Morgunblaðið - 13.02.1971, Qupperneq 16
16
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 13. PEBRÚAR 1971
Gunnar Árnason, stud. psych;
Húsmæðralaun
Kanpmannahöfn, 23. janúar.
Kristján J. Gunnarsson, skóla
stjóri ritar þ. 19. janúar mjög
athyglisverða grein hér í blaðið
um stöðu konunnar í þjóðfélag-
inu, tækniþróun og uppeldi, hús
mæðralaun o.fl.
Kristján kemur víða við, en
hið nýstárlegasta í grein hans er
tvímælalaust hugmyndin um
„húsmæðralaun" til handa mæðr
um allra barna frá 0 til 16 ára,
er samsvari þeirri upphæð, sem
fer til greiðslu launa starfsfólks
vegna dvalar barna á vöggustof
um, dagheimilum, leikskólum og
tómstundabeimilum.
Líkar tillögur hafa komið
fram hér í Danmörku, aðallega
tvenns konar. Annars vegar
hugmynd um uppalendalaun til
handa foreldrum ungbama til
3ja ára aldurs, til að hindra
þann skaða sem dvöl á vöggu-
stofum og rofið tilfinningasam-
band í frumbemsku kunni að
hafa fyrir þroska bamsins. Hins
vegar hafa forkólfar „barnarétt
inda" viljað fá „barnalaun" til
handa öllum börnum frá 0 til 16
ára, í svipuðum tilgangi og
Kristján drepur á í sambandi
við sjálfsákvörðunarrétt barna:
„Hugsanlegt er að ganga jafn-
vel enn þá lengra í jafnréttis-
hugsjóninni og segja, að sá tæp
ur þriðjungur þjóðarinnar, sem
er böm undir sextán ára aldri,
ætti að hafa um það sjálfs-
ákvörðunarrétt, hvort þau
vildu alast upp á uppeldisstofn-
unum eða heimili."
Áður en ég vík að þessum hug
myndum vil ég fyrst ræða
nokkru nánar um hin einstöku
^aldursskeið bamsins.
V ÖGGUSTOFUALDTJRINN
Aldurinn frá 0 til 3ja ára er
mjög mikilvægt tímabil í lífi
barnsins. f>að er engin ný bóla
að fyrstu ár barnsins hafi ver-
ið talin mikilvæg fyrir þroska
þess, og flestir sálfræðingar í
dag eru sammála um, að ekkert
skeið ævinnar sé mikilvægara
fyrir tilfinninga- og persónu-
þroska mannsins en fyrstu 5 til
6 ár ævinnar.
f>að var hins vegar ekki fyrr
en eftir síðari heimsstyrjöld að
menn gerðu sér fulla grein fyr-
ir hinni gifurlegu þýðingu, sem
traust tilfinningasamband smá-
bamsins við einhvern fullorð-
inn, hefði fyrir allan framtíðar-
þroska þess. Nú kom í ljós að
ekki aðeins tilfinninga- og per-
sónuleikaþróun bamsins skaðast
alvarlega sé þetta tilfinninga-
samband rofið í lengri tíma (t.d.
við að annað hvort barnið eða
móðirin þarf að leggjast á
sjúkrahús), heldur einnig að
greindarþróunin staðnaði. Raun
ar hefur komið stöðugt betur i
ljós að tilfinningaþroskinn er
nauðsynlegt skilyrði til að bam
ið geti náð fullum greindar-
þroska.
1 yfirlitsgrein yfir langtíma-
rannsóknir varðandi þróun
barnsins kemst bandarískur
prófessor (Bloom) að þeirri nið
urstöðu, að á tímabilinu fram að
4ra ára aldri sé greindarvöxt-
urinn örastur. Við samanburð á
mörgum langtímarannsóknum
kemst hann að þeirri niður-
stöðu að 50% af þeim breyting-
um sem verða á greind barnsins
gerist fyrir 4% árs aldur, 30%
verða á aldrinum 4% til 8 ára
en aðeins 20% af breytingunum
verða á aldrinum 8 til 18 ára.
