Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1971 7 Landssveitin Óskar Einarsson læknir, bróðnrsonur Eyjólfs Guð- mundssonar Landshöfðingja í Hvammi, hefur iýst Land- sveitinni í handriti f þjóð skjalasafninu. Lýsingrin er mikið stytt, „Landið eða Landmanna hreppur liggur milli Þjórsár og ytri Rangár otfanverðrar og allt inn undir Tungnaá. Eins og nafnið bendir til er það yfirleitt þurrlent og sléttlent víða. Þar skiptast á hraun- belti, lítt eða ekki gróin, svartir sandgárar og kjarn- miklar, sléttar valllendisheið- ar. Bændur hafa þar lönigum búið miest að sauðtfé oig treyst imiíkiið á beitina, enida var hún talin atfbragðis góð meðan til riáðöist, en sliægjur hins vegar síðisprotitnar og snögg- lendar. Að sjálísögðu á þessi lýsing ekki við hin siðustu ár, eftir að tilbúin áburður og stórvirkar vélar gerðu tún- rækt auðvelda og breyttu jafnvel hinum svarta fok- sandi í grösugt og got-t land. Flestum þykir Landið svip- mikið og fögur sveit. 1 austri ris Hekla há og mikilúðleg og er hún höfuðprýði sveitarinn ar, en otft hiefur hún reynzt Landmönnum illskeyttur ná- granni. Árbær, Húsagarður, Stóru- vellir og Lunansholt eru tald ar landnámsjarðir sveitarinn- ar og hafi Árbær staðið þá allmiklu ofar við Þjórsá, en síðar varð. Annars er öll frá- sögn Ara fróða af landnámi austan Þjórsár þannig, að hún sýnir, að hann hefur ver ið ókunnugur á þeim slóðum. Sdðar urðiu jarðirnar Skarð, Stóri-Klofi, Leirubakki og Galtalækur höfðingjasetur og hafa þessar jairðir þá ver- ið taldar í hópi beztu jarða. Skarð var eitt af höfuðbólum Oddaverja. Þar bjó meðal annarra Páll Jónsson, sem síðar varð biskup i Skál- holti og flutti þaðan búferl- um. En dýr varð honum sá flutningur, þvl hann missti bæði kramu otg dóttur í Þjórsá á lleiðinni. Torfi hdnn rilki, sýsHumaður í Klofa, gerði þann garð frægan. Hann varð kynsæll mjög og búa afkom- endur hans enn i sýslunni. Á landnámsöld var Land- sveit öll vaxin þroskamiklum birkiskógi, en í skjóli skógar ins óx kjarnmikill valllendis- gróður. Þegar byggð hófst var skóginum að sjálfsögðu eytt í kringum bæina, annars mun hann furðu lítið hafa lát ið á sjá, þrátt fýrir mikla beit og skógarhögg til kola- gjörða og húsreftinga. Auk þessara hlunninda var mikil og góð veiði í stórum vötn- um, sem fyrrum voru austan við Stóra Klofa. Dregur bær inn Vatnagarður eða öllu heldur Vatnagarðar, nafn af Höfuðl)ólið Skarð á Landi. Þar býr nú hreppstjórinn í sveit inni, Guðni Kristinsson, vinsæll mjög og niikiil hestamaður. Ljósmyndina tók Bjarni Hinriksson. Eitt mesta stórbýli landsins, Hvammur á Landi. Þar bjó í fremri bænum „Landshöfðinginn“ Eyjólfur Guðmundsson, en nú býr þar sonarsonur lians, bændaliöfðinginn Eyjólfur Ágústsson, en sonur lians Kristinn býr í efri bænum. Á mynd þessari sjást þrir afkomendur Eyjólfs landsiiöfðingja í Hvammi, en mynd af honum er efst í yinstra homi. Börnin heita, tahð frá vinstri: Lóa Rún Kristinsdóttir, Selma Huld Eyjólfsdóttir og Karl Höskuldur Guðlaugsson. vötnum þessum. Síðan fyllt- ust þau vikri og sandi, en hvort það hetfur verið eftfir Heklugosin þrjú á síðari hluta sextándiu aldar eða I harðindunum á fyrrihluta 17. aldar og Heklugosinu 1636, læt ég ósagt. Eins og sjá má af framanrituðu hefur Land- ið verið fagurt og búsældar leg sveit til forna og við hana eiga orð Sigurðar á Brún: „Þar var til forna fagurt land f jalldrapa runnum vafið, byigjótt og breitt sem hafið. Nú er því skipt fyrir nakinn sand.“ Siðasta og liklega versta hretið, sem yfir þessa sveit hefur gengið, að undanskild- r um Móðuharðindunum, kom svo vorið 1882. Veturinn 1881 var óvenju frostharður (frostaveturinn mikli), svo jörð varð gegnkalin og spruttu hvorki tún né engjar á þurrlendi. Bændur flúðu um sumarið niður í Safamýri og Oddaflóð og voru bæði teiglögð og meira að segja hnakkamanirnar í Safamýri einnig. Svo sem við mátti bú- ast varð heyskapurinn sára rýr efitir sumarið. 