Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 f * 'y 'vk *' w* m & x ' * p#* T " w t „Tíu litlir negrastrákaP' Skemmtun Fóstrufélagsins á sunnudag FÓSTRUR á dagheimilum og leikskólum borgarinnar efna til árlegrar skemmtunar sinnar í Austurbæj arbíói á sunnudaginn kl. 1.30 og á sumardaginn fyrsta verður gleðin endurtekin á vegum Barnavinafélagsins Sumar- gjafar. f>arna verður fjöl- margt til skemmtunar og koma fram um fjörutíu börn af ýrhsum leikskólum og dagheimilum. Munu börnin flytja stutta leikþætti o.m.fl. undir handleiðslu fóstra og með þeirra aðstoð. Nemend- ur úr Fóstruskólanum syngja með gítarundirleik milli atr- iða. Er við litum inn á æfingu hjá börmrm og fóatrum á dögunum var verið að leggja síðustu hönd á undirbúrfing. Æfingar hafa staðið yfir í röska tvo mánuði, enda mik ið verk að æfa svo stóra hópa barna. Allt gekk snurðulaust fyrir sig, þama var flutt í leikformi sagan af Lottu, sem börnum er að góðu kunn; leiknir voru tíu 'liltiiir weigrastrákar; faiið mieð þulur og hópur fimm ára barna söng og lék af mikilli konst undir stjórn leiðbein- anda sinna. Til að undirbúa skemmtun ina voru kosnar fimm fóstr- ur og er Guðrún Steingrims dóttir, formaður þeirrar nefndar, en fjölmargar aðrar hafa lagt þeim lið. Þessar skemmtanir em orðinn ár- viss viðburður og liðin um tuttugu ár, síðan þær vom haldnar fyrst. Tilgang þeirra sagði Guðrún vera að flytja skemmtiefni við hæfi þeirra aldursflokka, sem þarna eiga hlut að máli, þar sem vöntun væri oft á af- þreyingu fyrir yngsta fólkið. Lúðrasveit Keflavíkur heldur hljómleika LAUGARDAGINN 17. apríl, heldur Lúðrasveit Keflavikur hljómleika í Félagsbíói i Kefla- vtk og eru félagar hennar sem fram koma 24 talsins. Þessi lúðrasveit hefur starfað undan- farin ár, við vaxandi vinsældir allra bæjarbúa og þó víðarværi leitað. Á vegum Tónlistarskólans í Keflavík var stofnuð lúðra- sveit drengja i samráði og sam- ÁÐUR hefur verið tilkynnt um þá Dani, sem ríkisstjómin hef- ur boðið til íslands í sambandi við afhending Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða. LAUGARDAGINN 17. apríl verður bekin í notkun 600 núm- @ra stæ/kíkiun sjállfvirkiu stöðvar- innar í Kópavogi, númieraserían 43000 tia 43599. í>á verðuir hægt að sinna öil- Eskeland sæmdur stórriddarakrossi lVAR Eskeland forstöðumaður Norræna hússins hefur nýlega verið sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. vinnu við bamaskólann og það- an hefur lúðrasveitinni bætzt góður liðsauki. Að vissu leyti er lúðrasveitin nokkuð dýrt fyrirtæki, en hún nýtur stuðnings og velvildar allra Suðumesjabúa. Efnisskrá tónleikanna á laug- ardag er mjög f jölbreytt. Stjómandi Lúðrasveitar Kefla víkur er Jónas Dagbjartsson. — hsj. Auk þess hefur níkisstjórnin boðið heim dr. Jóni Helgasyni, prófessor, og Bjarna M. Gísla- syni, rithöfundi. uim símabeiðmu*n í kaupstaðnum, en vegna númeraskorta undantfar ið heifur ekki veirið umnft að sinna símabeiðniuim og enu elztu pant- anir írá því í febrúair 1970. Götiu- og númierarfkirá fyrir Rieykj avikiurs'væðið er væmtan- leg um mámaðamó'tin april-maí