sem fram að þessu hefur verið hulin forustu- mönnum félagsins. Þá vil ég að lokum láta þá von mína í ljós, að hvorki borgar- stjórn Reykjavíkur né aðrir ráða menn i landinu láti þröngsýna sérhagsmunamenn svipta hinn almenna borgara hvorki þessari þjónustu né neinni annarri, sem honum er í té látin endurgjalds- laust. Jónas Gunnarsson. Útsýnarkvöld Útsýn efnir til ferðakynningar og skemmti- kvölds í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 14. febrúar klukkan 21.00. ★ Ferðaáætlun Útsýnar 1971 kynnt. ★ Myndasýning úr Útsýnarferðum til Costa Del Sol á síðasta ári. ★ Dans til klukkan 1. Öllum heimill aðgangur. Njótið góðrar skemmtunar og kynnizt um leið hinum fjölbreyttu og vinsælu ferðum Útsýnar. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins og Geislavörnum ríkisins. Að undanförnu hefur verið flutt til landsins, frá Evrópu og Ameríku, nokkurt magn af örbylgjuofnum (enska heitið: Microwave ovens). Ofnar þessir eru ætlaðir til snögghitunar á matvælum og eru framleiddir bæði fyrir veitingastaði og til heimilisnota. Geslun frá slíkum ofnum er mjög skaðleg, heilsu manna og getur valdið varanlegu tjóni, fari hún yfir ákveðin mörk. Ofnarnir eru því undir mjög ströngu eftirliti erlendis og búnir öryggisbúnaði svo að geislun geti ekki borizt frá þeim, en lekageislun er þess eðlis að menn skynja hana ekki í tæka tið, og eykur það vetulega hættuna af ofnunum. Með tilliti til nefndrar hættu svo og þess að í Ijós hefur komið að öryggisbúnaður á einum slíkum ofni, hér á landi, hefur brugðizt, þá skal öllum, sem hafa þessá ofna undir höndum bent á að tilkynna þá tafarlaus til Rafmagnseftir- lits ríkisins, hafi það ekki þegar verið gert. Rafmagnseftirlit ríkisins, Geislavarair ríkisins. Götunarstúlka óskast Viljum ráða vana stúiku til vinnu við IBM-götun og útskrift reikninga á aðelskrifstofu vorri Hafnarstræti 5. Skriflegar umsóknir sendist fyrir n.k. þriðjudag 16. þ.m. merkt: „4866’', OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauðungarupp- boð í vörugeymslu Eimskipafélags islands h.f., Skúlaskála við Skúlagötu, inngangur frá Vatnsstíg, laugardag 13. febrúar 1971 og hefst það kl. 13.30. Verða þar seldar ótollafgreiddar vörur, svo sem: Kvenskór, rafgeymahl., aldinmauk, sjónvarpstæki, kvikmyndavélar, útvörp, leikföng, strauvélar, eldavél, múrboltar, varahlutir í bátavéiar, bifreiðavarahl., filmur, uppþvottavélar, peysur, loftborar, shampoo, gúmmílím, hátalarar, bast, fléttiefni, skyrtur, hljómplötur, snyrtivörur, stativ f. plastpoka, gólfteppi, tvöfalt gler, ísform, kven- og barnafatnaður, notuð hjólaskófla (pay loader) og margt fleira. Ennfremur verður selt á sama stað og tíma eftir kröfu ýmsra lögmanna og stofnana o, fl. sjónvarpstæki, ísskápar, borðstofu- og dagstofuhúsgögn, hansahiilur, segulbandstæki, búðarkassi, reiknivél, þvottavél, teiknivél og margt fleira. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Auglýsing um starfslaun handa listamönnum árið 1971 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenzk- um listamönnum árið 1971. Umsóknir sendist formanni út- hlutunarnefndar starfslauna, Runóifi Þórarinssyni, fulltrúa í menntamálaráðuneytinu, fyrir 11. marz n.k. Umsóknir Skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. I umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1) Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár. 2) Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3) Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4) Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggjn mánaða hið skemmsta, en til eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5) Umsækjandi skal tilgreina tekjur sinar árið 1970. 6) Skilyrði fyrir starfslaunum er, að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlazt, að hann helgi sig óskiptan verkefni sínu. 7) Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfsiaunanna. 8) Tekið skal fram, að umsóknir um starfslaun árið 1970 gilda ekki í ár. Reykjavik, 10. febrúar 1971. Úthlutunarnefnd starfslauna. I.O.O.F. 1 = 1522128)4 = 3 Helgafell 59712127 IV/V. — 3 I.O.O.F. 12 = 1522128y2 = 9.0. ÍR-ingar Skíðafólk Dvalið verður í skála fé- lagsins um helgina. Hinar nýju skíðalyftur félagsins í gangi laugardag og sunnu dag. Veitingar seldar í skál anum. Gisting seld í iR- húsinu við Túngötu föstu- dag kl. 19—20. Farið verð- ur frá Umferðamiðstöðinni laugardag kl. 2 og 6 e.h. og sunnudag kl. 10 f.h. Skíðadeild f R. Stúkan Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinni Eiriks götu 5. Stúkan Danielsher kemur i heimsókn. Sameig- inlegt kaffi eftir fund. Félagar fjölmennið. /E.T. Frá Guðspekifélaginu Fundur i kvöld kl. 9 í húsi félagsins Ingólfsstræti 22 á vegum Reykjavíkur- stúkunnar. Birgir Bjarna son flytur erindi er hann nefnir „óendanleikinn“ — framhaldserindi. Ármenningar og annað skíðafólk Skíðaferð í Jósepsdal á laugardaginn ki. 2 og sunnudaginn kl. 10. Farið frá Umferðarmiðstöðinni. Stjórnin. Skaftfellingafélagið efnir til Þorrablóts í Hlé- garði laugardaginn 20. febrúar kl. 19.30. Hópferða bílar frá B.S.I., Umferða- miðstöðinni kl. 19. Aðgöngumiðar og borða- pantanir í Skipholti 70, sunnudaginn 14. febrúar kl. 14—18. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.