Morgunblaðið - 12.02.1971, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971
„Allur kraf t-
urinn í pípið
44
JIIU
J tín
) Þ6
Einn af okkar ágætu og
hálærðu prestum, sem kom til
viðtals í sjónvarpinu um dag-
inn á helgum degi, sagði frá
skipi, sem var lengi á ferð-
inni upp fljót.
t«egar skipstjórinn eða ein-
hver stjómandi skipsins var
spurður, hvers vegna það
væri ekki fljótara i ferðum,
þrátt fyrir sitt mikla vélar-
afl, átti hann að hafa svarað:
„t>að fer svo mikill kraftur
í pípið."
Prestinum fannst þetta
minna á margt, sem kirkjan
og prestarnir þurfa að at-
huga. t»ar sé of mikil áherzla
Iðgð á að tala og sýnast, en
minni á hitt, sem er kjarninn,
hið sanna gildi starfs og
fóma.
Ég bið hann afsökunar, ef
hér er um rangminni eða mis-
túlkun að ræða.
En mér fannst þetta vitur-
lega mælt ekki einungis um
okkur „kirkjunnar þjóna" og
okkar stofnun, heldur og um
ýmiss konar aðra þjónustu og
aðra þjóna, sem annað hvort
er innt af höndum af okkur
eða í sama anda og tilgangi
af öðrum.
Nú verður kirkjan og
prestamir að gefa sig að svo
mörgu í hraða og glamri nú-
timans, því „margur dansar.
þó hann dansi nauðugur," má
segja um þann hávaða allan,
sem taka verður þátt I að
einhverju leyti til að finna
sálir og fylgja þeim, til að
hlýða boði meistarans, sem
sagði:
„Sjá, ég vil gera yður að
mannaveiðurum."
Og i alls konar félagsskap,
sem prestur eða hans sam-
starfsmenn verða að taka
þátt i, þar gildir að það sé
eitthvað „meira en pípið",
eitthvað meira en jákvæði og
góð orð.
Og eitt hið mikilsverðasta,
á vegi prestsins, að minnsta
kosti hérlendis, er aðstaða
hans í bindindismálum, varð-
staða hans gegn þessum vá-
gesti tízkunnar og vitleys-
unnar, sem þrengir sér hvar-
vetna inn í raðir æskufólks
og rænir svo að segja „orð-
inu“ af vörum prestsins til
fermingarbarnanna, og börn
unum frá altarinu á ferming-
ardaginn, svo að fallega
fermingarávarpið verður
jafnvel „ekkert nema pipið".
Það fer þvi ekki illa á því
að íhuga ofurlítið, hvað gera
þarf í hinum margvíslega fé-
lagsskap og æskulýðsstarfi,
sem söfnuðurinn krefst af
presti sínum, annað hvort að
hann stjórni sjálfur eða íái
aðra I lið með sér til að
stjórna, því þessi krafa er
orðin svo algeng, að aldrei
mun svo fara fram prestaval
eða prestskosning á íslandi
að hún sé ekki rækilega
rædd.
En þama er virkilega
rneira að gera en að segja, og
sé féiagslíf í söfnuðum mik-
iisvert, þá verður þar bæði
að vaka og vinna, en auk
þess að vera snjall að veiða
í netið, eins og Kristur orð-
ar það. Og netið er í þessari
merkingu sjálft ríki Guðs,
samfélag hins góða, sanna og
fagra, samfélag réttlætis,
friðar og fagnaðar í þjóðfé-
lagi og söfnuðum.
Og ekki hika ég við að
teija bindimdisstarfeeími eða
stuðning við hana eítt hið
rnikilsverðasta í fræðslu og
uppeldi kirkjunnar eins og
nú er málum komið.
En það er sama, hvaða fé-
lagsmá’um er sínnt, jafnvel
hvort unnið er aðeins við
altari og í predikunarstóli
eins og sumir vilja eða úti á
stræfcum og gatnamótum eins
og Meistarixm ætlaðist til,
þar koma hinar sömu eigind-
ir til greina, ef starfið á að
verða varanlegt og kraftur-
inn á ekki ailur „að fara í
pípið“.
i>ar er fyrst að telja dreng-
Jyndi og festu, sem gætir
settra reglna og fer eftir
þeim. fætta getur verið svo
smátt og hversdagslegt
ekki sízt í vitund þess, sem
telur sig einungis til heigra
verka vígðan, að taki varla
að minnast á það.
