Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971 31 Nær og fjær... ÞORSTEINN Þorsteinsson, sá kunni íþróttamaður, sendi okk- ur nýlega grein um það „hvala- 3tríð“ sem nú er aftur hafið hjá bandarískum kúluvörpur- um. Þær fréttir eru helztar af Þorsteini sjálfum, að nýlega keppti hann með boðhlaupssveit frá Dartmouth í 4x440 yarda boðhlaupi, og fékk hann milli- tímann 51,7 sek., sem teljast verður ágætur. Hér fer svo á eftir grein Þor- steins: „Hvalastríðið", sem var í al- gleymingi fyrir nokkrum árum Randy Matson virðist vera að endurtaka sig. Randy Matson, heimsmethafinn er vitanlega einn þátttakend- anna. En í staðinn fyrir Neil Steinhauer, sem ógnaði sigur- göngu Matsons fyrir fjórum ár- um, er kominn 23 ára nýliði: A1 Feúarbach. Þessir tveir hafa hafið einvígi í íþróttakeppnum innanhúss í Bandaríkjunum í vetur. Matson hefur smám saman verið að nálgast heimsmet sitt sl. ár og átti aðeins 3 sm eftir til þess að jafna það sl. sumar. En hann hefúr sjálfur sagt, að hann eigi erfitt með að bæta sig, þegar enginn geti veitt honum veru- lega keppni. A1 Feuerbach er kúluvarpari, sem hefur smám saman verið að bæta sig, og er kominn í fremstu röð kúluvarpara núna. Hann var einn af landsliðsmönn um Bandaríkjanna sl. sumar. í keppni í Los Angeles í jan úar kastaði Feuerbach kúlunni 20,64 metra. Matson tókst í næst síðustu tilraun að varpa 20,68 m og tryggja sér sigurinn, og í leiðinni að jafna innanhúss heimsmet sem Neil Steinhauer setti á árunum. Síðar mættust þeir í keppni í San Francisco og Matson A1 Feuerbach bætti gamla heimsmetið með 20,93 metra kasti. En Feuerbach sigraði í keppninni með 21.01 metra kasti, og eignaðist um leið innanhúss heimsmetið. Síð an hefur Matson sigrað Feuer- bach þrisvar sinnum, en hon- um hefur ekki tekizt að ná 21 metra markinu ennþá. Randy Matson er ekki ósáttur við að missa af innanhúss heims metinu, enda hefur hann játað að honum gangi illa að ná löng um köstum innanhúss. Utanhúss hefur hann reynzt ósigrandi. — Feuerbach á eftir að sýna hvað hann getur utanhúss. JASJIN ÞJÁLFARI Hinn heimsfrægi rússneski knattspymumarkvörður, Lev Jasjin, hefur nú tekið við þjálf arastöðu hjá Moskva Dynamo, en með því liði var hann leik maður í 21 ár. Jasjin lék sam- tals 78 landsleiki fyrir Rússland og tók þrívegis þátt í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. LISTHLAUP Á SKAUTUM Evrópumeistaramótið í list- hlaupi á skautum lauk nýlega í Zúrich. Sigurvegari í kvenna- flokki var Beatrix Schuba frá Austurríki. í öðru sæti varð Zsuzsa Almassy, Ungverjalandi. í karlaflokki sigraði Odndrej Nepala fná Tékkóslóvakíu, en í öðru sæti varð Sergej Tsjetver ukin frá Rússlandi. UNDIR FJÓRUM MÍNÚTUM Tom von Ruden varð fyrsti hlauparinn sem náði því marki að hlaupa míluna á innan við 4 mínútum á nýbyrjuðu keppn- istímabiii frjálsíþróttamanna innanhúss í Bandaríkjunum. — Þessu marki náði hann í keppni sem fram fór í Fort Worth, þar sem hann hljóp á 3:59,4 mín. Beztum tíma í míluhlaupi inn- anhúss hefur Jim Ryun náð, 3:57,5 mín., og var það 9. febr- úar 1968. Á móti í Seattle sigraði Kerry Pearce frá Ástralíu í 2ja mílna hlaupi á 8:27,2 mín. Henr yk Szordykowski frá Póllandi varð annar á 8:44,3 mín., og þriðji Steve Savage, USA, á 8,44,5 mín. Á sama móti sigraði A1 Feu- erbach í kúluvarpi, kastaði 19,91 metra og Kjell Isaksson, Sví- þjóð í stangarstökki, stökk 5,21 metra. Annar í þeirri grein varð Bob Pullard, USA, sem stökk 5,06 metra. f keppni í maraþonhlaupi, er fram fór í Japan, sigraði Hay- ami Tanimura frá Japan á 2:13: 45,2 klst. Annar varð Donald Faircloth, B,retlandi á 2:14:58,6 klst. Á innanhússmóti á Spáni sigr aði Juan Borras í J500 metra hiaupi á 3:19,1 mín., Dario Bon- ».