Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUN’BLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvavndastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakiö. 21. APRÍL 'jV/ferkur atburður í sögu ís- lenzku þjóðarinnar gerð- iist um hádegi í gær í Krist- jánsborgarhöll. Þá var full- giltur samningurinn milli ís- lands og Danmerkur frá 1965 um afhendingu handritanna. fslenzka þjóðin fagnar því, að handritin, hinn fomi menn- ingararfur, koma loks heim aftur. En íslendingum er einnig þakklæti í huga, þakk- læti til dönsku þjóðarinnar og þings hennar. íslendingar munu ekki gleyma nöfnum þeirra fjölmörgu Dana, sem barizt hafa fyrir málstað þeirra af einlægni og velvilja Þjóðin tekur undir þessi orð Jóhanns Hafstein, forsætis- ráðherra, er hann mælti í ávarpi sínu til þjóðarinnar i gærkvöldi: „Ég hygg, að aldrei hafi verið meiri hlýja í hugum íslendinga í garð Dana en einmitt nú. Við met- um hina veglyndu framkomu, en fordæmi þeirra mun ein- stakt í samskiptum þjóða.“ Helge Larsen, kennslumála- ráðherra Dana, skýrði frá því er skipzt var á fullgildingar- skjölum í gær, að fulltrúar danska þingsins og ríkis- stjórnarinnar muni koma til íslands 21. apríl næstkomandi og afhenda íslendingum Flat- eyjarbók og Sæmundar-Eddu. Sjaldan eða aldrei hafa kom- ið til landsins jafnmiklir au- fúsu gestir og hin tákn- ræna afhending handritanna innsiglar vináttu þjóðanna tveggja. í dönsku sendinefnd- inni verða bæði fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu til merkis um að danska þjóð- in í heild stendur á bak við afhendinguna. Það er gleðilegt, að íslenzk Flateyjarbók og ryrstu handritin, sem fs- * lendingar fá heim aftur frá Kaupmannahöfn, eru Flateyjarbók og Sæmundar- Edda, mestu dýrgripirnir úr Konungsbókhlöðu. Flateyjar- bók er frægust allra íslenzkra handrita, þeirra stærst, feg- urst og glæsilegust að ytra útliti. Efni Flateyjarbókar er fyrst og fremst Noregskon- ungasögur. Hún geymir sagnalist íslendinga. Sæmundar-Edda er aðal- handrit Eddukvæðanna. Mörg kvæðanna eru hvergi geymd nema þar, þar á meðal Völu- spá og Hávamál. Sæmundar- , stjórnvöld munu bjóða til landsins ýmsum þeim Dönum, sem hafa stutt málstað okkar einna drengilegast, mönnum, sem við stöndum í mikilli þakkarskuld við. Án slíkra gesta yrðu hátíðahöldin 21. apríl svipminni. Nú, þegar handritin koma heim, er okkur hollt að minn- ast þess, að við tökumst mik- inn vanda á hendur. Það verður hlutverk íslendinga að hafa forgöngu að vísinda- legri rannisókn handritanna og útgáfustarfsemi. Það á að vera stolt okkar, að á íslandi verði miðstöð norrænna fræða. í ræðu sinni í Kristjáns- borgarhöll vék Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, að því hlutverki, sem handritin eiga að gegna á íslandi. Hann sagði m.a.: „Við tökum ekki við hand- ritunum til þess eins að eiga þau. Við tökum á móti þeim til þess að andi þeirra og kjarni haldi áfram að vera lif- andi þáttur í þjóðlífi okkar á tímum tækni og efnis- hyggju, til þess að hjálpa okkur til þess að varðveita sál okkar í vélargnýnum. Og við ætlum ekki að sitja einir að þessum fjársjóði. Við vilj- um að hann auðgi menningu heimsins enn meir en hingað til. Ekki sízt munu danskir visindamenn verða velkomnir til Íslands til rannsókna á handritunum. Þegar við veit- um þeim viðtöku erum við ekki aðeins að fá í hendur dýrgripi. Við tökumst einnig á hendur helga skyldu gagn- vart sjálfum okkur, gagnvart heiminum.