Morgunblaðið - 03.04.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971 7 „Sést ekki hvít skyrta í Englandi lenguru „Mig hefur oft langað tíl að bjóða þér upp á loft í verzluninni, ttl að kynna þér breytingar á karlmannafata tízkunni, og jafnframt kynna þig fyrir herra Davitl Hield, sem er nú forstjóri fyrir ein- hverri stærstu klæðaverk- smiðju Bretlands í Bradford í Yorkshire,“ sagði Ragnar Guðmundsson, forstjóri einn ar elztu fataverzlunar borg- arinnar, Andersen og Lauth h.f., þegar við hittum hann á fömum vegi inni á Lauga- vegi í vikimni. Auðvitað tók ég boði þessu með þökkum. Meðan konur skarta nýjum skrúða, ætla m.a.s. að skrýðast stutt buxum í vor, — og var nú margt pilsið stutt fyrir ári, — þótt það síkkaði ískyggilega með haustinu, — ætli okkur íhaldssömum karlmönnum leyfðist nú að breyta eitithvað til. Og við Ragnar lögðum leið cvkkar upp á loft í þessari öldnu, en þó siungu karl- mannafataverzlun, Andersen og Lauth, og þar ofan við beið okkar David Hield, ung ur og sprækur maður, og hef ur m.a. komið hingað til ís- lands 18 sinnum samtals. „íslendingar hafa orðið okkur góðir viðskiptamenn, líklega jafngóðir miðað við höfðatölu og Nýsjálendingar, en þó var það nú svo,“ sagði David, „að fyrir 3—4 árum gátum við lítið sem ekkert selt til Islands, vegna þess, að Islendingar voru svo ihaldssamir, áttu enga lita- gleði til í karlmannafataefn- um. En nú er þetta að breyt- ast. Unga fólkið langar í nýja hluti, nýja liti.“ „Ég tek undir þetta með David,“ segir Ragnar, „ung- um frændum mínum og frænk um finnst þetta líka, bilið á milli kynslóðanna í fatatizku er að brúast og breytast. Máski er það má'lamiðiliun." „En, Ragnar, hvað er það þá sem breytist?" spyr ég. „Já, fyrir utan litina, eru það sniðin, sem breytast. Jakkarnir eru aðeins aðsniðn ari, aðeins hærri axlir og hornin bneiðari.“ Og beini ég svo málinu á ný að David Hield. „Hvað vinnur margt fólk í verksmiðjunni hjá ykkur, David?“ „Eins og er vinna hjá okk- ur 1100 manns. Ég held ég FORNARVIKA KIRKJUNNAR HJALPUAA KIRKJUNNI AÐ HJÁLPA Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Andersen og Lauth og David Hield skoða nýjustu fataefnin. (Sveinn Þormóðsson tók myndina.) fari ekki með fleipur, þegar ég segi, að fyirirtæki okkar sé 3—4 stærsta í fataefna- framleiðslu I Bretlandi. Ars- framleiðsla okkar í slíkum fataefnum nær sem svarar þrisvar sinnum kringum hnöttinn, myndi nægja i 720.000 fatnaði, eða þvi sem næst.“ „Mér skilst þú hafir Davið, lagt oft leið þína hing að til íslands ?“ „Já, það má sjálfsagt segja það, því að hingað hef ég lagt leið mina 18 sinnum. Stundum hef ég tekið mér 3 vifcna frí og haldið til veiða við Mývatn." Nú gripur Ragnar fram í, og upplýsir merka hluti, sem sé þá, að David reki „fllugiu- framleiðslu" til laxveiða á Katanesi í Skotlandi, þaðan sem einn landnámsmaðurinn á Islandi, Svartkell katneski var ættaður, en hann nam land að Kiðafelli í Kjós. „Annars býr David til flest- ar flugutegundirnar á ár- bakkanum jafnóðum, lætur Laxá verða sér hvata að nýj um hugmyndum I flugugerð. Og ein frægasta flugan hans heitir „Black death," eða Svarti dauði, sem stundum hefur verið nefnd Black Hield." „Já, ég er alltaf að reyna að koma þessari flugu á fram færi,“ segir David, og dreg- ur úr pússi sínu svarta flugu, sem skín þar í svörtu skarti sinu. „Að flugunum slepptum, David, hvernig er tízkan að breytast hjá karlmönnum úti í hinum stóra heimi?" „Við köl'lum þessa nýju tízku „the geometrical look“ mikið um köflótt efni. Þið sjá ið ekki hvita skyrtu i Eng- landi þessa dagana. Nú ráða bleik föt, bleik skyrta og rautt bindi. Auðvitað velja menn dekkri klæðnað á kvöldin, en á daginn vilja menn vera í ljósari fötum.