Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1971, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐŒ), FIMMTUDAGUR 18, FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. i mánuði innaniands. f iausasölu 12,00 kr. eintakið. ÍÞRÓTTASAMSKIPTI NORÐURLANDANNA TVTítjánda þing Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn hefur nú samþykkt einróma tillögu er Matthías Á. Mathie- sen og fjórir aðrir flutnings- menn lögðu fyrir ráðið, þar sem lagt var til, að skorað yrði á ríkisstjómir Norður- landanna að auka fjárhagsað- stoð sína við íþróttasam- skipti Íandanna. Er þarna um hið mikilsverðasta mál að ræða, sem án vafa á eftir að hafa mikil áhrif fyrir ís- lendinga og auðvelda þeim íþróttasamskipti við hin Norðurlöndin. Viðurkennt er af öllum, að einn af mikilvægustu þáttum í íþróttalífinu séu samskipti við önnur lönd. Hafa íslend- ingar haft slík samskipti við margar þjóðir, en samskiptin við Norðurlönd hafa þó jafn- an verið mest og bezt og hafa þau örugglega orðið til þess að treysta enn frekar bönd vináttu og frændsemi. En ís- lenzk íþróttahreyfing hefur jafnan verið fjárvana, og þess vegna hefur þessum sam- skiptum verið skorinn þrengri stakkur en æskilegt hefði verið. Hefur þetta þá einkum bitnað á yngsta íþróttafólkinu, sem í mörg- um íþróttagreinum hefur fengið of fá tækifæri til þess að reyna sig við erlenda jafn- aldra. Eftir þing Norðurlandaráðs í fyrra setti Jón Ásgeirsson, íþróttafréttamaður útvarps- ins, fram hugmynd um stofn- un Norræns íþróttasjóðs, er hefði það markmið að efla íþróttasamskipti landanna. Matthías Á. Mathiesen tók síðan þessa hugmynd upp á vettvangi Norðurlandaráðs og fékk meðflutningsmenn frá hinum Norðurlöndunum að tillögu þeirri, er nú hefur verið samþykkt. Er þar með stigið fyrsta skrefið að sjóðs- stofnuninni, sem einkum mun koma íslenzku, færeysku og finnsku íþróttafólki til góða og greiða verulega fyrir íþróttasamskiptum þessara landa við hin Norðurlöndin. Verður þetta m.a. til þess að auðvelda íslendingum þátt- töku í ýmsum norrænum íþróttamótum, sem við höf- um hingað til ekki getað tek- ið þátt í, sökum hins mikla ferðakostnaðar. Listdansari á heimsmælikvarða íjsland hefur eignazt ballet- -*■ dansara á heimsmæli- kvarða. Á því leikur enginn vafi eftir heimsókn Helga Tómassonar hingað til lands og sýningu hans í Þjóðleik- húsinu. Þetta er mikið ánægjuefni, enda er það svo, að þeir örfáu íslendingar, sem ryðja sér braut á alþjóða vettvangi eiga mikinn þátt í að kynna land sitt og þjóð. Helgi Tómasson hóf ballet- nám hér heima hjá íslenzk- um kennurum og í Þjóðleik- húsinu hjá Erik Bidsted. Hann hlaut því sína fyrstu menntun hér og hún hefur greinilega komið honum að góðu gagni á listferli hans. Árangur Helga Tómassonar á að verða okkur hvatning til þess að leggja meiri rækt við balletkennsiu og þessa list- grein yfirleitt. Rofar til í Miðausturlöndum Að undanförnu hafa miklar ■**■ umræður farið fram á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og annars staðar um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þótt lítið hafi þokazt í samkomulagsátt er því ekki að leyna, að afstaða deiluaðila virðist mun sveigj- anlegri en áður og er það kannski fyrsta merki þess, að samkomulag sé yfirleitt hugsanlegt. Vísbending um, að einhver hreyfing sé nú á málum er í fyrsta lagi, að enn hefur tek- izt að framlengja vopnahléð við Súezskurðinn. Þá hefur forseti Egyptalands látið í það skína, að takist samning- ar um opnun Súezskurðar muni ísraelsmönnum héimil sigling um skurðinn eins og öðrum þjóðum. Sendiherra Egyptalands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst því yfir, að Egyptar væru reiðubúnir til þess að viðurkenna ísrael sem sjálfstætt ríki, að því tilskildu, að ísraelsmenn tak- marki fjölda innflytjenda til landsins. Og loks hafa borizt óljósar fregnir um, að Gurrn- ar Jarring sáttasemjari Sam- TIST UÆXIMS Omar Pound ALLIR kannast við Ijóðskáldið Ezra Pound og nú er sonur hans á góðri framabraut. Hainn hefur þó ekiki orðið þekktastur fyrir eigin fraimieiðs'lu, heldur fyrir þýðingar sinar á erlendum, einkum persnesku'm ljóðum. Þykja mörg þeirra með afbrigðum vel unnin og spá góðu um íramtíð hans. Omar Pound er þeirr- ar skoðunar að persnesk og arabisk ljóð- iist hafi nánast verið einanigruð um aldaraðir og gcvldið þess ótæpiiega, hversu fáir haifa tegt sig fram um að læra þau mál til þeirrar hlítar, að við- komandi treysti sér til að þýða af þeim snilldarverk. Sjálfur hefur hann varið mörgum árum til að læra þessi