Morgunblaðið - 12.02.1971, Síða 13

Morgunblaðið - 12.02.1971, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 13 Aftur til Dublin Með þessari mynd fylgir berorð lýsing eftir Michael Phílips á Jiýzka vopnasmyglarann Otto Schliiter í Hamborg og ýms um fleiri leynsölum sem stunda arðbæra en heldur óskemmti lega atvinnu með því að kynda undir ófriði í „suðupottum" álfunnar, m.a. í Belfast og víðar um heim þar sem ófriðvæn legt þykir EFTIR I.ÁRIIS SIGURBJÖRNSSON I. HRAÐLESTIN skilar okkur óð fluga til Dyflinnar. Þetta er ekki nema um 150 km leið. Lestih er tandurhrein og ágæt- ur miðdagsverður til reiðu til að stytta leiðina. Við mikla beygju yfir brýmar við Bann er mikil miðstöð þar sem írar hafa í hyggju að reisa nýja borg, ferðamannamiðstöð í Portadawn (á írsku: Port an Dunáim, þ.e. löndunarstaður- inn, sem bendir til þess að víkingar og aðrir Tánsmenn hafi dregið skip sín upp alla vatnasamstæðuna inn í þetta fagra og frjósama hérað m.a. til að sækja gull, gersimar og vopn í mikla hauga, sem enn ®ér stað fyrir vestan Armagh, t.d. Eamhain Macha, á ensku: Navan Fort, sem er talinn vera haugur Macha drottning ar 300 árum fyrir Krists burð og var enn 600 árum síðar konungssæti hinna voldugu U1 sters kónga, . frægir í fornum sögum. —- Hérna handan, nær Navan, er Armagh, þriheilög fyrir dómkirkjur sínar m.a. þá sem heilagur Patrekur byggði en nú kunoari í sögunni sem dýflissa yngsta þingmanns á Westminster þingi, Bernadettu Devlin, sem vér höfum um sinn verið að eltast við. Látum þess getið meðan enn móar fyrir kirkjutumunum tveim og Ðiocenan skóla heil ags Patreks, þar sem rauður erkibiskupshattur Armagh- biskupa hangir enn til sýnis í Ara Coeli, að það tókst um síðir að hafa hönd í hári Berna dettu en ekki fyrr en í prófsal Trinity College í Dyflinni, þar sem hún sat fund með stúdent um og deildarforsetum að til- efni 201. ársfundar lagadeildar, sem valinn hafði verið til þess að leggja fram á og sýna nýút komið annað bindi hinnar miklu ævisögu sjálfs forsetans, Eamon de Valera, eftir þá Langford jarl og Thomas P. O’Neill. Á þessuim fundi tókst hvorki betur né verr en svo að forláta bókin í upphleyptu bandi hvarf og kom ekki í leitimar fyrr en daginn eftir að búið var að fá forsetanum nýtt bindi frá bóksalanum. Dul arfullum fyrtrbrigðum ætlar seint að linna í írlandi! Segir svo af Bernadettu þeg ar þar kemur sögunni. II. Fram hefur verið haldið um stund svo sem ekki væri leik hús í írlandi, né heldur þeim Öðrum stöðum, sem ég hafði heimsótt I leiðinni. Hafi ég ekki tekið það fram í þessum þáttum sérstaklega, þá bera þeir þó með sér, að mér var mestur akkur í ferðinni að sjá sem flest leikhús og vita, hvernig mál stæðu þar. Ediin- borg með sýningum á Kings og Royal Lyceum var alls góðs makleg og þá ekki síður for- vitnilegt að sjá tvö leikrit á æfingum á Citysens leikhúsinu hans James Bradie í Glasgow, Mutter Courage og nýtt af nálinni eftir Joe Orton, What the Butler saw. Leikhúsin í Kaupmannahöfn eru ávallt kapítuh fyrir sig og ég van- ræki aldrei sýningar í Deutsch es Schauspielhaus í Hamborg þó fyrir komi að þær séu mér ökunnuglegar að efni og flutm ingi. Að auki sá ég í Thalia leikhúsinu í Hamborg gamlan kunningja: Prófessor Bernardi eftir Arthur Schn.itzler, sem mér var áður kunnugt af lestri en hafði ekki séð. Á höfund- inum hef ég alltaf haft dá- læti fyrir fínan stíl og sár- beitta fyndnd. Það verður af nógu að taka ef ég fæ tíma til að rifja upp sumt af því sem fyrir augu bar í förinni. En næst stend- ur að geta um leikhúsreynslu mína í Belfast, því þá væri Norður-frum illa í ætt skotið, ef þeir hefðu ekki leikhús þó ég ætli nokkru neðar í tröpp- unni en Þjóðleikhús þeirra í Abbey. Ég sá þama í Arts- leikhúsinu mjög frambærileg- an gamanleik ekki frábrugðinn tugum og hundruðum af ensk um fjölskylduflækjum en með hressilegum leikmáta Emilíu Jónasdóttur alias Róma Tómel ty og