Morgunblaðið - 16.04.1971, Page 5

Morgunblaðið - 16.04.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971 5 Markmið 6 ára kennslu Eftirfarandi viðtal við frú Valborgu Sigurðardóttur birt ist í Foreldrablaðinu á s.l. ári. Mikill meiribluti allra 6 ára barna saekir nú hina al- mennu skóla, og fullvíst má telja, að áfram verði haldið á þeirri braut. Ég vil þvi vekja athygli foreldra alveg sér- staklega á svörum þeim, sem frú Valborg gefur i viðtalinu varðandi markniið og störf 6 ára deilda. Frú Valborg Sigurðardóttir varð stúdent fi-á M.R. 1941. Að loknu prófi í forspjalls vísindum frá H.í. stundaði hún náni í uppeldis- og sálar fra'ði í Raiidaríkjiinum á ár- unum 1942—1946, B.A. 1944, M.A. 1946. Frú Valliorg hef ur verið skólastjóri Fóstru- skólans frá 1946. G.M. 1. Hvert telur þú uppeldis legt markmið 6 ára deilda eiga að vera? Barnið sjálft og persónu- þroski þess á að vera höfuð viðfangsefni forskólans — ekki ákveðnar námsgreinar. Höfuðmarkmið 6 ára deild anna tel ég eiga að vera, að efla heildarþroska barnsins, þ.e. að efla tilfinninga, og fé- lagsþroska þess, hreyfi-, verk- og vitþroska þess, og búa það þannig undir þœr kröfur, sem fræðsluskyldan leggur því á herðar. Með því að skapa börnun- um fræðandi og vekjandi um- hverfi, og veita þeim alhliða fóstrun i leik og starfi, tel ég, að unnt verði að jafna að ein hverju leyti uppeldisaðstöðu þeirra. Börnin koma frá marg vísiegum og misgóðum heimil um og hafa m a. þess vegna haft ólik og misjafnlega góð ytri skilyrði til þroska. Kosturinn við að taka börn in inn í barnaskólann, áður en hinn eiginlega fræðslu- skylda hefst, er m.a. sá, að unnt er að ná til hvers ein- staks barns og rannsaka það líkamlega og andlega. Ef öll 6 ára börn fengju að njóta góðs af sérfræðingum þeim, sem barnaskólarnir hafa á að skipa eða munu hafa í náinni framtíð, væri áreiðanlega unnt að hlífa miklu fleiri börnum við afdrifaríkum mis tökum í námi, en hingað til hefur tekizt. Á ég hér við þjónustu sérfræðinga eins og sálfræðinga, talkennara, heyrnarsérfræðinga, augn lækna, auk hins almenna heil brigðiseftirlits skólalæknis. Ótalin eru þau mistök, sem orðið hafa í lestrarnámi vegna þess, að barnið hóf léstrarnám áður en það hafði nægan þroska til þess. 2. Álítur þú að kenna eigi 6 ára börnum það, sem 7 ára börn læra? Nei, alls ekki, nema þá að mjög takmörkuðu leyti og með öðrum aðferðum en oft- ast eru notaðar hér i 7 ára bekk. Trúlega vænta margir for- eldrar þess, að börnin fái að læra að lesa sem fyrst og telji það jafnvel prófstein á, hversu vel hefur tekizt um forskólann. En barnið er abnað og meira en einhver lesvél, sem þarf að setja sem fyrst i gang. Margt þarf að læra ann að en að lesa, skrifa og reikna, sem er þroskavæn- legra fyrir börnin á þessu við kvæma aldursskeiði. T.d. er mikilvægt að æfa barnið í að tjá sig i töiuðu máli, auka orðaforða þess og gefa því tækifæri til að hlusta á fallegt mál, áður en það fer að læra að lesa. — Þau böm, sem hafa þörf fyrir að læra að lesa eða skrifa og hafa eðlilegan þroska til þess eiga að sjálfsögðu að fá að gera það. Sex ára böm eru allt öðru vísi á sig komin almennt en sjö ára börn, bæði líkamlega og andlega. Þau eru ekki einungis einu ári yngri og minni að líkamlegum vexti. 3. Er þá eitthvað til í því, seni sagt er, að 6 ára aidur- inn sé sérstaklega viðkvænit aldursskeið og börnin séu venju frenmr fyrirferðarmik- il og óróleg á þessum aldri? Það er staðreynd, að á aldr inum u.þ.b. 5% til 6V2 tekur barnið örum þroskabreyting- um, bæði andlega og líkam- lega. Á þróunarferli barnsins skiptast á skin og skúrir - það er ekki alltaf sólskin. — Marka má jafnvægisskeið og misvægis- eða umrótaskeið á vtxl. T.d. er 5 ára og 7 ára aldurinn dæmigerð jafnvægis- skeið, en 6 ára aldurinn um- rótaskeið. Misvægis- eða um rótaskeiðin einkennast af spennu, öryggisleysi og marg víslegum hegðunarvandkvæð um, sem orsakast af auknu geðnæmi barnsins. Það er því ekki að undra, þótt böm í 6 ára aldursflokknum þyki oft eríið, fyrirferðarmikil og ergileg. Þessu þroskaskeiði er oft líkt við gelgjuskeiðið og með miklum rétti. Líkam- inn er ekki einungis í örum