Morgunblaðið - 12.02.1971, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.02.1971, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 a± „Nei, Gunnar Bjarnason, þannig lætur þú ekki fara með þig“ Menn af kynslóð Reykvík- Inga, sem muna þá tíð, er eng In höfn var í Reykjavík, geta sagt skemmtilega sögu. Þeir hafa fylgzt með ótrúlegum breytingum — fiski- og verzl- unarþorpi, sem varð að stór- borg með stórhýsum og varan legum götum — skipulagi, ys og þys. Einn slíkur maður er sjötugur i dag, Gunnar Bjama son, skólastjóri Vélskóla Is- lands. Gunnar er minnugur og þvi er gaman að heyra hann segja frá gömlu Reykjavík, sem að hans sögn einkenndist og er sérstaklega minnisstæð fyrir ró og frið, er yfir henni hvíldi. Eins og svo margir, sem finnst vænt um borgina sina, - er Gunnar fæddur í hjarta hennar — Aðalstræti 2, þar sem nú er verzlunin Geysir. Þar var þá Fischerverzlun, þar sem faðir hans Nicolai Bjarnason var verzlunarstjóri. Nicolai var kvæntur Önnu Emilíu Thorsteinsson og áttu þau 4 börn, Þorstein, Hjálmar, Stellu og Gunnar, sem var yngstur og einn bamanna, sem fæddur var í Reykjavik. Til Reykjavikur fluttist fjölskyld- an frá Keflavík, en látum af- mælisbarnið um að segja frá: — Mér finnst skemmtilegast að minnast þessa gamla tima — segir Gunnar — þá var þessi ró og friður yfir Reykja vík, sem þekkist ekki í dag. Ég man að mestu frá þessum tima aðeins eftir sólskininu og brak andi þerri — þegar fiskurinn var þurrkaður í Hafnarstræti og við Vesturgötuna eða í fjör unni þar fyrir framan. Síðan hefur mér alltaf fundizt salt fisklykt góð. Við pottormarn- ir lékum okkur mikið í fjör- unni og þá einkum í Geirs- fjöru. bernskuArin — Fyrsti atburðurinn, sem ég man eftir var Glasgowbrun inn. Ég var háttaður og heyrði allt i einu mikið tramp og læti og man eftir að herbergið var uppljómað af bjarmanum. Þetta var mikið bál, enda Glasgow fyrsti vísir að sambýlishúsi í Reykjavík. Þar misstu margar fjölskyldur aleiguna, en brun- ann bar upp á afmæli kóngs- ins, 8. apríl 1903. Skömmu eft- ir að þetta gerðist fluttumst við að Hverfisgötu 4, sem þá var nú 28, þar sem móðursyst ir min Gunnhildur rak ljós- myndastofu. Þar vorum við að eins um hálft ár, því að pabbi keypti þá um líkt leyti Suður- götu 5 af Halldóri Jónssyni bankagjaldkera, föður þeirra Péturs borgarstjóra og Jóns skrifstofustjóra Landsbankans. Halldór hafði þá reist hús í Suðurgötu 4 og fluttist þang- að. — Ég man að pabbi gaf fyr ir þetta hús 10 þúsund krón- ur. Strax og kaupin höfðu ver ið gerð, fór hann til landfóget ans til þess að fá kaupunum þinglýst og ég man að hann hafði orð á því að fljótt flygi fiskisagan, þvi að hann var á heimleið, er hann mætti Tryggva Gunnarssyni, sem spurði hann, hvort hann hefði verið að iáta snuða sig. En pabbi sá ekki eftir þeim kaup um. Þetta var þó nokkur pen- ingur á þeim tima, sem sést af því að luxuskaramellur kost- uðu þá aðeins 2 aura. — Bæjarbragurinn var þessi friðsemd. Menn voru ár- risulir og borðuðu yfirleitt þrí mælt. Morgunverður var frá kl. 9 til 10, síðan var hádegis kaffi kl. 12, miðdagsverður