Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1971 Miklar ef asemdir í e.d. um Kennaraháskóla — en frumvarpið samt samþykkt „Markaðstorg hégómans“ sagði Jón í*orsteinsson, sem vildi fella það GREINILEGT er, að miklar efasemdir ríkja meðal þing- manna í efri deild Alþingis xun frumvarp ríkisstjórnar- innar um Kennaraháskóla ís- lands. Um kl. 16 í gser höfðu fjórir þingmenn efri deildar talað við aðra umræðu urn málið og allir látið í ljós meiri eða minni efasemdir um, að rétt væri að sam- þykkja Kennaraháskólafrum- varpið nú og einn þeirra, Jón Þorsteinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, lagði bein- línis fram tillögu um, að frumvarpið verði fellt. við farið þá leið að mæta henni með samþykkt frumvarpsins með nokkrum breytimgum þó. Ég tel að helzt til mikill flýtir hafi verið á afgreiðslu þessa máls, sagði Ólafur Bjömsson. Eitt af þvi, sem til álita kæmi í þessu sambandi, er það, hvort ekki væri eðliiegt, að Kennaraháskóli heyrði undir Háskóia ísiands, ann aðhvort sem sjálfstæð deild eða í temgslum við heimspekideild. En við vitum, að Hásikóli ísiands er ekki við því búinn nú. Þá minnti þingmaðurinn á fordæmi Viðskiptaháskó'lans, sem stofnað- ur var sem sjálfstæður háskóli, en var síðan imnlimaður í Há- skóla íslands. Við erum það iila settir, sagði Ólafur Bjömsson, að við höfum aðeins þetta eina orð, háskóili, yfir það tvennt, sem á Norðurlandamálum er kallað „höjskoile", sem er hliðstæða Kennaraháskólans og „universi- tet“, sem er hliðstæða Háskóla ísilands. Ég vil taka það fram, að ég vil styðja tillögu Einars Ágústssonar O'g Páls Þorsteins- sonar um, að frumvarpið verði endurskoðað eftir tvö ár. Einar Ágústsson sagði, að þvi færi víðs fjarri, að menmtamála- nefnd efri deildar hefði getað sameinazt um eitt nefndarálit og gæti það bernt til þess, að i nefnd- inni hefði ríkt takmörkuð hrifn- ing á því, sem hér stæði til að gera, og það er kanmski ekki fjarri lagi, sagði þimgmaðurinn. Við itarlega athugun höfum við Páll Þorsteinsson sannfærzt um, að meginstefna frumvarpsims sé rétt og að kennaramenntun eigi að vera á háskólastigi. Og þetta frumvarp er spor í þá átt. Okkur flutn i'n gsmönn u m þessarar breyt imgartillögu hefur komið til hug- ar, að unnt væri að samræma þau tvö meginsjómarmið, sem hér hafa komið fram. Annars vegar nauðsyn þess að auka menntun kennara í landinu og svo hitt sjónarmiðið, sem er, að enda þótt frumvarpið sé í sjálfu sér til bóta, miuni framkvæmd þess verða misheppnuð, ef það verður samþyktot óbreytt, á þann veg, að frumvarpið verði endurskoð- að eftir tvö ár. Mér finnst full- komlega eðlilegt, að Alþingi við- urkenni, að Slikt frumvarp þurfi ekki að vera fuliikomleikinn holdi klæddur. Ýmsir telja að þetta frumvarp hefði ekki átt að afgreiðast á þessu þingi. Og ég held einnig, að þeir, sem telja sig eiga mestra hagsmuna að gæta að það verði gert, hefðu ekki þurft að sjá eftir þvi þótt svo hefði ekki orðið. Jón Þorsteinsson kvaðst viilja legigja tiil, að fruimvarpið yrði feilt. Ég er andvígur þesisu frum- varpi aif eftirfarandi ástæðum, sagði þimgmaðuiriinn. 1 fyrsta laigi: Með frumvarpinu er lagt til að autaa mjög kröfur til mennt- unar barnakennara, nánar tiltek- ið þannig, að í stað fjögurra ára s'kólanáms að lokmu landsprófi komi 7 ára skólanám, þar af 3 siðustu árin í háskóla. Þetta mikia stökk, sem á sér enga hlið- stæðu i sikólaikerfi okkar, hlýtur að leiða af sér mairgs konar örð- uglei'ka og misræmi í fram- kvæmd. Menntun barnataennara á að autoa á þróumargrundvelli en ekki með stökkbreytinguim. Þá verður að líta á það sem bruðl og óþarfa að nota starfs- krafta háskóliaigenigimma manna til þess að kemma bömum lestur, skrift og reitanimg. 