Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971
ur upp dauðadóm. — Þú ert að
leika hættulegan leik, Horning,
sagði hann.
Fölar kinnar brytans urðu ef
mögulegt var, ennþá blóð-
lausari.
— Ég veit ekki, hvað þér er-
uð að fara, stamaði hann.
— Jú, víst veiztu það, sagði
Appleyard vægðarlaust. — 1
gær reyndirðu af ásettu ráði að
leiða mig á villigötur. Hvers
vegna sagðirðu okkur ekki, að
Vera Chudley hefði verið send
til frænku sinnar, vegna
þess að það hefði verið óþarf-
lega mikill kunningsskapur með
henni og Caleb Glapthome?
Vot augu brytans urðu
kringlótt af undrun. — Hver
hefur svo sem getað sagt yður
það? sagði hann veiklulega.
— Það er sama, hver sagði
mér það. En aðalatriðið er, að
þetta er satt, eins og þú veizt
HR. KBISTJANSSON H.F
SUOURlANÓSBRAUT 2 SlMi 3 53 00
mætavel. Nú vil ég vita, hvers
vegna þú sagðir mér það ekki,
þegar ég talaði við þig í gær.
Svipurinn á Horning varð
eintómt vonleysi og uppgjöf: —
Af þvi að Chudley sagði mér,
að hann skyldi ganga næst lífi
minu ef ég segði það nokkrum
manni, sagði hann svo lágt, að
varla heyrðist.
— Nú, svo hann hafði í hót-
unum við þig? Og hvenær var
það?
— Þegar við vorum á leiðinni
upp að turninum í gær að sækja
hann Caleb.
— Ég skil, sagði Appleyard
og röddin var nú ekki jafn
ógnandi og áður. — Þú mátt
ekki taka neitt mark á svona
hótunum. Við erum reiðubúnir
að vernda þig gegn öllum árás-
um, sem þú kynnir að sæta, fyr-
ir að segja sannleikann. Segðu
okkur nú alla söguna, eins og
hún leggur sig. Þú mannst þetta,
sem gerðist fyrir tveim mánuð-
um, þegar Chudley kærði Caleb
fyrir líkamsárás.
— Já, auðvitað man ég það.
— Er það þá ekki iíka satt,
að þetta hafi staðið í einhverju
sambandi við dóttur Chudleys?
— Jú, mér er nær að halda
það, svaraði Horning skjálf-
andi. — En ég veit bara ekkert
nánar um það.
-r- Segðu okkur það sem þú
veizt, sagði Appieyard vægðar-
laust.
— Ég veit ekki annað en það
sem frú Chudley sagði mér þá.
Hún ætlaði að spyrja
herra Símon, hvort nokkuð væri
hægt við þessu að gera, en hann
vildi ekki einu sinni tala við
hana. Hann sagði, að sér kæmi
þetta ekkert við.
— Svo hún úthellti hjarta
sínu fyrir þér i staðinn? Hvað
sagði hún þér?
— Hún sagði, að Caleb hefði
verið að draga sig eftir
Veru, og faðir hennar hefði kom-
izt að því. Chudley hafði talað
vlð Caleb og sagt honum
að halda skítugu krumlunum á
sér frá henni dóttur sinni, eða
eitthvað í þá átt. Og Caleb
brást illa við og lúbarði hann.
— En þetta gerðist fyrir
tveimur mánuðum. Hvers vegna
var Vera ekki send að heiman
fyrr en á laugardaginn var?
— Ég held, að Caleb hafi lát-
ið hana i friði fyrst á eftir. En
svo hlýtur hann að hafa tekið
til aftur í vikunni, sem leið, eft-
ir þvi sem ég sá siðdegis á laug-
ardaginn.
— Og hvað sástu? spurði
Appleyard.
— Ja, ég var lagður af stað
til Lydenbridge og fór
skemmstu leið fram hjá bænum
og yfir efri veginn. Ég var rétt
kominn framhjá lundinum hand-
an við trén í gerðinu, þegar ég
heyrði mannamál fyrir framan
mig. Ég kíkti milli trjánna og
þarna voru þeir Caleb og
Chudley. Chudley var með
byssu í hendinni og mið-
aði henni á Caleb, sem hafði
ekkert nema staf. Þeir voru
ekki nema nokkur skref frá
mér, svo að ég gat ekki annað
en heyrt til þeirra.
-— Og hvað sögðu þeir?
— Ég heyrði það nú ekki allt,
en þó fáein orð. Chudley sagði:
— Ég skal gefa þér eitt tæki-
færi enn, Caleb Glapthorne,
enda þótt þú eigir það ekki
skilið. Stúlkan er farin að heim-
an, og verður eitthvað
að heiman og ef þú
verður innan hundrað skrefa
frá henni, þegar hún er kominn
aftur, skal ég hleypa skoti gegn
um kjaftinn á þér og ganga frá
þér fyrir fullt og allt.
— Og hvað gerðist svo?
— Ja, hr. Caleb varð nú held-
ur betur bálvondur. En hann
hafði ekki annað en stafinn óg
hefur sjálfsagt vitað, að
Chudley myndi hleypa af, ef
réðist að honum, svo að hann
yppti bara öxlum og fór leiðar
sinnar.
— Já, hann hefði vist ekki
getað annað gert. Og hvað gerð-
ir þú svo?