Að sjálfsögðu ber að taka
slíkar niðurstöður með nokkrum
fyrirvara m.a. vegna vandkvæða
við greindarmælingar smábarna,
en þær staðfesta samt sem áður
það sem fjölmargar klíniskar at-
huganir hafa sýnt, að rofið eða
lélegt tilfinningasamband á
fyrstu árum ævinnar getur haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyr-
ir alla framtíð bamsins. 1 alvar-
legustu tilfellum leiðir þetta til
geðveilu eða beinlínis geðveiki
hjá börnum; í vægari tilfellum
til alvarlegra erfiðleika við að
tileinka sér þá reynslu sem sið-
ari þróunartímabil hafa upp á
að bjóða, (t.d. þróun samvizku
og siðgæðisvitundar á 4ra til
6 ára aldrinum) og til minnk-
andi námshæfileika og greindar.
>að ber þó að taka skýrt
fram að allar þær rannsóknir
sem sýna alvarlegan mismun á
stofnunum og heimilum, hafa bor
ið saman, annars vegar smá-
barnaheimili og sjúkrahús (þar
sem bömin dvelja allan sólar-
hringinn) og hins vegar for-
eldraheimili. 1 nýrri rannsókn-
um, þar sem vöggustofuböm,
sem dvelja þar aðeins hluta úr
sólarhringnum, eru borin sam-
an við heimilisböm, hefur ekki
tekizt að sýna fram á skaðleg
áhrif, og áhrifin hafa raunar
verið gagnleg sérstaklega fyrir
börn sem búa við erfiðar aðstæð
ur heima fyrir.
Sé vöggustofa innréttuð og
starfrækt eftir beztu kröfum
varðandi leiktæki, menntun
starfsfólks o.fl. getur hún haft
gagnleg áhrif fyrir öll börn.
mjög strangar kröfur, eigi
vöggustofa að geta komið í stað
heimilisuppeldis. Á vöggustof-
unni þarf barnið að fá:
1. náið tilfinningalegt sam-
band við eina eða fleiri af fóstr
unum; barnið verður að finna að
þeim fullorðna þyki í raun og
veru vænt um það.
2. líkamleg atlot; klapp og
gælur og það að hvíla í faðmi
þess sem bamið treystir, hefur
mikla þýðingu fyrir öryggistil-
finningu og tilfinningaþroska
barnsins.
3. möguleika til að nota öll
skynsvið sín; geta bæði séð og
heyrt, þreifað á og bitið í sem
allra fjölbreyttasta hluti.
4. fá félagslega hvatningu
bæði með nánu sambandi við þá
fullorðnu og við eldri böm.
5. mikla hvatningu til að læra
að tala og nota hugtök.
6. tækifæri til að hreyfa sig
á nægilega stóru svæði, bæði
skríða, ganga, klifra o.m.fl.
Mikið vantar að sjálfsögðu á
að allar vöggustofur fullnægi
þessum skilyrðum. Til skamms
tíma var litið á það sem aðal-
verkefni vöggustofunnar að við
hafa fullkomið hreinlæti og sjá
um að börnin fengju nægan og
hollan mat. Var því aðallega
hjúkrunarmenntað fólk ráðið til
starfa í vöggustofum.
Hér í Danmörku eru t.d. að-
eins örfá ár síðan farið var að
sérmennta starfsfólk til vinnu á
vöggustofum og smábarnaheimil
um.
Slík sérmenntun fyrir vöggu-
stofufóstrur mun enn ekki vera
til á Islandi, og munu sennilega
líða áratugir áður en vöggustof-
ur verða sambærilegar heimilis-
lífi hvað uppeldislegt gildi snert
ir.
DAGHEIMILAALDUB
Varðandi dagheimilaaldurinn
(u.þ.b. 2% til 6 ára) gegnir
öðru máli.
í fyrsta lagi hefur aðskilnað-
ur við foreldri nú mun minni
skaðleg áhrif á bamið.