“ Sæmundar-Edda Edda er Íslendingum því dýr- mætust allra handritanna. Hún geymir fornan ljóðlist- ararf norrænna þjóða. Hér á landi varðveittist þessi arfur auk þess sem bætt var við hann af miklum skáldum, sem ekki einungis hafa mót- að íslenzka ljóðlistararfleifð, heldur hafa einnig haft mikil áhrif á klassíska vestræna menningu, Heimkoma Flateyjarbókar og Sæmundar-Eddu eru tíma- mót í íslenzkri sögu. Þau tímamót munu ætíð minna á vináttu tveggja bræðraþjóða. Rúmenía í leit að nýjum leiðum EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON RÚMENAR hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir sjálfstæða utan- ríkisstefnu. Þeir neituðu að taka þátt í hernaðarsamstarfi Varsjárbandalags- ins, sögðu, að hver kommúnistaflokkur ætti að ákveða stefnu sína sjálfur og á þeim grundvelli fordæmdu þeir harð- lega innrásina í Tékkóslóvakíu 1968. Innanlands ríkti hins vegar nær stalin istískur ósveigjanleiki gagnvart sérskoð anamönnum og svokallað forystuhlut- verk kommúnistaflokksins var túlkað á þann hátt, að flokkurinn skyldi alls ráðandi á öllum sviðum þjóðlífsins. Nicolae Ceausescu Nú hefur þetta snúizt við. Verulegrar tilhneigingar verður vart í þá átt að taka að nýju virkan þátt í hernaðar- samstarfi Varsjárbandalagsins. Á hinn bóginn gerast nú nær ótrúlegir hlutir í þá átt að milda flokksræði kommún- istaflokksins, blása nýju lífi í verka- lýðsfélögin og fá manninn „á götunni“ til þess að trúa því, að hann eigi þátt í því að móta örlög þjóðfélagsins og sjálfs sín. Þegar er farið að tala um „rúmenskt vor“ með sama hætti og þróunin í Tékkóslóvakíu fyrri hluta árs 1968 var nefnt „Vorið í Prag“, enda þótt þessu tvennu sé að svo komnu alls ekki saman jafnandi. Nicolae Ceausescu, forseti og flokks- leiðtogi hefur gengið á undan og gagn rýnt stjórnmálaástandið í landinu ó- vægilega. Hefur hann að verulegu leyti skellt skuldinni á embættismenn flokks ins og heitið almenningi meiri hlutdeild í pólitískum ákvörðunum. Þá hefur hann jafnframt hvatt verkalýðsfélögin til þess að fylgja hagsmunum verka- fólks mun betur eftir. En ástæða er fyrir öllu. Þetta tvennt — linari utanríkisstefna og umbótasam ari innamríkiisisitiefna — virðist ganga hvað öðru í mót, þegar litið er til Rúm eníu síðustu ára. Orsakanna er hins vegar ekki langt að leita. Það er versn andi fjárhagur Rúmeníu, sem veldur því, að landið hefur að nýju tekið upp auðsveipari stefnu gagnvart Sovétríkj unum og öðrum ríkjum Varsjárbanda lagsins, sem eru helztu viðskiptalönd þess. Samtímis er brýnni úrbóta þörf innanlands. Þar er ekki unnt að halda áfram sömu stefnu og áður. Að svo komnu er ekki hægt að tala um neina kúvendingu í utanríkisstefnu Rúmeníu. Það er greinilegt, að ráða menn landsins vilja viðhalda þeim tengslum, sem komið hefur verið á við Vesturlönd á undanförnum árum. Þann ig fór Ceausescu í tveggja vikna opin bera heimsókn til Bandaríkj anna í des ember sl. og kom þá við hér á ís- landi á leið sinni vestur, sem ýmsum er í fersku minni. De Gaulle, þáverandi Frakklandsforseti heimsótti á sínum tíma Rúmeníu og sömuleiðis Nixon Bandaríkjaforseti. Nú í maí mun Gust av Heinemann, forseti Vestur-Þýzka- lands fara í opinbera heimsókn til Rúm eníu og þá beinist athyglin að nýju að sérstöðu Rúmena gagnvart