En það sem ég meina er t.d.
ákveðinn fundartími og
fnndardagur, stundvísi, orð-
hetdni, ástundun og iieilindi.
Sé þessara smáatrfða ekki
gætt í framkvæmd félags-
starfsins renrrur allt út
í sandínn, þrátt fyrir hug-
sjónaeld og afbragðsgáfur-
Og innan stundar stend-
ur maður aleinn eftir og finn-
ur að „allur krafturirin hef-
ur farið í pípið“.
Þá er næst nmhurðarlyndi
og mannþekking. Og sú
stefnufesta að gefast aldrei
upp. Enginn er fullkominn.
Og það eru alls konar fisk-
ar, sem fara í netið, mislitir
sauðir í hjörðinni ekkert síð-
ur í safnaðarstarfi og
bindindisstarfi en i öðrum
sam féla gs f orm u m.
t>að gildir fyrir forystu-
fólkið, hvort sem það eru
prestar eða aðrir að gefa
gaum að orðum Drottins:
„Verið slægir sem högg-
ormar og falslausir sem dúf-
ur," hvort tveggja 1 senn og
samræmið þarmig hið ósam-
ræmanlega. Einkum í hinum
margvíslegu safnaðarstörfum
nútimans með öllum sinum
smáatrvikuim og hvers-
dagslegu samsMptum, sem
að sumu leyti minna alveg á
samstarfið í frumsöfnuðum,
þegar sakramentið var veizla
eða þvottur eftir atvikum,
það krefst mikillar innlifunar
og lifandi skilnings. Þar gild
ir flestu öðru fremur „aðgát
skal höfð í nærveru sálar.“
Fólkið, sem er í innsta
hring safnaðarfélaga og
safnaðarstarfa er yfirleitt
elskulegt og íórnfúst, en við-
kvæmt og bamslegt og auð-
sært eins og böm, þess vegna
verður presturinn og félags-
foringinn oft að vera hinn
sanni friðflytjandi, sem læt-
ur sér hvorki bregða við sár
né svívirðingar og ber sátta-
orð milli manna og kvenna
oft sjálfur með sáran sting
fyrir hjarta.
Meira að segja postulamir
sjálfir voru þama oft í mikl-
um vanda og í sjálfum
postulahöpnum voru hinir
beztu, sem mest áttu að geta
lært af Meistara sínum og
fyrirmynd bæði öfundsjúkir,
metorðagjarnir og svikulir,
en samt blessaðir og vinir
Drottins.
En ekki gáfust foringjarnir
upp fyrir því. Og ekki þýðir
heldur að láta, sem ekkert sé,
heldur að vera „hver öðrum
fyrri til að veita hinum virð-
ingu, meta og þakka kosti
allra og fómir en gleyma
göllum og mistökum eða lát-
ast ekki taka eftir þeim mál-
efnisins vegna. >ví betra er
að skaðast í hégómlegum
hlutum en bíða tjón á trú
sinni og hugsjón. Annars
„fer krafturinn a’ilur í pípið“.
Og hið síðasta, sem hér
skal miimzt á af kostum for-
ingja í hugsjónamálum kirkj-
unnar er, að haran þarf helzt
að vera fyrirmynd í því,
sem haran ætlast til af
öðrum. Ekki svo að skilja, að
hann geti nokkum tima orð-
ið svo, að slúðurberar geti
ekki fundið honum allt til
foráttu. En hann þarf
að geta hugsað og framkvæmt
eins og stórmenni eitt, sem
var borið illmæli sem um
hann var sagt. Hann sagði:
„Látum þá um sín orð. En
ég skal lifa, svo að enginn
trúi þeim.“
Það er IltiU vandi fyrir
prest að reykja ekki, taka
ekki í nefið, nota ekki hass
og fíknilyf og drekka ekki
eitur og brennivín. Þetta er
svo sjálfsagt af þeim, sem ætl
ar að kenna öðrum að vaka
og varast þær hættur, sem i
þessu felast. Því að annars
„feir kraftuTÍmn afl'liur í pípið".