1 öðru lagi: í frumvarpinu er kveðið á um stofnum nýs háskóla hér á landi svonefndis Kennarahástoóla Is- lands, er hafi það hlutverk að annaist fuiUnaðarmenntun bama- kennara. Fámenn þjóð eins og Mendingar hefur ekkert með tvo háskóla að gera, a.m.k. ekki næstu áratuigina. Háskóli íslands getur með góðu móti séð um ailia kennaramenntun, sem fram þarf að fara á hástoólastigi hér innanlands. í þriðja lagi: Sam- þýkkt frumvarpsins myndi kosita mitoiil fjárútflát fyrir ríkissjóð. Þessum fjármunum væri að Framhald á bls. 21 Jón Þorsteinsson sagði, að frumvarpið einkenndist af „snobbi og tildri“ og að engu væri líkara en hiifundar frum varpsins hygðust gera þessa stofnun að „niarkaðstorgi hégómans“. Ólafur Björnsson sagði, að fremur bæri að líta á Kennaraháskólann sem „höjskole“ en ,.universitet“, og Gils Guðmundsson taldi hættu á að Kennaraháskólinn yrði annars flokks háskóli. Einar Ágústsson og Páll Þor- steinsson lögðu fram breyt- ingartillögu við frumvarpið á þann veg, að skylt verði að endurskoða lög um Kennara- háskólann eftir tvö ár, yrði það samþykkt nú. Við at- kvæðagreiðslu í lok 2. um- ræðu var frv. samþykkt, en jafnframt var samþykkt breytingartillaga Einars Ágústssonar og Páls Þorsteins sotiar. ölafur Björnsson kvaóst enga dul draga á það, að í sjálfu sér teldi hainin æskilegt, að málið í heild yrði betur undirbúið en nú væri. En hins vegar er hætta á ömigþveiti í málefnum Kennara- Skólams næsta haust og höfum Pálmi Jónsson um Svartárvirkjun: Hugsanleg deilumál útkljáð áður en fram- kvæmdir hef jast Engin mótmæli gegn virkjun, aðeins kröfur um bætur FRUMVARP ríkisstjórnarinn ar uni Svartá var samþykkt við 2. umræðu í neðri deild í gær, en í tilefni af þeim um- ræðum, sem orðið hafa á op- inberum vettvangi um þetta mál, kvaðst Pálmi Jónsson vilja leggja áherzlu á, að bú- ið yrði að semja um öll atriði milli landeigenda og virkjun- araðila áður en framkvæmdir hæfust. Pálmi Jónsson sagði m.a.: Það er kunnugt, að á orkuveitusvæði Fækkun samlaga KFRI deild Alþingis sam- þykkti sl. þriðjudag að fresta því að fækka og stækka sjúkrasamlög víðs vegar um landið eins og lagt er til ■ frv. ríkisstjórnarinnar um alnrnnnatryggingar. Það voru alþingismennirn- ir Steimiþór Gestsson, Björn Fr. Bjömsson og Axel Jóns- son, sem báru fram breyting- artilflögu þess efnis, að fresta skuli gildistöku þessara ákvœða en fyrir árslok 1971 skuili Tryggingastofnun ríkis- ins eða sérstök nefnd gera áætiun um það hvemig störf- um hinna nýju sjúkras&mlaga sjúkra- frestað skufl.i fyrir komið, hvar þau hafi starfsstöðvar og hvernig innheimtu og útborgunum verði hátitað. Áætianir þess- ar skal lieggja fyrir sveitar- stjómir í hiinum nýju umdæm um og getur ráðherra ákveð- ið að hin nýja skipan komi tifl framkvæmda ef % þeirra sveitarfélaga, er hlut eiga að máld, em henni samþykk. Tifllaga þessi var samþyktot með 12 atkvæðum gegn 4. Með hennfl greiddu atflcvæði þinigmenn Sjálfistæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjöm Jónsson en á móti þingmenn Alþýðuifliokks og Alþýðu- bandalags. á vestamverðu Norðurlaindi er brýn þörf fyrir aukna vatnsorku. Á þessu svæði er, eftir þeim upp- lýsingum, sem ég hef nú nýjast- ar, vatn.saffl eimungis sem svarar 1500 kw, en annað afl á svæðinu er fengið með kieyrslu dísiflvéla, og nemur sú orkuframfleiðsia um 2400 kw. Sú virkjun, sem hér er taflað um heimild til þess að reisa, er, eins og áður sagði, 5500 kw orkuver. Þar með er ljóst, að virkjumin myndi full- nægja þeirri þörf, sem fyrir er á orkuveitusvæðimu i dag, hún myndi, ef áfram eru nýttar þær díisilstöðvar, sem á svæðimu eru, fullnægja flíklegri orkuþörf á næstu 5—7 árum. Hér er því ekld um frambúðarflausin að ræða, hefldur laiusn, sem duga myndí um takmarkaðan tflma og verða til þess að bæta úr brýnni orku- þörf á þessu svæði, á meðan aðr- ar leiðir eru fundnar til þess að tryggja frambúðarorkuþörf fyrir þetta svæði. Síðan frv. var afgreitt frá nefnd, hafa komið fram i blöðum og erimdum tiíl Alþimgis erindi, og hafa birzt blaðagreinar sem lúta að þvL að hér kunni að vera nýtt Laxármál i uppsiglingu. Ég hygg nú, að í fréttaskyni hafi dagbflöðin é.t.v. gert helzt til mikið úr því, sem hér um ræðir, og skafl þó á þessu stigi ekkert um það fufllyrt. Hins