Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1971 5 Hermóður Guðmundsson, Árnesi: Bæjarstjóranum á Akureyri svarað BJARNI Einarsson er bæjar- stjóri í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Bæjarstjóri þessi vax ráðinn að sunnan úr skóla Efna hagsstofnunarinnar, fyrir hærri laun en áður hefur þekkzt á Is landi í slíkt embætti, eftir því sem sagt er. Það er því e.t.v. skiljanlegt að þessi heiðursmað ur teldi sér skylt að vinna fyrir sínum ríflegu launum til þess að. þóknast húsbændum sínum á Akureyri. Bjarni Einarsson skrifár lang hund einn mikinn í Mbl. 25. og 26. febrúar sl. með svo saman hnoðuðum óhróðri og svívirð- ingum um þingeyska bændur, sem hann kallar „landeigenda- auðvaldið við Laxá“ að ekki mun hafa birzt annað eins níð- skrif um íslenzka bændur af manni í ábyrgðarstöðu. Bæjarstjóranum verður það á sem mörgum öðrum rökvana Laxárvirkjunarmönnum að hann þyrlar upp áróðurskenndu mold viðri um, að raforkuþörf Norð- urlands verði ekki leyst nema með virkjun Laxár. Iðnþróun Norðurlands er að hans dómi hætta búin, ef hætt yrði við virkjun þar, eða henni frestað með tilliti til rannsókna, því sé það steinaldarháttur „draug- anna aftan úr gárri forneskju" að vinna að slíku tilræði, svo notuð séu fáguð orð fram- kvæmdastjóra Akureyrarbæjar. Þessi mál hafa áður venð skýrð og áróður af þessu tagi margsinnis hrakinn en sé bæj- arstjórinn á Akureyri fyrst nú að vakna til umhugsunar um þessi mál og er þeim sýnilega lítið kunnugur, tel ég ekki eft- ir mér að fræða hann örlítið um fjárhagshiið málsins, þótt hún sé aðeins annar þátturinn, sem snýr að hinum almenna raf magnsneytenda. B. E. vitnar í útreikninga á raforkuverði frá Lagarfossi á 95—110 au. kwst. og Búrfelli 105—135 au. kwst. og segir að reiknað sé af Landsvirkjun og Orkustofnun til samanburðar við raforkuverð frá Laxá á 64 —6« au. kwst. Hvernig eru svo tölurnar fundnar, sem bæjar- stjórinn leggur til grundvallar iðnþróun Norðurlands og árás- inni á steinaldarmennina og landeigendaauðvaldið við Laxá? Samkvæmt upplýsingum frá hafa þessir tilvitnuðu útreikn ingar ekki verið gerðir á þeirra vegum. Veit bæjarstjórinn þetta ekki? Er honum ókunnugt um það, að þessir raforkuverðsút- reikningar eru rangir og notað ir í blekkingarskyni fyrir ábyrgð arlausa stefnu Laxárvirkjunar- stjórnar gagnvart skemmdar- verkaáformum sínum við Laxá? Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur hefur reiknað út raforkuverðið frá þeirri 6.5 MW. virkjun, sem nú er unnið að við Laxá, en samkvæmt þeim mun verðið verða 117,1-—141 eyrir á kwst., eftir því hvort miðað er við 400 eða 500 millj. kr. stofnkostnað. Munar þarna hvorki meira né minna en 53 —77 au. á kwst., eða sem næst helming ef virkjunarkostnaður inn er reiknaður á 450 millj., sem er algjört lágmark, þótt engar skaðabætur séu reiknað- ar sem gætu þó numið stórkost- legum fjárhæðum. Hermóður Guðmundsson. Varðandi raforkuverðið frá Búrfelli reiknast G.G.