Þýzka- landsmálunum. En aukin samstaða Rúmeníu með hinum Varsjárbandalagsríkjunum leyn ist samt ekki. Nýr vináttu- og liðveizlu samningur var gerður við Sovétríkin í júlí í fyrra, sem var umfangsmeiri en sá fyrri. Rúmensk hersveit tók í fyrsta sinn um langt skeið þátt í haustæfing- um Varsjárbandalagsins og snemma í marz kom Ionitza varnarmálaráðherra sjálfur á fund bandalagsins í Budapest. Áður hafði hann látið sér nægja að senda varamann sinn. Auðsveipari afstaða Rúmeníu á sjálf sagt einnig að einhverju leyti rót sína að rekja til vonbrigða með fyrri utan ríkisstefnu. Árum saman voru Rúmen- ar furðulega óháðir Sovétríkjunum út á við og stundum nær ögrandi gagn- vart hinum volduga náganna sínum. Þeir hafa sennilega lifað í þeirri von, að fleiri Austur-Evrópuríki myndu feta í sömu fótspor og að slík brautryðj- endastefna myndi um síðir bera verð- skuldaðan árangur. En eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 hefur öll við- leitni til sjálfstæðis gagnvart Sovétríkj unum dvínað stórlega á meðal Austur- Evrópuríkjanna og er Rúmenía þar eng in undantekning. Þar við bætist, að Rúmenía hefur safnað miklum skuldum á Vesturlönd- um á undanförnum árum. Mikið hefur verið flutt inn af vélabúnaði fyrir iðn- aðinn, sem þó hefur ekki aukið útflutn ingsgetu landsins eins og vonir stóðu til. Þetta hefur haft í för með sér að óhagstæður viðskiptaj öfnuður við Ve9t urlönd er orðinn að miklu vandamáli. Ekki hefur tekizt betur til í landbún- aðinum og neyddist stjórnin til að hækka verð á landbúnaðarvörum á miðju sl. ári, um sex mánuðum áður en Gomulka steig sams konar skref í Póllandi — sem varð honum að falli. Ráðstafanir þessar ollu að sjálfsögðu miklum óvinsældum í Rúmeníu, en samt fylgdi fleira á eftir. Hömlur á utanlandsferðum voru hertar og kraf izt var meiri vinnuafkasta, ella yrðu menn iækkaðir í launum. En atburðirnir í Póllandi hafa sýnt rúmenskum ráðamönnum fram á, að áhætta fylgir slíkri hörku og í ljósi þess verður að slkoða viðleitini þeirra til þess að efla nú tengslin við almenn ing og afla stjórn og flokki meiri vin sælda. Það eru notuð stór og metnaðar full orð. Áformað er að koma á „verka mannalýðræði“ með því að auka þátt töku verkamanna í stjórn fyrirtækja og stofnana og í stjórn hins sósíalíska þjóðfélags í heild. Hlutverk verkalýðs- félaganna í lausn félagslegra vanda- mála á að fara vaxandi jafnframt því sem lýðræði skal aukið í skipulagningu og stjórn verkalýðsfélaganna. En samt skal ekki hnikað við valdi flokksfor- ystunnar. Þess er samt naumast að vænta, að mjög róttækar breytingar verði innan lands í Rúmeníu þrátt fyrir tal um „rúmenskt vor“. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar innan for- ystu kommúnistaflokksins og á meðan svo er, er stórfelldra umbóta varla von. Þar við bætist nálægðin við Sovétrík in, en úr þeirri átt verður áreiðanlega haft mjög nákvæmt eftirlit með því, að engar róttækar breytingar í frelsis- átt eiigi séir sitað. En með urnbótasaimari innanríkissitefnu er verið að ieita nýrra leiða til þess að lyfta rúmensku þjóð- félagi úr stöðnuðum farvegi og forðast sömu atburði og áttu sér stað í Pól- landi. Enda þótt engum getum sé imnt að leiða að því, hverjar afleiðingamar verði, kennir reynslan okkur, að nú er vert að fylgjast með því, sem er að gerast í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.