Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971
7
„Hér er áreiðanlega hægt að
framleiða góð minkaskinn“
segir Brager Larsen, minkasérfræðingur
Gráhærður, góðlegtir mað-
ur, mátti varla vera að tala
við okkur, þvi að flugvélin
var að fara, en samt sem áður
báðum við Brager Larsen mn
að staldra við, setjast hjá
okkur stundarkorn og rabba
við okkur um minka og refi,
þarna í gestamóttökunni á
Hótel Loftleiðum.
„Ég trúi þvi fastlega, að
hægt sé að framleiða góð
minkaskinn hér á landi,“ og
sáum við þá strax á svipn-
um að skinn eru svo sannar-
lega ekki dauðir hlutir í aug
um hans, en pelsar, allt um
það.
„Já, hér er áreiðanlega
hægt að framleiða minka-
skinn, það gerir þetta nor-
ræna loftslag, og ekki síður
sú staðreynd, að fæða minks-
ins er að mestu fiskur og
fiskúrgangur og af slíkum
hlutum á Island nóg.“
„Hvaða pelsdýr eiga Is-
lendingar að leggja áherzlu
á að rækta?“
„Ætli það sé ekki biáref-
ur. Mér hefur verið sagt á
fyrri ferðum mínum hingað,
að hér hafi verið til silfur-
refabú og blárefabú. Held þó
ekki að platinurefur hafi ver
ið á ísiandi. Nú er enginn
platínurefur til lengur í ver-
öldinni. Hann er allt í einu
útdauður. Meira að segja silf
urrefirnir eru á undanhaldi.
Máski eru eftir af þeim
nokkur þúsund, eða máski
ekki fleiri en nokkur hundr-
uð. Ég kom fyrst til íslands
1933 eða 1934, og var um hríð
við Laugarvatnsskóla í boði
Bjarna skólastjóra. Við fór-
um ríðandi á hinum smá-
vöxnu, en traustu hestum
ykkar. Ég hafði þá mikinn
áhuga á að kaupa hér sel-
skinn. Og ég hef komið hing-
að aftur síðar."
„Eru ekki minkategundir
misgóðar?"
„Jú, ein albezta tegundin
kallast Jet Black, og kom
fyrst fram í Nova Scotia á
búgarði Mullens. Þá seldum
við mörg lífdýr til Evrópu.
Það hefur alltaf verið trú
manna, að betra væri að
rækta mink í köldum lönd-
um, loftslag er þar betra,
skilyrðin til fæðuöflunar oft
Brager-Larsen. (Myndina tók Sveinn ÞormOösson;.
ast hagkvæmari en annars
staðar. 1 Bandarikjunum er
minkur ræktaður frá Miss-
ouri til Marylands. Verðfall-
ið á minkaskinnum nú skap-
ast aðallega vegna lækkandi
verðlags á bandaríska mark-
aðnum, en þegar það stigur
aftur, og bandaríski markað-
urinn tekur aftur við sér
kemst minkurinn aftur i hátt
verð. Núna var ég að koma
frá uppboðinu í Kaupmanna-
höfn, sem haldið er í Glo-
strup, og er stærsta uppboð í
heimi á minkaskinnum. Ég
býst við, að ykkar skinn
komi fyrst að marki inn
i uppboðin svona 1973—1974.
Eins og nú er, eru framleidd
í heiminum 18 milljón minka-
skinn. 5 milljónir frá Rúss-
landi, 5% milljón frá Kanada
og Bandaríkjunum, hin frá
Hollandi, Englandi og Vestur
Þýzkalandi. Minkaskinn eru
tvímælalaust aðaluppistaðan
í pelsaframleiðslunni. Ég hef
hitt nokkra menn að máli hér
lendis um minkarækt, og
eins og ég sagði í upphafi
trúi ég því fastlega, að hér
verði hægt að framleiða góð
minkaskinn," sagði Brager-
Larsen að lokum, um leið og
við kvöddum hann og óskuð-
um honum góðrar ferðar.
— Fr. S.
Á
FÖRNUM
VEGI
eftir Ágúst. L. Pétursson. Þá er
lausn á jólagetraun Faxa, en
þá voru birtar barnamyndir af
forystumönnum félagsins. Frá
nýliðnum jólum eftir H.T.H.B.
Or flæðarmálinu, smáfréttir.