Þ. verk- fræðingi svo t.ii að raforka frá Búrfelli mundi kosta, komin til Norðurlands, með fullreiknuð- um flutningskostnaði til af- skriftar á línu með 50 MW. flutningsgetu 60 70 au. á kwst. miðað við 30—40 au. kwst. sölu verð inn á línu við Búrfell. Hér skakkar því um 45—65 au. á kwst. miðað við útreikn- inga bæjarstjórans, eða nærri helmingi. Þó er í þessum útreikn ingum reiknað með því að þessi litla raforka til flutnings norð ur sé látin greiða fulla afskrift af öllum línukostnaði þessarar dýru framtíðarlínu, sem þjóðar heildinni ætti að vera skylt að kosta eins og hverja aðra þjóð- braut. Framkvæmdastjóri Rafmagns veitna ríkisins hefur gert kostn aðaráætlun um raforkuverð frá Lagarfossi, komið til Laxár, sem er 62—66 au. á kwst., eða 33—44 au. lægra, en raforku- verðið fi á Laxá. Hér ber því allt að sama brunni með hina misreiknuðu hagfræði bæjarstjórans. Mér verður nú á að spyrja: Til hvers er þessi vesalings bæjarstjóri að gera sig að því viðundri að blaðra um þau mál, sem hann hefur ekki meiri þekkingu á en virkjunarmálum Laxár. Mér finnst að hann hefði átt að gefa sér svolítið betri tíma til þess að setja sig inn í allar aðstæöur og hagfræðispursmál raforkumála Norðurlands áður en hann barði bæjarstjóra- bumbu sína og geystist fram eins og soltinn skógarbjörn úr híði sínu. Það er ekki úr vegi að skýra bæjarstjóra Akureyrar frá því, að árið 1967 ákvað jarðhita- deild Orkustofnunarinnar að reisa tilraunagufnvirkjun í Námaskarði með fullkomnum vélbúnaði. Þegar Laxárvirkjun (það var í tíð B.E.) komst á snoðir um þetta ódæðisverk, að ríkið ætlaði að fara að gera athuganir á því hvaða möguleik ar gætu verið fólgnir í jarð- varmaorku í Mývatnssveit taldi stjórn La'xárvirkjunar hart og óvægilega vegið að einokunar- aðstöðu sinni. Nú var brugðið við með aðstoð hins pólitíska valds Akureyrar og þessi virð- ingarverða tilraun ríkisins til bættrar þjónustu í raforkumál- um Norðurlands kæfð í fæð- ingu af einveldi Laxárvirkjun ar. Þessari tilraun hefðu flestir raforkunotendur fagnað, a.m.k. bændur, sem stöðugt hafa orðið að sæta afarkostum í raforku- verði undir núverandi skipu- lagi. í stað þessarar hugmyndar Orkumálastofnunarinnar byggði Laxárvirkjun sjálf gufuaflsstöð í Námaskarði, í samvinnu við Kísiliðjuna, með 35 ára gamalli gufutúrbínu, sem nýttti tæp 4% af gufuorkunni, eða um 1/10 hluta þess, sem nýjustu gerðir af gufutúrbínum mundu nýta. Þrátt fyrir þetta hefur Laxár virkjun viðui'kennt að fram- leiðslukostnaðai'verð rafork- unnar frá þessari litlu, ófull- komnu gufuvirkjun væri ekki nema milli 40 og 50 au. á kwst. Er þetta að dómi bæjarstjórans að styrkja iðnþróun Norður- lands? Eða telur þessi hagfræði postuli Akureyrarbæjar, að það sé stuðningur við bæjarfélag hans að kúga þingeyska bænd- ur til þess eins að íþyngja borg urum Akureyrar nxéð helmingi hærra raforkuverði frá Laxá, en hægt væri að afla annars staðar frá? Eða getur B. E. skýrt það hvers vegna aldrei hefur mátt gera óhlutdræga úttekt á fram leiðslumöguleikum raforku á Norðurlandi, eða flutningi henn ar frá öðrum orkusvæðum, bor ið saman við Laxá? Ef til vill gæti skýringin verið sú, að þá kæmi það í ljós sem