Morgunblaðið - 01.04.1971, Síða 15

Morgunblaðið - 01.04.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1971 1 " Jakob V. Hafstein, lögfræðingur; Svartá í Skagafirði RIKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir Rafmagns veitur ríkisins um virkjun Svartár í Skagafirði við Reykja foss og heimild til 86 milljón króna lántöku í því sambandi. í athugasemdum við frum- varpið er ráðgert að virkjað verði 2G metra fall er fram- leiði 3,5 MW orku með upp- settu vélaafli. Fróðustu menn telja að slíkt orkUver, ef orkuver skyldi kalla, murtdi geta gengt hlut- verki sínu næstu 4—6 ár, eftir að það tæki til starfa. Eftir þennan stutta tíma yrði á ný að finna aðrar leiðir til orku- sköpunar á umræddu orku- neyzlusvæði. Hvergi er að finna í athuga semdum við frumvarpið neinar upplýsingar um hagkvæmni slíks „baby“-orkuvers eða hvað kílovattstundin af rafmagni mundi kosta til neytenda. Ekki er heldur hægt að sjá af frumvarpi þessu og athuga- semdunum við það, hvort nokkrar náttúrufræðilegar- eða líffræðilegar rannsóknir hafi verið framkvæmdar í sambandi við væntanlega virkjun Svartár, og þá hvort virkjun þessi mundi ekki spilla meiri verð- mætum en fengjust með virkj- Svartá verða hleypt inn í fisk- veginn í næsta mánuði og þar með veiðisvæði árinnar neðan Reykj rfoss, sem farið hefur ört batnandi síðustu árin, þ.e. í Húseyjarkvísl, tengt ánni ofan Reykjafoss. 5. Með þessum framkvæmd- um eru veiðilönd árinnar lengd um 25 km eða samanlögð bakka lengd um 50 km. 6. Veiðivötn h.f. hófu fiski- rækt í_ Svartá ofan Reykjafoss strax á árinu 1969 með því að sleppa þá í ána 4600 laxaseið- Trí.a'%’^: í Jakob V. Hafstein er að koma laxi framhjá virkj- unarframkvæmdum, nema á mjög neikvæðan hátt. Þ.e. með flutningi á bil í kössum, sem enginn sannur fiskiræktarmað- ur getur fallizt á. 12. Engin umsögn liggur fyrir um mál þetta frá Veiðimála- stofnuninni. 13. Viðurkennt er - að lóns- myndun með stíflugerð í Svartá stórspilli fiskiræktarmöguleik- um árinnar. 14. Ekki er 'vitað til þess að Landeigendafélagið að Svartá hafi veitt virkjunarfram- kvæmdum neinn stuðning, nema s:ður sé. 15. Niðurgönguseiði og hop- lax eiga sáralitla möguleika á að komast framhjá virkjunar framkvæmdum til sjávar og þessi mikilvægi þáttur fiski- ræktar því að mestu eyðilagður með virkjunarframkvæmdum ef til koma í Svartá. Ég hefi leyft mér að tilgreina framanrituð atriði til ábending ar og upplýsinga fyrir hæstvirta alþingismenn vegna þess, að ef úr virkjun Svartár við Reykja foss yrði, mundu fiskiræktar- framkvæmdirnar í Fossnesi hverfa í djúp stíflugerðarinnar, sem fyrirhugað er að byggja á brún Reykjafoss og aðrar fiski ræktarframkvæmdir fara að mestu veg allrar veraldar. Sigurður bóndi á Brúnastöðum, foimaður Landeigendafélagsins að Svartá, fylgist með laxa eiðasleppingum í ána. — ánægja fyrir áhugamennina um fiskirækt í Veiðivötnum h.f. að sjá og finna gleðina og áhugann hjá ungum og öldnum við Svart á þegar laxaseiðunum hefur ver ið sleppt í ána síðsumars. Þetta fólk skilur mætavel, hvert stefnir í þessum málum fyrir sveitina. Og ég er viss um að það kann þeim mönnum litlar þakkir, sem ætla sér nú að eyði leggja þessa starfsemi og fram tíð hennar með ,,baby“-virkjun á Reykjaifossbrún. Út úr slíku gæti vel orðið mikill „giaum- bær í Skagafirði, ekki hvað sízt þegar vitað er, að einmitt þessi mikla framtakssemi Veiði vatna h.f. þar nyrðra hefur vak ;ð brennandi áhuga fyrir alls herjar fiskiræktarstarfsemi og veiðifélagsstofnun um vatna- svæðin í Skagafirði. Þess vegna að lokum: Enga lagaheimild til virkjun- ar í Svartá. Greinargerð Land- eigendafélags Svartár Loks er svo hvergi staf að finna í frumvarpinu um fiski- ræktarframkvæmdir í Svartá, bæði ofan og neðan Reykjafoss, ræktun lax og silungs og gífur lega verðmætasköpun fyrir 32 lögbýli framan Reykjafoss, sem í veði er. ef virkjað yrði. . Ber því allt að sama brunrii að frumvarp þetta virðist vera hið versta flaustursverk og hin mesta hrákasmíð, sem hent er inai á Alþiingi á síðustu dögum þingsins í þeim tilgangi einum — sennilega — að standa við ein hver gömul loforð. Þessi skoðun er ekki alveg út í bláinn þegar eftirfarandi orð í lok athugasemda við frum- varpið eru höfð í huga, en þar ségir: „Til þess að halda undirbún- ingi þessa máls áfram, er með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, leitað heimildar Al- þingis til greindrar virkjunar í Svartá". Ég vil leyfa mér að skora á aiþingismenn að láta þetta frumvarp ekki verða að lögum að svo stöddu og aldrei fyrr en allar nauðsynlegar rannsóknir hafa verið gerðar og fullkominn friður og samstaða hafa verið tryggð um mál þetta. Vil ég í þessu sambandi benda hæstvirtum alþingismönnum á eftirfarandi staðreyndir: 1. Landeigendafélag við Svartá, ofan Reykjafoss var stofnað á árinu 1969 og gerði í ágúst það ár, fiskiræktarsamn- ing við hlutafélagið Veiðivötn um laxarækt í Svartá ofan Reykjafoss og gerð laxgöngu- vegar í gegnum Fossnes við Reykjafoss — til næstu 8 ára og síðan leigusamning um ána þar næstu 7 ár, eða alls samn- ing til 15 ára og var samningi |>essum þinglýst á sýsluskrif- stofu Skagafjarðarsýslu þ.á. 2. Samningur þessi hefur ver ið samþykktur bréflega bæði af landbúnaðarráðherra Ingólfi Jónssyni og Þór Guðjónssyni, veiðimálastj óra. 3. Gerð laxgönguvegarins í gegnum Fossnes, en teikningar af fiskveginum annaðist Gu8- mundur Gunnarsson, verkfræð- ingur, hefur verið samþykkt af jiandbúnaðarráðhorra Ingólfi jónssyni og Þór Guðjónssyni, veiðirnálastjóra. 4. Framkvæmdir við gerð göngyfiskavegarins í Fossnegi Ófust á vormánuðum 1970 og eim ér nu senn lokið og mun um af sjógönguseiðastærð, en búast má við endurheimtum á þessu sumri. Á sumrinu 1970 slepptu Veiðivötn h.f. 11000 sumaröldum laxaseiðum og 1000 laxaseiðum af sjógöngustærð í Svartá. í sumar 1971, hefur svo verið samþykkt á aðalfundi Veiðivatna h.f. að sleppa í Svart á 15000 sumaröldum laxaseiðum og 2500 laxaseiðum af sjógöngu stærð. 7. Veiðiréttareigendur, neðan Reykjafoss, hafa á undanförn- um árum rekið allmikla fiski- ræktarstarfsemi, sem farin er að bera drjúgan árangur. 8. Með gerð fiskvegarins er búið að tengja saman Svartá og Húseyj arkvísl (sama áin) og hrinda úr vegi fyrirstöðunni sem Reykjafoss var, fyrir lax gengd upp að írafossi og jafn- vel miklu lengra og hlýtur því, samkvæmt nýju lax- og silungs veiðilögunum, veiðifélag bænda við allt vatnasvæðið senn að verða stofnað — bæði ofan og neðan við Reykjafoss. 9. I nýafstöðnurn sjónvarps- þætti um laxveiðimálin, lét land búnaðarráðherra, Ingólfur Jóns son, sterk orð falla um þýðingu og g'ldi fiskiræktarmálanna og gat þess m.a. að gerð nýrra göngufiskavega hefði lengt laxve.ðilöndin að bakkalengd um 300 km. Geri ég ráð fyrir því að þar hafi ráðherrann m.a. haft í huga fyrrgreinda 50 km i Svartá, ofan Reykjafoss, eða sjötta hlutan af allri nýju bakka lengdinni, og má af því marka, hve stór þáttur Svartár er í þess- um efnum. 