— Ég beið stundarkorn og
kom svo út úr lundinum.
Chudley var þarna enn á gangi
með byssuna og þegar hann sá
mig og spurði, hvort ég
hefði séð þegar hann var að
tala við Caleb. Ég sagðist ekki
hafa gert það, því að ég vildi
ekki láta blanda mér neitt inn
í þetta, en ég er bara ekki viss
um, að hann hafi trúað mér.
— Nei, það hefur hann áreið-
anlega ekki gert, sagði Appley-
ard. Svo sneri hann sér að
Jimmy. — Hafið þér nokkrar
spurningar, að koma með, full-
trúi.
— Já, rétt eina eða tvær,
svaraði Jimmy greiðlega. —
Tókuð þér eftir byssunni, sem
Chudley var með, Horning ?
— Já, ég þekkti hana, það er
sú sama, sem hann notar alltaf
á kanínurnar. Nr. 16 og með
lás. Ég býst við, að það sé sú
eina, sem hann á.
—- Fóruð þér til Lydenbridge
eftir að þér töluðuð við
Chudley
Aftur varð Horning vand-
ræðalegur við þessa spurningu.
— Ja-á það gerði ég, svaraði
hann dræmt. Ég átti áríðandi
erindi.
Jimmy brosti. — Ekki
svo mikið einkaerindi, að lög-
reglan geti ekki spurt um það,
sagði hann. — Vilduð þér ekki
segja okkur, hvaða erindi þetta
var? Við komumst hvort sem er
að því eftir öðrum leiðum, og
það gæti fremur komið yður í
vandræði.
Við þessi hálfkveðnu hótanir
var allri andstöðu Hornings
lokið. — Ég fór til að hitta
hr. Woodspring, sagði hann i
hálfum hljóðum.
Q15EYM WLEIifEI
eí~ nafri mitt
CHARM ernjrfi
tizkylituf' og mjog fj
Sjaímeraricli’'
tna etn a avgtysing
G15EYM ^MEf^fEI, iLæSt þegaf pér kaupió ^SOKKÆBUXUI^
&
— Bóksalann? Ekki vissi ég,
að þér væruð svona bókmennta-
lega sinnaður. Hvað vilduð þér
honum?
Horning hikaði lengi áður en
hann kæmi út úr sér svarinu:
— Ég fór til að vita, hvort
hann gæti látið okkur fá ein-
hverja peninga.
Þetta var svo óvænt, að þeir
félagar litu hvor á annan.
— Er hr. Woodspring þá
okurkarl jafnframt því að vera
bóksali? spurði Jimmy.
— Nei, alls ekki á venjuleg-
an hátt. En hann hefur reynzt
fjölskyldunni vel oftar en einu
sinni, þegar illa hefur staðið á
hjá henni. Og þarna um morg-
uninn hafði bakarinn sagt, að
við fengjum ekki meira brauð
fyrr en búið væri að greiða
reikninginn, hann væri orðinn
sex mánaða gamall. Og ég vissi,
að hr. Símon átti þá enga pen-
inga, og ekki þýddi neitt að tala
við hr. Caleb. Svo að mér datt
í hug að fá að láni svo sem
þrjú eða fjögur pund hjá hr.
Woodspring, til þess að geta
greitt bakaranum.
Margir þessara turna eru enn
uppistandandi og oft kallaðir
„bjánaskapur" hlutaðeigandi
eiganda. Thaddeus fylgdist með
tízkunni og valdi sér hæsta
blettinn i landareigninni og
reisti þar turninn, sem þið þekk-
ið vjst nú þegar. Og þarna bætti
hann við annarri sérvizku.
Hann hélt því fram, að ensku
smiðirnir, sem byggðu húsið,
hefðu sviðkið verk sitt og verið
lítils nýtir og sendi því eftir
hópi ítala, sem reistu þennan
tum, og að því er hann sjálfur
sagði, eftir teikningu hans
Jimmy brosti. — Ef það er
rétt hermt, hefur Thaddeus
gamli ekki verið sérlega
listrænn, sagði hann.
— Og varla verið mikill kaup
maður heldur, sagði Temple-
eombe.
— Hann var almennt talinn
rikur maður, að þeirra
tima hætti.
Hann virðist hafa verið örlát-
ur og á köflum eyðslusamur.
Það eru nokkur fátækrahæli
hérna í borginni með áletrunum
þess efnis að þau séu stofnuð
af Thaddeusi Glapthorne úr
Farningcoteklaustri, til skjóls
fyrir fátæklinga i sókninni.
Jimmy kinkaði kolli alvarleg-
ur. — Og hvernig gekk svo
þetta hjá hr. Woodspring?
— Það gekk ágætlega, hann
lét mig hafa nóg handa bakar-
anum. Það er nú sagt í borg-
inni, að hann sé heldur naum-
ur á fé, en hann hefur verið
mjög greiðvikinn við fjölskyld-
una. Því að, okkar á milli sagt,
þá hefur honum nú ekki alltaf
verið endurgreitt.
— Hver er ástæðan til þess-
arar óvenjulegu greiðvikni?
spurði Appleyard.
— Ég veit svei mér ekki. Þó
kynni það að vera vegna henn-
ar ungfrú Joyce. Eða þá vegna
þess, að hann hefur smámsaman
verið að kaupa bækurnar, sem
voru í bókasafninu hérna.