23. april 1882 gerði norðangarð og hörkufrost og stóð svo í nær hálfan mánuð, en harðindin héldust fram sumarið, enda var hafís landfastur fram í september. Þegar mesta garð inum lauk voru ýmsar jarðir huldar svörtum foksandi og féð þar kafnað í fjárborgun um. Þegar komið var fram á vorið tók fénaður bænda að falla af bjargarleysi og fór isvo bæði í þessari sveit, sem öðrum, að bændur, sem tíundað hötfðu 10—12 hundr- uð fyrir harða vorið, gátu aðeins tíundað 2—3 hundruð eftir það eða jafnvel minna. Landmenn hafa löngum reynzt tryggir sveit sinni. Sömu ættirnar setið mann fram af manni á mörgum jörð um. Skömmu eftir 1750 flytur Þorstedinn Helgason að Aust- vaðsholti og bjó þar í hálfa öld, en niðjar hans að kalla nær óslitið síðan. Það er heldur enginn lausingjabrag ur á þessu svari Mjallsteins- höfðabóndans Jóhanns Teits: „Þessar þúfur hafa þó fætit mig og mína forfeður í yifir 300 ár,“ við því að kaupamað ur hans kvartaði yfir léleg- um slægjum." Að lokum fylgir hér lýsing Óskars á föðurbróður sínum, Eyjólfi Landshöfðingja, einn- ig nokkuð stytt. „Eyjólfur lá í lungnabólgu og orti þá þetta til Einars bróður síns: „Þú ert bróðir fullur feitnr fastmæltur og burðastór, en ég er veikur, boginn bleikur, bundinn að mér krepptur skór.“ Eyjólfur var frekar hár, en alveg óvenju þrekinn og herðabreiður, enda talinn af armenni til burða. Harða vor ið 1882 lét hann sig ekki muna um að bera hartnær hestburð af heyi frá Bjólu upp að Hvammi, er hann kom úr verinu. Eýjólfur hafði allra manna mest höfuð, and lit fr'ekar stórskorið og svip- urinn í senn skarpleitur og hiklaus. Hann var talinn holl ráður og hagsýnn, en ráðrík- ur og þykkjuþumgur. Hann liktist að allri skapgerð, vexti og útiliti móður sinni og hafði auk þess brúnu aug un hennar, en föður sínum líktist hann í þvi að vera sér lega mikill langsikald (hötfði) og hafði hinn geysistóra sér- kennilega skalla hans.“ Ó.E. Þekkirðu landið þitt? FRETTIR Kvenfélag Hátcigssóknar heldur fund í Sjómannaskólan- um þriðjudaginn 6. apríl kl. 8.30. Frú Steinunn Finnbogadóttir kynnir orlof húsmæðra. Mynda- sýning: Gunnar Hannesson. Ný ir félagar velkomnir. Happdrætti Ásprestakalls Dregið var hjá Borgarfógeta 31. ma-rz. Þessi númer hdiuifcu vinn- ing: 1. vinningur: 841. (Ferð til útlanda fyrir 2), 2. vinningur nr. 468 (Rafmagnstæki fyrir 4000 krónur), 3. vinningur nr. 2299 (Rafmaignstæki fyrdr 2500 Itorómur). Uppflýsángar í síma 32195. Stórólfshvolskirkja Æskulýðsmessa kl. 11. Séra Stefán Lárusson. Oddakirkja Æskulýðsmessa kl. 2. Séra Stefán Lárusson. VÍSUKORN Hreinsa Drottinn hjarta mitt, hjálp mér virztu senda, leyf þú mér á ljósið þitt læri ég að benda. Guðrún frá Melgerði. Spakmæli dagsins Iðjuleysið er alltaf siðspill- andi. Þú ert aldrei nógu vak- andi yfir þvi, hvemig þú eyðir tómstundum þínum. Th. Davidson. í allan bakstur! W\ smjörliki hf. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. STAPAFELL — KEFLAViK Til fermingargjafa: Carmen hárliðunartæki, krullujárn, hárþurrkur, standlampar, snyrtitöskur, skartgripaskrín. Stapafell sími 1730. STAPAFELL — KEFLAVlK Til fermingargjafa: Skrif- borðslampar, Luxo lampar, Philips rafmagnsrakvélar, bak pokar, plötuspilarar, veiði- stangir og hjól. Black & Dekker gjafasett. Stapafell sími 1730. ^jíiA næstunni ferma skip voij jtil lslands, sem hér segir: „ANTWERPEN: Askja 12. apríl* Dettifoss 28. apríl ^ROTTERDAM: Dettifoss 8. apríl Reykjafoss 15. apríl Skógafoss 22. apríl Dettifoss 29. apríl Reykjafoss 6. maí* sFELIXSTOWE Skógafoss 2. apríl* Dettifoss 10. apríl Reykjafoss 16. apríl Skógafoss 23. apríl Dettifoss 30. apríl Reykjafoss 7. maí* ÍHAMBORG: Skógafoss 6. apríl* Dettifoss 13. apríl Reykjafoss 20. apríl Skógafoss 27. apríl Dettifoss 4. maí Reykjafoss 11. maí* ^WESTON POINT: Askja 15. apríl Askja 30. apríl ÍNORFOLK: Selfoss 7. apríl Goðafoss 19. apríl Brúarfoss 29. apríl Ikaupmannahöfn. Bakkafoss 10. apríl Gullfoss 19. apríl Tungufoss 26. apríl* Gullfoss 4. maí f HELSINGBORG: Lagarfoss 19. apríl Tungufoss 27. april* jGAUTABORG: Tungufoss 2. apríl* Lagarfoss 20. april Tungufoss 28. apríl* ' KRISTIANSAND: Lagarfoss 21. apríl Tungufoss 29. apríl* SGDYNIA: Lagarfoss 16. apríl 'KOTKA: Fjallfoss 20. apríl ÍVENTSPILS: Fjallfoss 15. april. fSkip, sem ekki eru merkt fmeð stjömu, losa aðeins i< »Rvík. Skipið lestar á allar aðal. 'hafnir, þ. e. Reykjavík, Hafn-^ ^arfjörður, Keflavík, Vest- 'mannaeyjar, Isafjörður, Akur-® *eyri, Húsavík og Reyðar-1 ffjörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.