Morgunblaðið - 03.04.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971
Jón Árnason um landhelgismáliö;
Friðunaraðgerðir utan
12 milna eru stórmál
JÓN Árnason. alþingismaður,
flutti ræðu um landhelgis-
málið í útvarpsumræðununi í
fyrrakvöld. „f lengstu lög
vildu menn treysta því, að
þetta lífshagsmunamál ís-
lenzku þjóðarinnar yrði ekki
haft að pólitísku bitbeini í
kosningabaráttunni, heldur
stæði þjóðin öll og einhuga
saman um þær ráðstafanir,
sem gerðar verða. Þetta fór
því miður á annan veg. Af
hálfu þríflokkanna var það
ákveðið að málið skyldi not-
að í pólitískum kosninga-
áróðri og ekki horft í afleið-
ingar,“ sagði Jón Árnason í
lok ræðu sinnar.
Hér fer á eftir meginhluti
hennar:
f þingsálylktunartillögu ríkis-
stjórnarinnar, er tilgreint nánar,
hvaða atriði S'kuli felast í frum-
varpinu.
Þar er t.d. gert ráð fyrir því,
að útfærsla landhelginnar skuli
byggð á 400 metra jafndýpis-
linu, en af því getur leitt, að út-
færslan verði a.m.k. allt að 60
sjómílur, en ekki 50 mílur, eins
og tillaga stjórnarandstöðunnar
felur í sér.
Þessi skilsmunur einn, getur
haft verulega þýðingu, fyrir fisk
veiðar íslendinga, því að með auk
inni tækni og stækkun fiskiskip-
Jón Árnason.
anna, getur hagnýting fiskimið-
anna náð á enn meira dýpi, en
áður hefur átt sér stað.
Þá skal þetta frumvarp fela
í sér ákvæði um ráðstafanir er
séu nægjanlega víðtækar, til
þess að tryggja eftirlit af ís-
lands hálifu og varnir gegn hvers
konar mengiun, eða áhrifum frá
skaðlegum efnum i hafinu um-
hverfis landið. Öllum er ljós
hættan, sem stafar af því, ef
ekkert er að gert í tima, til þess
að forða frá þeirri hættu, sem
af því getur leitt, að skaðleg-
um efnium sé ffleygt í hafið. Get-
ur svo farið fyrr en varir, að af
hljótist það tjón, sem seint verð
ur bætt.
Um það verður ekki deilt, að
hér verður að setja einhver mörk.
Hvort þau eiga að vera 100 sjó-
mílur, eins og lagt er til í til-
lögu stjórnarandstæðinga, eða
eitthvað annað, hygg ég að sé
erfitt að fullyrða um í dag, haf-
straumar eru ekki lengi að ber
ast 100 mílur, en það eitt er
víst og allir ættu að vera sam-
mála um, að hér er um mikið
alvörumál að ræða og því höifuð-
nauðsyn, að allar þjóðir heims,
taki höndum samán um raunhæf
ar aðgerðir sem að gagni megi
koma.
í þingsályktunartillögu ríkis-
stjórnarinnar vil ég vekja sér-
staka athygli á þvi atriði, sem
veit að friðunarráðstöfunum ut-
an 12 miíllna markanna. — í>ar
Framhald á bls. 21
99
Siðlaus ævintýrapól-
itík í utanríkismálum44
— sagði Emil Jónsson um tillögur
st j órnarandstæðinga
í landhelgismálum
EMIL Jónsson, utanríkisráð-
herra, sagði í útvarpsumræð-
unum í fyrrakvöld, að tillög-
ur stjórnarandstæðinga í land
helgismálinu væru siðlaus
ævintýrapólitík í utanríkis-
málum, eins og ráðherrann
komst að orði. Emil Jónsson
var að tala um þær aðferðir,
sem stjórnarandstæðingar
vilja beita í landhelgismálinu,
en sagði, að efnislega ríkti
ekki ágreiningur um málið,
heldur væri hann um leiðir.
Utan r-íkiSi'áðheiTa sagði, að á
uudirbúningsifundum þeim, sem
haldnir verða tii þess að undiir-
búa hafréttarráðstefnuna 1973,
gæfist gott tækifæri til að kynn-
ast afsitöðu annarra þjóða til
landhelgismálsiin's og jaifnframt
að kynna okkar málstað. Emil
Jónsson lagði áherzlu á, að ríkis-
s'tjómin viildi ná samkomulagi
við aðrair þjóðir um útfærslu
iandheliginnar, en til einhliða að-
gerða yrði að grípa, ef annað
brygðist.
