Morgunblaðið - 12.02.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 17 i. TALIÐ er að vitað sé með- vissu, að á landnámsöld hafi gróðurlendi íslands verið allt að því helmingi stærra, en nú er, og gróður miklu meiri og fjölskrúðugri. Má í því efni vísa til þess sem skrifað hafa fremstu náttúruvísindamenn, Sigurður Þórarinsson, Sturla Friðriksson, en af sagnfræð- ingum, Þorkell Jóhannesson. Hörð lífsbarátta feðra vorra, kunnáttuleysi, vanefni og frumstæðir atvinnuhættir leiddu til þess að gróður rýrn- aði og þvarr, en afleiðingar urðu uppblástur og auðnir. Nú erum við að reyna að stækka gróðurlendið að tnýju, og er það eitt hið mikilvæg- asta starf sem nú er unnið í landi voru. Mér finnst ástæða til að rifja hér upp sumt sem nýlega kom fram í viðtali Páls Sveinssonar landgræðslustjóra við Morgunblaðið (21. og 22. janúar), og mjög er þess vert, að festast sem rækilegast i minni manna. Frá upphafi sandgræðslunn- ar er búið að girða allt að 2000 ferkílómetra í 12 sýslum landsins. Á seinni árum hefur m.a. verið tekið til við að hefta uppblástur á hálendinu. Á síðasta ári var reist stór girðing í Landmannafrétt, ,,en uppblástursvæðið þar hef- ur fram til þessa ógnað byggð- inni í Landssveit, og er allt að því 400 ferkílómetrar að stærð.“ Páll Sveinsson segir: „Þeg- ar rætt er um að enn blási landið meira upp en ávinnst í sandgræðslu, hefur þetta ekki við rök að styðjast, og á ég þar alveg sérstaklega við land- ið í heild.“ Hann segir að í byggðum landsins hafi orðið stórkostlegir landvinningar: „Við höfum gert mun meira en halda í horfinu. Tökum Rangárvelli eða Landssveit: Ég fullyrði að alls ekki væri búið í þessum sveitum nú, hefði sandgræðslunnar ekki notið við, og eins voru nær- liggjandi sveitir í stórhættu, þegar hafizt var handa um heftingu uppblástursins. Eins er hægt að nefna Kelduhverfið og Aðaldalinn fyrir norðan." Árið 1937 hitti ég í Berlín þýzkan jarðfræðing, dr. ívan, sem verið hafði sendi- kennari í Háskóla íslands, meðfram til þess að kostur gæfist á náttúrurannsóknum í landinu; doktorsritgerð hans var ávöxtur af þeim. Hann sagði mér, að eins og horfði, myndi veðrátta og vötn sjá svo um, að eftir svo sem tvö hundruð ár yrði engin mold framar á íslandi. Mér hefur aldrei við neina fræðslu meira brugðið. En nú sjáum við fram á að enn sé hægt að bjarga mold- inni okkar og breyta söndum og auðnum í gróðurland. En til þess þarf enn mikil átök, mikla vinnu, mikið fé. Páll Sveinsson segir að enn sé „geigvænlegur uppblástur á eldfjallasvæðinu.“ Ekki hafa verið tök á því að hefta upp- blásturinn þar ennþá, sem er út af fyrir sig ekki undarlegt, þegar tekið er tillit til þess, að fyrsta hálendisgirðingin var sett upp árið 1954. Það var Hólssandurinn í Norður.-Þing- eyjarsýslu, en hann er gjör- sigraður fyrir mörgum árum, og þar með var bjargað efri hlutanum af Axarfirði. Ég nefni aðeins nokkur dæmi, en innflutningi fóðurbætis um allt að 80% . . . . Þá hefur vérið talað um að framleiða hér á landi þilplötur. Til skamms tíma hefur verið álit- ið að hráefnið kæmi frá skóg- unum. En viti menn — bezta hráefnið til þessarar fram- leiðslu eru grösin. Vegna alls þrjú ár. Þá virðast allar kreppur steingleymdar, sjálf- sagt að lengja skólaskyldu barna,' stofna nýja mennta- skóla og bæta við nýjum há- skóla, fyrir kennara. (Ég verð að játa að ég skil ekki nauð- syn þess að barnakennarar hafi stúdentspróf, hvað þá há- Kristján Albertsson: Landgræðsla — í Afríku eða á íslandi? svona mætti halda lengi áfram. Ég vona að fjármagnið verði stóraukið til sandgræðslu á næstu árum, eins og gert hefur verið á undanförnum árum, þannig að við getum snúið dæminu algjörlega við á afréttum, eins og við höfum gert í byggðum landsins." Páll Sveinsson segir að ekki sé nóg að friða landið, í von um að þá grói það upp af sjálfu sér. Við höfum reynslu af því að svo verði ekki, með- al annars úr Þjórsárdal, þar sem reist hafi verið skógrækt- argirðing fyrir 30 árum — og ekki dugað til. Ef græða ætti upp Landmannafrétt nú þeg- ar, „sem er fræðilegur mögu- leiki, yrði kostnaðurinn allt að 200 milljónum króna,“ sem væri þó ekki nema fimmti eða sjötti hluti af kostnaði við að gera mýrarhektarinn að túni. „Við teljum okkur vita hvern- ig fara eigi að því að hefta uppblástur á íslandi og græða örfoka land. Þetta snýst fyrst og fremst um áburð og sáð- vöru, eða með öðrum orðum: peninga.