“ „Hvenær var fyrirtæki ykkar stofnað, David?" „Það var árið 1922, af David og Hugh Hield, sem voru bræður, en stjómarfór- maður og aðalforstjóri er nú Roderick Hardy Hield, eða Tim Hield, eins og við köll- um hann, maður sem Breta- drottning hefur m.a. sæmt þvi háa heiðursmerki, Order of the British Empire, mað- ur, sem mikils álits nýtur í fataiðnaðinum. Verksmiðjur okkar eru staðsettar í Brad- ford í Yorkshire en í þvi hér- aði eru eiginlega aðalstöðvar fatavefnaðarins, en að lokum vil ég taka það fram, að við- skipíin við Island hafa ver- ið ökkur ánægjuleg og von- umst til, að svo verði i fram- tíðinni." Og með það kvöddum við David og Ragnar, sem i sam- einingu eru að skapa fata- tízku íslenzkra karlmanna í dag, smekklega, sterka og ódýra, en á það skal minnf, að Bretland hefur oftast séð okkur fyrir gæðafataefnum. Mér leyfðist að stinga þvi að David Hield, að lokum, að okkur Islendingum væri heið ur af því, að hann heimsækti okkur til þess „að drepa lax“ eins og hann orðaði það. Okkur munar um hvern Is- landsvininn. — Fr. S. A FÖRNUM VEGI SIMCA ABEANE ÓSKUM EFTIR árgerð 1963 til sölu. Verð 40 þús. kr. Upplýsingar í sima 41378. að ráða konu í eldhús. Uppl. mtlli kl, 4 og 6 á staðnum. Múlakaffi, Hallarmúla, BESTMENN CORTINA 1970 ÓSKAST Fallegur foli á fjórða vetur til sölu. Upplýsingar í síma 42673, Staðgreiðsla, ef um góðan bíl er að ræða, Upplýsingar í stma 30392. DlSILJEPFl Austrn Gipsy, vei klæddur og I góðu standi, til sölu. Skipti á iitlum bíi koma til greina, Uppl. í síma 37654. KEFLAVlK Nýkomið: Kvenpeysur marg- ir litir, sokkabuxur og bama- fatnaður, Verzlun Kristinar Guðmundsdóttur. KEFLAVlK Til söiu 112 fm einbýlishús með bíiskúr, Útborgun ein milijón króna. Laust strax. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns sími 1263 og 2376, TIL SÖLU VÖRUBiLL Mercedes-Benz 327, árg, '63 með 1413 vél, vökvastýri, splittað drif, hlassþungi 8 t, og 830 kg. Uppl. i s, 1730 Akranesi milli kl, 12 og 1 á daginn og eftir kl. 7 á kv, 14—16 ARA STÚLKA óskast í sumar til aðstoðar við að gæta tveggja barna, 2 og 4 ára, á embættismanns hetmiii I Skotiandi, Húsmóðir er istenzk, Uppl. í síma 15611 og 13066. PÁSKAHROTA - aðgerðarmenn Vantar duglegan og reglu- saman aðgerðarmann í ftsk- verkun í Keflavtk, Fæði og húsnæði á staðnum, Uppi, í Kefiavik í síma 1833, 1478, Reykjavík í sima 85894. KJÚKLHMGAR — UNGHÆNUR Kjúklingalæri, kjúkfingahring- ur, holdakjúklingar, úrvals unghænur, Kjötbúðin Laugavegi 32 sími 12222 Kjötmiðstöðin Laugalæk. sími 35020, NÝREYKT HANGIKJÖT Úrvals hankikjötslæri og hangikjötsframpartur ávallt beint úr reykofnunum, enn- fremur útbeinuð hangíkjöts- iæri. Kjötbúðin Laugavegi 32 Kjötmiðstöðin Laugalæk. HUSBYGGJENDUR Framleiðum milljveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögnu og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. ÓDÝR MATARKAUP Folaldahakk 130 kr kg, nauta- hakk T85 kr kg, heilir folalda- frampartar reyktir 100 kr kg, hjörtu og nýru 103,50 kg. Kjötbúðin Laugavegi 32 Kjötmiðstöðin Laugalæk. BEZT að auglýsa í iUorgunblaðinu ALLTAF FJOLCAR Á myndinni að ofan er söngkórinn frá Irgalemkirkjunni í Eþíó- piu að syng-ja í margiingiiðsþjóniistunni. Við birtum myndina tíl að minna á Kristniboðsvikuna, sem flytur nú um stað, og næstu samkomur, þær síðustu, í kvöld og simnudlagskvöld, verða í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg, hefjast ld. 8.30 og þangað eru aflir velkomnir. Mörgimi hefnr það orðið til blessunor að sækja semikomur þossar. Þær eni tíl þess að kynnia göfugt starf, og fátt er meina virði á okkar tímiun, en minna fólk á slík mál. Borgar Garðarsson hefur nú nýlega tekið við hlutverki Jör- undar í Þið rnunið hann Jörund eftir Jónas Ámason. Sem kunn- ugt er lék Helgi Skúiason Jör- und, en liann er nú á ferðaJagi erlendis. Þeir Borgar og Jör- imdnr una sér vel samian og hafa Iiiotið góðan orðstír hver af öðr- um. Sýningar á Jömndi eru nú orðnar 94 og eru nú aðeins fá- ar sýningar eftír. Getið þér bara á VOLKSWAGEN?u Þér gelið eHð allavega á V.W. Þér akið lionunt — afturábak og áfram. — Hratt og Iiægt. — Upp brekkur og xnður. — Til vinstri og hægri. — Hvað getið þér ekki gert & V. W.? Þér getið ekki vakið á yður sérstaka athygli. Fólk snýr sér ekld við, þó þcr akið V. W. Til þess hafa Volkswagen- vcrksmiðjurnar framleitt of marga bfla, — 13 milijónir síðan, 1919. Og vinir yðar, verða ekkl imdrandi þegar þér segið þeim verðið. V.W. er í fáum orðum sagt: fallegur — hagkvæm- ur öruggur og skemmtilegur bfli. —• bfll, sem fólk úr öllum stéttum ekur, vegna verðleika hans. KOM/Ð, SKOÐID OG REYNSLUAKID VW. 1971 HEKLA hf. Laugavegi 170—172 Simi 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.