1 málifliutningi sínum lögðu
stjómara'nds'tæðingar fyrst og
fremst áherzl'u á tvö atriði, ainn-
ars ve'gar uppsögn samninganna
við Breta frá 1961 og hins vegar,
að nú þegar yrði tekin ákvörðun
um útfærsilu fis'kveiðilögsögunn-
ar 1. september 1972. Af hálfu
stjórnarandstæðinga töluðu í
umræðunum Bjö'm Jónsson,
Hannibal Valdimarsison, Lúðvík
Jósepsson, Jónas Árnason, Gils
Guðmundsson, Ólafur Jóhannes-
s«n, Steingrímur Hermannsson
og Þórarinn Þórariinsson, en af
hálifu ríkiss'tjómarflokkanna, Jó-
hann Hafstein, Jón Ámason,
Matthias Á. Mathiesen, Emil
Jónsson, Birgir Finnsson og
Eggert G. Þorsteinsson.
Tillaga 10 þingmanna Sjálfstæöisflokksins:
Orkuveitur landshluta
taki við verkefnum Raf-
magnsveitna ríkisins
Tll1 þingnienn Sjálfstæðisflokks
ins hafa lagt fram á Alþingi
þingsáiyktunartillögn mn endnr-
skoðun orknlaga. Er lagt til, að
orkniögin frá 1967 verði nú þeg-
ar endurskoðnð með það fyrir
angnm að komið verði á sér-
stöknm orknveitum landsiilnta,
er taki við verkefnnm Raf magns
veitna ríkisins. Aðiiar að þeim
gætu einnig orðið aðrar rafveit-
nr, sem fyrir emi á liverjn svæði.
Þá legg.ja ]>ingmennirnir til, að
atiiugað verði hvort setja beri
sérstök lög um Rafmagnseftirlit
ríkisins og að sú stofnun lieyri
lieint undir ráðlierra.
Fliitningsmenn em: Jónas Pét
ursson, Jón Árnason, Gunnar
Gíslason, Matthias Bjarnason,
Guðlaugiir Gisiason, Friðjón
Höfum opnaó
bensfnstöð
^ við
Ártúnsbrekku
Þórðarson, Axel Jónsson, Jónas
G. Rafnar og Pétur Sigurðsson.
í greinargerð með tillögunni
segja flutnlngsmenn m.a.:
„Þótt ekki sé langt um liðið
frá setningu orkuilaga, en Al-
þingi samþykkti þau 18. apríl
1967, teljum við mjög tímabært
og nauðsynlegt að taka þau til
endurskoðunar og gera á þeim,
eða sumum köflum þeirra, veru-
legar breytingar. Er þar fyrst
að nefna kafflann um Rafmagns-
veitur ríkisins. Skömmu áður en
'orkulögin voru setit, hafði Al-
þingi samþykkt lög um Lands-
virkjun og Laxárvirkjun, tvö raf
orku fyrirtælki i samieign ríkis og
sveitarfélaga fyrir tiltekin svæði
í landinu. Lítum við flm. svo á,
að með því hafi verið mörkuð
sú stefna, er fyligja beri í raf-
orkumálium, þ.e. að skipta land-
inu í orkuiveitusvæði eftir hag-
kvæmum landfræðiliegum mörk-
um og stjórnunarlegum, t.d. i
samræmi við núverandi kjör-
dæmi. Fyrir þessu er mjög vax-
andi áhugi um byggðir lands-
ins. í öllium landshlutum eru ris-
in eða að rísa orkuver, sem
byggja grunninn undir þessa
skipan mála. Viðurkennt er, að
i vatnsorkunni er ein mesta auð
lind lands okkar, sem með lát-
lausum tækniframförum verður
auðnýttari, og jafnframt kalila
tækniframfarimar á síaukna
orkunotkun, sem í senn tryggir
fjárhagsgrumn orkuveitnanna og
kial'lar fram vilijia íbúanna á
hverju svæði til valds yfir þess-
um verðmaetum, stjóm þeirra og
ábyrgð alilri. Menn átta sig si-
felilit betiur og betur á því, að
raforkumál eru í því engin und-
antekniing, að sjálifs er höndin
hoWust, og fjarstýringar frá mið-
stöð í höfuðborgiinni er ekki þörf,
umfram það, sem auðvitað er
eðlilegt, að raforkuráðuneyti
hafi yfirstjóm raforkumála.
Skipa ætti þessum máium í sér-
stökum lögum."