tungu- mál og það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að harrn hefur iagt út í það stórvirki að byrja þýðingar á þeim. Eldri ljóðsikáld mörg, i>ersnesk og ara- bisk, hafa fyrr verið þýdd að viisu, en Pound ieggur sig einna mest eftir yngri höfundum. Omar Pound er fæddur í Paría, en menntun sína til sextán ára aldurs fékk hann í Bretiandi, en þá hætti hann skóla- göngu og fór að vinna ýmis störf, sem til féliu, m.a. við hótelsitörf. Á stríðs- árunum hafði hann engar spurnir af foreldrum sinum og kveðst ekki hafa vitað, hvort þau væru lifandi eða dauð. Hann lét skrá sig í bandaríska herinn, gegndi herþjónustu í tvö ár, síðan var hann á faraddsfæti mffli Bretiands og Bandaríkjanna á næstu árum, hóf nám við ýmsa skóla, en hætti jafnskjótt. Það er ekki fyrr en hann fékk sikyndilega áhuga á persnesku, að hann tók að sökkva sér niður í nám aif allvöru og hann ákvað að kamast tiil Persiu og kynnast tun'gumálinu þar í eirttt ár. Um það leyti voru foreldrar hans i Washing- ton og faðir hanis reyndar í fangelsi. Eftir ársdvöl í Teheran aneri Omar Pound síðan aftur til Bandarí'kjanna og hefur fenigizt við kennsHu við ýmsa há- skóla síðan og sem fyrr segir nú á allra síðustu árum við þýðimgar. Sýnishorn af einni ljóðaþýðingu hans birtist hér á eftir. Það er Ijóðið „Recanta- tion“ eftir Persann Minuchihri. I’m throug’h with acid and witih praise my satire’s wasted and panegyric never pays I call them niggards (they thimk this eulogy) but when I note their lusts and avarice they smile upon this ageing satiriist. Before my time poets and singers soon arounsed love, worthy of veiiuim and private presses, and even customs men wrote verses with music in each noble line: Whan that Aprille with his shonres soote . . . Rough winds to shake the darling bnds of May . . . And did those feet . . . Into the valley of . . . Death, be not proud . . . Omar Pound But now? It’s all Betjeman, Ginsberg and Ogden Nash guitars and Trinidaddy drums metal drurns, rhythm without song hum drummimg poets out of town and leaving none to honour men, events and verse, while those who stay behind oall poetry ,ail lies for oash.‘ Wiffl they never leam, if affl praise be lies the Prophet was mever bom and ci'ties never sacked. RIFB.ÍERG SÖLUHÆSTUR í DANMÖRKU Danskir bóksalar hafa nú sont frá sér skrár, þar sem getið er þeirra bóka, sem rraest seldust í tendinu á siðastiiðnu ári. Þegar þeir bókatitlar eru gaumgæfðir kemur í ijós að ekíki eru það al’lrt merk bókmenmtaverk, sem vel hafa selzt. Þar gegnir sama máli og annars staðar að beztu verkin seljasit ekki ailtaf mest. Þriðja árið í röð státar Klaus Rifbjerg.af mestri söllu; hin uimrædda og airæmda bðk hans „Marz 1970“ hefur hirngað til selzt í 30 þúsumd eintökum. Árið þar á undan se’ldist „Anna (jeg) Anna“ í tutt- ugu og tveimur þúsund eintökum og ár- ið áður var söluhæsta bðkin „Lonni og Karl“ með 18 þúsund eintök. Næst mesta sölu fékk bók Anders Bodelsen „Ferie“, af henni seldust 14 þúsund eintök og „Hyrder" ef’tir Peter Seeberg seldist í þrettán þúsund eintökum. Af Ijóðabókuim var lanigmest sala í „Det“ eftir Inger Christemsen en sú bók var sem kunnugt er lögð fraim í Norður- landaráðskeppnina í fyrra ásamt Önnu Riilfbjengs. „Det“ hefur á þessu ári selzt í fimm þúsund eintökuim og þýð- ingar Ole Wahl Olsens á „Eem meter fra min ceMe“ eftir Theodoraikis seldist í 3 þúsund eintökum. Þegar um alvaríeg bókmenntaverk er að ræða kemst enginn í há'lfkvisti við Torkild Hamsen. Síðasta bðk hams „Slav- ernes Öer“ sem hann fékk fyrir bók- menmitaverðlaun Norðuriamdaráðs hefur selzt í 20 þúsund eimtöfeum og allt verk- ið samtals 75 þúsund eintöfeum. Nýjar útgáfur eru og í undirbúnimgi. Af minn- ingabðkum dömsfeuim hefur mest sala verið í „Stemplet fortroiigt“ eftir H. M. Lundimg, sú bðk hefur selzt í 10 þúsiund eintöitouim og af þýddum bókum hefur „Papilllon" eftir Henri Charriéres selzt bezt, eimnig í um tíu þúsund eintökum. h. k. ■inuðu þjóðanna, hafi lagt ram einhvers konar til'lögur im lausn deilunnar. Ef það ir rétt, er það í fyrsta skipti, iem Jarring leggur fram slík- ir tillögur. Allt gefur þetta vonir um, að samkomulag sé hugsanlegt milli deiluaðila, en til skamtns tíma var það dregið í efa, að grundvöllur væri til slíks. En þótt afstaða aðila kunni að vera sveigjanlegri en áður leikur enginin vafi á því, að endanlegt samkomu- lag er lan/gt undan. En óneit- anlega virðast nokkur spor hafa verið stigin í rétta átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.