*L, ftalíu, i 800 metra hlaupi á 1 54,2 min . LuL Areta, Spáni í langstökki 7,12 netra og Woj- "i. ch Buziar.ski, Póllandi í stang arstökki, stókx 5,10 metra. HÖRÐ BARÁTTA f DAN- MÖRKU Keppnin í 1. deildinni dönsku í handknattleik er ekki síður jöfn og spennandi en hjá okk ur, íslendingum. Sem stendur hefur Efterslægten forystuna með 21 stig eftir 14 leiki, en HG er í öðru sæti með 20 stig eftir jaf.n marga leiki. A.m.k. þrjú önnur lið koma til greina í efsta sætið, en það eru Helsingör IF sem hefur 19 stig eftir 14 leiki, Stadion sem er með 18 stig eftir 15 leiki og Aarhus KFUM sem er með 15 stig eftir 14 leiki. Um síðustu helgi fóru fram þrír leikir í deildinni. Stadion vann Skovbakken 21:13, Helsingör IF vann Fredericia 23:21 og Stjern en vann Aarhus KFUM 18:14. í annarri deild hefur Tarup/ Párup forystu með 23 stig eftir 14 leiki. HEIMSMET Rússinn Vassilij Kolotov bætti nýlega eigið heimsmet í þunga vigtarlyftingum, á móti sem fram fór í Paris. Lyfti hann sam tals 540,0 kg. Eldra met hans var 537,5 kg. SCHENK f SÉRFLOKKI Hollendingurinn Ard Schenk reyndist í sérflokki á heims- meistarakeppni í skautahlaupi er fram fór í Ullevi í Sviþjóð um síðustu helgi og setti hann tvö heimsmet í keppninni. Hlaut hann 171,130 stig en það er 0,187 stigum betra en eldra heimsmet ið sem Schenk átti sjálfur. Auk þess setti svo Schenk heimsmet í 10 km hlaupi, sem hann hljóp á 15:01,6 mín. Kom hann mjög á óvart með sigri sínum í þess- ari grein, sem hingað til hefur verið hans veikasta hlið. Annar í keppninni varð Göran Clae- son frá Svíþjóð. Ard Schenk — heimsmeistari í skautahlaupi HEIMSMET f SKAUTA- HLAUPI KVENNA 16 ára bandarísk stúlka, Anne Henning, setti nýlega nýtt heims met í 500 metra skautahlaupi á móti í Inzell. Hún hljóp vega- lengdina á 43,2 sek. DÆMA Á ÍSLANDI Danska handknattleiksdómara sambandið hefur nú valið þá dómara, sem dæma eiga leiki ís lands og Rúmeníu 7. og 9. marz n.k. Þeir eru Jan Christensen og Kurt Ohlsen. DANSKA I.ANDSLIÐIÐ Danir hafa þegar valið lands- lið sitt er leika mun við Rúm- ena 23. febrúar. Er ekki ósenni legt að liðið verði svipað og kemur hingað til fslands í apr- íl. Liðið verður þannig skipað: Bent Mortensen HG, Kay Jörg Kjell Isaksson stekkur 5,38 melra ensen Stjernen, Jörgen Heide- mann og Flemming Hansen Fred ericia KFUM, Jörgen Frandsen Stadion, Jörgen Vodsgaard, Iw an Christiansen og Klaus Kaae Aarhus KFUM, Palle Nielsen HG, Arne Andersen Efterslægt en, Thor Munkager Helsingör og Bent Jörgensen Stadion. HEIMSMET f STANGAR- STÖKKI Svíinn Kjell Isaksson setti nýtt heimsmet í stangarstökki innanhúss á móti sem fram fór í Los Angeles um síðustu helgi. Stökk hann 5,38 metra í fyrstu tilraun og bætti þar með eldra metið sem Jan Johnson, USA, átti um 2 sm. Isaksson, sem er 22ja ára, stundar nú nám í Banda ríkjunum og hefur tekið mikl- um framförum að undanfömu. í þessari keppni sigraði hann bandaríska Olympíumeistarann í greininni, Bob Seagren, næsta auðveldlega, en hann stökk 5,18 metra. Þriðji varð svo Francois Tracanelli, Frakklandi, sem