Þetta gerist fyrir allra
augum óðar en varir og er
sem betur fer oft fyrirgefið
og gleymt og fellur í skugga
kosta og atgjörvis, en hætta
er það samt og neikvætt
þeim, sem vel vilja vinna.
Hitt er mestur vandi að
vera svo heill og hreinn
frammi fyrir Drottni almættis
og réttlætis að geta sagt þar:
„Hér em ek, send þú mig."
En almáttug kærleikshönd
Guðs getur gjört starf sins
minnsta þjóns blessunarríkt,
sé það unnið af einlægni,
bamslegu hjarta, iðni og
ástundun. Með náð hans get-
ur allt blessazt. En án hans
kærleika „fer krafturinn all-
ur í pípið", við altarið, i
stólnum og á stéttum félags-
lífs og bindindismála.
Refsingar á
þjóðveldistímanum
— doktorsritgerð Lúðvíks
Ingvarssonar
Kennaraskólanemar
mótmæla
réttindarýrnun
— í frumvarpinu um
kennaraháskóla
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út ritíð Refsingar á
IsJandi á þjóðveldistímanum,
sem Lúðvík Ingvarsson hefur
samið og lagadeild Háskóla fs-
lands tekið gilt tíl doktorsprófs.
íslenzka þjóðfélagið á þjóð-
veldistímanum hefur löngum
þótt girnilegt rannsóknarefni
fræðimönnum meðal germanskra
þjóða. Stjórnarfar, löggjöf og
réttarfar af germönskum stofni
hlaut hér í mörgum efnum þá
skipan, sem óþekkt er annars
staðar, og miklar heimildir um
löggjöf á þjóðveldistímanum og
viðurlög við brotum á henni
hafa varðveitzt í íslenzkum lög-
bókum og á víð og dreif í öðr-
um íslenzkum fornritum.
Höfundur leitar víða fanga í
rit sitt um refsingar á þjóðveld-
istímanum, hefur kannað auk is-
ienzkra heímilda það, sem varð-
veitzt hefur af fomum lögum
annars staðar á Norðurlöndum,
og kynnt sér rit innlendra og
erlendra fræðimanna um það
eifni. Hann lýsir skipan dóm-
stóla og meðferð dómsmála, en
meginefni bókarinnar er grein-
argerð um ýmsar tegundir refs-
inga. Fjölskyldurefsingar voru
m.a. fólgnar i sviptingu arfs og
skuldfestingu konu vegna leg-
orðs. Einstaklingar áttu rétt til
hefnda fyrir líkamsárásir, leg-
orð, meiðyrði og þjófnað. Fyrir
stærstu brot voru menn sviptir
ailri réttarvernd, eignir þeirra
gerðar upptækar, þeir brott-
rækir úr þjóðfélaginu, rétt-
dræpir, þeir urðu skógar-
menn. Önnur höfuðrefsing var
fólgin í upptöku eigna og brott-
vísun úr landi um þriggja ára
skeið, svonefndur fjörbaugs-
garður. Ef maður olli dauða
annars manns, skyldu ættingjar
hans greiða ættingjum hins
vegna mamns fébætur, sem
nefndar voru niðgjöld. Önnur
f ém u naviðuriög voru réttur,
harðafang, handsalsslit, áfangi,
áverki, tvenn gjöld og útlegð
eða þriggja marka sekt. Enn
aðrar tegundir refsinga voru
skuldfesting, þrælfesting, svipt-
ing ©pinbers starfs, svipting
erfðaréttar. Málum var unnt að
Ijúka með sátt, þ.e. samkomulagi
aðila, sjálfdæmi annars aðila eða
gerð eins eða fleiri manna, er
annar aðili nefndi eða báðir
komu sér saman um. Loks eru
ýmis dæmi til um refsingar án
dóms og laga.