fram- kvæmdastjóri Laxái'virkjunar hefur margsinnis lýst yfir, að enginn fjárhagslegur grundvöll ur væri fyrir virkjun Laxár, nema samkvæmt framkvæmda- áætlun Gljúfurversvirkjunar- skipulagsins. Fróðlegt væri að fá skýringu bæjarstjórans á þessu og hvað fyrir honum vakir með hinni neikvæðu efnahagspólitík, sem hann telur sér sæma að reka fyrir „Þjóðféiag hinna land- lausu“, eins og hann kallar þétt býliskjarnann á Akureyri. Það skyldi þó aldrei vera að þessi stefna efnahagssérfræðings ins í raforkumálum Akureyrar sé neikvæðari iðnþróua Norð- urlands, en stefna vondu mann anna við Laxá og Mývatn. — Stefna landeigenda er náttúru- vernd og ódýrt rafmagn. Stefna Bjarna bæjarstjóra er náttúruspjöll og dýrt rafmagn. Bjarni Einarsson þykist hæð ast að mér fyrir það, að ég hafi ekki viljað, eða talið mig hafa leyfi til að skujdbinda landeigendasamtökin fyrirfram eins og upphaflega var ráðgert, þ.e.a.s. að rannsóknirnar næðu ekki til rennslisvirkjunarinnar, sem nú er deilt um. Þessu mótmælti ég og þessu hafa landeigendasamtökin mót- mælt einhuga frá upphafi, því „varðar mest til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin“. — Hvernig ætlar B.E. að rökstyðja rannsóknir á framkvæmdum og áhrifum þeirra eftir á? Eða er það meining hans að fjarlægja f ramkvæmdir Laxárvirkj unar, ef rannsóknirnar leiða í ljós skaðsemi þeirra fyrir Laxár- svæðið? I samræmi við tilgang rann- sóknanna á Laxársvæðinu var ákveðið á fundi rannsóknar- nefndarinnar 15. des. sl. að á- hrif rennslisvirkjunarinnar skyldu rannsökuð frá grunni og niðurstöður þeirra rannsókna látnar skera úr um það hvernig megi virkja Laxá að skaðlausu fyrir vatnasvæðið. Væri ekki rétt fyrir bæjar- stjórann á Akureyri, að átta sig strax á því að óforsvaranlegt er nieð öllu, að halda áfram framkvæmdum við Laxá, eins og málum er nú komið, fyrr en niðurstöður sérfræðilegra rann- sókna liggja fyrir. Að sjálfsögðu mundu land- eigendur við Laxá og Mývatn geta gefið sig undir þær rann- sóknir, sem þeir teldu fullnægj andi og þær væru undirbyggð ar á vísindalegan hátt frá Framhald á bls. 18. Hefil- bekkir Góð fermingargjöí 1. SIORR Laugavegi 15 — Sími 13333. ANGLI skyrtur Nýjar gerðir Útsýnarkvöld SÍÐASTA FERÐAKYNNING VETRARINS í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, SUNNUDAGINN 4. APRÍL KL. 9 E.H. ★ FERÐAKYNNING: Ný litprentuð ferðaáætlun ÚTSÝNAR lögð fram. Forstjóri ÚTSÝNAR, Ingólfur Guðbrandsson, ræðir um ferðalög: Ódýrar utanlandsfeiðir fyrir alla. ★ MYNDASÝNING: Myndir frá COSTA BRAVA og kvikmynd frá COSTA DEL SOL. TlZKUSÝNING Modelsamtökin sýna nýju VOR- og SUMARTÍZKUNA. ýk FERÐABINGÓ: 2 vinningar: Lundúnaferð og ferð með ÚTSÝN TIL COSTA DEL SOL. DANS TIL KL. 1. Hljómsveit Sagnars Bjarnasonar. ÚTSÝNARKVÖLD ERU VINSÆL EINS OG ÚTSÝNARFERÐIR. öllum heimill aðgangur — ókeypis — aðeins rúllugjald. Tryggið yður borð I tíma hjá yfirþjóni, þvi að jafnan er húsfyllir, og mætið stundvíslega. Góða skemmtun! FERÐASKRIFSTOFAN Ú T S Ý N . MICHELANGLI °9 litir og mynstur ANGLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.