1 öðru lagi eru skólakerfi
hinna þróaðri landa sífellt að
færa niður aldurstakmark byrj-
enda. 1 Frakklandi fara t.d. nær
öll börn í leikskóla frá 3ja ára
aldri. Hér í Danmörku eT það yf
irlýst markmið að stefna að þvi
að fullnægja allri eftirspurn eft
ir dagheimilum, og að dvölin
þar verði ókeypis.
I þriðja lagi hafa rannsóknir
sýnt að dagheimilisvist hefur
gagnleg áhrif á flest böm, þó
mest á þau sem búa við erfið-
ar heimilisaðstæður og lágt
menntunarstig foreldra.
í fjórða lagi eru dagheimili á
Islandi sennilega þær uppeldis-
stofnanir, sem bezt gegna því
hlutverki að hafa áhrif á félags
kennd og félagsþroska bam-
anna.
SKÓLAALDUKINN
Á aldrinum 7 til 15 ára eru
böm skólaskyld.
Varðandi aðstöðu skólabarna
má benda á að sífellt fleiri að-
hyllast þá skoðun að skólinn
eigi að vera vinnustaður bam-
anna, því skuli enginn heima-
vinna vera, en allt nám íari
fram innan veggja skólanna,
eins og vinna á flestum öðrum
vinnustöðum. Þetta myndi að
sjálfsögðu lengja nokkuð dvöl
barnanna í skólanum dag hvern.
Á sama tíma og þetta gerist
styttist stöðugt vinnutííni fólks,
þannig að ekki er ósennilegt að
innan fárra ára verði munurinn
á vinnutíma foreldra og saman-
lögðum „skóladvalartíma" barna
horfinn, eða orðinn svo litill, að
slikt valdi ekki umtalsverðum
erfiðleikum fyrir bamið.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Kristján skrifar: „Innan fárra
áratuga munu svo til allar kon-
ur fara að vinna úti og svo til
allt uppeldi færast af heimil-
unum og yfir á stofnanir. Ekk-
ert getur hindrað þessa þróun.
En ef við óskum, getum við e.t.v.
tafið nokkuð fyrir henni með
því að taka upp algerlega nýtt
mat á starfi húsmóðurinnar. Við
urkenna verður í verki, að
vinna hennar sé arðbær (pro-
duktiv) fyrir þjóðfélagið og að
hún eigi að launast og veita hús
móðurinni fjárhagslegt sjálf-
stæði til jafns við annað vinn-
andi fólk."
Kristján nefnir ýmis skynsam
leg rök bæði með og móti þessu.
Af meðrökum nefnir hann t.d.
gagn fyrir bamið, þ.e. betri
borgarar í framtíðinni sparnað-
ur við byggingu og rekstur
stofnana; síðar meir sparnaður í
löggæzlu, framfærslu og trygg-
ingamálum vegna þess að færri
munu þurfa á aðstoð eða að-
haldi að halda í framtíðinni, og
að valið milli heimilisstarfa og
vinnu utan heimilis verði í raun
og veru frjálsara fyrir konuna
sé reynt að samræma þau fjár-
hagslega, bæði hvað laun og
skattamál snertir.
Af mótrökum nefnir Kristján
fyrst og fremst það, að þjóðhags
lega fæst betri nýting á vinnu
og menntun kvenna, ef þær
vinna utan heimilisins. — Jafn-
vel í ríkjum, sem aðhyllast sem
allra mest frelsi einstaklihganna
í einkamálum, eru sett lög, sem
hafa áhrif á hegðun þeirra,
enda hefur hegðun einstaklings-
ins nær ætíð áhrif á þjóðfélag-
ið beint eða óbeint. Má i þessu
sambandi benda á, að frönsku
stjórninni tókst að fjölga barns-
fæðingum verulega fyrir nokkr-
um árum með því einfaldlega að
hækka bamalífeyri. Hjá okkur
hljóta t.d. lögin um 50% frádrátt
frá skatti á launum giftra
kvenna, að hafa hvetjandi áhrif
á konur til að vinna utan heim-
ilis, jafnvel þótt markmið lag-
anna hafi e.t.v. verið annað í
upphafi. Ákvarðanir um slíka
lagasetningu eru þýðingarmikl-
ar stjórnmálalegar ákvarðanir,
þar sem taka verður tillit bæði
til pólitiskra framtíðarmarkmiða
og efnahagslegra aðstæðna í nú
tið og framtíð.