10. Þegar hinn gagnmerki og stórglæsilegi bændaforkólfur, Þorsteinn Sigurðsson, lét nýlega af störfum sem formaður Búnað arfélags íslands, átti sjónvarpið viðtal við hann, sem vakti verð skuidaða athygli. Hann hóf þá mál sitt á því, að fiskiræktar- málin væru svo stórmerkileg og þýðingarmikil, að þau gætu, á næsta áratug, komizt upp í það að gefa þjóðinni og bænd um jafn mikil brúttóverðmæti í aðra hönd, eða jafnvel meiri, heldur en sauðfjárstofn lands- manna hefði gefið á sl. ári, en það voru 13 hundruð milljónir króna. 11. Allmiklar viðræður hafa átt sér stað á milli Veiðivatna h.f. og væntanlegra. virkjunar- aðila við Svartá um möguleik- ana á samræmingu fiskiræktar og virkjunar. Þessar viðræður hafa leitt í ljós að ógerningur Þá vil ég líka upplýsa hæst virta alþingismenn um það, að framkvæmdir Veiðivatna h.f. vegna fiskiræktar í Svartá losa nú í dag 2.000.000,00 — tvær milljónir króna — Veiðimála- nefnd hefur þegar samþyfckit að styrkja þessa fiskiræktarstarf- semi með 600 þús. kr. og Sýslu nefnd Skagafjarðarsýslu ábyrgzt 750 þús. kr. lán Veiðivatna h.f. vegna fiskvegargerðarinnar í Fossnesi. Sannar þessi stuðning ur trú þá, sem þessir aðilar hafa á fiskiræktun í Svartá og traust það, sem fiskiræktarstarf Veiðivatna h.f. í Svartá á að mæta hjá forvígismönnum hér aðsins. Svartá í Skagafirði er að allra dómi forkunnarfögur lindá, með volgrum viða við bakka, gróðri í botni, jöfnu og góðu rennsli og drjúgu vatnsmagni. Allt þetta býður hin beztu og ákjósanlegustu skilyrði til fiski ræktar og geysilegrar verðmæta sköpunar í framtíðinni fyrir bændur í Lýtingsstaðahreppi og Tungusveit. Þessum möguleikum má Al- þlngi ekki sökkva í skammgóð ar virkjunarframkvæmdir. Það hefur verið óblandin GREINARGERÐ Landeigendafé- lags Svartár í Lýtingsstaða- hreppi vegna framkomins frum varps á Alþingi um virkjun Reykjafoss í Svartá. Landeigendafélagið gerir skil yrðislausar kröfur um að eftir talin atriði verðí tekin til greina við afgreiðslu þessa frumvarps: 1. Gerður ‘ verði skriflegur samningur milli væntanlegrar virkjunarstjórnar Reykjafoss og Landeigendafélags Svartár um eftirfarandi atriði: 2. Virkjunarstjórn samþykki að taka til greina allar sannan legar skaðabótakröfur landeig- enda að Svartá vegna virkjunar Svartár við Reykjafoss, áhrifa hennar á fiskiræktarmöguleika í ánni meðan á byggingu stend ur, svo og starfsrækslu í fram- tíðinni og bæti eftir samkomu- lagi og mati. 3. Virkjunarstjórn ábyrgist að vatnsþrýstingur í göngum að túrbínu sé innan þeirra marka, sem sérfræðingar telja skað- Iausan fiskseiðum. 4. Tryggt sé að jafnan sé nægi legt vatnsmagn í fiskvegi þeim, sem verið er að byggja og starf rækja við Reykjafoss. 5. Virkjunarstjórn láti fram lengja fiskveg um Reykjafoss þannig að hann nái upp fyrir lón það, sem myndast við stíflu garð virkjunarinnar og setji járngrind í ána ofan lónsins undir yfirumsjón veiðimála- stjóra eða aðra þá framkvæmd sem samkomulag kynni að nást um. 6. Virkjunarstjórn skal við- hafa sérstakt hreinlæti í ná- grenni virkjunarstaðarins með an á byggingu stendur, og all an starfstíma raforkuversins, og skal veiðimálastjóri hafa úr skurðarvald þar um. Steinsstaðaskóla. 28. marz ’71. Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum (sign), Kristján JóhanneSson, Reykjum, (sign), Sigurjón Sigurbergsson, Hamrahlíð (sign). DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 0*0 Hin árlega fjöl- skylduskemmtun D5Í verður endurtekin á HÓTEL SÖGU sunnudaginn 4. apríl. Fjölbreytt skemmtiskrá. — Happdrætti. Miðasala stendur yfir í Dansskóla Hermanns Ragnars, Dansskóla Sigvalda, Dansskóla Heiðars Ásvaldssonar frá kl. 4 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.