“ Þá minnist landgræðslustjóri á þá aðstoð sem veitt hafi ver- ið bændum og sveitafélögum við að græða upp mela, sanda og önnur orfoka svæði. „Af þessum svæðum ber fyrst að nefna Skógarsand, Sólheima- sand og Austur-Skaftafells- sýslu, en þar er búið að rækta upp um 1000 hektara af sönd- um og aurum í öllum hrepp- um sýslunnar." Félagssamtök hafi notið aðstoðar Land- græðslunnar. „í Austur-Skafta fellssýslu eru nýju túnin orð- in stærri en öll gömlu túnin í sýslunni.“ Víða annara staðar hafi Landgræðslan aðstoðað fjölda bænda til að rækta upp sanda og mela, og yfirleitt lagt til allt girðingarefni og sáðvöru. Þá bætir Páll Sveinsson við þessum eftirtektarverðu orð- um um nauðsyn og framtíðar- horfur grasræktar: „ísland hefur verið og á að vera gras- land. Við höfum stundað bú- fjárrækt frá upphafi byggðar og munum gera það um ókom in ár og jafnvel aldir. Það út- heimtir gras og meira gras. Við getum notað grös til fleiri hluta en hefta uppblástur. Heykögglaverksmiðja hefur verið starfrækt í Gunnarsholti um 10 ára skeið, og að feng- inni þeirri reynslu fullyrði ég, að hefðum við nóg af gras- kögglum gætum við dregið úr þessa tel ég að okkur beri að leggja höfuðkapp á að gras- klæða landið okkar, því án þess væru hér sennilega ein- ungis erlendir fiskimenn." 2. Með íslenzkri landgræðslu hefur þá að dómi Páls Sveins- sonar verið gert „mun meira en að halda í horfinu,“ en skort fjárframlög til meiri átaka. Enn verðum við að horfast í augu við þá stað- reynd, að gróðurlendi íslands er um það bil helmingi minna en var á landnámsöld. En þessu má breyta. Hér bíður okkar eitt hið mesta verkefni komandi kynslóða. Gunnlaugur Jónasson víkur að því í grein í Morgunblað- inu 30. jan. sl.: „Landkostir hafa óumdeilanlega rýrnað síðan mannabúseta hófst í landinu, en þó alls ekki, svo, að óbætanlegt sé. Oss sem nú lifum og þeim sem eftir oss byggja þetta land, á að vera það heilög skylda, að greiða þessa skuld feðra vorra við landið. Það mun vissulega taka langan tíma, kosta mikið fé, hugvit og síðast en ekki sízt órofa samstöðu allra lands manna. Um þetta ætti að gera landbótaáætlun til langs tíma. Fyrst af öllu þarf linnu- lausa fjáröflun .... Greiðsla hinnar miklu skuldar lands- búa fyrr og síðar við landið á alls ekki að felast í því, að færa eðlisgerð þess í sama horf, eins og hún var þegar mannabyggð hófst í landinu, neldur á landbótaviðleitnin að stefna að því, að gera land vort að miklu betri bústað fyr- ir menn, dýr og jurtir, heldur en það hefur nokkru sinni áð- ur verið. Þegar svo er komið, þá fyrst getum við sagt að skuldin sé greidd. Við getum þetta ef við viljum og höf- um manndóm til þess, að kasta á glæ úreltum og ein- strengingslegum kenningakerf- um, sem nú kljúfa þjóð vora í fjandsamlega hópa.“ Þetta er vel og viturlega mælt. Við eigum að gera land okkar að eins góðu landi og það fram- ast getur orðið — svo sem hafa kappkostað allar sið- menntaðar þjóðir, hver í sínu heimkynni. En ekki var á landgræðslu- stjóra að heyra að von væri á neinum auknum framlögum til landvinningar. Þó getur manni fundizt sem Alþingi sé ævinlega til í allt, hvenær sem góðæri hefur staðið í tvö- skólagráðu. Enginn af þeim sem kenndu mér í barnaskóla hafði stúdentspróf, né kunni orð í latínu, og voru þeir þó upp og ofan góðir kennarar, sumir frábærir — Sigurður Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Guðmundur Davíðsson, og fleiri mætti nefna). Kjarkur þingmanna og þing- flokka til þess að vera á móti nokkrum sköpuðum hlut, sem stungið er upp á, virðist hafa farið mjög þverrandi á síðustu áratugum. Eitt aðaláhugamál allra flokka er að tapa ekki fylgi. Það virðist útheimta óvenjulegt siðferðisþrek að leggjast á móti vafasömum „framfaramálum“ sem and- stæðingar geti svo gumað af við kjósendur að þeir hafi veitt eindreginn stuðning. Ríkustu þjóðir heims, þar sem allar framfarir hafa orðið mestar, veita nú fjárhagslega aðstoð til þeirra landa, sem til skamms tíma voru kölluð vanþróuð, en nú þykir kurteis legra að nefna þróunarlöndin. