Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 4
f 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 2. APRÍL 1971 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 vw Scndlferffabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VWSmanna-LaiKli'over 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÆNDUR Steypum upp votheysturna í skriðmótum 4 eða 5 metra víða. Hringið eða skrifið og við send- um yður upplýsingar um hæl. Steypuiðjan sf„ Selfossi, sími 99-1399. Einar Elíasson, Selfossi, sími 99-1215. BÍLAR Notaðir bílar Sejum í dag m. a.: Cortina '70 Benz, dísill, '64 Rambler American '66—67 einkabilar Opel Kadett Fast back '67 Simca 1301 '70 Volkswagen 1300 '67 Plymouth Belvedere '66—'67 Dodge Coronet sjálfsk. '67. Auk þess bjóðum við nokkr- ar bifreiðir gegn skuldabréf- um. ©V0KULLH.F. Chrysler- umboðið Hringbraut 121 sími 106 00 MORGUNBLADSHÚSINU eigendur til þess að hafa hann þama gjammandi framan í þeim, sem erindi eiga í húsið (verzlunarhús að nokkru leyti ef ekki öllu). Margir eru hræddir við hunda, ekki síður fullorðnir en börn, og þetta fólk þorir ekki í húsið. — HræðsLu við hunda geta hunda eigendur ekki breytt, hversu fegnir sem þeir vildu, og þeir, sem óttast hunda, eiga heimt- ingu á því að komast ferða sinna um borgina. Og leyfir lögreglan þetta opinbera hundahald framan í öllum? Nei, góðir hálsar, það er gott, að málið leystist á far- sælan hátt. Raunar hefði þetta aldrei átt að verða neitt mál, hvað þá „stórmál“, hefði lög- gæzlan verið í lagi allan tím- ann. En hundaeigendur gætu a.m.k. virt þann frest, sem þeir fengu“. • ÖLdrykkja er áfengisneyzla Ragnar Tómasson, héraðs- dómslögmaður, skrifar: „Velvakandi, Morgunblaðinu. I „Reykjavíkurbréfi“ í dag, þar sem rætt er um hjarta- vernd o. fl., gat að líta neð- angreinda setningu: „Bannað er að selja bjór hér á landi, þó er ekki vitað til að hann hafi dauða í för með sér“. — Þessi setning er svo eindæma barnaleg, að með ólíkindum er, hvernig hún hefur slæðzt inn í „Reykjavíkurbréf", sem um áraraðir hefur verið þekkt fyrir snjalla meðferð orðs og efnis. Að drekka áfengan bjór er áíengisneyzla. — Áfengis- neyzla er bein og óbein orsök margra dauðsfalla. Um það hélt ég, að ekki þyrfti að deila. Eins og bréfritari segir, þá „þykir sannað, að sígarettur valdi dauða margra hjarta- og krabbameinssjúklinga“. Það þættu þannig ekki frambæri- leg rök á læknaþingi, þó að einhver þátttakenda stæði þar upp og reykti sígarettu til að „sanna“, hvað allt tal um „dauða“ af völdum sígarettu- reykinga væri fjarstæðukennt. Að sjálfsögðu má bréfritari og/eða Morgunblaðið hafa sína skoðun á áfengum bjór, en að skreyta forystugreinar blaðsins með svona „blómum“ er ófyrirgefanlegt vanmat á dómgreind alls gáðra lesenda. Reykjavík, 28. marz 1971. Ragnar Tómasson. P.s. Að morgni hins 29. marz 1971, kl. 7,30 var lesin frétt í Ríkisútvarpið, sem mér finnst tilhlýðilegt, að fylgi hér með, höfundi og lesendum „Reykja víkurbréfs" til fróðleiks: „Ráðstefna er hafin í Liver pool um hætturnar af völd- um eiturlyfja og áfengis. 1 ræðum, sem þar voru flutt ar í gær, var því m.a. haldið fram, að einblínt væri um of á hætturnar af eiturlyfjanotk un ungs fólks, en of lítil á- herzla lögð á að draga úr þeim hættum, sem heilsu fólks, ekki sízt miðaldra hús- mæðra, stafaði af óhóflegri pilluneyzlu, en mesta hættan stafaði af áfenginu, en svo væri komið, að sívaxandi áfeng isnautn væri mesti skaðvald urinn og ylli margfalt fleiri dauðsföllum en hjartabilanir og lungnakrabbi“. R. T 0 Hundaeigendur virða ekki frestinn Ólafía Jónsdóttir, skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú ætla Hafnfirðingar að fara sömu leið og við Reyk- víkingar í því að afnema ólög legt hundahald, nema hvað þeir munu veita ólöglegum hundaeigendum eitthvað lengri frest en við hér gerum. Mér finnst það furðulegt, hve hundaeigendur hér í Reykjavík gera mikið úr því, hversu reglur þær um hunda hald, sem þeir sjálfir vilja setja samfélaginu, yrðu örugg lega vel haldnar. Hverja tryggingu hefðum við hin fyr ir því? Minna en enga, segi ég, og skal ég nú rökstyðja það nánar. í fyrsta lagi er hér um að ræða hóp manna, sem vitandi vits brýtur lög á samborgur- um sínum með því að halda hunda svo að ekki er sterkri löghlýðnikennd fyrir að fara. Því skyldi þessi hóp ur halda betur lög og reglur í framtíðinni, einmitt á þessu sviði? Hópurinn myndast ein mitt í kringum lögbrot. f öðru lagi er eftirtektar- vert, hve lítils hundaeigendur meta þann frest, sem þeim var veittur til þe33 að losa sig við dýrin. Hundar sjást sprang- andi úti um alla borg, eins og ekkert hafi í skorizt. Nú er það bæði atriði í reglugerð þeirri, sem hundaeigendur vilja setja okkur, að hundar gangi ekki lausir og valdi ekki ónæði og þar að auki er þeim veittur fresturinn með þessu ákveðna skilyrði. Samt brjóta þeir reglurnar, sem í þessu tilfelli eru bæði reglur þeirra og samfélagsins. Allir sjá og heyra, að krakk ar, allt niður í óvita, eru send ir út með hunda og sleppa þeim oft lausum, þrátt fyrir þetta. Fyrir framan hús í Garðastræti er stór hundur bundinn flesta daga. Ég hef séð hann þar gegnvotan í aus andi rigningu, en enginn sinnti honum. Er þetta ekki „dyr- plageri“? Og hvaða leyfi hafa Hesthúseigendur Selóshverfi Fundur um stofnun félags hesthúseigenda í Seláshverfi verður haldinn í Neðri-Bæ föstudaginn 2. april kl. 20,30. Fundarboðendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.