stökk 5,03 metra. f viðtölum, eftir að Isaksson setti heimsmet sitt, sagðist hann búast við því að stökkva 5,50 metra utanhúss í sumar, og ennfremur sagði hann að Evrópumeistaramótið í Helsinki yrði stærsta verkefni sitt á árinu. Geysispennandi keppni var í míluhlaupi á þessu móti, en þar sigraði John Mason, USA, á 3:58,9 mín., en Pólverjinn Henr yk Szordykowsky varð annar á sama tíma. f þrístökki sigraði heimsmethafinn í greininni Vikt or Saneyov, Rússlandi, sem stökk 16.54 m, í hástökki sigr- aði Sapka, Rússlandi, stökk 2,16 metra og í 880 yarda hlaupi sigraði Gregg Jones USA, á 1:51,7 mín. JAFNTEFLI Uruguay og Austurríki léku nýlega landsleik í knattspyrnu og lauk honum með jafntefli, 1:1 eftir skemmtilegan leik. SILFURLIÐIN MÆTAST 24. maí n.k. mun fara fram knattspyrnukappleikur í Dan- mörku, þar sem mætast lið Svia er vann silfurverðlaunin í heims meistarakeppninni í knattspyrnu 1958, og lið Dana sem vann silf urverðlaunin á Olympíuleikjun- um í Róm 1960. Leikur þessi verður forleikur fyrir leik danska liðsins Vanlöses við sænska 2. deildar liðið Gunners top, en danska félagið ætlar að halda upp á 50 ára afmæli sitt með þessari knattspyrnuhátíð. HELLAS í FORYSTU í sænsku 1. deildar keppninni í handknattleik hefur nú Hellas forystu með 23 stig eftir 15 leiki. Saab er í öðru sæti með 21 stig, og síðan koma Redbergs lid með 20 stig og Frölunda með 17 stig. SAPPORO-MÓTIÐ f Sapporo í Japan stendur núna yfir mikið skíðamót, en þar munu vetrarolympíuleikarn ir 1972 fara fram, og er þetta mót nokkurs konar „general1* prufa fyrir þá. Meðal þátttak- enda í móti þessu var margt af bezta skíðafólki heimsins. Meðal úrslita í einstökum greinum í mótinu voru þessi: Stórsvig kvenna sigraði Ann- ie Famose, Frakklandi á 1:29,56 mín. önnur varð Rose Mitermei er, V-Þýzkalandi á 1:29,97 míin. Þriðja varð Jocelyne Perillat, Frakklandi á 1:30,34 mín. f keppni í skotfimi á skíðum sigraði Rússinn Viktor Matov. Hingað til hafa Norðurlandabú- ar raðað sér í verðlaunasætin í þessari grein á Olymíuleikjun um. Núna urðu þeir að \áta sér nægja 5. sætið, en það hreppti Taisto Suutarinen frá Finnlandi. 4x10 km boðganga var mjög spennandi, og varð ekki séð fyrr en á síðasta sprettinum, að Rúss ar myndu ganga með sigur af hólmi. Tími sveitar þeirra var 1:58:23,8 klst., Svíar urðu í öðru sæti með 2:00:26,5 klst. og Sviss í þriðja sæti með 2:01:23,6 klst. Beztum brautartíma náði Simasjev, Rússlandi, sem gekk þriðja sprett fyrir sveit sína á 28:54,2 mín. f 15 km göngu sigruðu Rúss- ar tvöfalt. Gullverðlaunin hlaut Fedor Simasjev, sem gekk á 45:16.41 mín. Annar varð Jurij Skobov á 45:33,83 mín. og þrið.ji varð Garhard Grimmer, A- Þýzkalandi á 45:37,10 mín. Sá Norðurlandabúi sem náði bezt- um árangri í þessari grein var Juha Mieto frá Fin.nlandi, en hann varð sjötti á 45:48,90 mln. f 5 km göngu kvenna sigraði Aletina Olunina frá Rússlandi á 17:25,41 mín. Önnur varð 'Mara jatta Kajosmaa, Finnlandi á 17:28,34 mín. og þriðja Galina Kulakova, Rússlandi á 17:37,39 mím. í tvímenningskeppni á bob- sleða sigruðu V-Þjóðverjar. — Svissler.dingar urðu í öðru sæti, en nýbakaðir heimsmeistarar í greininni, ftalir, komust ekki á blað. Norðmaðurinn Audun Ner- land varð hins vegar til þess að halda uppi heiðri Norður- landa í göngukeppni. Hann sigr aði örugglega í 50 km göng-i unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.