kl. 15 og kvöldverður kl. 19 til 20. Ekki man ég eftir þvi að ég sæi drukkinn mann. Menn höfðu yfirleitt áfengi um hönd, en kunnu með það að fara. Sæist maður fullur á al- mannafæri þótti sá viðundur, enda var þetta áður en bann- árin komu til sögunnar. — Manstu eftir konungskom unni 1907? — Það man ég vel. Ég var þá staddur hjá Gunnhildi móð ursystur minni á Hverfisgötu og fylgdist þá ásamt öðrum með því, er Friðrik konungur og Hannes Hafstein lögðu upp í ferð sína til Þingvalla með fríðu föruneyti. Þeir voru tígu legir, er þeir riðu upp Hverfis götuna. Fyrir konungskomuna hafði verið keypt mikið af kerrum og hestvögnum. Pabbi keypti svo þessa vagna, setti upp skýli og leigði út. Ein drossian var t.d. fínni en all- ar hinar og var hún ávallt not uð við sérstök tækifæri, svo sem þegar brúðkaup fóru fram. Bílamir komu svo um 1914. Man ég þá að pabbi hafði hug á að breyta til og færa sér tæknina í nyt — kaupa bíla í stað hestakerr- anna, en verkfræðingar — tæknimenntaðir menn, sem hann leitaði ráða hjá höfðu mestu ótrú á þessu nýja farar- tæki og sögðu honum, að bílar yrðu aldrei í förum, nema inn anbæjar, svo að honum leizt ekki á og hætti við. — Ein var sú stétt manna, sem hvarf af sjónarsviðinu eft ir 1912, er Vatnsveitan tók til starfa og það voru vatnsber- arnir. Þetta voru fréttamiðlar þess tíma. Þeir komu við í eld- húsunum um allan bæ, sögðu fréttir og fregnuðu. 1 eldhús- inu heima man ég eftir að var stór ferhyrndur, grænmálaður jámkassi, sementhúðaður að innan. Þennan kassa fyllti dag lega gömul kona, sem hét Þura. Hún var svo viðloðandi heimilið eftir að hlutverki hennar var lokið allt fram til 1920. Ég man að hún reykti og tók í nefið og þótti gott og var þakklát, ef einhver stakk að henni rjólbita. Hún var glað- lynd kona og sótti vatnið í Ingólfsbrunn í Aðalstræti. Þar var alltaf þröng og mikið líf. Ég man t.d. eftir gamalli konu, sem átti blindan son. Sonur- inn var mikill vexti og sterk- ur. Hann dró handvagn með 2 tunnum, en hún leiðbeindi hon- um. I MENNTASKÓLA OG VIÐ LEIKLIST — Nú, svo hefst skólagang- an. — Já, 1914 settist ég 1 Menntaskólann, en fyrsta vet- urinn veiktist ég og gat ekki tekið próf að vori, svo að ég fór aftur í fyrsta bekk. Stúd- ent varð ég 1921, en árið eftir útskrifuðust fyrstu stærðfræði deildarstúdentamir og tók ég þá viðbótarpróf úr þeirri deild. Það má því segja að ég verði 50 ára júbilant í vor og einnig aftur næsta ár. —Var ekki mikið listalíf í Reykjavík í þá daga? — Jú, í Suðurgötu 4 bjó t.d. mjög söngelskt fólk. Þeir bræð ur Jón og Pétur Halldórssynir stofnuðu ungir söngflokk og voru í honum Viggó Björnsson og Einar Indriða, síðar Viðar. Ég held það hafi verið upphaf- ið að Söngfélaginu 17. júní Þeir voru mjög góðir söngmenn og heima hjá Halldóri hljómaði oft músík. Fríða systir þeirra lék þá oft undir á píanó. Þeir félagar sungu oft og tíðum fyr ir .utan Menntaskólann og kom þá allur bærinn til þess að hlýða á. Það hefur mér alltaf þótt mjög mikils virði, hve pabbi og mamma voru miklir leikhús- unnendur og við vorum býsna ung, krakkarnir, er við