Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971 Tilboð — Lond-Rover Tilboð óskast i Land-Rover diesel, árgerð 1970, i því ástandi sem hann er, eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis klukkan 2—5 siðdegis i dag, fímmtudaginn 18. febrúar, í vöruskemmu Hf. Jökla við Kleppsveg. Tílboðum sé skilað í skrifstofu vora fyrir lokun á föstudag. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tryggingamiðstöðin hf., Aðalstræti 6. STJÓRNUNARFÉLAG fSLANDS Félagsfundur verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal, fimmtudaginn 18. febrúar, kl. 16:00, og er efni fundarins að þessu sinni: ÚTREIKNINGAR Á ARÐSEMI VEGA. Frummælandi verður Guðmundur Einars- son, viðskiptafræðingur. Kynningarnámskeið Stjórnunarfélags íslands á Austurlandi verð- ur haldið í Valaskjálf, Egilsstöðum, helgina 13. og 14. marz nk. Námskeiðið fjallar um GREIÐSLUÁÆTL- ANIR. Leiðbeinandi verður Benedikt Ant- onsson, viðskiptafræðingur. Jafnframt mun Stjómunarfélag íslands verða kynnt nánar. Innritun fer fram hjá Pétri Sturlusyni, Vala- skjálf. Námskeið Stjórnunarfélags íslands og ungra athafna- manna á Suðurnesjum, J.C.S., um NÚTÍMA STJÓRNUN, verður haldið í Tjarnarlundi dagana 15., 18., 19. og 20. febrúar nk. Leiðbeinandi er prófessor Guðlaugur Þor- valdsson. Símanámskeið verður haldið dagana 4., 5. og 6. marz nk. kl. 9:15—12:00. Dagskrá: Fjallað verður um starf og skyldu símsvar- anna. Eiginleika góðrar símaraddar, símsvörun og símatækni. Ennfremur kynningu á notkun símabúnað- ar, kallkerfa o. s. frv. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 82930. GÓÐUR SÍMSVARI ER GULLI BETRI. Tökum fram í dag enskar fermingarkápur, midi-lengd. Verð frá 370,00 krónum. Dömubúðin LAUFIÐ, Laugavegi 65. íbúð til sölu Til sölu er íbúð að Rauðarárstíg 9, 1. hæð tíl vinstri, stofa, eldhús, bað, svefnherbergi, ásamt einu sérherbergi i kjallara og tilheyrandi geymslu, hlutdeild í þvottahúsi, lóðarréttind- um og svo framvegis. Ibúðin verður til sýnis nk. föstud. og laugard. kl. 5—7 sd. Semja ber við Þorvald Þórarinsson, hrl , sem tekur við tilb. Upplýsingar ekki gefnar í síma. _________________ Atvinna óskast Laghentur. reglusamur maður óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Hef bílpróf. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardag, merkt: „6694". Frá Necchi-umboðinu Tæknimaður frá Necchi-verksmiðjunum verður til viðtals í Fálkanum, Suðurlandsbraut 8, í dag og á morgun kl. 3—5 eftir hádegi. FALKINN. Sfúlka óskast til afgreiðslustarfa í raftækjaverzlun, enskukunnátta æskileg. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist blaðinu, merkt: Raf — 4162" fyrir 21. þessa mánaðar. Fró Fjórðungssnmbandi Norðlendingn Frá og með 15. febrúar verður skrifstofa FSN opin frá kl. 2 til 6 e. h. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, mun annast nauð- synleg framkvæmdastjórnarstörf fyrir sambandið frá þeim tima, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Fjóðungsstjórn. SKÓÚTSALAN heldur áfram af fullum krafti. Viljum vekja athygli á mjög góðum kaupum, á KARLMANNASKÓM, KVENSKÓM og KULDASKÓM 1 öllum stærðum og mörgum gerðum. STÓRKOST LECA HACSTÆTT VERÐ Skóverzlun Péturs flndréssonur Laugavegi 17, Laugavegi 96 og Framnesvegi 2. — Árinni kennir illur ræðari Framhald af bls. 18 fyrstu árum