Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971 BE A hef ur flug * til Islands Mjög náin samvinna við Flugfélagið Fyrsta BEA-þotan á fslandi. (Ljósm. Mbl. ól.K.M.). BREZKA flugrfélagið British Eur opian Airways (BEA), hefur áætlunarflug: til ísiands 7. apríl næstkomandi, og mun fljúgra eina ferð i viku (á miðvikudögrum) jþar til 31. maí, þá tvisvar í v>ku, á miðvkiudögrum og: sunnudög:- um. Til ferðanna verða notaðar þotur af gerðinni „Trident Two“, sem eru ekki ósvipaðar þotu Flugrféiagsins. Á fundi með nokkrum tals- mönnum BEA í gær, var frá því skýrt að það félag og Flugfélag íslands, hefðu gert með sér samn inga um mjög nána samvinnu. Ekki aðeins myndu félögin ann- ast umboðssölu hvort fyrir ann- að, og þá um leið alla þjónustu, heldur myndu þau og samein- ast um auglýsingar sem mið- uðu að því að laða ferðamenn til Islands, og hafa með sér svo nána samvinnu um ágóða af flutningi farþega, að honum yrði skipt jafnt og skipti því i raun- Ólafur Björnsson, alþm.: Landgræðsla og að- stoð við þróunarlöndin ÞAKN 12. unblaðinu Albertsson, irsögninni þ.m. birtist I Morg- grein eftir Kristján rithöfund, undir fyr- „Landgræðsla í Afr- íku eða á íslandi?" þar sem skor að er á neðri deild Alþingis að „svæfa“ frumvarp til laga um aðstoð íslands við þróunarlönd- in sem ég hefi flutt ásamt nokkrum þingmönnum öðrum úr öllum flokkum í efri deild og var það afgreitt þaðan á skömmum tíma án mótatkvæða. Þar sem grein þessari hefir nú verið svarað með ágætri grein eftir Gunnar Schram lektor i Mbl. 17. febrúar, læt ég mér nægja örfá orð sem athugasemd ir við grein Kristjáns. Rök hans gegn þvi að Island taki þátt í þessari aðstoð eru þrenns kon- ar. 1 fyrsta lagi sé svo mikil þörf fyrir fjármagn hér á landi til alls konar framkvæmda, svo sem t.d. landgræðslu, að Island megi sjálft teljast vanþröað land og hafi því ekki efni á að veita slíka aðstoð. í öðru lagi sé embættismannastétt þróunar- landanna svo spillt, að gera megi ráð fyrir því, að bróður- partur aðstoðarinnar renni í vasa embættismannanna sjálfra, en ekki til þess sem ætlazt er til. 1 þriðja lagi sé svo hætta á óhæfilegum stjórnunarkostnaði þessarar stofnunar hér heima, svo sem utanferðakostnaði o.þ.l. Hvað fyrsta atriðið snertir, þá virðist mér skilgreining Krist- jáns Albertssonar á þvi, hvað sé þróunarland vera óraunhæf. Ef henni væri fylgt, þá myndu öll lönd heimsins i rauninni teljast til þróunarlanda. Jafnvel í Banda ríkjunum, sem talið er auðug- asta land heimsins, og er það sem langmest leggur af mörk- um til þessarar aðstoðar, er vissulega þörf fyrir fjármagn til margra óleystra verkefna inn- anlands. Gróðureyðing er mik- ið vandamál í vesturhluta lands- ins og munu flestir Bandaríkja- menn telja, alveg á sama hátt og Islendingar, að æskilegt sé að verja meira fé en gert er til þess að halda þeim vágesti í skefjum. Nei, mælikvarði sá, Æem lagður er að jafnaði á það, Jivort ákveðið land skuli teljast sambandi vil ég aðeins vekja at- hygli á þvi, að umrædd stofnun verður, eins og aðrar opinberar stofnanir, háð ákvörðunum fjár veitingarvaldsins um fjárfram- lög og eftirliti þess með því, að fé það sem veitt er í þessu skyni sé ekki sóað i neitt, sem ekki þjóni tilgangi fjárveitingarinn- ar. Ég get ekki komið auga á það, að hætta sé á því, að verr verði farið með fé af hálfu slíkr- ar stofnunar en annarra opin- berra stofnana. Ég tel það algerlega fráleitt og Alþingi til minnkunar, ef neðri deild yrði við áskorun Kristjáns, um að „svæfa“ málið. Hins veg- ar verðum við, sem málið ber- um fyrir