skopstælingu af Ulster pTeláta, sem kanm ekki fótum sínum forráð. Það er alls ekki til að smækka hina ágætu Emilíu okkar, að ég neíni hana í þessari andrá, ég er heldur ekki svo kunnugur hinni leikkonunni að ég geti dregið af henni nokkra reynslu en hitt er alveg satt og víst, að við getum feimnislaust litið framan í hvern mann og sagt þeim að setja vel á sig beztu frammisíóðu vors fólks á leik- svið.nu og jafnað því til þess sem ekki fer laklegar úr hendi en þessi I'lstersgleði eftir Sam Cree: „Separate Beds“. „Nachspiel" fylgdi sem á- minning um að við værum í Ulster. Þegar við litum upp eftir götunni, Botanic Road, var þar þröng manna fyrir beggja megin götunnar en á henni miðri brezkir herbílar og náfölir dátar, þrýstandi að sér byssustingjuðum byssun- um. Hér var greinilega hús- rannsókn á ferðinni eða leit að vopnum í grunsamlegum bif- reiðum. Á því mátti maður allt af eiga von úr því klukkan var orðin ellefu. Og svo var þetta í „mótmælanda“-hverfi! Betra að hafa sig í háttinn! in. Það er ekki að flækja sögu- þráðinn um of þó hér vindi fram tveim sögum nokkuð svo í senn. Það er oftar í Dublin að það sem er að gerast næst okkur hefur sína sögu í því sem hvarflar fyrir í sviðsljós- inu. Voru ekki áhrif Abbey- leikhússins sterkust fyrir hina tvíræðu birtu sterkra raun- veruleika sýninga Sean O’Cas- eys og annarra? Nú leátar Abbey meira til himnar handar innar. Nútímalýsingamar eru fjær, sagnfræðitímar um rétt umbðna atburði sækja á, klassik tímans í dag, rifjuð upp í gagnskoðari endursögn verka eftir Ibsen og Tchechov. Áhrifa leikhúsmanna eins og þeirra félaga Liam Macbamor og Hilton Edvards, sem að vissu leyti teljast til forustu- manna í Abbey á þriðja ára- tug aldarinnar gætir aftur til muna. Það er til vitraia um „Stefnu timans“, svo viðhaft sé orðalag Jóns Ólafssonar upp- fyUtum af Stuart MiU, Nihil isma og öðrum umræðuefnum Leikfélags andans, sem var á þeirri tíð, er ungir menn hugs uðu í Reykjavík, að Abbey- leikhúsið vekur upp „Veiði- bjöUu“ Antony Tchechovs og tekur upp söguþráðinn „Fyrir síðborna kynslóð" hálfrar aldar miraningu borgarstjórans í Cork, sem svelti sig í hel í mótmælaskyni við ofbeldi Eng lendinga 1920. Rétt um þessar mundir, mán aðamótin október-nóvember, lék tilveru ríkisstjórnar Fiana Faile undir stjórn Jack Lynchs á bláþræði. Sakir stóðu þannig, auk ágreinings um efnahags- mál, langvarandi bankaverk- falls og launadeilna við verka lýðsfélög og deildir opinberra starfsmanna, var uppvíst um alvarlegt vopnasmygl frá lýð- veldinu til nauðstaddra trú- bræðra í Ulster og það svo, að forsætisráðherrann hafði orðið að víkja úr ráðherrastóli fyrr um fjármálaráðherra sínum, Charles Haugney og vini hans Kevin Boland innanríkisráð- herra, en varnarmálaráðherr- anum, Gibbons var bjargað á siðustu stundu og skipaður landbúnaðarmálaráðherra í staðinn, allir meira eða minna flæktir í misnotkun 100 þús- und punda yfirdráttar á fé sem varið var til vopnakaupa í staðinn fyrir til styrktar nauð stöddum eftir óeirðimar í N- írlandi. Það fylgdi sögunni að handbært fé til hins upphaf- lega markmiðs næmi réttum 11 shillingum og haft eftir Lynch sjálfum, en annars á huldu vegna hins lángvarandi bankaverkfalls. Svo menn haldi haldi ekki að þetta sé uppspuni úr mér og til þess að særa ekki tilfinn ingar kærra vina í lýðveldinu held ég að bezt fari á því að ég gefi kollega mínum, einum blaðamanninum frá Canada, mr. Antho'ny Lewes, orðið: — „Ég skora á lesandann að taka á öllu hugmyndaafli sínu“ segir hann, „og setja sér fyrir sjónir, að einn góðan veður- dag hafi t.d. Nixon forseti upp götvað samsæri nánustu sam- verkamanna sirtna um stórkost legt vonpasmygl t.d. til frönsku mælandi Canadabúa. Dæmið er furðulegt, varla haldbæ.t um óskyldar þjóðir í nábýli hvað þá þjóðarbrot af sama kyni og þegar svo hæstiréttur fríkenndi Haughey og kump- ána hans var safnast um við- tækin í landinu með