Blaðið er prentað á góðan
myndapappir, og ritstjóri þess
er eins og áður segir Hallgrím-
ur Th. Björnsson.
Fyrsti vélbáturinn í Sandgerði
Blöð og tímarit
Faxi, janúarblað 1971, 1. tbl. af
31. árg. er nýkomið út og hefur
borizt blaðinu. Af efni þess má
nefna grein eftir ritstjórarin
Hallgrím Th. Björnsson um
fyrsta vélbátinn i Sandgerði, en
með orðunum fylgdi málverk af
bátnum eftir Áka Granz, sem
hann gerði eftir fyrirsögn vél-
frá 1907.
stjóra bátsins Olav Olsens. Fylg
ir mynd af málverki þessu með
línum þessum. Þá er birt grein
Eýþórs Þórðarsonar um upphaf
vélanotkunar á Suðurnesjum
með mörgum myndum. Gunnar
Sveinsson skrifar um Reykja-
neskaupstað. Um sameiningu
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Af
mælisgrein um Guðjón Klemenz-
son sextugan. Kvæðið Veiðiferð
Tímarit lögfra-ðinga, 2. tbl.
1970 er komið út og hefur borizt
blaðinu. Af efni þess má nefna:
Theodór B. Líndal minnist dr.
júris Bjarna Benediktssonar.
Minningargrein um Jónatan
Hallvarðsson eftir Bjarna
Benediktsson, sem birt er í rit-
inu með leyfi barna hans.
Benedikt Sigurjónsson skrifar
grein um ábyrgð lögmanna. A.
Vinding Kruse á greinina Pri-
vatslivets Fred. Theodór B.
Líndal skrifar um nýjan dr.
juris Gauk Jörundsson. Arnljót-
ur Björnsson: Frá Lögfræðinga-
félagi íslands. Theodór B.
Líndal: Jónsbók. Björn Guð-
mundsson og Stefán Már
Stefánsson: Frá Sjó- og verzl-
unardómi íslands. Theodór B.
Líndal: Á við og dreif. Skrá um
lög árið 1969. Ritstjóri Tímarits
lögfræðinga er Theodór B. Lin-
dal, en afgreiðslumaður er
Hilmar Norðfjörð.
TIL LEIGU ÓSKAST
tveggja tíl þriggja herbergja
íbúð, heizt i Austurbænum.
TiJ boða stendur 5—7 mán-
aða fyrirframgreiðsta. Uppi.
i síma 16414.
TIL SÖLU
gírkassi, mi'iikassi o. 0. í
Dodge Careol, árgerð ’42.
Gírkassi og drif í Volgu, árg.
'58. Einnig uppgerður mótor
úr Moskvitch, árg. '57. Sími
2156, Akranesi, kl. 19—21.
EROTAMALMIW
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði, staðgreiðsla.
Nóatún 27, sími 2-58-91.
SALUR!
Fámennur félagsskapur ósk-
ar eftir að fá leigðan lltinn
og vistlegan sal, eitt kvöld
í mánuði. Tilboð merkt
„Satur — 6692" sendist Mbl.
fyrir 25. þ. m.
Sér hœðir á Melunum
Til sölu eru glæsilegar sér ibúðarhæðir á góðum stað á Melunum.
Seljast tilbúnar undir tréverk og húsið fullgert að utan.
Stærð íbúðanna er 150 fm, 6 herbergi,, eldhús, bað o. fl.
Bílskúr fylgir. Teikningar til sýnis á skrifstofunni.
Allt sér. Skemmtilegar íbúðir á fágætum stað.
ARIVII STEFANSSON, hrl.,
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími: 14314.
Kvöldsimi: 34231.
Sfúlkur óskast
til veitingastarfa
Sími 25035
Dömur — líkamsrœkt
Nýr þriggja vikna kúr að hefjast. Fjórir timar í viku, morgun-,
dag- og kvöidtimar.
Ath.: Dömur, sem eru á biðlista, hafi samband við skólann
sem allra fyrst.
Innritun og upplýsingar í síma
83730 í dag og á morgun
Jazzballettskóli BÁRU,
Stigahlið 46.
Höfuð- og heyrnarhlífar
viðurkenndar af Öryggiseftirliti ríkisins.
HEYRNARHLlFAR
HLlFÐARHJÁLMUR
Verð mjög hagstætt.
Heildsala:
Dynjandi sf.
Skeifunni 3 — Sími 82670.