feng- um fyrst að fara i leikhús. Mér er t.d. Stefanía Guðmundsdótt ir enn í fersku minni og raun- ar einnig allt Indriðafólkið, sem voru nágrannar okkar. Þá man ég vel eftir Jens Waage og Árna Eiríkssyni í Lénharði fógeta og Jakobi Möller í hlut verki Kotstrandarkvikindisins. Ég hafði ákaflega mikla ánægju af leiklist sem bam og heima myndaðist þetta skemmti lega andrúmsloft hennar vegna. Sjálfur byrjaði ég að leika í Óla smaladreng um 1916 og síðar í Menntaskólan- um í „Den pantsatte bonde- dreng“ eftir Holberg. Einnig tók ég þátt i revíu, sem Tennis félag Reykjavikur stóð fyrir og hét „Boltinn með lausa nafl ann.“ Síðan varð löng bið á því að ég léki, en 1941 byrjaði ég aftur og lék f.yrst í revíum og siðar í öllu mögulegu. Því hætti ég, er ég varð skóla- stjóri 1955. — Var fólkið í henni gömlu Reykjavík ekki hamingusamt? — Lífið hefur kannski ekki allt verið dans á rósum segir Gunnar og brosir. Töluvert var um fólk, sem var eitthvað skrítið og átti bágt. Ég man eftir „oreginölum" eins og Eyj ólfi ljóstolli, Gvendi dúllara og Símoni Dalaskáldi. En yfir- leitt held ég að fólk hafi ver- ið hamingjusamt, þótt þægindi, sem við köllum í dag hafi ver- ið af skornum skammti. Breyt- ingin, sem ég og mínir jafn- aldrar hafa orðið vitni að er stórmerkileg. Það var ákaf- lega mikið spor i framfaraátt er gasið kom — sem nú er lið in tíð. Ég man t.d. eftir því að pabbi sagði við okkur: „Þegar þið verðið fullorðnir, strákau þá verður komin höfn i Reykja vik og skipin geta lagzt að. Þá þarf ekki að flytja vöruna í land á bátum." En svo varð breytingin ör að hann lifði að sjá höfn og mörg fleiri undur sem engan hafði órað fyrir að kæmu svo fljótt. VIÐ NAM OG I FANGELSI I ÞÝZKALANDI — Svo leggur þú land undir fót og ferð til náms erlendis. — Ég innritaðist í Politekn- Isk læreanstalt i Kaupmanna- höfn haustið 1922. í Danmörku veiktist ég og lá dauðvona á spítala í nærri ár. Eftir að heim kom og ég var farinn að hressast vann ég um tíma í Sænska frystihúsinu, en 1929 bauðst mér að fara til Þýzka- lands og Ijúka námi í Mitt- weida, sem er borg nálægt Chemnitz. Þar voru margir Skandinavar við nám og var þar m.a. starfandi félagsskapur Skandinava. Snemma um haust ið var fundur í þessu félagi — eins konar bjórkvöid, en það hófst með því að mér sinnað- ist við þá félaga og fór ég þá á brott. Snemma um kvöldið sat ég á kjallaraknæpu og heyrði þá talað um uppþot á Skandinavafundinum og að ein hverjir hefðu verið handtekn- ir. Ég var sannfærður um að misskilningur hefði valdið handtöku 2ja forsprakka fé- lagsins, svo að ég hélt þegar í stað til lögreglustöðvarinnar. Þar var þá fyrir múgur og margmenni og vatt ég mér fram fyrir og tók að tala máll hinna Spjallað við skólastjóra Vél- skólans sjötugan um gömlu Reykjavík og fleira >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% handteknu. Skipti þá engum togum, að ég var einnig hand- tekinn og settur I klefa. Þetta var á laugardagskvöldi og sunnudagurinn á eftir er lengsti sunnudagur sem ég hef lifað. Á mánudegi var ég kall aður fyrir dómara, sem hlust- aði á sögu