Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971 5 Bretland: Myntbreytíngin hefur gengið vel.... Andstæðingar hennar snúa sér að næsta verkefni: Að reyna að koma í veg fyrir að metrakerfi verði tekið upp ’75 London í febrúai — OFNS — Þótt myntbreytingin í Bretlandi hafi gengiS vel, og 78% landsmanna sagt að þeir hafi engar áhyggjur, eru þeir þó vissuiega til sem ekki eru á iægðir. Frú Alice Robinson er meðal hinna óánægðu. Hún er 87 ára og hefur rekið litla nýlenduvöruverzlun í 50 ár, en hún neitar með öllu að sætta sig við tugakerfið, og um helgina lokaði hún verzl- un sinni og hætti. Myndin sýnir frú Kobinson við afgreiðsiu borðið siðasta daginn, sem hún verzlaði. NC EFTIR 15. febrúar eru aðeins þrjú lönd eftir í heim inum, sem ekki byggja mynt- kerfi sitt á tugakerfinu, en þann dag lagði Bretland loks niður það kerfi, að 12 penný væru í shillingnum og 20 shiliingar i pundinu, en þetta kerfi hefur lengi verið erlend um ferðamönnum til skemint unar, en þó Iíklega komið fleirum þeirra í vont skap. — Nú eru það aðeins Nígería, Gambía og Malta, sem hafa peningakerfi, sem ekki grund vallast á tugakerfinu. Að nýlokinni borgarastyrj- öld hefur Nígería um önnur og meira aðkallandi mál að fást en breytingar á peninga kerfi landsins. í Gambíu hef ur verið unnið að tugakerfi, sem byggt er á 4 shillingum. En þeir ferðamenn sem sakna hinna gömlu góðu daga punda, shillinga og pennía verða á sumri komanda að halda til eyjarinnar Möltu. Möltubúar eru enn að rífast um hvort þeir eigi að byggja mynttugakerfi sitt á 10 shill ingum eða einu pundi. Brezk mynt hefur ávallt verið í umferð á eynni. En hvað verður nú? f Bretlandi hefur mynt- breytingin gengið svo vel, að undrum sætir. Mynttuga- kerfisráðið svokallaða lét framkvæma skoðanakönnun í byrjun þessa mánaðar og komst að raun um að 78% íbúa Bretlands höfðu „engar áhyggjur eða ótta“ af pen- ingakerfi byggðu á tugakerf inu. Að vísu viðurkenndi nefndin að „könnunin greindi ekki frá því hversu margir af þeim 22%, sem eftir voru, fórnuðu höndum og hlupu á brott æpandi!" Ein af ástæðunum til þess, að breytingin hefur gengið svo vel, er að nefndin hafði reynslu Ástralíumanna og Ný sjálendinga til þess að byggja á. Sú staðreynd hafði áhrif á þá ákvörðun stjórnarinnar að bjóða fyrirtækjum engar skaðabætur vegna kostnaðar ins, sem þau verða óhjá- kvæmilega fyrir vegna breyt ingarinnar. Ástralíumenn bentu á, að reynsla þeirra væri sú, að slíkar skaðabæt- ur hefðu orðið til þess að seinka öllu varðandi breyt- inguna þar í landi — og að ýmsir aðilar hefðu snuðað stjórnina með því að panta algjörlega nýja peningakassa í stað þess að láta breyta þeim, sem fyrir voru, en það hefði verið miklu ódýrara og komið að fullu gagni. Komið hefur á daginn að breytingin í Bretlandi hefur orðið ódýrari í framkvæmd en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. 1963 komst stjórnskip- uð nefnd að þeirri niðurstöðu að breyting í tugakerfið 1968, mundi kosta 128 millj- ónir sterlingspunda. Áætlan- ir Mynttugakerfisráðsins nú benda til þess að þrátt fyrir verðbólgu undangenginna ára verði kostnaðurinn minni en þetta. Helzta ástæða til þessa hefur verið sú, að á markað inn hafa komið „skiptivélar“, þ.e. að hægt er með einum rofa að skipta á milli reikn- ingshalds í pundum, shilling um og penníum, og reiknings halds byggðu á tugakerfinu. Hér er bæði um að ræða skrifstofuvélar ýmiss konar og peningakassa. Þegar Ástra lía og Nýja Sjáland fram- kvæmdu breytinguna á mynt kerfi sínu, voru þessi tæki ekki komin almennt á mark aðinn, en nú hafa flestar stærri verzlana í Bretlandi fengið slíkar vélar og pen- ingakassa. Síðustu sex vikurnar fyrir breytinguna rak Mynttuga- kerfisráðið gífurlega auglýs- ingaherferð, sem kostaði 750 þúsund pund. En sumar af áætlunum ráðsins fóru út um þúfur vegna póstverkfallsins í Bretlandi. Ráðið hafði m.a. í hyggju að senda út sérstak an bækling, prentaðan á welsku jafnt sem ensku, til þess að kenna fólki á 20 milljónum heimila að nota tugakerfið. Ráðinu tókst að- Við skerum