húrrahróp um. Svo grunnt er ofan í sviða sárið undan brezka okinu". — Með þessu var alþýða manna að láta í ljós vanþóknun sina á skiptingu landsins í sex norð ursýslur og 32 suðursýslur, og talið enda líklegt að Haughey og Boland muni vinna 2 auka þingkosningar í vor. Svo Lynch hefur tryggt sér gálgafrest ein an með varkárni í opinberum samskiptum, svo var það í vikunni áður en hann vakn aði við vondan draum, er hann sór á þingi Sameinuðu þjóð- anna fyrir að landamerkjum yrði raskað með ofbeldi, líka fór hann góðum og hófsamleg um orðum um einlægan vilja Breta og Chicester-Clarks til umbóta í hvers kyns félagsleg um efnum. „En nú tekur fyrst í hnúk ana þegar Fianna Fail er klof inn flokkur og allir hundar öfgamanna standa á Lynch að knýja sameininguna fram. — Auk þess hrúgast erfiðleikar upp héima fyrir í þessu frið semdarlandi blíðrar sveitasælu sem oss er tamast að hugsa okkur, að maður láti alveg hjá líða að geta um fimm mánaða bankalokun, sem loksins sér fyrir endan á, eða hraðvaxandi dýrtið og efnhagsöngþveiti. Kaupkröfur vaxa stjóminni yf ir höfuð. Réttu lagi ætti allt að vera farið úr skorðum á ír landi. — Nei, því er ekki al- veg svo farið í þessu samfélagi sem loðir saman í gegraum þykkt og þunnt, — geti bank amir ekki innleyst launaávis anir gerir knæpan á næsta götuhomi það, heyrt hef ég að bjórstofa í Wexford, eúi af 72 í 12 þús. manna bæ, hafi legið með 120 þús; dali í ávisunum. Það hendir sig að ferðamerun brenni inni viljandi eða óvilj- andi í þessu Gósenlandi þar sem allt er látið darka, en hafa verður hugfast að undir niðri er landið sárfátækt og fram- vindan hæg ef ekki kyrrstæð, en einhvernveginn hefur mað ur það á tilfinningunni að hlut irnir skreppi saman á nýjan leik í þessu samfélagi kunn- ingsskaparins þar sem allir þekkja alla og hjálpsemin er við hverjar götudyr“. IV. Meðan ég var í Irlandi voru örlagaríkir fundir haldnir í Stórmont í Belfast og van- traust á hæstv. Taoiseach (for sætisráðherra) lýðveldtisins d þinghúsinu í Leinsterhöll í Dublin auk stúdentafundarins í Trinity College. Fundarsköp eru í mjög föstum skorðum í þingdeildunum. Það er miS- jafnt hve margir þingmanna eru viðstaddir hverju sinní, en enginn víkur úr þingsalnum fyrr en hann hefur hvatt þimg forseta og fengið samþykki hans til að víkja frá, eins heáls ar hver þingmaður forsetanum og tilkynnir nærveru sína. Annars fóru þingfundír fram með svipuðum hætti og hér heima. Á Stormontþingi sitja 52 fulltrúar, í Dail 141. Við skulum ljúka þessum þáttum af írlandsdvöl í vetrar byrjun 1970 með styttri frá- sögn af þessum fundum, sem allir saman voru minnisverðir í sögunni af eyjunni grænu á því herrans ári. f niðurlags- orðum dreg ég saman það sem komið er af ævisögu hins ein mana og þögla svífandi máfs yfir írlandsálum allt frá byrjun sögunnar frá 1916, minnugur þess að 83. aldursaf mæli þessa einstæða stjórn- málamanns, forseta írlandfl, De Valera, bar upp á fyrsta dag nóvembersmánaðar og há tíðlega minnst m.a. í Abbey- leikhúsinu með sýningu á „Veiðibjöllu“ Tchechovs og sýningunni: „Fyrir síðboma kynslóð“, einfaldri minningu annarrar frelsishetju, Terence Mac Swiney borgarstjóra. Eftir minnisblöðum og leik- skrám í Dublin og Reykja- vik nóv.—des. 1979. fl| ■ Heimilisiðnaður. Heimatilbúna sprengjur eru skaðræðlsvopn og algengar í návígi í götuóeirðum í Belfast allt frá um- ferðartruflunum út af mótmæjum gegn hælc.mn strætisvagna- gjalda til eyðingar á ferðaskrifstofa flugumferðar. — Þessi sprengja „klippti" hreinlega framan af fæti lögregluþjóns- ins, som í skónum var írskir þingmenn framan við þinghúsið — Dail — í Leinster höll. Fyrrum landstjórabústaðurinn brezki — í Dublin. Þeir eru: Verzlunarmálaráðherrann, mr. Laor, fræðslumálaráð- herrann, mr. Faulkner (í miðið) og umdeildur landbúnaðar- málaráðherra, mr. Gibbon, fyrrum varnarmálaráðherra. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.