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp sem gerir ráð fyrir því að ísland bætist í hóp þeirra þjóða, sem miðlar öðrum af ríkidæmi sínu. Frumvarpið var samþykkt í einu hljóði í efri deild, og í neðri deild leggja tveir þingmenn til að „aðstoð íslendinga við þróun- arlöndin aukist í áföngum og nemi 1% af þjóðartekjum þeirra (væntanlega er hér átt við íslendinga, ekki þróunar- löndin) eftir 10 ár.“, Dreymir okkur um að við sé um í tölu ríkra og háþróaðra landa? Hér eru að vísu góð lífskjör, en með því móti að árlega sé öllu eytt sem aflast. Svo til ekkert fjármagn í land inu. Við höfum ekki haft efni á því að leggja vegi um land- ið af þeirri gerð, sem kallaðir eru akbrautir í öðrum lönd- um. Að vísu stendur nú til að leggja eina slíka braut frá Reykjavík austur að Selfossi. En við eigum ekki fyrir henni. Höfum orðið að taka lán til verksins hjá Alþjóðabankan- um, vextir 7Vi%. Og þessa dagana er skýrt í blöðum frá annarri mikilli lántöku, 880 milljónum króna, vextir 8%%, og á að verja þessu fé til raf- orkuframkvæmda, lagningu hraðbrauta og annarra vega- gerða á Austurlandi. Það er auðvitað falleg hug- mynd að vilja hjálpa vanþró- uðum löndum til bjargálna. En af ýmsu sem í blöðum stendur er bert, að mikið vant ar á að eins vel sé gert við fátækt fólk á íslandi og æski- legt væri, og virðist sem okk- ur stæði nær að bæta hag þess, en að hrúga fé í aðrar þjóðir. Auk þess er sá ann- marki á hjálp til vanþróaðra þjóða, að margar þeirra búa við mikla spillingu í stjórnar- fari, þannig að styrktarfé til þeirra fer að ekki litlu leyti til þess að auðga valdaklíkur, standa straum af óhófslífi þeirra og bitlingaaustri til venzlafólks og fylgismanna, — svipað og til dæmis átti sér stað í Grikklandi áður en her- foringjastjórnin tók völdin. Mér hefur skilist, að þeir sem bezt þekkja til í Grikklandi telji þá stjórn tiltölulega vel þokkaða af öllum almenningi, þrátt fyrir illræmda harðn-' eskju hennar — og hvers vegna? Eitt af því sem gerðist. á árunum fyrir valdatökuna var ráðstöfun á 50 milljónúm dollara til hjálpar illa stæð- um bændum — en aldrei höfðu komizt nema um 8 milljónir alla leið til bændanna sjálfra. Hitt hafði farið í skrifstofu- hald og annan úthlutunarkostn að — gífurlegt mannahald úr hópum stjórnargæðinga, og hver veit hvað. Þannig var frá þessu sagt af tveim am- erískum blaðamönnum, sem dvalið höfðu árum saman í Grikklandi og voru nákomnir málefnum landsins. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna, sem gerzt þekkja framkvæmd styrkveitinga og tækniaðstoðar til þróunar- landa, kunna marga svipaða sögu að segja, og meðal ann- ars frá löndum mikillar and- legrar menningar. Sett eru upp skrifstöfubákn til þess að ráðstafa veittri fjárhagsaðstoð, þar sem fjöldi hálaunaðra yfir manna gera lítið eða ekkert annað en að vísa til undir- manna sinna. Frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi er þess efnis, að komið skuli á fót ríkisstofnun sem stjórni aðstoð íslands við þróunarlöndin, og skal henni stjórnað af 5 mönnum sem sameinað Alþingi kýs. Kostn- aður greiðst úr ríkissjóði. Tæpast verður þetta ódýr stofnun. Hinir valinkunnu al- þingismenn myndu vafalaust leggja mikla rækt við starf sitt, og sízt af öllu telja eftir sér tíð og löng ferðalög um þróunarlöndin, til að kynnast ástandi og aðstoðar-fram- kvæmdum af eigin raun og gera viturlegar tillöguir um hvernig verja skuli framlagi fslands. íslendingar eru sem kunnugt er mjög hneigðir til ferðalaga í útlöndum, jafnvel þótt ríkið borgi brúsann. Enginn vafi er á því, að af öllum þróunarlöndum er oss skyldast að muna ísland. Ég leyfi mér því að gera það að tillögu minni, að því fé sem Alþingi getur hugsað sér að íslendingar hafi aflögu til styrktar þróunarlöndum verði varið til landgræðlu og vega- gerðar hér á landi — fremur en í Afríku. Ég vona að Alþingi sjái sóma sinn í því, að láta áður- greint frumvarp daga uppi, og til langframa — þangað til við höfum búið betur að gömlu fátæku fólki hér heima fyrir, eignast viðunandi vegi um landið og aukið gróðurlendi þess svo sem framast má verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.