Hugsum okkur nú að hug-
mynd Kristjáns um húsmæðra-
laun vegna bama frá 01—6 ára,
kæmist til framkvæmda. Hverj-
ar yrðu afleiðingarnar? Við get-
um aðeins spáð:
1. Fleiri konur (og e.t.v. ein-
staka karlmenn) myndu velja
að vinna é heimilinu í stað
vinnu utan heimilis.
2. Húsmæðralaunin myndu ná
yfir ca. 20 til 25 ár úr lífi kon-
unnar (miðað við dreifingu fæð-
inga á 4 til 9 ár). Þannig myndu
þær konur, sem velja að vinna
heima hafa slík laun frá t.d. 20
til 25 ára aldri til 40 til 50 ára
aldurs.
3. Hafi kona þannig notað
„beztu ár ævinnar" til húsmóð-
urstarfa er mjög erfitt fyrir
hana að komast út á vinnumark
aðinn aftur, bæði af persónuleg-
um ástæðum, skorti á starfsþjálf
un og minnkandi möguleik-
um fyrir miðaldra og eldra fólk
á vinnumörkuðum hinna þróaðri
landa. Þannig yrði húsmóður-
starfið sennilega hið raunveni-
lega lífsstarf fyrir margar þess-
ara kvenna, og þá kemur m.a.
sú spuming, hvort þær eigi að
fá eftirlaun t.d. frá 50 ára aldri.
4. Þetta gæti haft þau hliðar-
áhrif að heimavinnandi konur
myndu eignast fleiri börn en
hinar, sem ynnu utan heimilis,
og þar með myndi barnsfæðing-
um i heild fjölga og þar með
þjóðinni.
5. Sennilegt er að þær konur
sem velja að vinna heima verði
ekki jafnt dreifðar á starfssvið
og menntunarsvið þjóðfélagsins,
þannig yrði þetta stærri freist-
ing íyrir þá konu, sem litla
menntun hefur hlotið, og á því
ekki völ á starfi utan heimilis,
sem veiti henni ánægju, þroska
og góð laun.
6. Fjórða og fimmta atriði
myndu síðan í sameiningu hafa
þau áhrif, að þau böm, sem mest
gagn hafa af dagheimiladvöl
(ss. börn frá heimilum með
lágu menntunarstigi foreldra)
myndu alls ekki koma á dag-
heimili.
7. Þetta myndi seinka jafn-
réttisbaráttu kvenna á þennan
hátt í fyrsta lagi, verði húsmóð-
urhlutverkið gert lokkandi með
launum myndi það hafa letj-
andi áhrif á menntunarleit
kvenna.
1 öðru lagi fengju eiginmenn
og aðrir sterkari tromp á hendi,
til að letja konuna að vinna ut-
an heimilis, og í þriðja lagi
myndu stéttasamtök húsmæðra,
á launum, standa i vegi fyrir
fullkomnu jafnrétti milli kynj-
anna.
8. Frá þjóðfélagslegu sjónar- .
miði yrði sennilega verri nýt-
ing á þeim kostnaði, sem lagður
hefur verið í menntun þeirra
kvenna, sem velja húsmóður-
starfið.
9. Þjóðhagslega séð yrði marg
falt verri nýting á vinnu
kvenna.