Höfundur ritsins um refsing-
ar á Islandi á þjóðveldistíman-
um gerir rækilega grein fyrir
þeim fjölþættu refsingum, sem
hér hefur verið drepið á, rekur
heimildir um þær og metur gíldi
þeirra heimilda. 1 lokakafla rits-
ins birtir hann nokkrar helztu
niðurstöður sínar um mismun á
íslenzkum lagaákvæðum um
refsingar á þjóðveldistímanum
og refsiákvæðum í löggjöf ann-
arra Norðurlandaþjóða á sama
tíma.
Ritið Refsingar á íslandi á
þjóðveldistímanum er framlag
til könnunar á veigamiklum
þætti í sögu islenzkrar löggjaf-
ar. Þar kemur fram, hvern-
ig leitazt var við að halda uppi
lögum og rétti í íslenzka þjóð-
veldinu. Sú saga verður ekki
rakin án þess, að víða sé komið
við í almennri sögu þjóðarinnar,
og almenn saga þjóðarinnar
verður ekki sögð án þess, að
ieitað sé fanga víða í efnisatrið-
um þeim, sem höfundur þessa
rits hefur dregið saman og reynt
að brjóta til mergjar.
Aftast í ritinu eru skrár um
heimildarit, nöfn og atriðisorð,
og aiis er það 446 blaðsíður.
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi bréf frá 14 nem-
endum Kennaraskóla íslands
þar seni þeir skýra skoðanir
sinar á Kennaraháskólafrum-
varpinu:
„Við lýsum velþóknun okkar
á meginatriðum frumvarpsins,
en mótmælum eindregið þeirri
réttindarýrnun, sem við, að
okkar áliti, verðum fyrir. Við
teljum, að með þessu frumvarpi,
séum við gerð að anna,rs flokks
kennurum bæði hvað varðar at
vinnumöguieika og launamál.
Þetta eru bein svik af hálfu
hins opinbera, þar eð við hóf-
um námið í trausti þess að við
yrðum fyrsta flokks kennarar,
með tilliti tiíl atviraniumöguleika
og launa. Þetta byggjum við á
því, að skólar munu fremur
veiija til starfa keranara með há-
skólapróf en kennara með al-
mennt kennarapróf.
Það er krafa okkar, að kenn-
arapróf, tekin eftir 1963, verði
metin til jafns við stúdentspróf,
varðandi inragöngu í Háskóla
Islands, og tekið skuli fullt til-
lit til valgreina. Einnig krefj-
umst við þess, að fá inngöngu í
Kennaraháskólann og ljúka það-
an prófi á tveimur árum, vegna
þeirrar sérmenntunar, sem við
höfum framyfir stúdenta.
Til stuðnings kröfum okkar
vísast til niðurstaðna Stúdenta-
ráðs, úr rannsóknum síðasta
sumar á námsefni til kennara-
og stúdentsprófs. Þar segir,
áð kennarapróf sé jafngildi
stúdentsprófs. Og samkvæmt
starfsmati BSRB og ríkisstjórn-
arinnar, er kennarapróf metið
hærra en stúdentspróf.
Við munum leggja aukna
áherzlu á kröfur okkar í verki,
ef þurfa þykir.
Þess má og geta til fróðleiks,
að við mælum fyrir munn
margra kennaranemenda.
Anders Hansen 3.-D., Arthur
Mortens 2.-G., Bjarni Harðar-
son 2.-B., Eiríkur Brynjólfs-
son 3.-D., Eiríkur EHertsson
2.-F., Guðmundur Guðmunds-
son 2.-A., Guðni Kjærbo 2.-B.,
Hólmfríður Benediktsdóttir'
4.-C., Krístín Þórðardóttir
2.-E., Stefán Melsted 2.-C,
Sveiran Guðjónssora 3.-B.,
Sveinn Kristinsson 3.-C., Valde
mar Harðarson 2. H., Þorleifur
Friðriksson 2.-D."
Framtíðaratvinna
Ungur maður utan af landi óskar eftir framtíðaratvinnu
í Reykjavík. Margt getur komið tii greina.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „6984".