brjósti, auðvitað að sæta þvi, ef svo ólíklega kynni að fara, að málið yrði fellt við at- kvæðagreiðslu. Á þann hátt ein- an væri heiðarlega staðið að því að hindra framgang málsins, ef andstæðingar þess reynast hafa til slíks nægilegan styrk. Ólafur Björnsson. inni ekki máli með hvoru félag- inu menn flygju til eða frá Is- landi og Englandi. Samningur þessi hefur ekki verið formlega undirritaður enn, en fuilt sam- komulag er um hann. Þeir talsmenn BEA sem minnzt var á áðan, komu til landsins i gær ásamt ýmsum starfsmönnum félagsins og brezkum fréttamönnum. Var það í fyrsta skipti sem þota frá BEA lenti hér, og með henni var og fjöldinn allur af flugstjórum og tæknimönnum, sem kanna aðbún að og öryggistæki á flugvellin- um. BEA hefur að vonum auglýst nokkuð þessa fyrstu ferð hing- að, og i fréttatilkynningu frá þeim sem gefin var út í Englandi, segir að gljáandi Trident tvö þota frá þeim vígi nú nýja leið til einnar heilsusamlegustu eyj- ar í veröldinni. Islands geti að vísu ekki boðið upp á nein yng- ingarlyf, en kannski það næst bezta, heilsusamlegt, ómengað andrúmsloft, sem stuðli að lengra lífi. Er þess meðal annars get- ið að íslenzkar konur nái hærri meðalaldri en nokkurs staðar annars staðar í heiminum (76 ár), en þess er ekki getið hversu langra lífdaga eiginmenn þeiira megi vænta. Þá er og nokkuð fjallað um það annað sem ísland hefur að bjóða ferðamönnum, t.d. lax- og silungsveiðar, skíðaferðir, fugta- skosðunarferðir, jöklaferðir, eld- fjallakannanir og þar fram eftir götunum. Skrifstofa BEA verður að Bankastræti 11, og mun einn af brezkum starfsmönnum félags- ins, Tony Wadlow, veita henni forstöðu. Ólafur Björnsson til þróunarlanda eða ekki, er raunverulegar þjóðartekjur á íbúa. Það er auðvitað alltaf álita- mál, hvar draga skuli mörkin fyrir því, hvort um vanþróað land er að ræða. Fyrir nokkrum árum var algengt að telja að lönd, sem hefðu lægri þjóðartekjur en 5—600 dollara á ibúa, yrðu að teljast vanþróuð. Þjóðartekjur á íbúa á Islandi hafa síðustu árin verið talsvert á 3. þúsund dollara, svo að ljóst er, að við erum langt yfir þessu marki. önnur röksemd Kristjáns gegn aðstoðinni við þróunarlönd in er sú, að mikið af henni færi forgörðum vegna spilltra stjórn- arstétta í löndum þeim, er henn- ar njóta. Auðvitað er hér um vanda að ræða, sem ekki má van meta, en ef einblínt væri á þetta bæri af þvi að draga ályktun, að hætta bæri ekki einvörðungu allri eiginlegri þróunaraðstoð við þessí lönd, heldur líka starf- semi Rauða krossins og annarra alþjóðlegra liknarstofnana í þágu þeirra. Mörg munu þess dæmi, að fé sem veitt hefir verið nauð stöddum í þessum löndum vegna náttúruhamfara t.d. hafi misfar- izt, en fáír hygg ég muni þá vílja álykta af því, að allri slíkri starfsemi beri að hætta. Þriðja atriðið í gagnrýni væri á óhæfilegum stjórnunar- kostnaði við þá stofnun, sem um- rætt frumvarp gerir ráð fyrir, að komið verði á fót. I þessu „Ofhitamál66 á dagskrá ALLSNARPAR umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúruvernd á vatnasvæði Mý- vatns og Laxár. Umræðurnar snerust þó aðeins að litlum hluta um frumvarpið sem slíkt, heldur var aðaliega rætt um deilumál þau, sem risið hafa vegna fyrir- hugaðra virkjunarframkvæmda við Laxá. Umræðan í gær var framhald fyrstu umræðu og var henni ekki lokið, er fundi var slitið í gær og voru þá enn nokkrir á mæiendaskrá. Fyrstur talaði í gær Bragi Sigurjónsson (A) og svaraði Jón asi Árnasyni, sem haft hefði um sig ummæli vegna þessa máls fyrr í umræðunum. Hann kvað náttúruverndarsjónarmið góð og gild, svo