Þetta eru sem sagt nokkrar
af þeim hugsanlegu afleiðingum,
sem gætu orðið af húsmæðra-
launum, séu þau greidd þar til
börnin ná 16 ára aldri. Það skal
tekið skýrt fram, að ég er al-
gjörlega sammála Kristjáni um
vandamálið s.s. um aðlögun lifn-
aðar- og uppeldishátta að breytt
um framleiðsluháttum þjóðfé-
lagsins, og að við þörfnumst að-
lögunartíma „meðan hið félags-
lega stofnanauppeldi nær að
þróast betur og verða færara
um að valda uppeldishlutverk-
inu, heldur en orðið er.“
Hvemig hægt er að leysa það
er aftur á móti öllu erfiðara. Ef
gripið er í taumana á einum stað
í þjóðfélagsvélinni hefur það 1
flestum tilvikum fjölda auka- og
hliðaráhrifa á önnur svið. Vegna
þessara fyrrnefndu aukaáhriía
get ég engan veginn samþykkt
tillögu Kristjáns i heild. Hins
vegar kæmi til greina að gera
ráðstafanir, sem ganga skemmra,
en gætu þrátt fyrir það bætt
nokkuð úr.
Á ég þar fyrst og fremst við
ráðstafanir til hjálpar bömum á
vöggustofualdri. Eins og áður er
getið er frumbernska barnsins
ákaflega mikilvægt tímabil í þró
un þess og því afdrifaríkt hvem
ig til tekst um uppeldið á því
skeiði. Við höfum enn ekki kom-
ið á fót sérmenntun fyrir fólk,
sem starfa vill á vöggustofum.
1 frumbemsku skiptir tilfinn-
ingalegt samband við foreldra
eða aðra fullorðna meira máli
en á nokkru öðru skeiði ævinn-
ar.
Allt þetta mætti færa fram
sem rök fyrir því að við ættum
að hækka fæðingarstyrk og
barnalífeyri til barna fyrstu 2
til 3 æviárin all verulega, þann-
ig að annað foreldri eða bæði
geti minnkað við sig eða hætt
vinnu á meðan barnið er i frum-
bernsku. Samhliða þessu þyrfti
svo að leggja mikla áherzlu á
að leiðbeina foreldrum um upp-
eldi og aðbúð smábama, (m.a.
þyrfti að veita „eftirlitsljós-
mæðrum" stóraukna fræðslu í
uppeldisfræði.)
Verði þróunin á Islandi lík og
hún hefur verið t.d. í Danmörku
og Svíþjóð má búast við að
barnafjöldi á fjölskyldu minnki
mikið á næstunni, fari t.d. nið-
ur í 2 til 3 börn á f jölskyldu.
Einnig er sennilegt að flestir
foreldrar vilji ákveða sjálfir,
hvenær og með hve löngu milli-
biíi þeir vilji eiga bömin. Er þá
sennilegast að flestir velji að
eiga þau á sem allra skemmst-
um tíma t.d. með u.þ.b. 1 árs
millibili. Tökum dæmi: vilji
hjón eignast 2 börn og vilji ann-
að þeirra taka sér frí frá störf-
um eða námi meðan börnin eru I
frumbernsku, þyrfti það hjóna
sem heima vinnur ekki að vera
nema 3 til 4 ár frá vinnumark-
aði eða námi og gæti síðan tek-
ið til óspilltra málanna, þar sem
frá var horfið.
Æskilegast væri þó, að mínu
áliti, að báðir foreldrar gætu
fengið styttri vinnutíma meðan
bömin eru í frumbernsku, þann
ig að þau venjist bæði, frá byrj-
un, á að skipta með sér verkum
við bamagæzlu og hússtörf.
Gunnar Ámason, stud. psych.
Hins vegar verður að gera
Fóstrur óskast
Kleppsspítalinn óskar eftir að ráða fóstrur til starfa.
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 38160.
Reykjavík, 11. febrúar 1971
Skrtfstofa ríkisspitalanna.
Til New York
óskast stúlka trl húsverka á íslenzkt barnlaust heimili sem
fyrst. Séð verður um löglegt dvalar- og atvinnuleyfi. Ein-
hver enskukunnátta nauðsynleg. Meðmæli óskast.
Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 22. febrúar merkt:
„6915".
Skrifstofustúlka
Skrifstofustúlku til símavörzlú og vélritunar vantar strax.
Nokkur enskukunnátta nauðsynleg.
Umsókn sendist blaðinu merkt: „6744".