mína, en vildi ekki trúa. Ég var því aftur færður í klefa 17 á 3ju hæð fangels- isins og leizt nú ekki á blik- una. Þarna fékk ég svo að dúsa, en daginn eftir kom fangavörðurinn og skipaði mér að koma í gönguæfingu í fang elsisgarðinum. Þá var öllum föngunum raðað þar upp og gengu þeir í einfaldri röð hring eftir hring. Upp á palli stóð svo fangavörður og gættl okkar með stóran og grimmi- legan hund sér við hlið. Oti i einu homi garðsins var verið að krúnuraka menn. Ég sagði þá við sjálfan mig: „Nei, Gunnar Bjarnason, þannig læt ur þú ekki fara með þig.“ Ég óttaðist þetta samt mjög, en til allrar hamingju kom þó ekki til þess og síðar fékk ég þá skýringu að fangarnir hefðu mátt ráða, hvort þeir létu klippa sig á þennan hátt. — 1 fangelsinu var sæmi- legt bókasafn og ég fékk nóg lesefni. Þegar ég var búinn að dúsa þarna í viku, var klefa- hurðin skyndilega opnuð og mér skipað að fara út — ég væri frjáls. Ég var þá kominn að sögulokum í skemmtilegri bók — átti 3 til 4 síður eftir — og neitaði að fara fyrr en bókinni væri lokið. Þar með endaði þessi eina fangelsisvist mín. Síðar las ég um rithöfund, sem lét setja sig inn til þess að kynnast lífi í fangelsi. Sú hugmynd er alls ekki fráleit, en helzt verður að koma henni í framkvæmd án þess að kom- ast í kast við lög. -— Við Skandinavarnir, sem fyrir þessu urðum fórum siðar til Berlínar og ætluðum að heimta skaðabætur fyrir fang- elsisvistina, en við vorum ekki virtir viðlits. ÝMIS STÖRF — Hvað tekur þú þér síðan fyrir hendur er heim kemur? — Eftir að verkfræðiprófi lauk, vann ég fyrst sem jám- smiður í Hamri, en fór síðan til Seyðisfjarðar og hafði eftirlit með byggingu síldarverk- smiðju. Annars hef ég um æv- ina unnið alls konar vinnu, ver- ið verkstjóri, bílstjóri, kennari, skólastjóri, verktaki o.fl. o.fl. 1945 hóf ég kennslu í Vél- skóla Islands og kenndi þar æ síðan. Haustið 1955, er Jessen hætti skólastjóm tók ég við af honum og þessi ár býst ég við að ég hafi útskrifað um 1000 vélstjóra. — Þetta starf mitt við Vél- skólann hefur alltaf verið mér sérstaklega kærkomið og mér hefur fundizt það sérstaklega skemmtilegt — eins og raunar öll störf, sem ég hef fengizt við. Ég hef kappkostað að sníða skólann eftir islenzkum aðstæð um, reynt að láta nemendurna fá eins hagkvæma menntun og frekast hefur verið kostur — þetta eru þeir menn, sem fara í atvinnuvegina og eiga að standa sig þar. Mér hefur allt af fundizt fásinna, að haga námsefni eftir erlendum skól- um — eftir atvinnuvegum ann ars lands og svo standi braut- skráðir nemendur eins og glóp ar, þegar út í okkar eigið at- vinnulif kemur af þeirri ein földu ástæðu að þeir lærðu ekki á heimahagana — heldur erlenda grund. Vélskólanám er í dag töluvert erfitt og hefur við það bætzt á síðustu árum. Tækniþróunin er ör og ekki þýðir að beygja af. Vél- stjóri á skipi þarf að geta hætt þar og tekið við störfum án teljandi áreynslu i landi. — Hvað um framtið Vélskól ans? — Nú er í undirbúningi merkilegt átak. Þrir skólar, auk Vélskólans eru einhuga um Framh. & bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.