túnanna er vegið að Timótei-gróðrinum til þess að koma honum fyrir kattarnef eða veikja hann svo, að hann á sér ekki framar viðreisn- ar von og verður kalinu auðveld bráð, ef kalveðráttu ber að höndum. Og svo fer ann- ar gróður sömu leiðina, þegar svo mjög þynnist fylkingin. Ber er hver að baki bróður nema eigi. Þegar sáð er 30 kg af fræi á ha og 16,5 kg af þvi er Tímótei, er hætt við að harðni róðurinn íyrir þann gróður sem vex upp aí 13,5 kg öðru fræi, þegar hlutur Tímóteisins er fyr- ir borð borinn, og búið að brugga því banaráð, með beit og með því að slá það of snemma. Þetta ætti að vera augljóst mál öllum sem um það vilja hugsa. Belt á ræktað land er orðinn sá liður í búskapnum að ekki verður frá honum horfið, en hér þarf önnur handtök og aðra siði en nú tíðkast, ef vel á að fara. Annað tveggja verður að rækta sérstök beitartún og skilja á milli töðutúna og beitartúna meira en nú er gert, ellegar að hafa þann háttinn á, að nýta hin nýræktuðu tún, þar Tímó- tei er mikill hluti gróðurs, ein- göngu sem töðutún árum saman, t.d. í 5-6 ár, og friða þau vel, en fara svo að nota þau beitar- tún, unz túnið, gamalt orðið, 10- 15 ára, er plægt og endurrækt- að með þeim hætti að plægja gnótt af búfjáráburði niður í moldina. En það eru önnur fræði og efni í annan pistil og meira en það. Tvennt vil ég að lokum taka fram.: Að það sem ég hefi nefnt hér um ræktunar- og nytja- eiginleika Tímóteis er annars vegar miðað við hið almenna um þá nytjajurt, og hins vegar það sem reynsla hefir sýnt að á við um Engmó-Tímótei sérstaklega. Séreiginleikar Korpu-Timóteis- ins eru mér eigi kunnir, hvort það þolir betur beit og annað harðræði en Engmó, væri vel ef svo er, en varlegra er að treysta ekki á nein kraftaverk á þvi sviði. Hitt er að ég ætla mér ekki þá dul að setja upp nein fræ-„resept“ fyrir bændur, hefi aðeins viljað benda á atriði sem ég held að þeir athugi minna en vera ætti margir hverjir. Mig grunar að betra væri fyrir þá marga að athuga frævalið betur, áður en þeir afgera kaup sin, og jafnvel að kaupa grasfræið sem einstakar tegundir og blanda svo sem bezt þeim lízt sjálfir, til eigin nota. — ★ — Hér er sannarlega þörf ann- ars og meira, og sem liggur nær að gera en að hrópa í sífellu á auknar rannsóknir í túnrækt- inni, á kalinu o.fl. Rannsókn- ir eru góðar og nauðsynlegar. Þær koma og komast í gagnið, hægt og bítandi, sem góðra rannsókna er siður, en engar rannsóknir geta leyst almenna góða jarðræktarkunnáttu af hólmi, og aldrei fæst grasfræ sem upp af sprettur gróður, sem þolir „allt illt“ bæði af völdum tíðarfarsins og af völdum þeirra sem rækta gróðurinn og nýta, enda væri slíkt ekkert keppi- kefli. Sá er túngróðurinn bezt- ur, sem gefur góða raun og bezt- an arð, þegar vel og búmannlega er að honum búið, og af kunn- áttu og þekkingu. Engum bónda kemur til hugar að sækjast eftir að eignast kýr og ær sem gefi miklar og góðar afurðir við illa meðferð. Slíkt er utan við alla búmennsku. Enn um sinn er okkur vafa- laust hollara í túnræktinni, að róa betur með þeim árum sem við höfum, og reyndar eru að góðu, sé þeim rétt beitt, heldur en að róa lítt eður eigi, og bíða eftir einhverjum undra-árum gerðum í smiðju rannsókna og búvísinda. Reykjavík, 19. janúar 1971. Arni G. Eylands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.