pöruna frá fyrir yður. Það er yðar hagur. Biðjið því kaupmann yðar aðeins um ALI BACON. SlLD & FISKUR eins að dreifa um 15 milljón bæklingum áður en verkfall ið skall á, og þetta varð til þess að ráðizt var í enn frek ari auglýsingar, og nam sá aukakostnaður 78.000 pund- um. Á „D-degi“, sem 15. febrú ar hefur verið nefndur, störf uðu enn sumar verzlanir eft ir hinu gamla kerfi. Ráðið reiknar með því að 10—15% allra smásöluverzlana muni halda áfram að reikna í shill ingum og penníum fyrstu vik una eða svo, og að breyting in muni ekki verða komin að öllu leyti til framkvæmda fyrr en í lok þessa árs í fyrsta lagi. Sumar hinna gömlu mynta verða áfram í umferð. Á sl. ári upphófst mikil herferð „til björgunar sixpence“ pen ingsins, en sú mynt er mest notuð í sjálfsölum. í apríl lét stjórnin undan og þessi pen ingur verður í umferð næstu tvö árin. Það, sem menn óttast mest varðandi breytinguna í tuga kerfið, eru áhrifin, sem hún mun hafa á hina miklu verð bólgu í Bretlandi. Mynttuga- kerfisráðið sver og sárt við leggur að hið nýja kerfi muni sjálft ekki verða til þess að hækka verðlag, en það viðurkennir að fjölmarg ir aðilar noti nú tækifærið til að hækka nú um leið verð, sem hvort sem væri muni hafa hækkað. Sum dag- blaðanna tilkynntu t.d. fyrir breytinguna nýtt verð skv. tugakerfinu, sem var hærra en skv. gamla kerfinu — og sú staðreynd bendir til þegs að ekki sé líklegt að þau sömu blöð muni hefja miklar herferðir á hendur verðhækk unum á öðrum sviðum. Andstæðingar myntbreyting arinnar börðust af seiglu gegn henni og byggðu málflutning sinn á rótgrón- um venjum og íhaldssemi í Bretlandi. Það kann að virð- ast ótrúlegt, en til eru í Bret landi menn, sem muna þá tíð að blý, sem unnið var úr námum þar í landi, var steypt í þyngdarmót, sem staðlað var af Rómverjum! Og andstæðingar myntbreyt- ingarinnar hafa enn ekki formlega viðurkennt að þeir hafi beðið ósigur. Nú hyggj ast sömu öfl bjarga því, sem bjargað verður, og beina bröndum sínum af alefli gegn því, að metrakerfið verði tek ið upp í Bretlandi — en það er næsta ógnun við brezka sérvizku. Ríkisstjómin hefur ákveðið, að metrakerfið verði upp tekið eigi síðar en 1975. Orrustan til bjargar hinum brezka „imperial pint“ er þegar hafin! (Observer — öll réttindi áskilin). Nýtízku einbýlishús í Mosfellssveit í Markholtshverfi til sölu. Húsið er nýlegt, um 140 fm, ein hæð, stofa, 4 svefnherbergi, eldhús. baðherbergi og rúmgott þvotta- herbergi, flísalagt, og snyrting. Hitaveita er í húsinu. Öll her- bergi teppalögð. Tvöfalt belgískt gler í gluggum. Um 60 fm bílskúr fylgir. Nánari upplýsingar gefur: NÝJA FASTEIGNASALAN Laugavegi 12, simi 24300. utan skrifstofut ma 18546. HIFI SOUNOMASTER 50 er eitt fullkomnasta og vandaðasta stereo útvarpstækið á markaðinum, segir f niðurstöðum rannsókna, sem danskt tæknlblað lét gera. 2x25 W stereo-magnari með RUMBLE OG SCRATCH fllterum. Samfelldir jafnvægis-, bassa- og dlskant-stillar. Úttök fyrir 4 hátalara, heyrnartæki, hljóðnema, plötuspilara og segulbandstækl. Soundmaster 50 er með langbylgju, miðbylgju, bfla- og bátabylgju, 2 stuttbylgjum (ffn- stilllng inn á stuttbylgjurnar) og FM-bylgju. Soundmaster 50 er altransistora og mjög langdrægt og næmt tæki. Stereo-magnararnlr f tækinu vinna óháðir hvor öðrum þannig að hægt er að hlusta á útvarpið og leika plötur samtlmis. f Soundmaster 50 er einnlg Innibyggt kailkerfi. Hljómflutningur Soundmaster 50 upp- fyllir hinar ströngustu kröfur. (Tónsvið: 20—20.000 Hz +2dB.) SOUNDMASTER 35, fallegt, vandað, sambyggt al- transistora útvarpstæki og 2x17,5 W stereo magn- ari. Langbylgja, miðbylgja, blla- og bátabylgja, stuttbylgja og FM-bylgja. Innbyggður formagnari. SOUNDMASTER 25, 2x12,5 W stereo magnari. Viðtækið er með sama bylgjusviði og Soundmaster 35. Fæst I tekki eða palisander. Formfagurt og hljómgott. Tæki, sem þér vorðið ánægður með. GÓÐIR GREIÐSLUSKiLMÁLAR OG RADIONETTE-ÁBYRGÐ________ EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI 10 A SÍMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.