fremi sem þau stæðu ekkí í vegi fyrir almenningsheill. í þessu máli kvað hann náttúru- verndarsjónarmið hafa verið höfð að yfirvarpi fyrir einkahags munum nokkurra bænda á svæð inu. Þá sagði hann að þeir 65, sem saksóttir hefðu verið vegna sprenginganna í Miðkvísl, hefðu framið ofríkisbrot gegn hags- munum sínum og landsmanna og því væri saksókn réttmæt, þótt hún næði raunar ekki til hinna sekustu, er espað hefðu til ó- hæfuverka. Bragi gagnrýndi mjög frétta- flutning sumra blaða, svo og sjónvarpsins og kvað fréttir hafa verið mjög villandi. Hefði það borið þann árangur, að samúð almennings væri nú öll með eig- inhagsmunamönnunum, en móti félagshyggjumönnunum. Nokk- uð var deilt um flokkspólitik í umræðunum. Þá tók til máls Stefán Valgeirs son (F) og harmaði að mál þetta hefði verið tekið til umræðunú, þar eð forsætis- og iðnaðarráð- herra væri fjarstaddur. Las hann upp allar álýktanir, sem iðnað- arráðuneytinu hefðu borizt úr Þingeyjarsýslum um málið, svo og fleiri ályktanir. Sagði Stefán áð ljóst væri að hér stæðu land- eigendur í deilu við ríkisvaldið. Um sprengjumálið í Miðkvísl sagði Stefán að menn yrðu að gera sér ljóst að eitthvað mikið bjátaði á er bændur og húsfreyj- ur nyrðra sæju sig tilneydd til að vernda það sem þeim væri heil- agt. Öðru máli gegndi, hefði ver- ið um eintóma unglinga að ræða. Ljóst væri að yfirstjórn þessara máia hefði brugðizt og því væri sökin öll Laxárvirkjun- ar og rikisvaldsins. Ingvar Gislason (F) sagðist fagna þvi frumvarpi, sem tekið hefði verið til umræðu. Hann sagðist skilja það að málin sner- ust um deilumálin. Hann fór nokkrum orðum um það að Al- þýðubandalagið reyndi nú að gera þetta mál að sínu, en sagð- ist jafnframt hafa íhugað það mjög og reynt að finna upphaf- lega orsök deilnanna. Niðurstaða sín hafi verið að Sigurður Thor oddsen, verkfræðingur hefði átt hugmyndina og kallaði hann Sig urð aðalvirkjunarspeking Al- þýðubandalagsins. Þessí virkjun- arhönnuður, sagði Ingvar að hefði ætlað að sökkva heilum landssvæðum og flytja stórár milli landshluta. Laxárvirkjun hefði svo látið blekkjast af hug- myndum Sigurðar. Bjartmar Guðmundsson (S) tók næstur til máls og kvað nauðsynlegt að kanna upptök deilunnar á hlutlausan hátt og kynna mönnum. Hann sagði að ef upphafleg Gljúfurversvirkjun hefði aldrei orðið til á pappír- um, hefði engum manni dottið í hug að mótmæla Laxárvirkjun 3. Nauðsynlegt væri að finna lausn á málinu án óskapa — moldviðri hefði verið hleypt upp og málið orðið að ofhitamáli. Þá tók til máls Jónas Árna- son og fékk aðeins að gera at- hugasemd, þar eð hann hafðl talað svo oft um málið, Hann mótmælti staðhæfingum Stefáns Valgeirssonar um að hann hefði sjálfur verið með geðvonzkukast fyrr i umræðunni, er hann hefði rætt um já, já — nei, nei- stefnu framsóknarmanna. Hins vegar sagðist Jónas standa í þakkarskuld við Stefán fyrirhið notalega andrúmsloft, er mynd- aðist í þingsalnum af sérstök- um skapgæðum Stefáns, er hann flytti ræður sínar. Þá svaraði Jónas og Braga Sigurjónssyni og sagði að raunverulegur of- ríkisaðili væri ríkisvaldið í þessu máli. Síðasti ræðumaður í gær var Lúðvík Jósefsson (K). Hann taldi ólíklegt að sættir tækjust i þessu viðkvæma deilumáli fyrr en lögbann hefði verið iagt á framkvæmdir og lagði hann til að ríkisstjórnin setti 135 milljóna króna tryggingu til Laxárvirkj- unarstjórnar fyrir lögbanninu. Þá sagði Lúðvik að fáránlegt væri að ætla að skella skuld- inni á verkfræðing, sem hannað hefði G1 j úfurversvirkj unina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.