vegar er t.d. í erindi, sem borizt hefur hingað tifl Alþingis frá stjórn Landeig- endafélags við Svartá í Lýtings- staðaihreppi, settar fram kröfur um það, að tiltekin atriði verði leyst áður en þetiba frv. verður afgreitt hér á Alþingi. Það er ljóst, að eimis og nú er háttað um það, að áætflað er að fljúka störfum Alþingis fyrir páska, er ekki unnt að taka þessi tifliteknu atriði til afgreiðslu og jafnframt að afgreiða frv., því það er ekki timi til þess. Hins vegar er það jafnljóst, að frv. þetta er fflutt i heiimildarformi og sflík heimild, ef samþykkt verður felur það einmitt í sér, að þá skapast grundvölflur fyrir þvi, að upp verði teknar viðræð- ur og sammingar um þau ágrein- ingisatriði, sem þarna kunna að vera. Ég leyfi mér að teggja áherzlu á það, ef þetta frv. verður sam- þykkt, að áður en fullnaðar- ákvörðun verður tekin um fram- kvæmdir, eða þær hafnar, verði gmngið frá öfllum þeim málum, sem ágreinimgur er um á milli þeirra aðila, sem lönd eiga að Svart'á, og virkjunaraðiia. Ég Mt svo á, að það fordæmi, sem við höfurn í hinnfl frægu Laxár- deiiu, sé slikt, að ekki megi hætta neinu við virkjanir þær, sem gerðar verða í framitíðinni, eða að farið verði út í framikvæmdir áð- ur en búið er að semja um öll þau atriði á m@li landeigenda og virkjunaraðila, sem upp kunna að koma deilur um. Þess vegna er einmitt að mínu mati nauðsyn að fá þetta frv. afgreiitt, til þess að á það reyni, hvort hér tekst ekki að leysa þau mál, sem þarna kann að vera ágreiningur um, áður en lemgra verður hald- ið. Á því skal vakin athygli, að í eriindum frá Landeigendafélagi við Svartá og sveitarstjórn Lýt- ingsistaðahrepps eru engin mót- mæli gegn virkjun. Þar eru ein- ungis settar fram ákveðnar kröf- ur um það, að þeim, sem hlut eiga að máli, séu bætt að fuliu þau spjöli, sem kunna að verða á flandi og vatnsréttindum, ef I virkjun verður ráðizt. Jóhann Hafstein gerði að um- taflsefni greinargerð Landeigenda félags Svartár, þar sem sett eru fram tiltekin skilyrði í sambandi við afgreiðsflu frumvarpsins. Ég vil taka það fram, sagði Jóhanin Hafstein, að falli það í minn hflut að fylgja eftir framkvæmd þessa máls, verða öll þau atriði, sem fjalflað er um, tekin tifl greina Það 'leiðiir þegar af 4. gr. frv. og ákvæðum vatnalaga. Hvort sam- komuflag næst, fær reynslan úr skorið. Sú stefna hefur verið mörkuð á Alþimgi, að virkj unar- aðilar geri sér far um að sinna fiskiræktarmáflum o.g má í því saimbamdi minna á, að Alþingi hefur ákveðið að tiflfleknum hluta af kostnaði við virkjumarfram- kvæmdir verði varið tifl fisld- ræktarsjóðs. Yrði niðurstaðan sú, að fiskiræktarmöiguleikar skerð- ist í Svartá, ber auðvitað áð bæta það tjón. Kðvarð Sigurðsson kvaðst telja, að þessar raforkuframkvsemdir ættu að vera á vegum ríkisins. Eftir að þingnefnd afgreiddi málið, barst Alþinigi erindi frá staðarmönnum. Ég vifl aðeiins legg.ia á það áherzflu, að ölfl deilu- mál, sem þama kynnu að vera fyrir hendi, verði leyst áður en ráðizt verður í framkvæmdir, sagði þimgmaðurinn. Hannibai Valdimarsson sagði, að sumt af skilyrðum landeig- enda væri á þann veg, að það gæti orðið erfitt að verða við þeim og átti hann þar sérstak- i'ega við skilyrðin í sambandi við fiskiræktarmöguleikain'a. Mér virðist greinargerð Landeigenda- félagsins bendá til þess, að sam- tök séu upp risin og kröfur gerð- ar, sagði Hannibal Valdimarssoin. Einnig hafa komið fram raddir heimamanna úr héraði, sem telja, að rnikið verðmæti getl farið forgörðum í sambandi við þessa virkjun. Það er upplýst, að Svartá sér fyrir orkuþörf héraðs- ins aðeins í fimm til sjö ár og þvi er álitamál, hvort fara á þessa leið eða einhverja aðra. Ég tek enga afstöðu til málsins á þessu stigi, en tefl, að við höfum fenigið ærið umhugsunarefni. Ég tel að mönnum megi standa á sajma, hvar aflstöðin er, sem reist er, etf menn fá oriruna á hagkvæmasta verði, sagði Hanni- bal Valdiimarsson að lofcum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.