næstkomandi. — Ceylon Framhald af bls. 1 í kvöld áleiðis til Moskvu með reglulegu áætlunarflugi sovézka flugfélagsins Aeroflot. Hafði sendiherra Norður-Kóreu dval- izt um hríð í sovézka sendiráð- inu, eftir að hann hafði yfirgef- ið sitt eigið sendiráð. Ríkiastjórn Ceýions skýrði svo frá í fyrstu opinberu yfirlýa- ingu sinni um þetta mál, að sendiherrann hefði verið látinn vita um brottvísunarákvörðun- ina þegar á þriðjudag. í til- kynningu stjórnarinnar segir ennfremur, að brottvísun sendi- herrans hafi alls ekki að geyma slit á stjórnmálasambandi milli Norður-Kóreu og Ceylons. Jónas Dagbjartsson. - „Ping pong“ Framhald af bls. 1 keisararnir á sínum tíma með hirð sinni. Bandariska borðtennisliðið fór í dag í verzlanir í Shang- hai. Höfðu Kínverjar boðið þeim vasapeninga, en þeir af- þakkað. Verzluðu Bandaríkja- mennirnir í búðum, sem eru sér staklega ætlaðir útlendingum og þeir fengu ekki að líta á ven j ulegar kínverskar verzlan- ir. í kvöld hélt bandaríska borð tennisliðið til Kanton og á morg un, laugardag, fara Bandaríkja- menmiinnLr tiil Hong Kong, en þoðan hófu þeir ferð sína inn í Kína 10. apríl sl. KVEÐUR VIÐ GAMLAN TÓN í kvöld bárust þær fréttir hins vegar, að „Dagblað alþýð- unnar", málgagn kínverska kommúnistaflokksins, hefði birt grein, þar sem lýst var yfir stuðningi „við hina svörtu bræð ur okkar“ í Bandaríkjunum „í baráttu þeirra gegri afturhalds- klíkunni í Hvíta húsinu“ og „fasistískri forystu bandarísku ríkisstjórnarinnar“. Þetta orðalag hefur komið mjög á óvart nú, því að aðeins tveir dagar eru liðnir, sriðan Nix on forseti ákvað að leyfa frjáls- ari verzlun milli Bandaríkjanna og Kína. í Dagblaði alþýðunnar er var- ið heilli síðu í að ræða um bar- áttu bandarískra blökkumannna og önnur þjóðfélagsvandamál í Bandaríkj unum. Jóni og Bjarna boðið 600 símanúmera aukning í Kópavogi Skógarhólamót í júlí ÁKVEÐIÐ er, að hestamanna- mót verði haldið í Skógarhól- um um fyrstu júlíhelgina í sum- ar, og standa að því sömu félög og hafa staðið að slíkum mót- um árin milli landsmóta. Skógarhólamót virðast nú orð inn fastur liður í starfsemi nokkurra hestamannafélaga hér sunnanlands og eiga vaxandi vin sældum að fagna. Reynt verður að vanda tíill dagskráratriða þessa móts um- fram það sem verið hefur, m.a. með nýjum keppnisgreinum. Mótið stendur yfir í tvo daga, 3. og 4. júlí. 80 Kennaraskólanemar að Laugarvatni — keppa við Laugvetninga í íþróttum og skemmta þeim SKÓLAFÉLAG Kennaraskóla ís lands fer í sina árlegu ferð í heimsókn til Menntaskólans á Laugarvatni í dag. Um nokkurt árabil hafa Kennaraskólanemar heimsótt Laugvetninga síðari hluta vetrar og keppt við þá í íþróttum auk þess að flytjendur skemmtidagskrár árshátíðar Kennaraskólans hafa flutt dag- skrána fyrir menntaskólanema. Um 80 Kennaraskólanemar fara I dag til Laugarvatns og keppa þar við staðarmenn i körfubolta, bridge, skák o.fl. auk þess sem leikarar Kennaraskól- Lýst eftir vitnum MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbraut ar og Sléttuvegar milli tveggja fólksbifreiða á laugardag fyrir páska um kl. 11. Kona