vexti, heldur er hann að taka gjörbreytingum Á nokkrum mánuðum tekur smábarnslík- aminn á sig form skólabarns- ins, og það er þó nokkurt átak að læra á þennan nýja líkama og stjórna honum. Af þvi stafar hinn mikli hreyfi- órói 6 ára barna. Þau eru á eilífu iði, jafnvel þótt þau sitji eða standi. Efnafar lík- amans tekur hárfínum breyt- ingum, sem fram kemur m.a. i auknu næmi fyrir smit- andi sjúkdómum. Mikilvægar þroskabreyt- ingar fara einnig fram, sem hafa áhrif á augu barnsins og sjón, og reyndar á allt hreyfi og taugakerfið, með þeim af- leiðingum t.d, að samhæfing augna og handa er ekki eins góð og áður. Þessar breyting ar á líkamanum hafa meiri og minni áhrif á sálarlíf barns- ins, framkomu þess og getu á þessu timabili. Þess vegna ber að fara varlega í lestrar- og skriftarkennslu. Valboi-g Sigiirðardóttir 4. Á livern hátt getnr Jiá 6 ára deild undirbúið náni í 7 ára bekk? Fyrst og fremst með því að leyfa 6 ára börnunum að njóta sín í leik og starfi, svo að þau komist heil á húfi gegnum hið erfiða umróta- skeið 6 ára þroskaskeiðsins. Þau þurfa að fá athafna- og sköpunarþrá sinni fullnægt, félagsþörf og fróðleiksfýsn, að ógleymdri hreyfiþörf sinni. Efling málþroskans má nefna sérstaklega vegna þess, hversu mikið grundvallarat- riði hann er fyrir lestrarnám. Ég tel því, að leikskólastarf- semi henti þessu þroska- skeiði vel. Forskólabekkir á Norðurlöndum starfa allir fyrst og fremst með leikskóla sniði og annast fóstrur þá. Danir kalla sína 6 ára bekki leikskólabekki (börnehave- klasse). Leikstofan á ekki að vera nein stássstofa, heldur á hún að bera blæ af vinnustofu, þar sem verkefnin blasa við börnunum. Það sem gert er í forskóla- bekk eins og ég hef kynnzt þeim, mætti sundurliða á eft irfarandi hátt: 1. Samveru- og samtals- stund. Börriin safnast kring- um fóstruna til samtals og umræðna um tiltekin efni eða til að skipuleggja hópverk- efni. Þau hlusta á sögur eða segja sjálf sögur, syngja sam- an og leika á hljóðfæri. Ýms- ir skynjunar- og skynfæra- leikir koma hér til greina. Fjölbreytt fræðsla fer hér fram, t.d. í sambandi við til- tekin áhugasvið. 2. Frjálsir leikir, t.d. bygg- ingaleikir, mömmuleikir, bíla- leikir og hvers konar ímynd- unarleikir. 3. Skapandi starf, eins og föndur og myndmótun. Börn in teikna, vatnslita, fingra- mála, hnoða leir, klippa, líma, vefa, sauma og smiða, hvert eftir sinni getu og þroska. Einnig vinna bömin hér markvisst að ýmsum hópverk efnum. Sköpunarmáttur barnsins nýtur sín hér, auk þess sem hugur og hönd þjálf ast. Skapandi starf hefur og róandi áhrif á börnin og veitir tilfinningum þeirra já- kvæða útrás. 4. Rytmik og hreyfileikir hvers konar, sem fullnægja hreyfiþörf barnanna og efla hreyfileikni þeirra. 5. Alls konar útileikir ásamt gönguferðum og kynn isferðum, sem síðar gefa til- efni til umræðna í samveru- stundum og til hópverkefna í skapandi starfi. 6. Ýmiss konar leikir og störf, sem ætluð eru til þess að búa barnið sérstaklega undir skyldunámið. „Þekking hefst með reynslu, ekki orðum," sagði Pestalozzi forðum. Börnin þurfa að læra fyrst með því SKOLA- mAl... að horfa, hliista og taka eftir, með því að snerta á og npp- lifa eða reyna hlutina. Ef okkur tekst að halda fróð- leiksfýsn barnanna, athafna- semi og lífsgleði óspilltri og skila þeim í 7 ára bekk fróð- ari á mörgum sviðum, með meiri málþroska, handlagn- ari, öruggari í framkomu og rólegri, höfum við skapað traustari og varanlegri grundvöll undir skólanám en ella. 5. Hvort telur þú, að fóstr- ur eða kennarar eigi að ann- ast forskólann? Að sjálfsögðu tel ég, að fóstrur eigi að stunda fóstru- störf og kennarar kennara- störf! En að öllu gamni slepptu, tel ég, að mjög æskilegt væri, að bæði fóstrur og kennarar önnuðust forskólabekki, þar sem margvíslegt samstarf kæmi til greina, einmitt vegna þess að 6 ára barn er á krossgötum i þroskaferli sinum. Á þessum aldri, sem öðrum, eru börn mjög mis- Franihald á bls. 20. Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eöa T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Sælkerinn HAFNARSTRÆTI 19 13835 - 12388.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.