í öðrum bílnum meiddist og var flutt í slysadeild Borgarspítalans. — Rannsóknarlögreglan óskar eftir því að ná tali af sjónarvottum að slysi þessu og þá sérstaklega bif reiðastjórum, er óku næst á eft ir bifreiðunum, sem í árekstrin- um lentu. ans flytja árshátíðardagskrá Kl á kvöldvöku sem verður á Laug arvatni í kvöld. Að lokinni kvöldvöku í mennta skólanum munu Laugvetningar halda Kennaraskólanemum dans leik fram eftir nóttu og að hon um loknum halda gestirnir í bæ inn. Fundur ungra s j álf stæðismanna - hef jast i Rvík um þessa helgi UNGIR sjálfstæðismenn efna næstu daga til fimm funda með ungu fólki i Reykjavik, þar sem skipzt verður á skoð- unum um þjóðmál. Ellert B. Schram mun flytja ávarp á fundunum og síðan verða frjálsar umræður þátttakenda. Fundimir verða haldnir í ein- stökum hverfum borgarinnar og hefjast nú um þessa helgi. Fyrsti fundurinn verður fyr ir Laugames, Langholt, Voga og Heima. Fundurinn verður haldinn á morgun, sunnudag 18. apríl, og hefst kl. 14 í samkomusal Kassagerðar ReykjaVikur. Annar fundurinn verður fyrir Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 19. apríl kl, 20.30 í Neðribæ við Pellsmúla (hús Grænmetisverzlunarinnar). Þriðji fundurinn verðurfyr- ir Árbæjar- og Breiðholts- hverfi. Fundurinn verður hald inn þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30 í Félagsheimili Rafveit- unnar við Elliðaár. Fjórði fundurinn verður fyrir Austurbæjar-, Norður- mýrar-, Hlíða- og Holtahverfi. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 14 í Skipholti 70. Fimmti fundurinn verður fyrir Nes-, Mela-, Vesturbæj- ar- og Miðbæjarhverfi. Fund- urinn verður haldinn sunnu- daginn 25. apríl kl. 14 í Átt- hagasal Hótel Sögu. I ávarpi, sem ungu fólki hefur verið sent I tilefni þess- ara funda, segir Ellert B. Schram: „Hvers vegna sinnir unga fólkið ekki stjómmálum sem skyldi? Eru stjórnmálaum- ræður i raun og veru ekki þess virði, að með þeim sé fylgzt? Og um hvað snýst svo pólitíkin, þegar allt kemurtil alls? Metorð og bitlinga, fá- nýta orðaleiki, yfirboð i á- byrgðarleysi. Eða hvað? Nei, reyndar ekki. Hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr, eru stjórnmál- in sá vettvangur, þar sem úr- slitin eru ráðin í flestum þeim málum, sem að okkur snúa daglega; fræðslukerfi, launa- kjör, löggjöf, boð og bönn í lífi og starfi. Jafnvel hund- amir fá ekki að vera í friði fyrir stjórnmálunum! 1 mörgu er ábótavant og oft erum við óánægð með ákvarðanir og aðgerðir stjórn- valda. En hvernig getur fólk vænzt breytinga, ef það læt- ur ekki í sér heyra, kemur ekki skoðunum sinum á fram færi? Hvernig geta stjórn- máiamenn bætt úr göllunum, ef þeim ekki er sagt frá þeim? Ef til vill sækir þú ekki pólitiska fundi; þykir þeir leiðinlegir? En þvl ekki að slá til eina kvöldstund, jafn- vel þó ekki væri til annars en að fylgjast með, kynnast þankaganginum ? Við getum borið saman bæk ur okkar, spurt spurninga, leitað svara — allt er á dag- skrá. Þvi ekki að mæta og sjá hvernig þér finnst?" mnga, á dag- / ;ta og l 'JZj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.